Morgunblaðið - 16.05.1991, Síða 58

Morgunblaðið - 16.05.1991, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 FRJALSIÞROTTIR Einar og Sigurður keppaí Andorra Spjótkastarar. sterku Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einars- son verða í sviðsljósinu á Smáþjóða- leikunum í Andorra, sem hefjast á þriðjudaginn. Það verður í fyrsta skipti sem þeir mætast síðan að Sigurður hjó að íslandsmeti Einars í Tokýó á dögunum. Átján fijálsíþróttamenn keppa í Andorra og eru það allir sterkustu keppnismenn landsins. Ellefu karla keppa; Andrés Gumundsson, Eggert Bogason, Egill Eiðsson, Ein- ar Þór Einarsson, Einar Vilhjálms- son, Guðmundur Karlsson, Gunnar Guðmundsson, Jón Oddsson, Ólafur Guðmundsson, Pétur Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Sjö konur keppa; Birgitta Guðjónsdóttir, Geir- laug B. Geirlaugsdóttir, Guðrún Arnardóttir, íris Grönfeld, Martha Ernstdóttir, Þóra Einarsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Sigurður Haraldsson og Stefán Jóhannsson eru þjálfarar, en flokk- stjóri er Katrín Átladóttir. iÞfémR FO.LK ■ SIGURÐUR Einarsson kastaði spjótinu 78,56 metra á móti á veg- um japanska fijálsíþróttasam- bandsins í Tókýó sl. sunnudag og varð annar. Sigurvegari varð Yosihda frá Japan, sem kastaði 80,82 metra. Sigurður kom heim til íslands á þriðjudag og heldur utan á sunnudag til Andorra þar sem hann tekur þátt í Smáþjóða- leikunum. ■ ERLINGUR Kristjánsson, leikmaður og þjálfari KA í hand- knattleik á síðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að leika með KA í 1. deild knattspyrnunnar í sumar. Efasemdir voru uppi um hvort hann gæfí kost á sér í fótboltann, en hann hefur undanfarin ár verið máttarstólpi KA í báðum greinum. ■ STUTTGART er að leita eftir nýjum framheija í knattspyrnu. Miklar líkur eru á að félagið kaupi Stefan Kohn frá Bochum. Kohn, sem er 25 ára, lék með Stuttgart Kickers áður en hann fór til Boc- hum. ■ KARL Allgöwer hjá Stuttgart er ákveðinn að hætta eftir þetta keppnistímabil. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson, yfir- njósnari Stuttgart, hefur farið t fimm sinnum til Leipzig, til að sjá varnarleikmanninn Lindner leika, en Stuttgart hefur áhuga að fá hann til sín. KORFUKNATTLEIKUR / NBA James Worthy skoraði öll stig La- kers í framlengingu. KNATTSPYRNA Michael Jordan fór á kostum með Chicago. HANDBOLTI Júlíus skrifar undir á Spáni Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifar undir tveggja ára samning við spænska félagið Bidasoa frá Irun í dag. Hann tekur stöðu Aifreðs Gísla- sonar hjá félaginu. Júlíus hefur dvalið í Irun síðan á sunnudag og æft með liðinu daglega. „Mér lýst mjög vel á aðstæður hér. Ég fer í læknisskoð- un á morgun [í dag] og skrifa svo undir,“ sagði hann við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Jordan óstöðvandi Frá Gunnar Valgeirsson i Bandaríkjunum Michael Jordan fór á kostum þegar Chicago Bulls tryggði sér rétt til að leika til úrslita á austurströndinni, með því að leggja Philadelphia 76ers að velli, 100:95. Jordan skoraði 38 stig í leiknum. Hann skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, en 25 stig í seinni hálfleik. Þar af skoraði hann síðustu tólf stig leiksins, en geysileg spenna var undir lokin þegar staðan var jöfn, 92:92. Jordan tók 19 fráköst í leiknum, en það er það mesta sem hann hefur gert á ferli sínum. Chicago mætir annað hvort Detroit Pistons og Boston í úrslitum á austurströndinni. Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors í æsispennandi, 124:119, í framlengdum leik, eftir að Lakers jafnaði, 117:117, og tryggði sér framlengingu þegar tvær sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Magic Johnson náði svo- kallaðri tvöföld þrennu - hann skor- aði 28 stig fyrir Lakers, tók fjórtán fráköst og átti tólf stoðsendingar. James Worthy, sem skoraði 25 stig fyrir Lakers, skoraði öll stig Lakers í framlengingunni. Lakers vann samanlagt, 4:1. Los Angeles Lakers mætir Port- land í úrslitum á vesturströndinni, en Portland vann Utah samanlagt, 4:1, eftir 103:96 sigur í fyrrinótt. Clyde Drexler og Terry Porter skor- uðu sín hvor 22 stigin fyrir Port- land, sem er talið sigurstrangleg- asta liðið í úrslitakeppninni í veð- bönkum. Til þess að komast í úrslit þurfa leikmenn Portland að leggja Los Angeles Lakers að velli, en leik- menn Lakers eru í