Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 54
M MORGlfflBLAÐIÐ FIMMTUDAG.UR, 1(j..,MAÍ ,1991 STORKOSTLEG- IR HLJÓMLEIKAR Sl. laugardag 11. maí var ég viðstaddur píanótónleika í Hlé- garði í Mosfellsbæ. Þarna var á ferð Anna Málfríður Sigurðardótt- ir píanósnillingur frá Isafirði. Stórkostlegir voru hinir himn- esku tónar er hún töfraði fram eftir Bach, Beethoven, Chopin, Rachmaninoff og Liszt. Vissulega hefði píanósnillingur- inn verðskuldað húsfylli. Við verð- um alvarlega að gera okkur grein fyrir orsökum og afleiðingum, ef við reynum ekki i fyllstu ein- lægni, að fyigjast með tónleika- haldi okkar allra hæfustu lista- manna. Anna Málfríður er sönn hreysti- kona við píanóið. Ég vona að Anna Málfríður Sigurðardóttir gefist ekki upp á, að leyfa löndum sínum að njóta listar sinnar í hæzta gæðaflokki. Það væri sjálfsögð skylda stjórnar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, að sýna Önnu Málfríði þá virðingu í verki að bjóða henni að leika einleik með hljómsveitinni sem allra fyrst. Ennfremur ætti Tónlistarskól- inn í Reykjavík að bjóða Önnu og eiginmanni hennar stöðu kennara við skólann, ella er mikil hætta á að Berkofskyhjónin setjist að er- lendis, eins og önnur hjón, stór- menni í heimi tónlistarinnar. Falur Jakobsson Góður fram- haldsþáttur Ég vil þakka fyrir góðan fram- haldsþátt sem Sjónvarpið hefur verið með, það er Ráð undir rifi hveiju sem sýndur er á sunnudagskvöldum. Þetta er léttur og skemmtilegur þátt- ur en þó laus við að vera ódýr eins og gamanþættir eru einatt. Fram- haldsþættirnir hjá Ríkissjónvarpinu hafa verið með betra móti í vetur og eins tel ég að betur hafi tekist til með val bíómynda en oft áður. Það ber að þakka sem vel er gert. Sj ón varpsáhorfandi * Ast er. . . . . . eins og froðubað. Með morgunkaffinu TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved 0 1991 Los AngelesTimes Syndicate Þessir hringdu . . Óþörf veisluhöld Borgari hringdi: „Eg vil þakka fyrir skemmtiiega grein, Dúfnaveislur landsfeðranna, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Er ekki mál að þessum veilsuhöldum á kostnað skattborgaranna linni? Það er verið að tala um halla á ríkissjóði, mætti nú ekki spara veislusnobbið og utanlandsferðirnar rétt á meðan verið er að rétta við? Sjálfur hef ég greitt allar mínar veislur og utanlandferðir úr eigin vasa. Væri ekki rétt að hver greiddi fyrir sig?“ Jakki Brúnn rúskinnsjakki tapaðist í grennd við veitingastaðinn Ömmu Lú á laugardagsnóttina 4. maí. I honum voru lyklar og visakort. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 32524 í hádeg- inu eða á kvöldin. Dúfnaveislur landsfeðranna Veislur landsfeðranna þykja ffn- Viðkomandi atkvœðum finnst §r heiður að vera boðin I þessar úfnaveislur. í stað dúfna má bjóða pp á fjallalamb snyrt að hætti imstarfsaðila. Ingólfur er maður nefndur, eins mar landnámsmaður f Norvegi. ann sneri stafni til lslands eins nafni hans forðum. Af hugsjón |fnaðarmannsins, til að stjóma álgagni sósíalikratismans. ■' » - n " . - raula: Hann Svavar „I blómskrýddri brekkunni stóð“. Og til að vera viss um að þjóðin öll vissi um fagnaðinn sakaði ekki að bæta við litgreindum ráðuneytisauglýsingum. A glæstan sal sló ofurlítið rauðari bjarma en áður, f samræmi við rflgandi stjóm á rauðu Ijósi. Ekki horfandi í hájfan milljarð. Jafnvel þó það sem ógert er bakvið Pótemkintjöldin kosti annan hálfan mil|jarð. Og fá svo Pétur Gaut „endurbættan" eins og betúr við hæfi f heimkynhum sauð- kindarinnar en í borg Davíðs. Þetta sá forstjórafrúin af hugviti hinnar hyggnu húsmóður. Eiga Rangæing- ar ekki annarri konu meira að þakka. Lýkur bar með í kortleika að segja frá dúfnaveislum lands- feðranna. Skál bræður og systur. Insulano Kettlingar Tveir kettlingar, högni og læða, fást gefins, annar steingrár en hinn kolsvartur, báðir kassavand- ir. Upplýsingar í síma 621512. Hjólkoppur Teinahjólkoppur með spinner með Fordmeki tapaðist af á leið frá Kópaavogi upp á Höfða. