Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTÚDAGUR 16. MAÍ 1991 FELURUM Einföld lausn ísumarbústaöinn, tjaldvagninn og hjólhýsiö! MaítUboó aöeins kr. 9,980 kr. pr. stk. Póstsendum. VÍKURVAGNAR hf. Laufbrekku 24, (Dalbrekkumegin) 200 Kópavogi, símar 43911 og 45270. ROKKHÁTÍÐIN HÚNAVER '91 auglýsir: Hin árlega Rckkhátíð í Húnaveri, sem haldin verður dagana 2.f 3. og 4. ágúst nk., óskar eftir tilboðum í eftirfarandi þætti: D Aðstoð við löggæslu. Hér er um að ræða fulltingi við lögregluna á staðnum og er gert ráð fyrir 2x45 manna vöktum er skiptast á. Æskilegt væri að fá hjálpar- eða björgunarsveitir til slíks samstarfs eða sambærileg samtök. 2) Lækna- og sjúkragæslu. Hús- og tækjabúnaður meðtalinn. 3) Hreinsunarstörf á meðan hátíðin stendur yfir og eftir að henni lýk- ur. Salernisvarsla og flutningur á sorpi meðtalinn. 4) Veitingarekstur og þjónusta á sérstöku þjónustusvæði. 5) Útvarpsrekstur, tilkynningaþjónusta, tapað fundiö og símaþjónusta. 6) Flutningar á tækja- og sviðsbúnaði, sem og mannskap, frá Reykjavík og til baka. 7) Framkvæmdastjórn. Leitað er að dugmiklum einstaklingi með reynslu og þekkingu á þessu sviði til að hafa yfirumsjón með öllum þáttum nú og á komandi árum. Þá er leitað tilboða frá listamönnum og hljómsveitum sem hafa hug á að koma fram á Rokkhátiðinni að þessu sinni. Miðað er við 2 x 2 klst. tónleika hvers aðila og miðast nú sem fyrr eingöngu við íslenska tón- list sem komið hefur út á hljómplötum. Þátttaka í hljómsveitakeppninni tilkynnist fyrir 15. júlí. Sigurvegarar að þessu sinni hljóta i verðlaun ferð til Kaupmannahafnar 10.-13. septemb- er nk. þar sem komið verður fram á hljómleikum tengdum Copenhag- en Music Seminar '91. Leikreglur miðast við að flutt sé frumsamin íslensk tónlist, sem ekki hefur komið út á hljómplötum og flytur hver hljómsveit þrjú lög. Upplýs- ingar um efni, höfunda og flytjendur sendist með þátttökutilkynningu á neðangreint póstfang. Tilboð i lið 1-7 sendist fyrir 5. júni nk. merkt: Rokkhátiðin Húnaver '91, pósthólf 121, 540 Blönduósi. Listamenn og hljómsveitir sendi tilboð fyrir 1. júli á sama póstfang. Nánari upplýsingar verða veittarísíma 96-27844 kl. 16-18, mánudaga-föstudaga. Kirkjukór Grafarvogssafnaðar við upphaf starfs. „Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“ eftir VigfúsÞór Árnason FYRSTA skóflustungan að Grafarvogskirkju verður tekin laugardaginn 18. maí. Þann 5. júní 1989 var Grafarvogssókn stofnuð og fyrsta sóknarnefnd- in kjörin. Strax á fyrsta fundi kom fram mikil áhugi á safnað- arstarfi og að söfnuðurinn þyrfti sem fyrst að eignast kirkjuhús, sem hýst gæti fjöl- þætt nútímalegt safnaðarstarf. Fljótt kom í ljós að söfnuðurinn er í mikilli þörf fyrir húsnæði, þó að félagsmiðstöðin Fjörgyn henti allvel til safnaðarstarfs, en þar er rekið gott og fjölþætt félagsstarf, og því kemst söfnuðurinn eðlilega ekki að, með allt það starf sem á að fara fram í fjölmennum söfn- uði. Síðastliðið ár fjölgaði sóknar- börnum um 976. Ljóst er að fjölg- unin verður ekki minni á næsta ári. Innan fárra ára verður því Grafarvogssókn ein fjölmennasta sókn landsins. Nú eru