Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í vor: Uundrað manna hljómsveit flytur Vorblót Stravinskíjs einstakur. Auk þess að vera tónskáld var hann liðtækur píanóleikari, sem lék fyrst og fremst eigin tónlist. Eft- ir að hafa samið nokkur verk í Rúss- landi, bæði fyrir hljómsveit og píanó, var honum árið 1906 boðið til Banda- ríkjanna af stjómandanum Modest Altschuler. Það var einmitt Altschul- er sem stjórnaði frumflutningnum á Le Poeme de l’extase í desember 1908, en þetta er líklega besta hljóm- sveitarverkið sem Scriabin samdi. Scriabin lést í Moskvu 1915, aðeins 43 ára að aldri. eftir Rafn Jónsson Á síðustu áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í vor, sem eru í gulri áskriftarröð, verður meira lagt í tónlistina og flutninginn en oftast áður. Hljómsveitina skipa um 100 manns, en slíkt var kleift vegna stuðnings IBM á íslandi við hana. Það er í flutningi síðasta verksins, Vorblótsins, sem stærð hljómsveitar- innar nýtur sín. Þijú verk verða á efnisskránni: Poeme d’extase eftir Scriabin, Píanó- konsert í g-moll eftir Dvorák og að lokum Vorblót eftir Stravinskíj. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sak- ari, aðalhljómsveitarstjóri og einleik- ari Rudolf Firkusny. Um tónverkin Stravinskíj fæddist í Oranien- baum, nærri St. Pétursborg (Len- ingrad), 17. júní 1882. Faðir hans, Feodor Stravinskíj, var frægur óper- usöngvari en vildi ekki að sonur hans legði tónlistina fyrir sig sem ævi- starf, heldur ætlaði honum frama á sviði lögfræði. Stravinskíj stundaði laganám í nokkur misseri en lauk ekki prófi. Samstúdent hans í laga- náminu var Vladimir Rimsky-Kor- sakov, sonur tónskáldsins mikla Nic- olai Rimsky-Korsakovs, og í gegnum Vladimir kynntist hann Nicolai Rim- sky-Korsakov. í framhaldi af því tók Rimsky-Korsakov Stravinskíj í læri og kenndi honum tónsmíðar án þess að þiggja greiðslu fyrir. Á miili þeirra var mjög kært og tók Stravinskíj dauða Rimsky-Korsakovs árið 1908 mjög nærri sér. Tímamót urðu á ferli Stravinskíjs þegar rússneski ballettstjórnandinn Diaghilev kynntist tónlist hans og fékk hann til að semja verk til upp- færslu hjá ballettflokks sínum í Par- ís. Útkoman var Eldfuglinn, eitt fyrsta meistaraverk Stravinskíjs, frumfluttur í júní 1910. Stravinskíj settist að í París og næsta verk hans fyrir Diaghilev var Petrushka, ballet, byggður á rússneskum þjóðsögum, þar sem frumleikinn og sköpunar- gleðin er allsráðandi. Ýmsir urðu til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlist- inni, þar á meðal Debussy, og hinn ungi Stravinskíj, ekki enn orðinn þrítugur, var skyndilega orðinn frægur. Fræðslufundur um húsbréf FRÆÐSLUFUNDUR um hús- bréfalán og húsbréfaviðskipti verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 20.30 í Lækjarbrekku, Kornhlöðunni. Framsögumenn: Úlfar Indriða- son, Búnaðarbanka, Mat á greiðslu- getu; Mjöll Flosadóttir, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Þjónusta við lántak- endur; Þórólfur Halldórsson, Félagi fasteignasala, Fasteignaviðskipti og húsbréf; Jón Snorri Snorrason, Kaupþingi hf., Húsbréf og fjár- magnsmarkaður. Fundurinn er haldinn á vegum Búnaðarbanka íslands, Kaupþings hf. og Sparisjóðanna. Aðgangur er ókeypis. Fólksbíla- og jeppakerrur Komnar aftur Sterkar og endingargóðar. Tilvaldar í garðinn og ferðalagið. Allargerðir afkerrum og vögnum. „Orignial" dráttarbeisli Jk á flesta bíla. ÍS0 staðall. WVÍKURVAGIMAR Laufbrekku 24 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi, símar 43911 og 45270. Stúdentastj aman, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 Jðn SípunJsson