Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ^unnudagur 14. JÚLÍ 1991 C 25 Þórður Eyjólfsson, Goddastöðum Föstudaginn 21. júní sl. var útför Þórðar Eyjólfssonar á Goddastöðum gerð frá Hjarðarholtskirkju í Lax- árdal. Hann andaðist 14. júní. Þórður fæddist 25. júlí 1909 á Lambastöðum í sörnu sveit. Foreldr- ar hans voru Eyjólfur Böðvarsson frá Sámsstöðum og Gróa Margrét Jónsdóttir fra Hömrum. Eyjólfur drukknaði með sviplegum hætti í Miðá í Dölum 7. ágúst 1910. Þórði var þá komið í fóstur að Kambs- nesi, þar sem hann ólst upp til full- orðinsára hjá Gísla Sigurðssyni og Sigurfríði Baldvinsdóttur. Þórður var snemma dugmikill og góður félagi við leik og störf, vin- sæll og vel metinn af öllum, sem kynntust honum. Hann batt tryggð við hugsjönir ungmennafélaganna frá morgni aldarinnar og vann þeim vel og lengi. Um skeið var hann fonnaður UMS Dalamanna. Þórður var ævinlega kátur og hress í bragði á hverju sem gekk og boðinn og búinn að greiða götu manna, sem þurftu á hjálp eða aðstoð að halda. Annan dag júnímánaðar árið 1940 gekk Þórður að eiga Fann- eyju Guðmundsdóttur frá Borðeyri. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau eignuðust fimm börn, fjóra sonu og eina dóttur. Þau eru þessi: Eyjólf- ur, búsettur í Reykjavík, var kvænt- ur Svanborgu Tryggvadóttur frá Ólafsvík. Hann á tvær stjúpdætur. Guðmundur Heiðar í Búðardal, kvæntur Báru Aðalsteinsdóttur frá Torfastöðum í Vopnafirði. Þau eiga tvö börn. Gísli Sigurvin, bóndi á Spágilsstöðum. Sambýlisko'na hans er Guðrún Vigfúsdóttir og eiga þau eina dóttur. Erla, búsett á Akra- nesi. Var gift Pétri Óskarssyni og áttu þau fimm börn. Sambýlismað- ur hennar er Guðmundur Gunnars- son frá Hofsstöðum í Helgafells- sveit og eiga þau tvö börn saman. Fanney, eiginkona Þórðar, and- aðist 5. apríl 1981 og var það fjöl- skyldunni mikið áfall. Þórður byijaði búskap ungur að árum. Hann bjó í Hvammi í Dölum 1944-1946 hjá Pétri T. Oddssyni, prófasti, en fluttist þaðan að Godda- stöðum í Laxárdal, þar sem hann átti heima tii æviloka. Þar byggði hann upp og bætti jörðina. Þar uxu börn hans úr grasi og ijölskyldunni farnaðist vel. Þar var hann árum sanfan, haust eftir haust, ijallkóng- ur á Ljárskógaijalli og réttarstjóri í Gillastaðarétt. í september 1990 vígði hann nýja ijárrétt í landi Ljár- skóga og dró þar fyrstu kindina í dilk. Hann átti traust sveitunga sinna, vina og samheija. Þó að hann yrði að vinna hörðum höndum til að sjá búi sínu borgið, átti hann alltaf stund til að sinna hugðarefn- um sínum. Við vorum eitt sinn í nefnd saman ásamt Óskari Sumarl- iðasyni til að undirbúa byggingu félagsheimilis í Búðardal. Þá vökt- um við eina bjarta, ógleymanlega vornótt og starfinu miðaði nokkuð áleiðis. Við Þórður áttum einnig samleið í stjórnmálum. Þar var hann traustur sem klettur, hollráður og úrræðagóður og er margs að minn- ast af þeim vettvangi. Þegar ég heyri Þórðar getið\kem- ur mér iðulega í hug hið alþé^kta latneska kvæði eftir Hóras skáld, sem Grímur Thomsen íslenskaði svo snilldarlega, eins og sjá má af þess- um erindum: Minning: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyná, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. - Einar Eðvaldsson Þau döpru tíðindi bárust okkur hingað heim, miðvikudaginn 3. júlí sl., að Einar Eðvaldsson hefði and- ast daginn áður, eða 2. júlí, eftir stutt en snörp veikindi. Mann setti hljóðan, alltaf er maður óviðbúinn dauðanum, ekki hvað síst er í hlut eiga menn sem ekkert virðast vera að, og virðast í fullu fjöri. Ég undir- ritaður hafði ekki þekkt Einar lengi, eða aðeins nokkuð á þriðja ár, en nógu lengi samt, til að átta mig á að þar fór drengur góður, og sér- staklega var atburður er átti sér stað á Spáni fyrir um ári þess vald- andi að virðing mín fyrir Einari óx, og tók ég betur og betur eftir þeim eðliskostum, sem hann var búinn, , og brá aldrei þar út af. Ekki er ástæða til að rekja það nánar, en við hittumst síðasta sinn fyrrihluta júnímánaðar, eða 2 dögum áður en hann hélt í fríið sitt, ásamt konu sinni Antoníu Björnsdóttur. Hann var m.a. að fá hjá mér ýmsar upplýs- ingar um markverða staði, bæi og borgir sem hann hugðist reyna að sjá og skoða sig um í á Spáni, nán- ar tiltekið á Suðaustur-Spáni, Costa-Blanca-svæðinu. Við ræddum fram og aftur ýmis- legt, s.s. um báta, en þar var hugur Einars allur; við sjóinn, sem var hans starf, og hef ég það frá merk- um skipstjóra, sem Einar var hjá lengi, að vandfundnir væru betri sjó- menn og duglegri og ósérhlífnari en Einar, og þessu trúi ég vel. Einar gældi við þá tilhugsun, að þegar fram í sækti, væri gaman að geta eignast bát á Spáni og reyna fyrir sér um vinnu við sjóinn í „ellinni" eins og hann sjálfur sagði, og hló við. Ekki grunaði mig að þetta væri okkar síðasti fundur, en það varð nú samt, og minnir á það er sagt er í hinni helgu bók Bíblíunni á einum stað: „Vertu sáttur, við mótstöðu- mann þinn, meðan þú er enn á vegin- um með honum.