Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 6
 ieei li'ji flOjHttUNBLAWÐ tllMí WX v , eftir Urði Gunnarsdóttur Myndir: Rúnar Þór Björnsson HÚN segist spinna úr öllu því sem hægt sé að spinna úr og dregur fram fullan kassa af bandi því til sönn- unar. Ég spyr hana hvers vegna og hún segir „fyrir sálina. Það er svo langur veturinn hérna frammi í dal“. Frá því árið 1983 hefur hún safnað hári og spunið af geitum og kindum, hund- um og hestum, köttum, kan- ínum og ref. Hún heitir Lene Zachariessen, þrítug bónda- kona fyrir norðan. Norð- maður í húð og hár en legg- ur þó sitt af mörkum til að viðhalda íslensku handverki. Segir að sér finnist Islend- ingar eigi að gera meira af því að viðhalda gömlum hefðum og spinnur sjálf á rokk og handlitar ullina úr kýrkeytu. Lene fluttist hingað til lands árið 1981, þá tvítug. Hún vann eitt ár á bóndabæ í Svarfaðardal og kynntist þá manni sínum, Óskari Gunnarssyni, bóndasynin- um í Dæli í Skíðadal, en dalurinn sá gengur inn úr Svarfaðardal. „Ég var búin að prófa allt mögu- legt áður en ég fluttist hingað, fór í verslunarskóla, myndlistaskóla, lýðháskóla og lærði að teikna hús.“ Lene og Óskar eiga nú tvö börn og búa ásamt foreldrum Óskars. Lene gengur í öll störf, utan- og innanhúss og segist gætu þegið að sólarhringurinn lengdist ofurlít- ið. Og ekki eyðir hún tímanum fyrir framan sjónvarpið þvi slíkur gripur er ekki til í Dæli. Lene hefur spunnið band frá því árið 1983 og segist hafa byij- að smátt. „Mér gekk erfíðlega að finna einhvern sem gæti kennt mér að spinna á rokk, en á endan- um fannst eldri maður sem kenndi tengdamóður minni og bún svo mér. Það er þolinmæðisverk að spinna og ég er með tvo rokka, íslenskan fyrir fínt band og hollen- skan fyrir það grófara." Lene verður sér út um hráefni með ýmsu móti. „Þetta er ágætis aukabúgrein, hér er mikið af hrá- efni sem kostar ekki neitt. Nóg er af ullinni en auk þess strýk ég af hundunum annars lagið og þeg- Ung norsk bóndakona viðheldur gömlum íslenskum hefðum við að vinna hand, spinnur á rokk og litar ör hráefni sem hön fær ör fjósinu og ofan af fjalli. Og hárin fær hón af flestum ferfætlingum, refir og kettir eru har ekki undanskildir „Mér gekk erfiðlega að finna einhvern sem gæti kennt mér að spinna á rokk.“ Lene spinnur í stofunni á Dæli. ar hestar koma í hlaðið strýk ég laus hár af þeim, þrátt fyrir að mörgum finnist ég vera skrýtin fyrir vikið. Ég hef spunnið hunds- hár fyrir eldri mann sem var búinn að safna hárum af hundinum sín- um í fjórtán ár og er núna að pijóna úr þeim peysu. Þá hef ég fengið hár af ref frá manni sem er með refabú. Það er hræðilega vond lykt af refshárunum, svo að þau verður að þvo vel og viðra í um þijá mánuði,“ segir Lene eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og fleira lyktar illa, því til að halda í gamlar íslenskar hefðir viðlitun bands, notar hún kýrkeytu. í því liggur ullin í nokkrar vikur áður en hún er þvegin rækilega. „Það er mesta furða hversu auðvelt er að ná lyktinni úr og ullin verður svo mjúk og glansandi. Þetta er voðalegt bras en ég hef óskaplega gaman af þessu.“ Til að ná fram fleiri litaafbrigðum setur Lene jurtaliti út í keytuna, t.d. fjalla- grös. Allt eftir íslenskri forskrift. Bandið og skartgripi sem Lene hefur unnið úr hrosshári, selur hún gestum og gangandi, auk þess sem hún fer með vörurnar á útimarkað- inn á Dalvík. „Það er hálfgert eit- urlyfjaverð á þessu hjá mér,“ seg- ir hún afsakandi og bendir á band úr kanínuhári sem hún selur á þrjátíu krónur grammið. „íslend- ingar kunna ekki að meta han- dunna vöru, þeir hugsa ekki um vinnuna sem liggur að baki heldur finnst að hún eigi að vera ódýr.“ Svona atorkusöm kona hlýtur að vinna annað en ull. Jú, reynd- ar, hún verkar skinn og skraut- skrifar, tekur myndir og teiknar dálítið. Ó1 upp tvær villuráfandi gæsir sem skotglaður maður skaut síðan í óþökk hennar. En hún pijónar sjaldan, hefur ekki tíma til þess. „Við erum ekki með sjón- varp og mér finnst tímaeyðsla að sitja bara og pijóna, eina leiðin til þess er að að horfa á sjónvarp samtímis.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.