Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR'tft.-MAI-»9T Hallfríður Guðjóns- dóttir - Minning Hallfríður Guðjónsdóttir, húsmóð- ir, Geislagötu 1 á Akureyri hefur verið kölluð til hærri heima, hún lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu 6. maí sl., á áttugasta og öðru aldursári, barnlaus ekkja eftir Sigurð Svein- björnsson skáld og verkamann. Hallfríður var eyfirzk og vestfirzk að ætt og uppruna. Tveggja ára gömul missti hún móður sína Petól- ínu Elíasdóttur fyrr húsfreyju í Rek- avík Bak Höfn, Sléttuhreppi, frá Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði, Grunnavíkurhreppi, faðir Hallfríðar var Guðjón Hallgrímsson frá Reist- ará, Arnarneshreppi, Eyjafirði, hann andaðist 1952, orðlagður fyrir dugn- að og mannkosti alla. Það var þung- bær söknuður fyrir feðginin að missa móðurina. En Guðjón ól dóttur sína upp af kærleiksríkum dugnaði og miklu stolti, með aðstoð nærgætinna góðvina. Hálfsystkin Hallfríðar sammæðra eru í aldursröð þessi. Hólmfríður Pétursdóttir, húsmóð- ir í Reykjavík, ekkja Árna Hinriks- sonar frá Tindum í Svínavatnshr., Austur-Húnavatnssýslu. Stefán Sölvi, bóndi í Rekavík, _ eftirlifandi ráðskona hans er Pálína Ásta Jósefs- dóttir, húsmóðir frá Atlastöðum í Fljóti, Sléttuhr., nú í Hafnarfirði. Bjargey Halldóra Pétursdóttir, hús- móðir í Hælavík, síðar í Látravík, síðast á ísafirði, átti Sigmund Ragú- el Guðnason úr Hælavík, bóndi og vitavörður. Bæði látin. Bjarni Kristj- án Pétursson, bóndi á Hesteyri í Jökulfjörðum, ókv. bl. látinn. Pétur Tryggvi Pétursson netagerðarmeist- ari Grænagarði, ísafírði, átti Albert- ínu Friðbjörgu Elíasdóttur, húsmóð- ur, sem er látin. Alla tíð var mikil vinátta og ein- lægur kærleikur á milli Hallfríðar og hálfsystkina hennar, en hálf- systkin samfeðra dóu í bernsku. Það eru aðeins fáein ár síðan ég vissi um Hallfríði, en mæður okkar voru systradætur, móðurömmur okkar systur, dætur Kristjönu Jóns- dóttur húsmóður og manns hennar Kristjáns Guðmundssonar óðals- bónda á Steinólfsstöðum, Grunna- víkurhreppi, Norður-ís. Mér mun seint úr minni líða, er ég kom fyrst á heimili Hallfríðar og Sigurðar, þau tóku svo ástúðlega á móti mér. Að kynnast þeim hjónum var svo traust og öruggt, tryggðum bundið. Á hverri stund þegar fagnað var gestum á heimilinu, fögriuðu þau hjón innilegast allra, sem ég hefi kynnst. Ef til vill er þetta eitt af hinum mörgu góðu aðalsmerkjum Norðlendinga og Vestfirðinga? Þessi heimsókn mín og kynni leiddu af sér órofa ti-yggð og vin- áttu. Nu þegar mér barst sú fregn í sumarbyrjun að Hallfríður mín á Akureyri, væri flutt yfir á Sumar- landið, þá lögðust á mig margháttað- ar hugsanir. Það var ekki eingöngu söknuður yfir brottför góðrar vin- konu og náinnar frændkonu, sökn- uður yfir því að fá ekki séð hana aftur í jarðneskri tilveru, heldur hvernig hún var, alveg einstök mannkostamanneskja. Áratugum saman hafði heimili Hallfríðar og Sigurðar verið sem skáli um þjóðbraut þvera. Þar stöldr- uðu við frændur, vinir og kunningj- ar. Heimili Hallfríðar og Sigurðar var fagurt heimili. Ekki