Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 34
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sjósett hjá Slippstöðinni: Völdum innanlandssmíði því vinnubrögðin eru vandaðri Ný Þórunn Sveinsdóttir komin á flot. Skipið var smíðað hjá Slippstöðinni og sjósett við hátíðlega athöfn eftir nafngift í gær. Þórunn Sveinsdótt- ir er fyrsta skipið sem sjósett hefur verið í Slippstöðinni að við- stöddum eigendum í sjö og hálft ár. - segir Sigurjón Óskarsson skipstjóri ÞORUNN Sveinsdóttir VE 401 í eigu ÓS hf. í Vestmannaeyjum, sem verið hefur í smíðum hjá Slippstöðinni var sjósett í gær að við- stöddu fjölmenni, m.a. voru eigendur skipsins, þeir feðgar Óskar Matthíasson og Sigurjón Óskarsson, fjölskyldurþeirra ogáhöfn skips- ins á Akureyri af þessu tilefni. Smíði skipsins hófst í október og verður það afhent fullbúið í júlí, en í tengslum við smíðina er unnið að hagræðingarátaki í skipasmiði sem gefist hefur afar vel, en markmið þess er að fækka vinnustundum, stytta verktíma og lækka þar með kostnað við smíðina. Nýtt skip hefur ekki verið sjósett hjá Slippstöðinni að viðstödduin eigendum í sjö og hálft ár. „Okkur líst mjög vel á skipið,“ sagði Sigurjón Óskarsson skip- stjóri. „Við höfum hingað til látið smíða fyrir okkur skip hér heima, en Þórunn Sveinsdóttir eldri var smíðuð í Stálvík á sínum tíma. Hún hefur reynst einstakiega vel, skipið er vandað og hefur lítið sem ekk- ert bilað. Við teljum innanlands- smíðina vandaðri, vinnubrögðin hér heima eru vandaðri. Auðvitað borg- um við meira fyrir skipið en við hefðum gert ef við hefðum látið smíða það erlendis, en það er þess virði og því tókum við þann kost,“ sagði Siguijón. Nýja skipið sem leysa mun happ- afleytuna nöfnu sína af hólmi verð- ur afhent í júlí og sagði Siguijón það fara eftir kvótastöðu hvað gert yrði þá, en eins og fram kom í blað- inu í gær var Þórunn Sveinsdóttir aflahæsti báturinn á vertíðinni. Færri vinnustundir Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að frá því rannsóknarskipið Fengur var sjó- settur fyrir sjö og hálfu ári hefði ekki verið sjósett skip hjá stöðinni að viðstöddum eigendum þess. Kaupendur hafi ekki verið fundnir að þeim skipum sem smíðuð hafa verið þar og sjósett í millitíðinni. „Á þessu tímabili höfum við ekki verið að smíða skip fyrir fyrirfram ákveðna kaupendur, þannig að þetta er í rauninni alltof mikill við- burður fyrir okkur. En á þessum tíma hefur vissulega komið til landsins fjöldi skipa sem smíðuð hafa verið erlendis og við erum auðvitað ekki sáttir við það,“ sagði Sigurður. I tengslum við smíði Þórunnar Sveinsdóttur VE hefur verið unnið Hreinn Pálsson bæjarlög- maður lætur af störfum HREINN Pálsson bæjarlögmað- ur á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu, en hann hefur verið lögmaður Akureyrarbæjar í 21 ár. Hreinn ætlar þó ekki að segja skilið við lögmannsstörf, en hann fyrirhugar að opna eigin lög- mannsstofu í bænum. „Það hefur síður en svo farið illa um mig hjá Akureyrarbæ, hér hef ég starfað með mörgu ágætis fólki og líkað mjög vel í þessu starfi, en ég hefu lengi hugsað um að gaman væri að breyta til og reyna fyrir sér á öðrum vettvangi," sagði Hreinn. * Islenskur skinna- iðnaður: Reynir Ei- ríksson fram- leiðslustjóri REYNIR Eiriksson vélaverk- fræðingur tekur við starfi fram- leiðslustjóra hjá Islenskum skinnaiðnaði hf. 1. ágúst næst- komandi. Hann hefur verið markaðsstjóri hjá rafeindafyrir- tækinu DNG hf. síðustu fjögur ár. Reynir er vélaverkfræðingur, hann Iauk prófi frá University of Colorado í Boulder í Bandaríkjunum 1987 og hóf það sama ár störf hjá DNG hf. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, þessi fjögur ár sem ég hef starfað hjá DNG. En mér þótti mjög áhugavert að takast á við ný verkefni á öðrum vett- vangi," sagði Reynir. Hreinn Pálsson Hann sagði að starfið hefði verið fjölbreytilegt og mál af margvís- legu tagi komið upp á þeim árum sem hann hefði sinnt störfum bæ- jarlögmanns. „Ég man sérstaklega eftir einu málaþjarki, sem ég hafði mjög gaman af, en það snerist um rétt til götustæðis við Sjávargötu. Þegar gatan var Iögð af taldi hús- eigandi einn sig hafa rétt á nýta hana að vild. Þetta var mjög for- vitnilegt mál og í kjölfarið kynntist maður því vel hvernig bærinn byggðist upp því nota þurfti mikið af gömlum skjölum, uppdráttum og því um líku, en vissulega hafa á svo löngum tíma komið upp mörg mál sem skemmtilegt hefur verið að eiga við,“ sagði Hreinn. Hreinn mun starfa hjá Akur- eyrarbæ fram í ágústmánuð, en mun í haust opna eigin lögmanns- stofu á Akureyri. Morg’inblaðið/Rúnar Þór að hagræðingarátaki í skipasmíða- iðnaði í samvinnu við Félag dráttar- brauta og skipasmiðja og iðnaðar- ráðuneytið, sem styrkir átakið fjár- hagslega. Markmiðið er að auka samkeppnishæfni íslensks skipa- smíðaiðnaðar með því að fækka vinnustundum, stytta verktímann og þar með að lækka kostnað við framkvæmd einstakra verkefna, jafnt nýsmíða sem viðgerða. Sigurður sagði að átakið hefði gefist vel og það væri vitaskuld vísbending um að stjómvöld vildu hjálpa íslenskum skipasmíðastöðv- um að hjálpa sér sjálfar þegar ráðu- neytið legði fram fé til þessa átaks. „Það eru innan við tíu mánuðir frá því við hófum smíðina þar til skip- ið er sjósett, það liggur fyrir að vinnustundir við það eru færri en orðið hefði án þessa átaks og fyrir- sjáanlegt er að í framtíðinni verður hægt að stíga skrefið til fulls og fækka vinnustundum enn frekar með tilheyrandi sparnaði,“ sagði Sigurður. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er 250 rúmlestir, 36,9 metrar að lengd og 8 metra breið. íbúðarrými er fyrir 14 menn og skipið verður búið öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Það verður útbúið til tog- og netaveiða og af- hent fullbúið í júlí. Siguijón Óskars- son verður skipstjóri, Viðar Sigur- jónsson 1. stýrimaður og Matthías Sveinsson yfirvélstjóri. Eigendur Þór- unnar Sveinsdótt- ur, Sigurjón Óskarssonog Óskar Matthías- son (lengst til hægri). Með þeim á myndinni eru, lengst til vinstri Sigurlaug Al- freðsdóttir, kona Sigurjóns, Þór- unn Óskarsdóttir I miðjunni og Þóra Sigurjóns- dóttir við hlið Óskars. Bfladagar Sýnum í dag bifreiðar frá Hondu á íslandi. Bílar i takt við tímann. U HOIVDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, 104 REYKJAVÍK. Bílasala Þórshamars, Glerárgötu 36, Akureyri. Sumarbúðir kirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal Flokkaskipting sumarið 1. fl. 18. júní - 25. júní 2. fl. 26. júní - 3. júlí 3. fl. 5. júlí - 12. júlí 4. fl. 15. júlí - 22. júlí 5. fl. 23. júlí - 26. júlí 6. fl. 27. júlí - 3. ágúst 1991: börn 1-10 ára börn 8-11 ára börn 10-13 ára börn 7-10 ára aldraðir frá Dalvík blindir og aldraðir Innritun er hafin í síma 96-27540 frá kl. 17.00-18.30 virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.