banastuði um þessar mundir. „Strákamir höfðu leik- inn í höndum sér“ - sagði Gunnar Orrason, unglinganefnarmaður. ísland vann Aust- urríki, 1:0, í Purgastall í gær „VIÐ erum stoltir af strákun- um. Þeir léku mjög vel og höfðu talsverða yfirburði gegn Aust- urríkismönnum, sem fengu ekki eitt marktækifæri í leikn- um,“ sagði Gunnar Orrason, unglinganefndarmaður, eftir að landsliðið skipað leikmönn- um undir 18 ára aldri vann Austurríki, 1:0, í Purgastall í Austurriki. Strákarnir höfðu leikinn í hönd- um sér, en þeir voru klaufar að skora ekki þrjú til íjögur mörk. Það voru Austurríkismenn sem hjálpuðu þeim við að koma knettin- um í netið, en þeir skoruðu ódýrt sjálfsmark í fyrri hálfleik," sagði Gunnar. Gunnar sagði að Friðrik Þor- steinsson hafi leikið mjög vel í markinu og fyrir fram léku þeir Óskar Þórðarson og Auðunn Helga- son frábærlehgea vel. Hákon Sverr- isson var mjög frískur á vinstri kanti og nýliðinn Kári Sturluson lék vel sem miðheiji. „Þessir leikmenn voru bestir í jöfnu liði íslands," sagði Gunnar. „Við höfum unnið Austurríkismenn í tvígang - fyrst heima, 3:0, í fyrra og nú, 1:0.“ Unglingalandsliðið heldur tii Tékkóslóvakíu í dag, þar sem það leikur í sterku móti. Mótheijar ís- lands verða lið Þýskalands, Sov- étríkjanna, Rúmeníu og Slóvakíu. KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Bordeaux dæmt í 2. deild Franska knattspyrnuliðið Borde- aux, sem Amór Guðjohnsen spilar með, leikur í 2. deild næsta keppnistímabil. Félagið stóð mjög illa fjárhagslega, skuldaði um þijá milljarða og var tekið tíl skiptameð- ferðar s.l. febrúar. Þá var það dæmt niður. Dómnum var áfrýjað á þeirri forsendu að ólöglegt væri að fella lið, þó það væri tekið til skiptameð- ferðar, en áfrýjunardómstólíinn var á öðru máli og birti niðurstöður sínar i gær. Bordeaux, sem er í 9. sæti í 1. deild, missir sennilega nokkra leikmenn í sumarogjafnvel Amór. Flest frönsku 1. deildarliðin eiga við mikinn fjárhagslegan vanda að stríða og óttuðust margir, ef Borde- aux yrði ekki dæmt niður, að önnur félög sæju sér leik á borði og lýstu yfir gjaldþroti án þess að eiga hættu á að falla niður um deild. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að lækka útlagðan kostnað hjá Bordeaux, starfsfólki fækkað og laun leikmanna skorin niður um helming. Liðið hefur verið samfleytt í 29 ár í 1. deild, varð þrisvar meist- ari og tvisvar bikarmeistari á síðasta áratug og lék tvisvar í undanúrsiit- um Evrópukeppninnar. Sýnt þykir að margir leikmanna liðsins fari frá því í sumar. Þegar er talið að hollenski miðhetjinn Wim Kieft fari, belgíski miðjumaðurinn Patriek Vervoort og Frakkarnir Jean-Marc Ferreri, Jean-Philippe Durand og Didier Deschamps. Arnór Guðjohnsen á eftir þijú ár af samningi sínum við félagið, en er hugsanlega laus allra mála, fyrst það leikur í 2. deild næsta ár, og hafa önnur frönsk félög sem og lið I Belgíu þegar sýnt áhuga á að fá hann. . JUDO Bjarni Á. Friðriksson. Bjami ekki til Andorra Bjarni Ásgeir Friðriksson, júdó- kappi og íþróttamaður ársins, mun ekki keppa á Smáþjóðaleikun- um í Andorra. hann er meiddur á hné. Sex júdómenn keppa í Andorra; Gunnar Jóhannesson (60 kg flokki) og Sigurður Bergmann (+86 kg), Grindaík, Eiríkur I. Kristinnsson (71 kg) og Halldór Hafsteinsson (86 kg), Ármanni og Baldur Stefánsson (65 kg) og Freyr Gauti Sigmunds- son (78 kg), KA. Þjálfari er Michael Vachun og flokkstjóri Sigurður Pálsson. FRJALSIÞROTTIR Vormót IRá Varmáwelli Vormót ÍR fer fram í 49. sinn í kvöld, að þessu sinni á Varm- árvelli í Mosfellsbæ og hefst keppni kl. 18.30. Keppt verður í 22 grein- um, karla, kvenna og öldunga og eru fímm greinar liður í stigakeppni frí; stangarstökk karla (kl. 18.30), 800 m hlaup karla (kl. 19.40), 400 m hlaup'kvenna (kl. 19.45), 1.500 m hlaup kvenna (kl. 20.10) og Kal- dalshlaupið, sem er 3.000 m hlaup karla (kl. 19.55). 140 keppendur frá 19 félögum eru skráðir til leiks. Mikið af lands- liðsfólkinu, sem verður í sviðsljósinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra í næstu viku, spreytir sig að Vai-má í kvöld. GOLF Opið mót á Hvaleyrinni Golfklúbburinn Keilir í Hafnar- firði stendur fyrir opnu golf- móti um helgina, Panasonic-mótið. Keppt verður í karla og kvenna flokki með punktafyrirkomulagi. Ræst verður út frá kl. 08 á laugar- dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.