í þeirri merkingu að þar hafi harðviður skreytt þiljur, eða ytra pírumpár rið- ið húsum. Ytri umgjörð var hreinleg, einföld og smekkleg, húsakynni ekki voldug en afar vel hirt og nýtt. Ekki má gleyma garðinum við húsið. En það sem gerir heimili að heimili er fólkið sjálft, bókasafnið, afstaða þess til umhverfis og annarra manna skóp hina sönnu fegurð sem sá aldrei gleymir, er var gestur Hallfríður og Sigurðar. Einhver hefir sagt að þegar ein- hver vina manns deyi, deyi hluti af manni sjálfum. Vissulega er þetta satt, ég finn það sjálfur, því síðastlið- ið haust kvaddi þessa jarðvist ástrík, góð og göfug móðir mín. Tómið er stórkostlegt, sem eftir er skilið. Því fær ekkert svarað annað en minn- ingin um þann vin sem látinn er, og vonin og trúin á framhaldslífið og samband við hærri heima. Að síðustu vil ég þakka hjúkruna- rliði og læknum á Ákureyrarspítala umönnun frænku minnar, og systk- inunum Baldri og Kristínu Halldórs- börnum og fjölskyldum þeirra svo og öðrum er reyndust henni einlæg- ir og sannir vinir alúðarþakkir fyrir vináttuna og tryggðina við hana fyrr og síðar. Blessuð sé minning mikillar konu. Helgi Falur Vigfússon SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Ef þú undirbýrð daginn skynsamlega geturðu verið viss um að þetta verður ekki nándar nærri eins erfitt og þú óttast. • Byrjaðu strax á því að mynda reyklaus svæði. Hættu alveg að reykja á þeim stöðum þar sem þú ert að jafnaði lengst, ení flestum tilvikum er þar um að ræða heimili, vinnustað og e.t.v. bílinn. Þegar þú hefur ákveðið að tiltekinn staður skuli vera reyklaus, máttu ekki hvika frá því hvað sem á dynur. Reyklaust svæði táknar ekki endilega að aðrir megi ekki reykja þar, heldur á það fyrst og fremst við þig sjálfa(n). Það ert þú sem hefur ákveðið að hætta að reykja. • Ef þú ert stödd (staddur) á reyklausu svæði, t.d. heimili þínu, og löngunin er alveg að sliga þig, verður þú annað hvort ^ð standast löngunina eða bregða þér út fyrir, t.d. út á svalir eða tröppur, til að fá þér reyk. M ÞÚ HJETTi id REYKJi? Því ekki aö nota lækifæriú og slíga skrefið a reyklausa úagirn 31. maí næstkomanúi. • Ef þú fylgir þessum leiðbeiningum og byrjar á því strax í dag, geturðu treyst því að baráttan við löngun- ina verður mun auðveldari eftir að þú hættir. • Ástæðan er tvíþætt. í fyrsta lagi rýfur þú tengslin, sem eru milli reykinganna og þíns daglega umhverfis. í öðru lagi minnka reykingarnar þá sjálfkrafa á undir- búningstímanum og það dregur verulega úr hættunni á líkamlegum fráhvarfseinkennum. • Krabbameinsfélag Reykjavíkur verður með símatíma fyrstu dagana í júní frá kl. 11-13 alla virka daga. Þar getur þú fengið stuðning og leiðbeiningar. • Leiðbeiningabæklingar Krabbameinsfélagsins fyrir þá, sem eru að hætta að reykja, heita „Út úr kófinu“ og „Ekki fórn heldur frelsun". Þeir fást á heilsugæslu- stöðvum um land allt, í mörgum apótekum og hjá okkur, í Skógarhlíð 8. Krabbameinsfélag Reykjavíkur V______________________________________________ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.