Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991 43 eftir Steinar Guðmundsson Áður en Reykjavík óx uppúr sjálfri sér og andlitssvipur vegfar- enda í Miðbænum staðlaðist í alvör- usvipinn sem nú hangir á hveijum haus hraðfarenda um Austurstræti mátti oft sjá þar káta karla sem hvergi voru hræddir við að sýna á sér allar hliðar í viðleitni sinni til að enginn efaðist um að þeir væru eitthvað. Ein þeirra var Nái. Hann var léttur á sér, skrokklítill og snagg- aralegur, að mestu lýtalaus ef frá er talið höfuðið, sem var svoítið einkennilegt í laginu og varð höfuð- lag Náa tilefni þess að hann fékk viðurnefnið Náhaus, sem svo stytt- ist í Náa, en Náhaus hvarf. Þetta var hann Lalli í Pólunum. Lengi vel var Lalli bara einn af hinum mörgu sem ærsluðust í strætinu eða hímdu í þvögunni fyr- ir utan Nyja bíó því hann var bara rétt eins og við hin að öðru leyti en því að höfuðlagið var öðruvísi. Hann gerði engum mein og féll hljóðlega inn í fjöldann, en varð að þola, sér til mikillar skapraun- ar, að á hann var hrópað Nái, Nái, Náhaus, Nái. Framan af köll- uðu prúðir menn hann samt ekki Náa nema úr ijarlægð, en þegar á leið varð ókunnugum tamara að nota viðurnefnið. Svo kom að því að Lalli minn fann upp á svolítilli brellu sem losaði hann við þessi hróp, og Miðbærinn varð aftur hans Paradís. Ástæðan til þess að ég er að rifja þetta upp núna er sú, að í broslegu uppátæki fyrrverandi drykkju- manna, samferðamanna minna á strætum Bakkusar, og afkomenda þeirra, sé ég brellu Lalla aftur- gengna. Það sem Lalli gerði var það, að hann beitti saklausu, en klóku bragði, til að vekja eftirtekt á sjálf- um sér sem manni er eitthvað væri varið í, en beindi um leið at- hyglinni frá höfuðlaginu sem alltaf hafði orðið sá ásteytingarsteinn sem kom skapi hans úr jafnvægi. Bragð Lalla var, að hann bauð hveijum sem hafa vildi, að rass- skella sig gegn 25-aura gjaldi. Tuttugu og fimm aurar voru ijórðungur af verði bíómiða, en samt voru alltaf til strákar og stelp- ur sem vildu rassskella Lalla. En aldrei varð ég þess var að þroskað fólk leggði til hans hendinni þótt það gæfi honum margan tutt- uguogfimmeyringinn með glöðu geði. En Lalli náði tilganginum. Honum tókst að flytja athygli fjöl- dans frá hausnum á sér niður á rassinn. Og smám saman fór Náa- nafnið úr móð og gleymdist. Nú, — ég sagði að framkoma Lalla minnti mig stundum á fram- komu ört fjölgandi falleðaðra drykkjumanna sem vildu heldur láta almenning halda að þeir séu sjúklingar heldur en fyllibyttur. í þau tuttugu ár sem ég drakk átti ég samleið með mörgum. Við lékum okkur með áfengi og í staðinn fyr- ir að gala eins og ærlegir hanar á bæjarburst til að vekja eftirtekt pútnanna þá drukkum við meðan við tolldum á prikinu — og aldrei reyndi maður að skemmta sér nema eiga einhvers staðar von í lögg. Stundum drakk maður sóló og stundum ekki, en laug því svo að maður hefði varla smakkað það þótt rorrandi væri. Svona var ég, og ekki er ég í nokkrum vafa um það, að margur hinna nýmóðins „sjúklinga" á að baki sér svipaða SKIPAPLÖTUR - INNRETTINGAR PLÖTURÍLESTAR | I ■ ft SERVANT PLÖTUR ^ ðMrnrLU I I B ■ I I I salernishólf U I * • BAÐÞIUUR eldhús-borðplötur ^Á LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 NÁI sjúkrasögu og mín drykkjumanns- saga er. Bakkus fer ekki í mann- greinarálit og þykir mér því líklegt að á milli mín og sjúklinganna sé ósköp þunnur vegur, enda mælir hvorug deildin því í mót að úr því sem komið er þá verði hver og einn að sætta sig við að vera réttur og sléttur alkóhólisti. Fylkingar renna sjálfkrafa saman, en til vara heimta þeir fíngerðustu að fá að kalla sig sjúkling. Þeim finnst það víst flott- ara. Öðrum