“ Hversu satt er þetta ekki. Og hversu oft gleymum við ekki hverfulleika lífsins að við eigum aðeins ráð á augnablikinu, en nýtum það alls ekki sem skyldi, a.m.k. sjaldnast. Mig langar hér í þessum fáu og fátæklegu orðum, að minnast vinar míns, sem ég leyfi mér að kalla svo, Einars Eðvaldssonar, og þakka fyrir þann tíma sem mér auðnaðist að þekkja hann. Ég tel alla þá sem hann þekktu ríkari eftir að kynnast og þekkja svo hreinan og beinan drengskaparmann, sem vissulega Einar var. Ég kveð nú Einar hinstu kveðju fyrir hönd okkar hjónanna og er viss um að landtaka hans á eilífðarströnd, er ljúf og mjúk, svo er um drengi sem Einar. Megi Guð gefa ættingjum og vinum hans styrk í þeirra sorg, og huggun konu hans, sem með honum var, allt til enda, og þoldi raun þá að fríið þeirra brejrftist í sorg. Megi Guð einnig blesa minningu þessa drengskapar- manns, og gefa honum eilífan frið. Ódáða-hvort sem yfir hraunið fer hann, eður hann gengur Vatnajökul þveran, ellegar Köldu-kvíslar kvíðvænlip kannar hann stip. Leifur Núpdal Karlsson t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSGEIRSSON stórkaupmaður, Efstaleiti 14, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á að láta Sólheima í Grímsnesi njóta þess. Símar 33129 og 98-64430. Stefán Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Þórhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Árni Gunnarsson, Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Magnús Jónsson, Stefán Ólafsson, Elín Þórðardóttir. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför FRIÐVINS S. ÞORBJÖRNSSONAR, múrara, Holtagerði 9. Vigdís Ólafia Jónsdóttir, Oddbjörn Friðvinsson, Sólveig Katrín Ólafsdóttir, Jón Þór Friðvinsson, Jódís Lára Gunnarsdóttir, Lilja Guðný Friðvinsdóttir, Ófeigur Guðmundsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinar Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðslætt er með greinar aðra daga. Þannig gekk Þórður áfram á lífsbrautinni. Hann tók hverju sem að höndum bar með rósemi" og æðruleysi, gerði kröfu til sjálf sín og mátti aldrei vamm sitt vita. Þess vegna birti alltaf upp í kringum hann, þó að skýjað væri á köflum. Að leiðarlokum keð ég góðan vin með virðingu og þökk og sendi ættingjum hans og ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Friðjón Þórðarson + Otför bróður okkar, AGNARS EYLANDS HALLDÓRSSONAR, Njörvasundi 5, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Lilja Halldórsdóttir, Stefanía Halldórsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARTHUR SIGURBERGSSON, Markarflöt 55, Garðabæ, sem lést 5. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Görðum á Álftanesi. Lára J. Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns, ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSONAR, Bræðraborgarstíg 23A. Sérstakar þakkir til starfsfólks og eigenda Vörukaupa. Einnig sendi ég samstarfsfólki mínu hjá Pósti og síma mínar bestu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Pálina Hafsteinsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför systur okkar, INGIBJARGAR J. HELGADÓTTUR, Miklubraut 50, sem lést 27. fyrra mánaðar. Valgerður Helgadóttir, Katrín Helgadóttir, Torfhildur Helgadóttir, Jóhanna Helgadóttir, Magnús Helgason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSLAUGAR E. ÁRNADÓTTUR PROPPÉ. Sérstakar þakkir sendum við læknum hennar á Landakotsspítala og hjúk- runarfólki á deild 2-B. Gunnar Proppé, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUNNARS INGÓLFSSONAR, Týsgötu 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk og vöru- bifreiðastjórar á vörubílastöðinni Þrótti. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Oddfríður Sæmundsdóttir, Sæmundur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU AÐALSTEINSDÓTTUR, Smyrlahrauni 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala, lyflækningadeild, fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Hafdis Jóhannesdóttir, Eiríkur Ólafsson, Viðar Sæmundsson, Aðalsteinn Sæmundsson, Sigurður Sæmundsson, Lísbeth Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.