Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 ,Gætu listamenn gert betur? MYNDLIST/Gœtu listamenngert betur? AÖ nýtafmmleikann SNEMMA í júní voru staddir hér á landi tveir útlendingar úr við- skiptalífinu, sem virðast hafa annað og meira álit á listum og listamönnum en við eigum að venjast meðal innlendra kollega þeirra. Hinn frægi bandaríski fyrirlesari, John Naisbitt, benti á að miklu fleirfBandaríkja- menn nýttu nú frístundir sínar til að sækja söfn og listviðburði en til að horfa á íþróttir, og mundi samaþróun halda áfram um allan heim. Þetta staðfestir auðvitað það sem áður hefui- verið nefnt á þessum vettvangi um aðsókn að þessum greinum hér á landi, en fréttir eru oft merkilegri ef þær koma að utan. Sænski auðjöfurinn Torsten Lilja, sem safnar verkum nú- tímalistamanna, sagði i blaða- viðtali að það væri margt Iíkt með því að vera góður stjórn- andi stórfyrirtækis og að vera góður listamaður, og taldi að listafólk ætti mikilvægu hlut- verki að gegna í efnahagslífinu. — Islenskur atvinnurekandi eða áhrifamaður, sem léti annað eins út úr sér, yrði eflaust álit- inn klikkaður. effir Eirík Þorlóksson Báðir þessir gestir báru með sér frískandi andvara utan úr heimi. Eins og oft vill verða með boðskap af þessu tagi, þá er hann ekki nýr í sjálfu sér, heldur stað- festir það sem menn telja sig vita fyrir. En það er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig þessar fréttir snúa að pkkur íslendingum. John Naisbitt, sem hefur orðið þekktastur sem höfundur spábó- kanna „Megat- rends“ og „Megatrends 2000“ og síðan sem líflegur fyrirlesari, er afar bjartsýnn maður, sem gerir lítið úr núverandi erfiðieikum mannkyns, en þess meira úr fram- tíðarmöguleikum þess. En hann stendur ekki einn að þeirri skoðun, að menning og listir séu nú þegar tekin við hlutverki iþróttanna sem helsta frístundaiðja fjöidans. Hann bendir á, að á síðasta áratug hafa verið opnuð yfir tvö hundruð ný söfn í Japan, og um þrjú hundruð og þijátíu í Þýskalandi; sama þró- un eigi sér stað í Bandaríkjunum og víðar. Á sama tíma hefur ný- smíði íþróttamannvirkja um allan heim dregist saman. Hér á Islandi virðast flestir vera áratug á eftir. Höfuðborgin og Hafnarfjörður hafa stutt nokkuð 'vel við bakiA á myndlistinni og byggt söfn og sýningarhúsnæði, en aðrir stærstu kaupstaðir eru að eltast við fortíðina. Kópavogur eyðir hundruðum milljóna í íþrótta- velli, sundlaugar og handboltahall- ir, á meðan Listasafn Kópavogs stendur uppsteypt sem gapandi tóft í miðbænum, og algjörlega óvíst um framhaldið. Akureyri hef- ur byggt upp margföld' íþrótta- svæði og nú er í smíðum íþrótta- hús á methraða, á sama tíma og ekkert sýningarhúsnæði fyrir myndlist er til í bænum. — Bæði þessi bæjarféiög (og mörg, mörg fleiri) þurfa að fara að huga að stefnumörkun á sviði lista og menningarmála, þar sem verkin verða látin tala í náinni framtíð. Torsten Lilja telur að heimar viðskiptalífsins og Iistanna eigi að tengjast, því kaupsýslumenn geti lært margt af hinum síðarnefndu. Slík tengsl hafa til þessa ekki ver- ið til hér á landi, þannig að gagn væri að, þrátt fyrir að ýmsir frammámenn viðskiptalífsins hafi verið helstu stuðningsmenn menn- ingarlífsins, og nægir þar að benda á Ragnar Jónsson í Smára, sem nýlega var minnst sérstaklega vegna stofnunar Listasafns ASÍ; fleiri mætti einnig nefna. En hlut- verk listamanna gæti verið marg- falt stærra og áhrifameira. í blíðviðrinu undanfarnar vikur hafa dunið yfir landsmenn fréttir af efnahagslegum hörmungum, þar sem hvert stórveldið af öðru í atvinnulífinu er knúið til að horf- ast í augu við veruleikann, og lýsa því yfir að blaðran sé sprungin. Atvinnufyrirtæki