Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGÁRDAGUR 13. OKTÓBER 1990 43 HANDKNATTLEIKUR ■ JOZEF Chovanec, sem leikur með Eindhoven og Ivo Knoflicek, sem leikur með St. Pauli, leika með Tékkurn. Þeir léku ekki með gegn Islandi vegna meiðsla. FH-ingarfá Hauka í heimsókn í Kaplakrika „ÞAÐ er mikil spenna í Hafnar- firði fyrir leik Hafnarfjarðarlið- anna, enda eru þrjú á liðin síðan að félögin áttust við í 1. deildarkeppninni," sagði Þorg- ils Óttar Mathiesen, þjálfari íslandsmeistara FH, sem glíma við Hauka, en félögin hafa margar baráttur háð. að þarf ekki að fara mörgum orðum um það að hart verður barist að Kaplakrika í dag þegar félögin mætast kl. 16.30. „Það er hugur í mínum mönnum, en þeir eru ákveðnir að snúa dæminu við - hætta að vera í hlutverki litla bróður," segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, en hann var einmitt þjálfari FH síðast þegar félögin léku í 1. deild. „FH vann þá stórsigur, með nítján marka mun - og ég gekk glaður af leikvelli. Nú mæti ég ineð Hauka á heimavöll FH til að hefna ófaranna," sagði Viggó. „Ég veit að Haukar koma í heim- sókn með það í huga að leggja okkur að velli. Við munum taka vel á móti þeim. Annars þekki ég ekki að tapa fyrir Haukum,“ sagði Þorgils Óttar. „Auðvita er ég bjartsýnn. Það hefur verið góður stígandi hjá Haukaliðinu og ef strákarnir ná að leika yfirvegað gegn FH - eru þeir til alls líklegir. Þetta verður leikur sem tekur á taugar leikmanna lið- anna - sannkallaður stemmnings- leikur,“ sagði Viggó. „Leikurinn er mjög þýðingamikill fyrir okkur. Við náðum okkur á strik gegn KA og erum ákveðnir að halda áfram á sömu braut. „Haukamir verða erfiðir. Þeir fengu mikinn liðsstyrk fyrir keppnistíma- bilið og hafa leikið vel,“ sagði Þorg- ils Óttar. „FH-ingar eru að koma upp úr lægðinni sem þeir fóru í eftir að hafa misst Héðinn Gilsson og Þorg- ils Óttar úr varnarleiknum. Þorgils Óttar er kominn aftur á ferðina og Guðjón Árnason hefur tekið skyttu- hlutverkið hjá FH og hefur staðið sig vel,“ sagði Viggó. Það er reiknað með að um 2000 áhorfendur mæti í Kaplakrikan til að sjá leik FH og Hauka, sem er fyrsti stórleikur 1. deildarkeppninn- ar. Adams. Papin. toðm FOLK ■ TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, hefur verið valinn á ný í enska landsliðshópinn. Hann tekur stæti Steve McMahon, leikmanns Li- verpool, sem er meiddur. England leikur gegn Póllandi á Wembley á miðvikudaginn. ■ IVAN Hasek, fyrirliði landsliðs Tékkóslóvakíu, er meiddur og get- ur ekki leikið með Tékkum gegn Frökkum í Evrópukeppni lands- liða í París í dag. Þá fær Vaclav Danek, sem skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn Islendingum á dögunum, ekki frí frá Tíról í Austurríki, til að leika. ■ MILAN Macala, þjálfari Tékka, segir _að leikurinn gegn Frökkum sé skemmtiiegasta próf' sem hann hefur farið í. „Við munum ekki leika varnarleik, heldur verður leikið til sigurs.“ ■ JEAN-Pierre Papin, marka- skorari Frakka, segir að það sé dauðadómur - ef Frakkar tapi fyrir Tékkum. Óskar Ármannsson handar- brotinn * Oskar Ármannsson, landsliðs- maður úr FH, mun ekki leika með FH-liðinu næstu tvo mánuðina. Óskar varð fyrir því óhappi að hand- arbrotna í leik gegn KÁ. „Það er að sjálfsögðu slæmt fyr- ir okkur að missa Öskar á sama tíma og við höfum verið að koma upp úr öldudal," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH-liðsins. Þorgils Óttar er nú byijaður að leika á fullum krafti og hefur hann kallað gömlu landsliðskempuna Ragnar Jónsson til liðs við sig, en Ragnar sér um innáskiptingar og annað. Gunnar Beinteinsson, homamaðurinn sterki hjá FH. Peter Baunruk, tékkneski landsliðsmaðurinn, er einn af lykilmönnum Hauka- liðsins. Viggó fagnaði síðast með FH - nú mætir hann með Hauka til til að hefna Óskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.