Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 48
xMO^p^INBLASLÐ, ^IMJv^TU-DAG^K 16., M^ 1391 ,48 Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU DAIMÍELSDÓTTUR, Helgamagrastræti 38, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu þann 7. maí, fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.30. Valgerður Vilhjálmsdóttir, Björn Þ. Jóhannesson, Jón Kristinn Vilhjálmsson, Sverrir Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðurbróðir minn, SVEINN STEINSSOIM frá Borgarfirði eystra, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 15. maí. Fyrir hönd vandamanna, > Ragnar Sigbjörnsson. t Eiginmaður minn, HALLDÓR SÆMUNDSSON bóndi, Stóra-Bóli, Hornafirði, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 13. maí. Rósa Ólafsdóttir. t Faðir okkar, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON, Birtingaholti, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. maí sl. Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.00. Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 11.30. Börnin. t STEFÁN KARLSSON rafvirki, Víðihvammi 14, lést á heimili sínu 12. þ.m. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBERGUR GÍSLASON, Bragagötu 29a, Reykjavik, andaðist f Landspítalanum 14. maí. Valgerður Óla Þorbergsdóttir, Yngvi Yngvason, Guðlaug Þorbergsdóttir, Anna Gréta Þorbergsdóttir, Magnús Ólafsson, Gísli Þór Þorbergsson, Margrét Bogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORGILSDÓTTIR, Eskiholti 10, Garðabæ, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 17. maí kl. 10.30. f.h. Ágúst Kristmanns, Jónina Guðlaugsdóttir, Dóra Kristmanns, James Potash, Nína Kristmanns, Jimmie L. Johns, Þorgils Krístmanns, Anne Kristmanns, * barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður míns, tengdaföður og afa, HILMARS ÁRNASONAR, Brekku við Vatnsenda, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí kl. 10.30. Hjörleifur Hilmarsson, Hilmar Hjörleifsson, Hafdis Magnúsdóttir, Baldur Hjörleifsson. María Guðvarðar dóttir - Minning Fædd 24. maí 1932 Dáin 11. maí 1991 Gróður jarðar lifnar úr vetrar- dvala með hækkandi sól og dvín- andi vetrarvindum. Hringrás náttúrunnar er samofín lífí okkar mannanna og heldur sín- um takti. Við vitum ekki hvenær kallið kemur eða hver hlýðir næsta kalli. Ekki grunaði mig þegar Mæja, eins og hún var kölluð, mágkona mín talaði við mig í síma að hún yrði öll eftir aðeins tvo daga. Mæja var stoð og styrkur í mikl- um veikindum mannsins síns, Guð- bjarts Halldórssonar, en nú má hann styðjast við styrk minning- anna. Eg bið þann sem öllu ræður og linar þjáningar að styðja bróður minn í ástvinamissinum og þeim veikindum sem hann á við að stríða. Sagt er að Guð leggi ekki meiri byrði á neinn en hann fær risið undir. Innilegar samúðarkveðjur til þín bróðir minn og til sonar þíns Sig- mundar og Helgu og Gunnu og annarra ástvina. Eg tileinka mágkonu minni eftir- farandi brot úr 23. sálmi Davíðs: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Anna Ólafsdóttir Ég veit, að það besta, sem í mér er, [ arfleið ég tók frá þér. Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund, sem getur brosað um vorfagra stund, og strengina mína, sem stundum titra, er stráin af náttköldum daggperlum glitra, stemmdi þín móðurlund. Ég veit það af reynslunni, móðir mín, hve mjúk hún er höndin þín. Þín umhyggja er fógur sem himinninn hár, ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár, sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum og klappað í burtu með höndunum þínum í fjöldamörg umliðin ár. Ég vildi að hvert tárið mitt væri orðið steinn, sem vatnsperla silfurhreinn, þá skyldi ég flétta þér fagran krans, fegurri en kórónu nokkurs manns. Hann skyldi ég hnýta í hárið þitt svarta og horfa á þá fegurð, er vorsólin bjarta léti sín geislaböm leika þar dans. (Jóhann Sigurjónsson.) t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA LÝÐSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí kl.16.30. Agnar R. Hallvarðsson, Helgi Hallvarðsson, Birgir Hallvarðsson, Hilmar Hallvarðsson, Gylfi Hallvarðsson, Guðmundur Hallvarðsson, Magnúsina Ólafsdóttir, Þuriður