Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Vanhugsuð afstaða Til Velvakanda. Þriðjudaginn 9. okt. spyr kona: „Af hveiju eru konur, sem komnar eru yfir fimmtugt útilokaðar frá atvinnulífinu á Islandi?“ Eg spurði forstjóra vinnumiðlun- arskrifstofu sömu spumingar fyrir 13 árum, þá fimmtíu og eins árs. Hann hélt að tvennt kæmi aðallega til. I fyrsta lagi téldu vinnuveitend- ur að fimmtug manneskja gæti ekki lært neitt nýtt og í öðru lagi þætti yngri yfirmönnum erfitt að segja svo fullorðnum konum fyrir verkum. Við vitum að fyrra atriðið er rangt. Við horfum bara á forsetana okkar, sem allir hafa staðið sig með prýði, karlkyns og kvenkyns. Allir voru þeir orðnir fimmtugir þegar þeir voru kosnir, og enginn þeirra gat haft starfsreynslu fyrir. Hitt atriðið finnst mér mannlegt að þar með skiljanlegt en heldur vanhugsað. Okkur eldra fólkinu finnst svo spennandi að takast á við ný verkefni og ekki hvað síst að vinna með ungu fólki. Eg held líka að við getum miðlað einu og öðru sem kemur að gagni. Kona! Gefstu ekki upp. Kannski verðurðu jafn heppin og ég sem fékk lifandi og gefandi starf eftir ótrúlegan fjölda ósvaraðra um- sókna. Guðrún Konur á sextugs aldri Kona hringdi: „Af hveiju eru konur, sem komnar eru vfir fimmtugt útilok- aðar frá atvinnulífinum á.Islandi? Þær eru besti vinnukrafturinn, alveg tvímæla laust. Hvers vegna er ekki ha^gt að bjóða þeim mann- sæmandi vinnu og sæmileg laun? Þetta á að vera svo hámenntað velferðarþjóðfélag en konum sem komnar eru á þennan aldur bjóð- asl aðeins skúringar og uppvask. Konur sem lenda í skilnaði á þess- um aldri eru mjög illa staddar. Þær komast ekki út á vinnumark- aðinn og mæta hvarvettna höfn- un. Þetla verður til þess að þær brotna niður og einangrast. Það verður að gera eitthvað róttajkt í þessum máluin." Ast er... .. . að hafa einhvevn Lil að halda í. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég finn til innri óþæginda. Öllum er svo starsýnt á lappirnar... Með morgnnkaffínu Mundu að þrista flöskuna! ir. Ég held að vísindamennirnir okkar ættu því að beita sér fyrir því að ijúpan verði friðuð og það strax, áður en hún hlýtur sömu örlög og geirfuglinn. Meðal annarra orða, hvar eru nú Grænfriðungar staddir? Guðmundur G. Halldórsson Friðum rjúpuna Til Velvakanda. Nú líður senn að því að þúsundir manna úr borg og byggð haldi til íjalla í leit að rjúpu. Staðháttakunn- ugum mönnum ber samna um að þó oft hafi verið lítið um tjúpur þá sé nú svo á stofninn gengið að til undantekninga megi teljast að ijúpa verði á vegi manna. Sá sem þetta skrifar hefur verið meira á faralds- fæti um vegi landsins, norðan-, norðaustan- og austanlands á liðnu sumri en nokkru sinni fyrr. Ég hef þó aðeins séð tvær rjúpnafjölskyld- ur, aðra á Tjörnesi og hina við Gilsá á Jökuldal. Ég hrökk því við þegar einn af vísindamönnum þjóðarinnar kom fram í sjónvarpi fyrir skömmu og hélt því fram að veiðar hefðu engin áhrif á stofninn. Þegar ég var úng- ur maður þá var oft svo mikið um ijúpu að þegar jörð var auð var engu líkara en gránað hefði í rót á svæðum sem telja mátti svo ferkíló- metrum