Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 15
að litlu leyti, og er því ekki nándar eins umfangsmikið og eldra kerfið. Að síðustu er vert að minna á í þessu samhengi að ekki er hægt að fullyrða samtímis að annað kerfið standi og falli með opinber- um framlögum, en hitt hins vegar ekki auk þess sem það á að gefa léttari greiðslubyrði. Spurningin hér snýst um formið á kostnaðar- þátttöku hins opinbera. Er hún í formi niðurgreiðslu-á vöxtum hús- næðiskerfisins eða í formi beinna vaxtabóta til fasteignakaupenda. Að lokum varðandi kostnaðar- þátttöku hins opinbera þá er rétt að minna á að það er hrein pólitísk spurning hveijir eigi að njóta kostnaðarþátttöku hins opinbera. Eiga allir að vera jafnir gagnvart þeirri aðstoð eða aðeins þeir tekju- og eignaminni. Lokaorð Ef veikleiki húsbréfakerfisins væri lagfærður eru þessi fjármögn- unarkerfi áþekk. Bæði eru þau fjármögnuð með sölu á skuldabréf- um, sem þess vegna má staðla sem húsbréf. I báðum kerfunum getur kostnaðarþátttaka hins opinbera verið í formi vaxtabóta eða í formi niðurgreiðslu á vöxtum. Utlána- geta beggja þessara kerfa ræðst fyrst og fremst af því hversu vel tekst að selja skuldabréf þeirra. Það þarf ekki að koma flatt upp á einn eða neinn nema illa upp- lýsta menn að Byggingarsjóður ríkisins myndi stefna í gjaldþrot ef vaxtamunur milli inn- og útlána hans er hafður of mikill eða ríkis- framlög of lág. Enda segir í fram- haldi af ofangreindri málsgrein úr greinagerð með frumvarpinu frá árinu 1986: „Á hinn bóginn er einnig ljóst að framlag ríkissjóðs ræður miklu um eiginíjárstöðu Byggingarsjóðs ríkisins. Því er óhjákvæmilegt að ákvarðanir um framlög ríkissjóðs á fjárlögum til Byggingarsjóðs ríkisins ár hvert verði teknar með hliðsjón af hvoru tveggja, útlánaþörf sjóðsins á árinu og eiginfjárstöðu sjóðsins". Enn- frémur segir: „ .. .verði mismunur- inn á vöxtum á teknum lánum og veittum við Byggingarsjóði ríkisins meiri en 2-3% til lengdar muni lánakerfið sligast". Að síðustu er rétt að undirstrika að veikleiki húsbréfakerfisins get- ur orðið mikill skaðvaldur í íslensku efnahagslífi ef það lána- kerfi fær að starfa eitt og sér í fullu umfangi, eins og greinarhöf- undur hefur rökstutt ýtarlega í rit- gerð sinni „Eru húsbréf peningar" sem birtist í Efnahagsumræðunni nr. 2 frá apríl 1989. Kirkja Óháða safnaðarins. Qháði söfnuðurinn: Kirkjudagur KIRKJA óháða safnaðarins verður með hátíðarguðsþjónustu sunnu- daginn 14. október kl. 14:00. Kirkjudagurinn er ái-viss hjá Óháða söfnuðinum og er ávallt haldinn hát- íðlegur ,á sunnudegi í október. Guðs- þjónustan er þungamiðja hátíðarinn- ar. Góðir gestir koma í heimsókn: Jóhanna Linnet söngkona og Jónas Dagbjartsson fiðluleikari. Kvenfélag safnaðarins selur kirkjukaffi eftir messuna og þá gefst kirkjugestum tækifæri til að ræða saman yfir kaffí- bolla og góðu meðlæti. Tekið skal fram að barnastarfið verður á sínum stað og eru börn og foreldrar hvött til að koma til kirkju. Safnaðarprestur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAQUR 13. OKTÓBEK ,19,99, 15 Danska kammersveitin sem halda mun tónleika í Háteigskirkju á sunnudagskvöld. Dönsk kammersveit heldur tónleika . Kammersveit Suzukiskólans í Kaupmannahöfn er stödd hér á landi vi.n þessar mundir og mun næstkomandi sunnudag halda tónleika