Erla Erlingsdóttir, Sigfríð Stella Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Alda Björg Bjarnadóttir, Hólmfriður María Óladóttir, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI INGÓLFUR SIGURGEIRSSON, Hólagötu 39, Njarðvfk, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.00. Ólöf Bjarnadóttir, Valgerður Helgadóttir, Einar Th. Hallgrímsson, Helga Sigrún Helgadóttir, Rafn M. Skarphéðinsson, Bjarni Heiðar Helgason, Inga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI SIGURÐSSON, Háa-Rima, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Jóna K. Guðnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Sigríður F. Guðnadóttir, Sigurður Guðnason, Guðjón Guðnason, Sigvaldi Ármannsson, Guðlaugur Árnason, Benedikt Júlíusson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Magnea Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS ÞORBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR SCHRAM, Sörlaskjóli 1, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.30. Bryndís Schram, Ellert Schram, Margrét Schram, Björgvin Schram, Magdalena Schram, Ólafur Magnús Schram, Anna Helga Schram, Björgvin Schram, Jón Baldvin Hannibalsson, Ágústa Jóhannsdóttir, • Páll Gústafsson, Hekla Pálsdóttir, Hörður Erlingsson, Marin Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Með þessu ljóði langar okkur systkinin að kveðja hana mömmu okkar og þakka henni allt sem hún var okkur. Hún kvaddi svo snöggt og það er svo sárt og erfítt að horf- ast í augu við þá staðreynd að hún sé dáin. Veikindin gerðu engin boð — hálfur langur sólarhringur á gjör- gæslu, síðan öllu lokið. Eftir sitjum við systkinin með hugsanir okkar og minningarnar streyma fram. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur sterk og traust á hveiju sem gekk, allra vinur, en íþyngdi ekki öðrum með áhyggjum sínum. Hún átti sér sterka trú sem yfírvann alla erfíð- leika. Og þannig viljum við muna hana, sterka, sanna og ljúfa mömmu. Við viljum þakka öllu starfsfólk- inu á gjörgæslu Borgarspítalans, sem og séra Birgi Ásgeirssyni ómet- anlegan stuðning og hlýju laugar- daginn 11. þ.m. Guðrún, Helga og Sigmundur Laugardaginn 11. maí barst okk- ur sú fregn að frænka okkar og æskuvinkona, María Guðvarðar- dóttir, hefði látist snögglega þá um morguninn. Hún fæddist hér í Reykjavík 24. maí 1932, dóttir Guðvarðar Jakobs- sonar og konu hans, Oddrúnar Guðmundsdóttur. Guðvarður var móðurbróðir okkar og bjuggu fjöl- skylda okkar og fjölskylda Maríu lengi í sama húsi, fyrst við Ásvalla- götu 27 og síðan við Miðstræti 5. Systkini Maríu voru sex en við tvær og mátti segja að við ólumst upp saman sem ein fjölskylda. Einnig átti María einn hálfbróður. Sérstak- lega voru María og Hjördís sam- rýndar, enda jafnaldra. Af systkin- um Maríu lifa nú fimm, eftir að hún kvaddí þennan heim. María eignaðist þrjú börn með tveim mönnum. Með Bjarna Har- aldssyni kaupmanni á Sauðárkróki eignaðist hún Guðrúnu, sem er ógift, og Helgu, sem er gift Tóm- asi Tómassyni veitingamanni. Með Guðbjarti Olafssyni sjómanni sem hún giftist 1968, átti hún Sigmund sem er enn í föðurhúsum. María vann Iengst af á Borg- arspítalanum og gat sér þar hið besta orð fyrir dugnað og samvisku- semi. Hún hafði alltaf samband við Halldóru, föðursystur sína og móð- ur okkar, og reyndist henni mjög vel. Æskuvinátta okkar rofnaði aldr- ei, þótt fullorðinsárin færðust smám saman yfir okkur. María var létt- lynd og góður félagi og voru allir fundir okkar við hana okkur kær- komnir. Þvi fannst okkur eins og við heyrðum lát systur okkar, þegar harmafregnin um lát hennar barst okkur svo óvænt. María var mjög trúuð kona og setti allt traust sitt á forsjón Guðs. Því lítum við ekki á þessi tímamót sem varanlegan aðskilnað, heldur tímabundin,, því við erum vissar um að við munum, þegar kallið kemur, sameinast allar á nýjan leik þar sem ekki er lengur til kvöl né raunir. Við þökkum henni hugljúfa sam- fylgd hérna megin grafar og biðjum henni hinstu hvíldar í samfélagi við Guð. Eftirlifandi eiginmanni hennar og börnum vottum við innilega sam- úð okkar. Lillý og Hjördís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.