Skort$npoverzlun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 Árið 1913 var síðan frumfluttur þriðji ballettinn sem Stravinskíj samdi fyrir Diaghilev. Hugmyndina að balletinum fékk Stravinskíj í draumi. Þetta var Vorblótið, eitt mesta tímamótaverk í tónlist á 20. öldinni, sem fjallar um foma rússn- eska helgisiði og mannfómir. Fáar tónsmíðar hafa haft eins mikil áhrif á önnur tónskáld og Vorblótið; í því kastar Stravinskíj fyrir borð öllum venjum og hefðum sem fram til þess tíma höfðu tíðkast í tónsmíðum. Eins og nærri má geta urðu við- brögð gagnrýnenda og áhorfenda við balletinum mjög hörð. Á fmmsýning- unni fór fljótlega að bera á blístri og hrópum og á endanum var næst- um ókleift að heyra tónlistina. Þessi viðbrögð stöfuðu bæði af byltingar- kenndri tónlistinni og einnig, sem oft vill gleymast, af uppfærslunni sjálfri sem var mjög nýstárleg. Dansahöf- undurinn var rússneski snillingurinn Nijinskíj, sem einnig dansaði aðal- hlutverkið. Hneyksluðum, frönskum gagnrýnendum gafst færi á að sýna orðsnilli sinni og einn þeirra kallaði Vorblótið (á frönsku „Le Sacre du printemps") „Le Massacre du prin- temps“ (Blóðbað vorsins). Annar kallaði þetta „guðlausa tilraun til að eyðileggja tónlistina sem listgrein". Þegar tónlistin var frumflutt á hljómleikum ári síðar, undir stjórn Pierre Monteux, urðu viðbrögðin allt önnur og Vorblótið var fljótlega við- urkennt óumdeilanlegt meistaraverk og í dag er fyrst og fremst litið á tónlistina sem konsertverk en ekki balletttónlist. Tékkneska tónskáldið Antonin Rudolf Firkusny, píanóleikari. Dvorák (1841-1904) samdi píanó- konsertinn í g-moll árið 1876. Kon- sertinn var fmmfluttur í Prag árið 1878. Hann hefur yfirleitt ekki verið talinn til allra merkustu tónsmíða Dvoraks og er ekki mikið fluttur, en leynir töluvert á sér og býr yfir mörgum aðlaðandi kostum og er ekki laust við að andi Beethovens svífrhér yfir vötnunum. Alexander Scriabin (1872-1915) var um margt mjög sérstakt tón- skáld. Það má segja að hann hafi ekki átt sér neina forvera í tónsmíð- um og enga lærisveina, hann var Einleikarinn Einleikarinn á tónleikunum er ameríski píanóleikarinn Rudolf Firk- usny. Hann fæddist í Tékkóslóvakíu 1912 og er því nærri áttræður. Kenn- ari hans og lærifaðir í tónlistinni um margra ára skeið var tónskáldið Leos Janácek. Hann nam einnig píanóleik og tónsmíðar við Tónlistarháskólann í Prag. Firkusny kom fyrst fram á tónleikum í Bandaríkjunum árið 1938 og á meira en hálfrar aldar tónlistarferli sínum hefur hann leikið með öllum þekktustu hljómsveitum austan hafs og vestan. Hann er tal- inn til meiriháttar píanóleikara þess- arar aldar í túlkun klassískrar og rómantískrar tónlistar sem og tón- listar frá fyrri hluta 20. aldar. I fyrra kom hann fram með tékknesku fíl- harmóníusveitinni á Vorhátíðinni í Prag og kom þá í fyrsta sinn í 44 ár til heimalands síns, Tékkóslóvakíu. Hann var við það tækifæri skipaður í listanefnd hátíðarinnar og kjörinn heiðursstjórnandi Tónlistarháskólans í Prag. Rudolf Firkusny mun einnig koma fram á minningartónleikum um Ru- dolf Serkin, sem Tónlistarfélagið gengst fyrir nk. laugardag í Islensku óperunni kl. 14.30. Miðasala á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fer fram á skrifstofu hljómsveitarinnar á skrifstofutíma og í anddyri Háskólabíós við upphaf tónleikanna. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhijómsveitar íslands. Kaj Munk og áhuga- menn utan Reykjavíkur eftir Baldur Kristjánsson Tvö atriði langar mig til að nefna í örstuttri grein sem reyndar er ekki rituð eingöngu vegna ástar á sann- leika og rökfræði heldur vegna brýnna hagsmuna þeirra sem búa á suðvesturhorni landins. í fyrsta lagi langar mig til þess að lýsa aðdáun minni á leikverki Guðrúnar Ásmundsdóttur um Kaj Munk, danska prestinn og skáldið sem nasistar myrtu á síðustu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Af ótrú- legu listfengi hefur henni auðnast að flétta saman harminn og kímnina, alvöruna og skopið, kristindóm og veraldarvisku. Sé tilgangur listar sá að hrófla við fólki þá er leikritið um Kaj Munk mikil list. Þeir eru fáir sem ekki klökkna undir sýningunni, flest- ir reiðast einnig, en allir fara út glað- ir í hjarta. í öðru lagi langar mig til að lýsa yfir óánægju minni með það (og hefur þessi tugga nú verið tuggin margsinnis áður) hvað dagblöðin eru mikil Reykjavíkurblöð. Það er vont til þessa að vita, einkum með blöð sem vilja vera blöð allra landsmanna og auglýsa sig sem Slík. Áður en við hófum sýningar á Kaj Munk í Hafn- arkirkju fór ég „rúnt“ á Reykjavíkur- blöðin með fréttatilkynningu og boð- smiða til gagnrýnenda. Mér var vel tekið með fréttatilkynninguna, alls staðar, en enginn málsvari blaðs taldij sig reiðubúinn til að senda gagnrýn- anda til Hafnar. Skýrast var mér sagt það á Morgunblaðinu (af leik- Iistargagnrýnanda blaðsins) að blað- ið gæti því miður ekki sinnt áhuga- leikfélögum og yrði að draga mörkin við atvinnuleikhús. Ég man hvað ég skildi þessa röksemd vel og mér fannst þetta að mörgu leyti skynsam- Baldur Kristjánsson „Sé tilgangur listar sá að hrófla við fólki þá er leikritið um Kaj Munk mikil list. Þeir eru fáir sem ekki klökkna undir sýning- unni, flestir reiðast einnig, en allir fara út glaðir í hjarta.“ legt fyrirkomulag. Það var ekki fyrr en ég fór að segja fólki frá þessu á Hornafirði að ég áttaði mig á því að ég hafði verið beittur svikarökum. Fólk segir mér það fullum fetum að Morgunblaðið fjalli um leiksýningar áhugafólks, nota bene reykvísks áhugafólks. Þannig hafi Morgunblaðið oftsinnis fjallað um leiksýningar menntaskóla- nema og alveg nýlega um verk yfir- lýstra áhugamanna, sem ofleika að yfirlögðu ráði og eru feikilega skemmtilegir. Morgunblaðið (og önn- ur blöð meira og minna) setji því ekki áhugaleikhús utan síns hrings heldur einvörðungu áhugaleikhús utan Reykjavíkur (og nágrennis væntanlega). Mér finnst þetta slæmt. Nógu er hann sterkur Reykjavíkursegullinn þó ekki sé hann magnaður með svo lævísum hætti. Við vitum öll að víða út um land eru gerðir stórgóðir hlut- ir á þessu sviði sem öðrum. Væntan- lega myndi fólk samt gera enn þá betri hluti ef fjölmiðill á borð við „blað allra landsmanna" fjallaði á gagnrýninn hátt um helstu uppfærsl- ur. Og þetta ætti ekki að vera svo mikið mál fyrir blað eins og Morgun- blaðið, jafnvel þó að flugfargjöld séu hvergi nærri gefins. Hvað sem því líður. Ég hóf þennan greinarstúf á því að lofa verk Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Hlín Agnars- dóttir setti verkið upp í Hafnarkirkju á þessu vori og hefur uppfærslan hlotið einróma lof heimamanna. Slík- ir dómar eru hins vegar ekki einhlít- ir eðli málsins samkvæmt, en um hvítasunnuhelgina gefst þeim sem hafa takmarkað sig við leigubílarad- íusinn kostur á að sjá og hrífast (von- andi) því að áhugamenn úr Homa- firði setja verkið upp í Hveragerði á laugardag og í Kópavogskirkju á sunnudagskvöld og mánudag. Vil ég nota tækifærið og þakka lærðum og leikum ráðamönnum þessara kirkna fyrir liðlegheit og hjálpsemi ... og láta í ljós aðdáun á dugnaði og færni hinna svokölluðu áhugamanna. Höfundur er sóknarprestur á Höfn i Hornafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.