Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 17 Glæðum von - og græðum landið eftir Margréti Helgu Jóhannsdóttur Ding, dong; „viltu kaupa merki?“ Við þekkj- um öll þessa setningu sem löngu er orðin klassík í sunnudagslífi okkar flestra — og er raunar hætt að binda sig sérstökum vikudegi. Auðvitað eru málefnin alltaf mörg sem við erum beðin um að styðja og auðvitað verðum við að velja og hafna þar, sem annars staðar á lífsleiðinni. En einn er sá máistaður sem þjóðin sýndi áhuga, stuðning og velvilja strax frá fyrstu stundu, svo víðtækur og algengur var vandinn — áfengisvandinn. Og samtökin fengu byr undir báða vængi, samtök áhuga- fólks um áfengisvandamálið, SÁÁ. Það þarf ekki að fara út í langar lýsingar á hörmungum, sorgum og átökum sem fylgja áfengissýkinni; það þarf ekki að tíunda líðan fjölskyldna þeirra sem berjast við þessa fíkn. En í hvert sinn sem vandinn skýtur upp kollinum, í einni eða annarri mynd, vildum við allt til vinna að hann væri ekki til stað- ar. Þess vegna megum við ekki sofna á verðin- um, þess vegna þurfum við að styðja þessi samtök sem hafa unnið þrekvirki; gefið þús- undum nýja von. Nú knýr SÁÁ dyra hjá okk- ur í sumarbyijun, biður um stuðning, sem felst í að kaupa lítinn álf, álf sem ber með sér nýja von — og tvö lítil frækom, birki og lúpínu. Væri það ekki yndisleg byijun á björtu, íslensku sumri að græða land og glæða von? Höfundur er leikkona og hefur starfað um árabil hjá Leikfélagi Reykjavíkur. ■ BRESKI fornvistfræðingurinn Dr. Paul C. Buckland heldur fyrir- lestur fimmtudaginn 16. maí íÞjóð- jniiyasafni Islands kl. 17.15 um notkun og niðurstöður skordýra- rannsókna í fornleifafræði. ■ Á PÚLSINUM fimmtudaginn 16. maí verða Vinir Dóra með blús- kvöld. Kvöldið er tileinkað hvíta- sunnu og ber heitið Hvítur sunnublús. Vinir Dóra hljóðrituðu fyrir skömmu hljómplötu á vegum Platonic-records ásamt Chicagobl- úsurunum Jimmy Dawkins og Chicago Beau. Hljómsveitina skipa: Andrea Gylfadóttir, söngkona, Halldór Bragason, gítar, söngur, Guðmundur Pétursson, gítar, Ás- geir Óskarsson, trommur, og Har- aldur Þorsteinsson, bassi. Gestur kvöldsins verður Halldór Gunnars- son, texta og lagahöfundur, þekkt- astur sem meðlimur í Þokkabót sálugu. Hann mun flytja nokkra blúsa með Vinum Dóra og leika á munnhörpu, en á efnisskránni verð- ur Skaggi blús eftir Halldór sem kom út á hljómplötu Þokkabótar á sínum tíma. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 80 ára afmœli mínu þann 20. apríl sl. GuÖ blessi ykkur öll. Sigríður Ketilsdóttir, Hjallabraut 33. Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig á áttrœöisafmœlinu 11. maí sl. meÖ heim- sóknum, gjöfum, heillaskeytum og símtölum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Höskuldur Bjarnason, Drangsnesi. Skyndisala í 3 daga FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG ipr" " ' «r=ij > Ný og notuð ^ persnesk teppi (handhnýtt) til sölu á góðu verði MALNINGAR VÖRUR INCÓLFSSTRÆTI 3 - SÍMI 29660 f Beint strik til Köben, aðeins 26.690kr. M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3, sími 62 22 11 ...á besta tíma! Vorið er einn besti tíminn til að heimsækja Kaupmannahöfn og við förum líka í loftið á besta tíma frá Keflavík: kl.8.35, stundvíslega. Þú getur því skellt þér beint I danskt og "dejligt" vor, t.d. á Strikið eða í Tívolí, eftir góðan nætursvefn og þægilegt flug að hætti SAS. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrif- stofuna þína sem fyrst, því vortilboðið gildir aðeins í maí og er miðað við að ferðalok séu fyrir 31. maí. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.