fínnst ágætt að vera bara fyrrverandi drykkjumaður, eða fyrrverandi fyllibytta, því það fer mun betur í munni. Uppátæki Lalla var ósköp sak- laust og gat aldrei haft aðrar afleið- ingar en misjafnlega auman bossa. En fyllibytturnar sem feta í fótspor Lalla með því að beina athyglinni frá staðreyndum eru nú þegar bún- ar að vinna mikil skemmdarverk. Margur ungur maðurinn og ung stúlkan hafa brynjað sig kæruleys- islega í fangbrögðum sínum við Bakkur af þeirri einföldu ástæðu að þau trúa því að ef illa fer þá sé ekki við þau að sakast því sjúkdómur er sjúkdómur og það ættu allir að vita. En sá sem slepp- ur fyrir horn þarf ekki á sjúkdóms- hugtakinu að halda, hann var bara að skemmta sér. Tilgangurinn með þessu greinar- korni er sá, að vara við hættunni sem felst í því að ört vaxandi sjúk- dóms-fyllibyttum gæti í andvara- leysi sínu tekist að koma þeirri blekkingu inn í huga fólks, og fræðslukerfið íslenska, að drykkju- skapur sé sjúkdómur. Lalla fannst hann þurfa að beina athyglinni frá höfuðlaginu en við- kvæmari sortin af drykkjumönnum vorra tíma leitar leiða til að af- sanna sína sök á volæðinu. Lalli sló tvær flugur í einu höggi og seldi sinn rassskell á 25-aura (fyrir §óra rassskella komst hann í bíó), hinir slá líka tvær flugur f einu höggi — þeir ljúga af sér tildrögin að drykkjuskapnum og ryðja ungu, jafnvel óbornu fólki, leiðina inn í biðraðir drykkjumannahælanna. Lalli lét rassskella sjálfan sig, hinir hlífa sjálfum sér, en auðvelda Steinar Guðmundsson „Ekki er ég í nokkrum vafa um það, að margur hinna nýmóðins „sjúkl- inga“ á að baki sér svip- aða sjúkrasögu o g mín dry kkj umannssaga er.“ barnabörnum sínum og annarra að rassskella sjálf sig og hagnaðurinn er ekki 25-aura virði því nýju fötin keisarans hylja ekki það sem þeim er ætlað að hylja — sjúkdómsfylli- byttan (Nai okkar tíma) er ber- skjaldaður fyrir því sem sagt er um hann þegar hann heyrir ekki til. Lalli hefði getað sagt að fæðing- artengurnar hefðu kramið á sér hausinn, en hann gerði það ekki. Hann leysti málið með rassskell. Hann tók sjálfur út kvalirnar. Hinn fíngeðja drykkjumaður vorra tíma, gæti beitt sannleika í stað blekk- inga og sagt, að vegna óheppni og andvaraleysis hefði hann haldið of lengi áfram að drekka og ekki átt- að sig fyrr en hann var búinn að ofbjóða líkama sínum og laska glór- una. En það gerir hann ekki. Heldur kýs hann að grafa öðrum gröf, óafvitandi. Höfundur er áhug-aniaður um ofdrykkjuvarnir. DIT RÆSTIVAGNAR Nýjung hjá Blindravinnustofunni Léttir og meðfærilegir vagnar með og án pressu frá danska fyrir- tækinu Dit Hagkvæmt hjálpar- tæki, sem er hannað tij að draga úr atvinnusjúkdómum eins og t.d. vöðvabólgu. 3 BLINDRA VINNUSTOFAN BURSTAGERÐ ■ KÖRFUGERÐ Hamrahlíö 17, simi: 91-687335 Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á . © 15 klst námskeiði fyrir byrjendurl Fáið senda námsskrá. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár f forystu IG TA-88268 staögreitt á aöeins &350 án gaskúts GASGRILL Olíufélagiö hf. hefur nú til afgreiöslu, á ESSO bensínstöðvum um allt land, fullkomið gasgrill á einstaklega hagstæöu verði. Eiginleikarmr eru þessir: • Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. • 1809 cm2 eldunarflötur. • 1040 cm2 færanleg efri grillrist. Fellanleg tréhilla aö framan. • Tvær hliðarhillur úr tré. • Botnhilla úr tré. • Glerrúða í loki og hitamælir. • Örugg festing fyrir gaskút. • Leiöbeiningar um samsetningu á íslensku. • Notkunarleiðbeiningar á íslensku. Gaskutar fyrir grillið fást á ESSO bensínstöövum um allt land. Skiptiþjonusta a tomum og áfylltum kútum. Olíufélagio hf Sími: 60 33 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.