Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 20
I 20 f001 ÍAM .81 HUOAŒJTMMT'i CíIQAJSMUOíIOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 Fínnlandsvmír á íslandi eftirAra Trausta Guðmundsson Það hafa ávallt legið einhveijir leyniþræðir milli Finna og Íslend- inga, eftir að samskipti þjóðanna urðu umtalsverð. Upp úr styijöld- inni 1939-1945 tók samstarf þess- ara jaðarlanda í norræna samfélag- inu kipp, einkum um og eftir 1950. Núna hefur verið hér opið sendiráð um nokkurt skeið og með tilkomu Norðurlandaráðs og Norræna húss- ins í Reykjavík hefur almenningur meira að segja af Finnum en oftast áður. Finnsk menningarvika, síðla í mars, leiðir hugann að upphafi vináttustarfsins hér á landi. Þessi þáttur samskiptanna vill oft gleym- ast og það svo skart að þegar hing- að kom nýiega sýning á verkum Axseli Gallen-Kalella, var hún talin sú fyrsta hérlendis, í umtalinu um sýninguna. Svo var þó ekki og gátu menn leiðrétt misskilninginn enda sýningin árið 1951 í margra minn- um. Norræn sýningárið 1950 Árið 1950 var haldin mjög stór nærræn myndlistarsýning í Hels- inki. Einn þeirra sem þar áttu verk var Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963). Hann hreifst mjög af fínnskri menningu og eign- aðist brátt marga vini í Finnlandi. Tengdist hann einnig ýmsum frammámönnum í menningarstarfi Finnna. Næsta áratug og rúmlega það unnu Guðmundur og nokkrir aðrir nafnkunnir íslendingar sleitu- lítið að því að efla menningarsam- skipti þjóðanna. Einmitt þá var ís- lenska Suomi-félaginu komið á lag- girnar og svo rak hver viðburðurinn annan, þeirra á meðal sýningin á verkum A. Gallen-Kalellas. Ræðis- maður íslands í Finnlandi, Erik Juranto, var þessum samskiptum mikill haukur í homi. Hingað kom til dæmis stór hópur frá finnsku óperunni, Suomalainen Opera, árið 1953 og sýndi í Þjóðleikhúsinu og hinn kunni finnski hljómsveitar- stjóri Jussi Jalas gisti landið oftar en einu sinni. Ólympíuleikarnir og eftirmáli að þeim Finnar tóku að sér að halda Ólympíuleikana árið 1952 með miklum myndarbrag. Þá varð sam- vinna Guðmundar Einarssonar og Finna til þess að honum bauðst að skreyta anddyri aðalsýningarhallar leikanna með tveimur myndverkum. Hann bjó til tvær gerðarlegar konu- myndir í tvöfaldri líkamsstærð sem tákna anda leikanna. Síðar hlaut fæðingarsveit hans stytturnar að gjöf og eru þær nú varðveittar í íþróttahúsi Mosfellsbæjar. í fram- haldi af viðurkenningunni fyrir myndverkin bauðst Guðmundi að hafa uppi stóra yfirlitssýningu á verkum sínum í listahöll Helsinki. Árið 1952 fór hann utan með 112 málverk, 28 höggmyndir og 48 grafíkmyndir og opnaði fyrstu eink- asýningu íslensks listamanns í Finnlandi. Hún hlaut ágæta dóma, fjarri stríðinu sem geisaði hér heima fyrir milli ólíkra fylkinga lista- manna er allir héldu sig vita hvað væri myndlist og hvað ekki. Hann hélt líka fyrirlestra um ísland og sýndi nokkrar kvikmynda sinna, eftirJón Orm Halldórsson Biskup kaþólskra manna á ís- landi, Alfreð Jolson, ritaði grein hér í blaðið, nýlega, um ofsóknir músl- ima á kristnum mönnum. í grein- inni vitnaði hann til ummæla minna í útyarpi og sjónvarpi, ranglega að því er ég hygg. Ég gerði mér það að umtalsefni í vetur, að sú mynd sem dregin væri af gyðingahatri múslima í tilefni af átökunum um Palestínu væri röng. Ég benti á, að það væru einkum kristnir menn sem hefðu lagt fyrir sig gyðingaof- sóknir í stórum stíl en múslimir hefðu verið smátækari í þeim efn- „Vonandi eflast tengsl Finna og Islendinga, og þá með sífelldri skír- skotun til æ lengri sögu þessara tengsla; þar sem við á.