til lands og sjáv- ar eru að fara á hausinn, sjóðir eru tómir, bankar standa höllum fæti. Hveijir hafa stjórnað þessum ósköpum? Því er einfalt að svara: Það hafa verið lærðir (karl)menn úr hópi lögfræðinga, hagfræðinga, viðskiptafræðinga, verkfræðinga og fiskeldisfræðinga. — Það verður nú að teljast sannað mál, að í menntun þessara stétta felst engin trygging fyrir hæfileikum á sviði atvinnurekstrar, og því er eftirfar- andi hugmynd vel þess virði að íslensk atvinnufyrirtæki taki hana alvarlega: Fyrirtæki og stofnanir ráði myndlistarfólk og aðra hugsuði til ábyrgðarstarfa við stjórnun og stefnumörkun. Hlutverk þess verði að koma með hugmyndir um fram- leiðsluvörur, söluaðferðir, almann- atengsl og aðra þætti starfseminn- ar, þar sem frumleg hugsun er lykilatriði, og hefðbundnar leiðir hafa skilað litlum eða takmörkuð- um árangri. ísland er nefnilega komið á það stig í atvinnusögu sinni, að hrá- efnaframleiðsla mun ekki skila nægilega miklu til að standa undir batnandi lífskjörum stækkandi þjóðar; nú ríður á að nýta frumleik- ann, og þar ættu myndlistarmenn að geta unnið betur en margur annar. DJRSS/Far tilgóds aó leita á svörtumió? Djassþota Tótnasar NÝI diskurinn hans Tómasar R. Einarssonar heitir íslands- för og er hér vitnað til íslandsf- arar W.H. Audens, en tvö lög eru samin við kvæði hans — og svo hingaðkomu hins blakka básúnublásara m.m., Frank Lacy. Með Tómasi leika auk Franks þeir sömu og á Nýjum tóni að frádregnum Jens Wint- her: Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Pétur Östlund. PS músik gefur út. Islandsför og Nýr tónn eru um margt líkir diskar en ólíkir þó. Báðir bera höfundareinkenni Tóm- asar, en á Nýjum tóni blés í tromp- et og flýgilhorn sá danski Jens Winther þar sem sá blakki Banda- ríkjamaður Frank Lacy blæs í básúnu og flýgilhorn, auk þess að syngja, á Islandsför. Ég var staddur í djassför erlendis eftir Vemharð Linnet þegar Frank kom til landsins, en mér segja djassfróðir og traustir menn að hann hafi farið á kostum með Tómasi og félögum í Púlsinum um það leyti sem diskurinn var hljóðritaður. Kom mér það ekki á óvart þar sem ég hafði barið hann augum með Djasssendiboðum Art Blakeys. Hann er sjómaður hinn ágætasti og tónatryllir. Slíkt nýtist ekki á agaðri skífu Tómasar og mér finnst Jens Winther falla mun betur að stíl hans. Tómas er sterk- astur í ljóðinu og hefur á vissan hátt tekist að ná norrænum blæ í djass sinn. Diskurinn upphefst á stuð- mannablús: Taugaveiklaður og trylltur, tættur og ber að ofan. Tryllingurinn er kannski enn meiri í Húlaboppinu á Nýjum tóni, en hér ríkir feiknastuð og undirleikur Eyþórs og trommusláttur Péturs ýta mönnum fram á hengiflugið. Er svo víðar á diskinum. Vaki, vaki vaskir menn, er langt tónverk, en hefði gjarnan mátt vera styttra og laust við frjáls- djasstilburðina sem eru jafn utan- gátta þarna og gömlu spænskgarri- soníkuklisjurnar í bassasólói Tóm- asar. Sem betur fer er ekkert slíkt að finna í öðrum ópusum plötunnar. Tómas gerist æ betri bassaleik- ari og sér í lagi er bassatónn hans orðinn tær. Helst að hann vanti snerpu og svo mætti hann gefa tauminn lausan og láta gamminn geysa. Láta fyrirfram hugsunina lönd og leið. Sigurður Flosason hefur unnið vel úr því hamsleysi er einkenndi hann á yngri árum. Hann nær flug- inu oftar en ekki en oft skortir hin fínni blæbrigði. Kannski gætir hér áhrifa Lacy, en Sigurður þarf að gæta sín að blása ekki alltaf á útopnu sé hiti í leiknum. Allir sem til þekkja vita að hann hefur næmt tónskyn og ótrúlegt vald yfir hljóð- færi sínu. Flest bestu verk Tómasar R. Einarssonar eru ballöður og hér er ein gullfalleg: Vorregn í Njarð- víkum