í Háteigskirkju. Sveitin samanstendur af 17 unglingum á aldrinum 10 til 19 ára sem öll eru nemendur Suzukiskólans í Kaupmannahöfn. Kammersveitin var sett á stofn árið 1976 og hefur frá 1982 haldið marga tónleika í Danmörku auk þess að gera upptökur fýrir útvarp og sjónvarp og fara í tónleikaferð til Japan árið 1986. Stjórnandi sveitarinnar Béla Det- reköy fæddist í Ungverjalandi, en hefur búið í Danmörku frá árinu 1945. Hann hefur starfað sem fiðlu- leikari og kennari, meðal annars við Tónlistarháskólann í Oðinsvéum og Suzukiskólann í Kaupmanna- höfn. A efnisskrá tónleika sveitarinnar, sem hefjast munu kl. 20:00 á sunnudagskvöld, verða meðal ann- ars verk eftir Corelli, Haydn, Bach og Bartók. Sýningu í Norræna hús- inu að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi Guðrúnar Gunnarsdóttur og Sigrúnar Eldjárn í Norr- æna húsinu er runnin upp. Guðrún Gunnarsdóttir sýn- ir þar bæði vefnað og verk unnin úr handgerðum pappír öll frá þessu ári. Sigrún Eld- járn sýnir olíumálverk sem flest eru frá þessu ári en nokk- ur frá síðasta árí. Báðar hafa þær Guðrún og Sigrún látið náttúru og landslag hafa áhrif á list sína en á mjög ólíkan hátt. Sýningin héfur verið mjög vel sótt en hún er opin dag- lega frá kl. 14 til 19. Síðasti sýningardagur er 14. október. (Fréttatilkynning) 10 GÓÐ RÖK FYRIR 1 DRAUMAELDHÚSIÐ PITT Draumaeldhúsið þitt ó auðvitað að vera fallegt, aðgengilegt og hannað ó réttan hátt. Starfsmenn Innrétttngahússins vita hvað þarf til þess að draumurinn rœtist. AÐ FÁ SÉR HTH 3 FYRIRTAKS ÞJÓNUSTA Við leggjum okkur fram um að veita bestu þjónustu, sem völ er á, frá þeirri stundu að eldhúsið þitt kemst á teikni- borðið hjá okkur, ttl þess dags að upp setningu er lokið. ELDHÚSINNRÉTTINGU 3 GÓÐ OG ÖRUGG AFGREIÐSLA Við afhendum þér nýja eldhúsið 6-8 vikum eftir að pöntun er gerð og afhend- um við húsdyrnar þfnar ef þú býrð á Stór-Reykjavíkursvœðinu. 4 Á RÉTTU VERÐI Á hverju ári eru framleiddar fleiri en milljón HTH-skápaeiningar og með hagkvœmri fjöldaframleiðslu er verðinu haldið niðri. Þessum sparnaði er komið til viðskiptavina til að tryggja að þeir fái góða vóru á réttu verðl. 5 SKYNSAMLEG FJÁRFESTING HTH-innrétting eykur verðgildi fbúðarlnnar og er því kjörin fjárfesting fyrir framtíðina. 6 GÆÐASTIMPILL Allar HTH-eldhúsinnréttingar hafa hlotíð hlnn þekkta gaeðastimpil „Dansk Vare- fakta". Það þýðir að þœr hafa staðist prófanir til að ganga úr skugga um gœði, endingu og handbragð. Prófanirn- ar framkvœmir sjálfstœð dönsk rann- sóknastofnun. T ÓKEYPIS RÁÐGJÖF Við mœlum fyrir og aðstoðum við val á HTH-innréttingum þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. 8 FAGMANNLEG UPPSETNING Aðeins sérþjálfaðir fagmenn annast uppsetningu HTH-innréttinga. 9 FUÓTLEGT OG FYRIRHAFNARLAUST HTH-einlngarnar eru afhentar sérpakkað- ar með hurðum, ásamt teikningum til að tryggja fljótlega og fyrirhafnarlausa uppsetningu. 10 HEILDARLAUSN Innréttingahúsið hefur ávallt kappkostað að flnna bestu heildarlausnina fyrir viðskiptavini sfna. Þannig má fá Blomberg heimilistœki og vaska með eldhúsinnrétt- ingunum, einnig fataskápa og baðinn- réttingar. Allt þetta tryggir þér sem bestan heildarsvip. innréttingaliÉsiö Háteigsvegi 3. Reykjavík. Sími 91-627474. Fax 91-627737.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.