“ m.a. af Heklugosinu 1947. Störf Guðmundar í Finnlandi og margháttuð fyrirgreiðsla hans hér heima áttu rætur í einhverri hug- sjón um sjálfstæði smáþjóða sem Guðmundur ól með sér og hann sagðist sjálfur hafa fundið mjög þróttmikla hvöt til að skapa nýtt og jafnframt varðveita menningar- arf hjá finnskum listamönnum er hann og kona hans, Lýdía Pálsdótt- ir, hittu eða kynntust vel. Má þar nefna tónskáldið Jean Sibelíus, myndhöggvarann Vaino Altonen, söngkonuna Aulikki Rautavara, arkitektinn Alvar Aalto, myndlist- armannin Lennart Segerstrále og rithöfundana Tove Janson og Mika Waltari. Meðal þessa fólks var líka Maj-Lis Holmberg en hún hefur átt um. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa fullyrt að múslimar ofsæktu ekki kristna menn enda væri það ekki alveg rétt. Múslimar hafa ofsótt kristna menn þó engan veginn hafi það kostað jafn mörg mannslíf og herferðir kristinna manna gegn múslimum. Kannski bénti ég á þá staðreynd í vetur að það hefur skilist sem afsökun á framferði í nafni íslamskrar trúar, en því fer fjarri að sú hafi verið ætlunin. Þetta skiptir þó ekki öllu máli. Það var annað sem mér þótti verra við grein biskups en þessi litli mis- skilningur. Biskup taldi fram tvö dæmi því máli sínu til sönnunar, að múslimar hefðu stundað stór- felldar og mannskæðar ofsóknir á hendur kristnum mönnu á þessari öld. Annað dæmi er gersamlega út í hött og hitt byggt á svo grófum einföldunum að það leiðir til meiri misskilnings en skilnings. Annað dæmið var um yfirstand- andi morð á saklausu fólki á eyj- unni Timor, sem Indónesar her- námu með stuðningi Bandaríkjanna árið 1975, en mjög hefur verið vitn- að til þess hemáms af tilefni Persa- flóastríðsins. Svo vill til að bæði núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins á Timor og eins landstjórinn á eyjunni, Carascalo, en þessir menn stjórna ofsóknunum, eru kristnir menn. Það hafa engir sann- trúaðir múslimar komið nálægt þessu máli. Maðurinn sem stjórnaði innrásinni og öllum þorra þeirra fjöldamorða sem fylgdu árin á eft- ir, Murdani, núverandi varnarmála- ráðherra Indónesíu, er Iíka sann- kristinn kaþólikki. Og ekki nóg með það. Pólitískur höfundur innrásar- innar og ógnarstjórnarinnar sem fylgdi í kjölfarið var leyniþjónustu- merkan þátt í að kynna íslenskar bókmenntir í Finnlandi. Ferðir til Samalands Guðmundi voru frumbyggjar Norður-Skandinavíu, Samar, sér- staklega hugleiknir. Hann kom fyrst til Samalands 1930 og þótti þá sem Samar þyrftu á því að halda að menning þeirra og þjóðfélag væri kynnt. Ferðirnar til Sama- lands, einkum finnska hlutans, urðu alls fjórar, sú síðasta árið 1960. Afraksturinn varð þó nokkur. Guð- mundur málaði 20-30 myndir frá Samalandi og þeirra á meðal tug mannamynda sem eru einkar áhugaverðar. Hann hélt sýningu á þessum myndum og æ síðan komu fyrir mótíf frá Samalandi í verkum hans allt til dauðadags. Hann skrif- aði margar blaðagreinar um Sama, hélt erindi í útvarpið og reit um þá í bókinni „Bak við fjöllin". Auk þess gekkst hann fyrir því að fá hingað kvikmynd um Sama sem þau Per Höst og Guðrún Brunborg í Noregi höfðu veg og vanda af. Hún var sýnd í Reykjavík og víðar og mér er það í barnsminni að þurfa að klæðast Samabúningi, ásamt „Biskup segir í grein sinni, að bókstafstrúar- menn úr hópi múslima sé vandamál fyrir heim- inn. Undir þetta skal tekið enda hef ég lítil- lega reynt að benda á þetta sjálfur. Hins veg- ar skal þeirri skoðun bætt við hér í lokin, að tilraunir til þess að þrengja sannleikanum niður í svört og hvít box sé vandamál af sama tagi.