við ijóð Guðbergs Bergsson- ar. Minnir það um margt á það yngsta af verkum Jóns Múla sem hljóðritað er: Það vaxa blóm á þak- inu. Ellen Kristjánsdóttir syngur hér af mikilli smekkvísi. íslandsför er alþýðlegur diskur á djassvísu og fjórir ópusar sungn- ir. Frank hefur skemmtilegan söngstíl og í spunanum fylgir hann þeirri sönghefð er Jon Hendricks markaði. Um blástur hans er allt gott að segja en mér þykja samt sólóar Eyþórs Gunnarssonar helstu perlurnar í þessari djasskórónu Tómasar R. Einarssonar sem Pétur Östlund hefur slegið ryþmagulli. Um margt þykir mér íslandsför ekki jafnast á við Nýjan tón — en á hvorugum disknum þarf að kvarta yfír fagmennskunni. íslend- ingar eru orðnir gjaldgengir í djass- útflutningi, sér í lagi njóti þeir inn- flutningsbóta. Eigirðu ekki þennan disk, les- andi góður, náðu þá í hann, en meðal annarra orða: Vantar nokk- uð Nýjan ton í safnið? Bassaþotan og piltarnir. ÞJÓDLEG TÓWLIST/Hvenær sigrar rafpoppió Burundi? Frumskógatrommur Burunditrymblar Ingoma-dans í Lundúnum 1986. lok áttunda áratugarins fengu ný- bylgjupopparar í Bretlandi „að láni“ trommuleik hirðtrommaranna og byggðu á tónlist sína með góðum árangri. Dæmi um það er Adam Ant, sem varð heimsþekktur m.a. fyrir drynjandi trommugrunn tónlist- ar sinnar. Þetta varð til að auka áhuga á afrískri tónlist í Bretlandi og Burundi-tommuleikaramir komu til Bretlands í tvær tónleikaferðir, ógleymanlegir öllu sem á hlýddu. Besta samantekt þjóðlegrar tón- listar frá Burundi er safndiskurinn frábæri Burúndi: Musiques Traditi- onelles sem Ocora gefur út. Þar á er trommuflokkurinn áberandi, enda var það fyrsta útgáfa þessarar plötu Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir 1968 sem vakti fyrst athygli á þeim í Vestur-Evrópu. Önnur tóndæmi á plötunni eru ekki síður merkileg og má þar nefna kveðjusönginn Al- akaze, ótrúlega raddbeitingu tveggja stúlkna, sem minnir helst á tvo saxó- fóna, og einleik á inanga-hörpu nautshúðarstrengja á viðargrunni. Glöggt heyrist á disknum hvernig tónlist Burundi á sér samafrískar rætur, en einnig eru þættir sem ein- göngu heyrast í Austur-Afríku og aðrir sem einskorðast við Burundi. Þeir sem vilja trommarana eingöngu geta fest sér plötuna Les Maitres Tambours du Burundi frá Arion, se'm er skemmtileg þrátt fyrir daufa upp- töku. RAFPOPP hefur lagt undir sig flest lönd Afríku; runnið saman við þjóðlega tónlist hvers lands og myndað sérstaka dægurtón- listarhefð. I ýmsum löndum er þjóðleg tónlist þó enn ráðandi fyrir ýmsar sakir og þá aðallega vegna þess hve þjóðfélagsþróun hefur verið hæg sökum fátæktar eða einangrunar. Burundi er eitt þeirra landa, en tónlist þaðan hafði nokkur áhrif á breska popptónlist um tíma. Burundi er fjalllent og afskaplega þéttbýlt. Þar búa þijár þjóðir; pygmíar, seu fækkar ár frá ári, hutu, sem eru ríflega 80% íbúa, og tutsi, sem eru i minnihluta en ráða því sem þeir vilja. Landið var landfræðilega einangrað frá örófi, en þar var kon- ungsríki í fornöld. Þjóðveijar lögðu Burundi undir sig í iok nítjándu aldar, en eftir fyrri heims- styijöldina komst nýlendan í hendur Belgum. 1961 hlaut Burundi sjálfstæði og í dag stjórnar herinn landinu, en hann er eingöngu skipaður tutsi-mönnum, sem halda hutu-mönnuin niðri af mikilli grimmd. Atvinnuhættir eru frumstæðir og íbúar flestir í sveitum. Það hefur haldið þjóðlegri tónlist lif- andi í landinu, þó rafpoppið eigi lík- ast eftir að renna saman við hana með tímanum. Burunditónlist er þekktust fyrir trommuleikara hirðar hins forna kon- ungdæmis, sem aflagt er fýrir löngu, en trommuflokkurinn starfar enn. I eftir Árna Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.