skipti. Kenningin um sveiflur, hámark og lágmark, eftir ártölum virðist ekki trúverðug nema þá innan veggja þar sem vísinda- menn starfa. Væri hún hins vegar rétt og á rökum reist þá hlyti hið sama að gilda með fiskistofna og þá þyrfti engan kvóta eða kvótalög, þá væri ekkert nema veiða og veiða og drepa og drepa — slíkt hefði engin áhrif á stofnstærð fiskanna. Eða hver trúir því að þegar að þús- undir manna á fullkomnum farar- tækjum, jeppum og fjórhjólum, fara vítt og breitt um landið í leit að ijúpu, og svo þegar snjóar þá taka sleðarnir við, að þetta sé engin breyting frá þeirri tíð er fæturnir einir urðu að bera mann á veiðislóð- HOQNI HREKKVISI , X//1LLI GAMLl HE(=LIR HlTT MAC5LANN 'A HÖrUÐIÐ í Þetta SIMN." Víkverji skrifar Strætisvagnabílstjórar eru hinir raunverulegu markaðsstjórar SVR, þeir sjá um almannatengsl og samskipti við viðskiptamenn jafnframt því að aka bílunum. Það er þess vegna mjög mikilvægt að þeir komi þannig fram við viðskipta- mennyað það efli trú manna á fyrir- tækinu og auki viðskiptin. Víkveiji hefur tvær sögur að segja af SVR, önnur er góð og ætti að vera öllum strætisvagnabílstjórum til eftir- breytni og hin er slæm. XXX Utlendur kunningi Víkveija þurfti að komast frá Lækjar- torgi upp að Hótel Esju og fannst eðlilegast að taka strætó, þar sem það myndi ekki kosta hann nema 55 krónur. Þegar inn í vagninn var komið ætlaði hann að borga með 100 króna seðli, sem vagnstjórinn gat ekki skipt. Þá vildi farþeginn einfaldlega fá að borga 100 krónur og hugsaði með sér að það væri þó mörgum sinnum ódýrara heldur en að taka leigubíl. Bílstjórinn brást hins vegar hinn versti við og neit- aði að taka við 100 krónum og sagði farþeganum að fara inn í far- miðasöluna og kaupa sér miða þar. Spurði þá hinn útienski kunningi Víkveija bílstjórann að því hvort hann myndi ekki missa af vagnin- um, en bílstjórinn sagðist ætla að bíða. Hins vegar ók hann vagninum af stað um leið og hurðin lokaðist á hæla farþeganum og veifaði í kveðjuskyni. Sagðist útlendingur- inn sjaldan hafa orðið jafn hissa á framkomu strætisvagnabílstjóra, hann hefði varla trúað sínum eigin augum. xxx Beið nú útlendingurinn eftir næsta vagni og fékk þar inn- göngu. En nú brá svo við að þjón- ustu og lipurð vagnstjórans var við brugðið. Eftir að hafa spurt bílstjór- ann hvar best væri að fara út til að þurfa að ganga sem skemmstan veg, þá ekki einungis liðsinnti bílstjórinn honum, heldur stoppaði þar sem engin biðstöð var og vísaði honum leiðina þrátt fyrir mikla og erfiða umferð. Sagðist hann aldrei hafa upplifað jafn lipra þjónustu í strætó. Hann hafði því tvær sögur að segja af SVR, aðra jákvæða og hina neikvæða þannig að útkoman var á núlli. Það fer hins vegar ekki á milli mála að ef fyrirtækið legði að starfsmönnum sínum að þjóna farþegum eins og unnt er, þá myndu fleiri nýta sér þá þjónustu en nú gera. Bílstjórar sem eru uppfullir af þvergirðingshætti eins og í fyrra dæminu og fleiri álíka, sem í frétt- um hafa verið að undanförnu, draga úr löngun fólks til að ferðast með strætó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.