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 46047. Týndur síamsköttur Síamsfress, Keli, hvarf frá heimili sínu í Ölfusi 30. apríl sl. Hann er merktur með blárri og rauðri hálsól, með rauðum glitr- andi steinum á. Einnig hangir stór merkt bjalla í ólinni. Hann er 11 mánaðan gamall, með dökk- brúna enda og drapplitaðan búk. (Svonefnt Seal point afbrigði). Keli er skráður í Kynjaköttum hjá Kattaræktarfélagi Islands, og eig- andi hans, Hauður Freyja 4 ára, saknar hans sárt. Finnandi hafí samband í heimasíma 98-34840 eða vinnusíma 98-34262. Húfa Löng húfa með dúsk í endanum tapaðist við barnaheimilið Valhöll. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 12212 eftir kl. 19. Brjóstnál Bijóstnál frá Jens tapaðist fyr- ir utan Bolholt 6 fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 678777. Hjól Grátt kvenreiðhjól af tegund- inni Alfiro hefur staðið á aðra vikur fyrir framan Sjafnargötu 2. Upplýsingar í síma 11449. Kettlingar Þrílitar læður, sex vikna gaml- ar, fást gefíns. Upplýsingar í síma 642707. HÖGNI HREKKVlSI „þÖATTHS AÐNÍA l BiTTHV/iD T/U AS> ■By'NA / N'ATTÓAUri&EEW'/VISiMVAI.1" Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija kvaðst hafa lent í því á dögunum, að starfsmenn ríkissjóðs vissu ekki, hvað strikun ávísana þýddi. Kvaðst hann hafa orðið vitni að því, að maður hefði fengið strikaða ávísun frá ríkissjóði og þegar hann gerði athugasemd við það, að hann fengi tékkann ekki greiddan út í pening- um í banka, var honum sagt, að hann gæti alveg skipt tékkanum í banka og fengið peninga fyrir. Þegar svo kom í bankann var manninum neitað um peninga með vísan til þess, að tvö samhliða ská- strik á framhlið tékkans þýddu að hann mætti aðeins leggja inn á reikning viðkomandi og að enginn banki í veröldinni myndi greiða slík- an tékka. xxx Maðurinn bar fyrir sig orð „rík- issjóðs", en þau voru strax léttvæg fundin. Tékkinn fékkst ekki greiddur. Maðurinn hafði haft per- sónuskilríki í höndunum og allt í einu mundi hann það, að hann þekkti einn starfsmann viðkomandi banka. Sá var kvaddur á vettvang og með vitnisburði hans í ofanálag fékk maðurinn peninga fyrir ték- kann sinn. Að sögn kunningja Víkveija, sem heyrði samtalið í bankanum, kom fram, að þetta væri ekkert eins- dæmi. Ríkissjóður misnotaði strikun tékka og setti starfsfólk banka- stofnana og bankanna í stökustu vandræði. Þessi strikun tékka væri alþjóðleg merking og þýddi að pen- ingana á að leggja inn á reikning, en alls ekki greiða þá út. Vegna þessarar strikunar væri talið óhætt senda tékkann í almmennum pósti, því ekki ætti að vera hægt að mis- nota hann, þótt hann misfærist. XXX A Aaðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands, sem haldinn var nú í vikunni, hélt Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur, athygl- isvert erindi, þar sem hann fjallaði um möguleika á sölu opinberra fyr- irtækja. Sigurður sagðist meðal annars telja, að hér á landi gæti verið hægt að selja opinber fyrir- tæki fyrir milli 20 óg 30 milljarða króna fram tii aldamóta. Þar af gætu 15 til 20 milljarðar runnið beint til ríkisins, eða um það bil 1,5 til 2 milljarðar á ári. Þessar upplýsingar kæta menn auðvitað sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs. En fyrir utan þenn- an ávinning af sölu ríkisfyrirtækja vill Víkveiji dagsins minna á, að hann telur ríkisrekstur á mötgum sviðuin óhagkvæmari heldur en rekstur einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Ríkið rekur nú ýmis fyrir- tæki, sem einstaklingar gætu án efa rekið betur. Einnig af þessum sökum gæti sala ríkisfyrirtækja margborgað sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.