“ foringinn Murtopo, en aðstoðar- menn hans í stjómmálum og við umfangsmikla og gerspillta athafn- asemi hans í viðskiptum voru stund- um kallaðar kaþólska mafían, enda voru mennimir flestir kaþólskir Kínveijar. Fæstir af yfirmönnum indónesíska hersins eru múslimar, margir þeirra em kaþólskir eða mótmælendur en aðrir aðhyllast hindúíska dulspeki. Hemum hefur hvað eftir annað verið beitt gegn múslimum, og þá oft undir stjórn kristinna herforingja, en aldrei í sögunni gegn kristnum mönnum á grundvelli trúar. Kaþólska kirkjan , í Indónesíu hefur heldur ekki öld- ungis verið í framverði mótmæla gegn fjöldamorðum hersins á fá- tæku fólki á Timor, enda eru marg- ir leiðtogar kirkjunnar nátengdir mönnum eins og þeim sem hér voru nefndir að framan, og ekki síður stétt forríkra athafnamanna, sem Guðmundur Einarsson frá Mið- dal systkinum mínum, og koma fram á undan erindi Pers Hösts í Stjörnu- bíói fyrir löngu síðan. Eitt af því sem Guðmundi hlotn- aðist fyrir áhugann á Sömum var heiðurinn af því að verða félagi í eins konar menningarsamtökum sem ýmsir frammámenn fínnskra Sama höfðu með sér; hétu þau „Hin hvítu hreindýr heilags fjalls". efnast hafa í skjólrherstjórnarinn- ar. Það er svo líka rétt að geta þess, að nokkrir af óeigingjörnustu baráttumönnum fyrir mannréttind- um í Indónesíu eru kaþólskir prest- ar og ég hef sjálfur hitt nokkra slíka úrvalsmenn. Að nota Timor sem dæmi um ofsóknir múslima á hendur kristnum mönnum er hins vegar ekki aðeins hrein firra, heldur viðsnúningur á staðreyndum, enda hef ég ekki rekist á þessa skoðun fyrr, þó mér berist í hveijum mán- uði talsvert af efni um Timor. Hitt dæmið var um fjöldamorðin á Armenum fyrr á öldinni. Þar er staðreyndum ekki snúið við, en þær eru hins vegar túlkaðar rangt af biskupi. Þetta er flókin saga og ekki kostur að rekja hana í blaða- grein. Það skal hins vegar fullyrt hér að trúmál hafí ekki verið hinn ráðandi þáttur í þessum hroðalegu fjöldamorðum. Fólkið var ekki drep- ið vegna trúar sinnar, heldur vegna þjóðernis síns. Kúrdar, sem eru múslimar, hlutu lítið skárri kjör frá hendi Tyrkja, þó þeir hafi af ýmsum ástæðum sloppið við stórfelld morð. Morðin á Armenunum verða ekki skilin án tilvísunar til samskipta Ottómanaveldisins í Tyrklandi við keisaraveldið í Rússlandi á 19. öld, og enn síður án þess að litið sé til árangursríkra tilrauna Breta og Frakka til að ná undir sig löndu' i hins hrynjandi Ottómanveldis í M 1- austurlöndum á þeim tíma sem morðin voru framin, en þessi tvö Evrópuveldi skiptu á milli sín lönd- um múslima í Miðausturlöndum þarna rétt á eftir. Þá má einnig nefna, að ráðandi öfl í tyrkneska hemum snerust einnig gegn músl- imum o g innan fárra ára frá þessum atburðum var íslam afnumin sem ríkistrú í Tyrklandi. Sú kenning, IIMIMRITUIM í íþróttaskóla Ármanns, Sigtúni 10 Leikir og fjölbreyttar íþróttir. Farið verður í stuttar ferðir. Heitur matur. Verð kr. 9.000,- íþróttakennarar leiðbeina. Innritun frá kl. 16.00-19.00 daglega í símum 688470 og 38140. 1. námskeið 03.-14. júní. 2. námskeið 18.-28. júní. 3. námskeið01.-12.júlí. 4. námskeið 15.-26. júlí. *Ath. frá og með 27. maí er innritað frá kl. 13.00-17.00. Yond grein ágæts biskups HENGILOFT Thermatex sérhæfir sig í hengiloftum úr málmsteinstrefjaplötum (steinullarplötum). MIKIÐ ÚRVAL OG ÓTRÚLEGT VERÐ. iriEW/i Engjateigi 5, sími 680606, fax 680208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.