Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 FRJALSIÞROTTIR Einar og Sigurður keppaí Andorra Spjótkastarar. sterku Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einars- son verða í sviðsljósinu á Smáþjóða- leikunum í Andorra, sem hefjast á þriðjudaginn. Það verður í fyrsta skipti sem þeir mætast síðan að Sigurður hjó að íslandsmeti Einars í Tokýó á dögunum. Átján fijálsíþróttamenn keppa í Andorra og eru það allir sterkustu keppnismenn landsins. Ellefu karla keppa; Andrés Gumundsson, Eggert Bogason, Egill Eiðsson, Ein- ar Þór Einarsson, Einar Vilhjálms- son, Guðmundur Karlsson, Gunnar Guðmundsson, Jón Oddsson, Ólafur Guðmundsson, Pétur Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Sjö konur keppa; Birgitta Guðjónsdóttir, Geir- laug B. Geirlaugsdóttir, Guðrún Arnardóttir, íris Grönfeld, Martha Ernstdóttir, Þóra Einarsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Sigurður Haraldsson og Stefán Jóhannsson eru þjálfarar, en flokk- stjóri er Katrín Átladóttir. iÞfémR FO.LK ■ SIGURÐUR Einarsson kastaði spjótinu 78,56 metra á móti á veg- um japanska fijálsíþróttasam- bandsins í Tókýó sl. sunnudag og varð annar. Sigurvegari varð Yosihda frá Japan, sem kastaði 80,82 metra. Sigurður kom heim til íslands á þriðjudag og heldur utan á sunnudag til Andorra þar sem hann tekur þátt í Smáþjóða- leikunum. ■ ERLINGUR Kristjánsson, leikmaður og þjálfari KA í hand- knattleik á síðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að leika með KA í 1. deild knattspyrnunnar í sumar. Efasemdir voru uppi um hvort hann gæfí kost á sér í fótboltann, en hann hefur undanfarin ár verið máttarstólpi KA í báðum greinum. ■ STUTTGART er að leita eftir nýjum framheija í knattspyrnu. Miklar líkur eru á að félagið kaupi Stefan Kohn frá Bochum. Kohn, sem er 25 ára, lék með Stuttgart Kickers áður en hann fór til Boc- hum. ■ KARL Allgöwer hjá Stuttgart er ákveðinn að hætta eftir þetta keppnistímabil. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson, yfir- njósnari Stuttgart, hefur farið t fimm sinnum til Leipzig, til að sjá varnarleikmanninn Lindner leika, en Stuttgart hefur áhuga að fá hann til sín. KORFUKNATTLEIKUR / NBA James Worthy skoraði öll stig La- kers í framlengingu. KNATTSPYRNA Michael Jordan fór á kostum með Chicago. HANDBOLTI Júlíus skrifar undir á Spáni Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifar undir tveggja ára samning við spænska félagið Bidasoa frá Irun í dag. Hann tekur stöðu Aifreðs Gísla- sonar hjá félaginu. Júlíus hefur dvalið í Irun síðan á sunnudag og æft með liðinu daglega. „Mér lýst mjög vel á aðstæður hér. Ég fer í læknisskoð- un á morgun [í dag] og skrifa svo undir,“ sagði hann við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Jordan óstöðvandi Frá Gunnar Valgeirsson i Bandaríkjunum Michael Jordan fór á kostum þegar Chicago Bulls tryggði sér rétt til að leika til úrslita á austurströndinni, með því að leggja Philadelphia 76ers að velli, 100:95. Jordan skoraði 38 stig í leiknum. Hann skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, en 25 stig í seinni hálfleik. Þar af skoraði hann síðustu tólf stig leiksins, en geysileg spenna var undir lokin þegar staðan var jöfn, 92:92. Jordan tók 19 fráköst í leiknum, en það er það mesta sem hann hefur gert á ferli sínum. Chicago mætir annað hvort Detroit Pistons og Boston í úrslitum á austurströndinni. Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors í æsispennandi, 124:119, í framlengdum leik, eftir að Lakers jafnaði, 117:117, og tryggði sér framlengingu þegar tvær sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Magic Johnson náði svo- kallaðri tvöföld þrennu - hann skor- aði 28 stig fyrir Lakers, tók fjórtán fráköst og átti tólf stoðsendingar. James Worthy, sem skoraði 25 stig fyrir Lakers, skoraði öll stig Lakers í framlengingunni. Lakers vann samanlagt, 4:1. Los Angeles Lakers mætir Port- land í úrslitum á vesturströndinni, en Portland vann Utah samanlagt, 4:1, eftir 103:96 sigur í fyrrinótt. Clyde Drexler og Terry Porter skor- uðu sín hvor 22 stigin fyrir Port- land, sem er talið sigurstrangleg- asta liðið í úrslitakeppninni í veð- bönkum. Til þess að komast í úrslit þurfa leikmenn Portland að leggja Los Angeles Lakers að velli, en leik- menn Lakers eru í banastuði um þessar mundir. „Strákamir