sóknarböm- Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 in um sex þúsund talsins. Sóknamefnd átti um tvær leiðir að velja gagnvart kirkjubygging- arframkvæmdum. Að bíða í nokk- ur ár og safna í sjóði til að standa straum af byggingarkostnaði, eða hefja verkið sem fyrst en ræður það fjármagn sem til er á hveijum tíma, framkvæmdahraða. Seinni leiðin var valin með það í huga „að þá hálfnað verk þá hafíð er“ og að söfnuðurinn eða það fólk sem tilheyrir honum er fúsara að gera til þess verkefnis sem þegar er hafið, frekar en að styrkja það, sem aðeins er til á áætlun eða teikningum. Það er því von allra sem að bygginarmálum kirkjunnar hafa unnið að söfnuðurinn bregð- ist vel við, þegar að leitað verður til hans um að styrkja byggingar- framkvæmdir, sem munu hefjast seinna á þessu sumri. Fyrsta fjáröflunin fer fram þessa dagana þegar að hið ný- stofnaða safnaðarfélaga selur merki með mynd af Grafarvogs- kirkju, sem hönnuð er af arkitekt- unum Finni Björgvinssyni og Hilmar Þór Björnssyni. Tónleikar Kirkjukórs Grafarvogssóknar Eitt af því fyrsta sem gert var eftir að safnaðarstarf hófst í hinni ungu Grafarvogssókn var að stofna kirkjukór. Ótrúlega margir höfðu áhuga að taka þátt í kór- starfínu, sem Sigríður Jónsdóttir organisti hefur leitt allt frá upp- hafí starfsins. Meginverkefnið hefur eðlilega verið að syngja við guðsþjónustur, en því hlutverki hefur kórinn sinnt með stakri prýði. Ekki má heyra að kórinn sé að hefja starf sitt, þó að það sé eðlilega mikið átak að stofna nýjan kór. Allir kórar, kirkjukórar sem aðrir, stefna að því að efna til tónleika. í kvöld mun kirkjukór Grafarvogssóknar efna til tónleika í Kristskirkju Landakoti. Þar er hljómburður sagður einstaklega góður. Kórinn mun bæði flytja kirkjutónlist og veraldleg lög. Það er von okkar að sem flestir fylgi kómum á fyrstu tónleikunum en þeir hefjast kl. 20.00. „Lifandi steinar“ í greinargerð arkitekta Grafar- vogskirkju segir m.a.: „Steinamir í veggjum miðskips- ins er skírskotun til ritningarinnar þar sem segir: „Látið sjálfir upp- byggjast sem lifandi steinar í and- legt hús, og tákna steinamir þar mannlífíð sem er... musteri Guðs.“ Með það í huga hefjum við byggingu Grafarvogskirkju. Við viljum fyrst og síðast byggja upp mannlífið með því að breiða út Guðsríkið. Það gemm við með því að taka þátt í starfí kirkjunnar, hinu ijölþætta starfí, sem unnið er „Guði til dýrðar og manninum til heilla.“ Það er von okkar að sem flestir Grafarvogsbúar veri með okkur á tónleikum kirkjukórsins, og við skóflustungu athöfnina. .Þar verða flutt ritningarorð og bæn, kirkju- kórinn syngur og biskup íslands Ólafur Skúlason mun helga kirkju- lóðina. Að lokinni athöfn á kirkju- lóðinni er viðstöddum boðið safn- aðarkaffí í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn, en þar verður hátíðarguð- þjónusta kl. 11.00 á hvítasunnu- dag. Höfundur er sóknarprestur í Grafarvogssókn. Baðsett á góðu verði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Aðeins kr. 39 B5Q ALLT SETTIÐ ~ V83*33 /l&NORMANN ■■■■■^■■■r J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91-8 38 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.