höfðu leik- inn í höndum sér“ - sagði Gunnar Orrason, unglinganefnarmaður. ísland vann Aust- urríki, 1:0, í Purgastall í gær „VIÐ erum stoltir af strákun- um. Þeir léku mjög vel og höfðu talsverða yfirburði gegn Aust- urríkismönnum, sem fengu ekki eitt marktækifæri í leikn- um,“ sagði Gunnar Orrason, unglinganefndarmaður, eftir að landsliðið skipað leikmönn- um undir 18 ára aldri vann Austurríki, 1:0, í Purgastall í Austurriki. Strákarnir höfðu leikinn í hönd- um sér, en þeir voru klaufar að skora ekki þrjú til íjögur mörk. Það voru Austurríkismenn sem hjálpuðu þeim við að koma knettin- um í netið, en þeir skoruðu ódýrt sjálfsmark í fyrri hálfleik," sagði Gunnar. Gunnar sagði að Friðrik Þor- steinsson hafi leikið mjög vel í markinu og fyrir fram léku þeir Óskar Þórðarson og Auðunn Helga- son frábærlehgea vel. Hákon Sverr- isson var mjög frískur á vinstri kanti og nýliðinn Kári Sturluson lék vel sem miðheiji. „Þessir leikmenn voru bestir í jöfnu liði íslands," sagði Gunnar. „Við höfum unnið Austurríkismenn í tvígang - fyrst heima, 3:0, í fyrra og nú, 1:0.“ Unglingalandsliðið heldur tii Tékkóslóvakíu í dag, þar sem það leikur í sterku móti. Mótheijar ís- lands verða lið Þýskalands, Sov- étríkjanna, Rúmeníu og Slóvakíu. KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Bordeaux dæmt í 2. deild Franska knattspyrnuliðið Borde- aux, sem Amór Guðjohnsen spilar með, leikur í 2. deild næsta keppnistímabil. Félagið stóð mjög illa fjárhagslega, skuldaði um þijá milljarða og var tekið tíl skiptameð- ferðar s.l. febrúar. Þá var það dæmt niður. Dómnum var áfrýjað á þeirri forsendu að ólöglegt væri að fella lið, þó það væri tekið til skiptameð- ferðar, en áfrýjunardómstólíinn var á öðru máli og birti niðurstöður sínar i gær. Bordeaux, sem er í 9. sæti í 1. deild, missir sennilega nokkra leikmenn í sumarogjafnvel Amór. Flest frönsku 1. deildarliðin eiga við mikinn fjárhagslegan vanda að stríða og óttuðust margir, ef Borde- aux yrði ekki dæmt niður, að önnur félög sæju sér leik á borði og lýstu yfir gjaldþroti án þess að eiga hættu á að falla niður um deild. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að lækka útlagðan kostnað hjá Bordeaux, starfsfólki fækkað og laun leikmanna skorin niður um helming. Liðið hefur verið samfleytt í 29 ár í 1. deild, varð þrisvar meist- ari og tvisvar bikarmeistari á síðasta áratug og lék tvisvar í undanúrsiit- um Evrópukeppninnar. Sýnt þykir að margir leikmanna liðsins fari frá því í sumar. Þegar er talið að hollenski miðhetjinn Wim Kieft fari, belgíski miðjumaðurinn Patriek Vervoort og Frakkarnir Jean-Marc Ferreri, Jean-Philippe Durand og Didier Deschamps. Arnór Guðjohnsen á eftir þijú ár af samningi sínum við félagið, en er hugsanlega laus allra mála, fyrst það leikur í 2. deild næsta ár, og hafa önnur frönsk félög sem og lið I Belgíu þegar sýnt áhuga á að fá hann. . JUDO Bjarni Á. Friðriksson. Bjami ekki til Andorra Bjarni Ásgeir Friðriksson, júdó- kappi og íþróttamaður ársins, mun ekki keppa á Smáþjóðaleikun- um í Andorra. hann er meiddur á hné. Sex júdómenn keppa í Andorra; Gunnar Jóhannesson (60 kg flokki) og Sigurður Bergmann (+86 kg), Grindaík, Eiríkur I. Kristinnsson (71 kg) og Halldór Hafsteinsson (86 kg), Ármanni og Baldur Stefánsson (65 kg) og Freyr Gauti Sigmunds- son (78 kg), KA. Þjálfari er Michael Vachun og flokkstjóri Sigurður Pálsson. FRJALSIÞROTTIR Vormót IRá Varmáwelli Vormót ÍR fer fram í 49. sinn í kvöld, að þessu sinni á Varm- árvelli í Mosfellsbæ og hefst keppni kl. 18.30. Keppt verður í 22 grein- um, karla, kvenna og öldunga og eru fímm greinar liður í stigakeppni frí; stangarstökk karla (kl. 18.30), 800 m hlaup karla (kl. 19.40), 400 m hlaup'kvenna (kl. 19.45), 1.500 m hlaup kvenna (kl. 20.10) og Kal- dalshlaupið, sem er 3.000 m hlaup karla (kl. 19.55). 140 keppendur frá 19 félögum eru skráðir til leiks. Mikið af lands- liðsfólkinu, sem verður í sviðsljósinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra í næstu viku, spreytir sig að Vai-má í kvöld. GOLF Opið mót á Hvaleyrinni Golfklúbburinn Keilir í Hafnar- firði stendur fyrir opnu golf- móti um helgina, Panasonic-mótið. Keppt verður í karla og kvenna flokki með punktafyrirkomulagi. Ræst verður út frá kl. 08 á laugar- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.