Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 29
'ifH! r ijCn. ,u fluoAouvsnue ICfcyiAffiAIUEV qiQAjaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 C 29 Flekarnir voru bornir uPP í víkina. Pálína Guðjónsdóttir og Ragnar Jónsson smiður (til hægri) af- henda Gylfa Sigurðs- syni formanni björgun- arskýlanefnar Hall- varðsbúð. hörundið. Sagt var að Hallvarður væri skáldmæltur og að hann hefði einstaklega fallega rithönd, á hann að hafa álasað Magnúsi Gíslasyni amtmanni fyrir hrafnaspark og tekið að sér að skrifa bréf fyrir hann. Eins og oft er með stóra og hrausta menn þá voru Hallvarður og bróðir hans, Jón hinir mestu mathákar og einu sinni á Hallvarður að hafa borðað 12 sauðahausa en Jón 60 æðaregg með skurn í mál. Hallvarður var tal- inn traustur og því oft í sendiferðum með embættisbréf milli iyrirmanna. Á ferðum sínum um landið fór oftast um fjöll og heiðar. Gekk hann þá í selskinnsstakk eða kufli með hettu úr selskinni og með selbelgi á fótum. Hann svaf í þessum kufli hvemig sem viðraði þegar hann lá úti á flöllum og sagði hann betri en nokkurt tjald. Ein saga segir að Hallvarður hafi legið sofandi og að honum hafi kom- ið smalastrákur. Smalinn varð mjög hræddur því hann hélt að þetta væri skrímsli í selslíki. Hallvarður vaknaði við hræðsluvein drengsins er hann lagði á flótta en Hallvarður elti hann uppi. Meðan á eltingarleiknum stóð varð stráksi ennþá hræddari, en Hallvarði tókst þó að lokum að róa hann og fullvissa hann um að hann væri mennskur en ekki af skrímsla- kyni, þrátt fyrir tröllslegan vöxt sinn og klæðnað. Þegar Hallvarður fór á fund embættismanna klæddist hann iðulega sauðsvartri belghempu með mórauða hettu og spælahatt yfír sem hann batt undir kverkina, hann girti sig með ól og hafði birkirenglu í höndinni, Svo sjaldan sem hann fór til kirkju þá klæddist hann þessari múnderingu og þótti heldur ósjálegur á að líta. Hallvarður var löngum upp á kant við kirkjuna og kirkjunnar menn, hann sótti illa kirkju og að lokum fór svo að fundið var að þessu við hann, en hann sagði að ekki mætti þröngva nokkrum manni til kirkju. Eftir þetta fór hann_ samt öðru hveiju til kirkju í Árnesi. í einni ferðinni færði hann sóknarpresti brennivínskút með þeim orðum að þetta væri það sem presti nýttist verst. I einni messu er sagt að hann hafi setið á krikjudyraþröskuldinum þar sem hann gat ekki gert upp hug sinn hvort hann ætti að vera úti eða inni. Hallvarður neitaði ætíð að greiða sýslumanni gjöid. Hann hélt því fram að allir búendur ættu að verajarðeigendur, því allir væru jafn- ir að jörðu komnir og væri því óhæfa að selja lönd til leigu. Hann bjó alla sína búskapartíð með ráðskonu sinni, Þorgerði, sem eiginkonu en neitaði ávallt að giftast henni og ekki áttu þau börn saman. Hallvarður stundaði sjóróðra og hvalveiðar eins og aðrir Strandamenn á þessum tíma, hann þótti góður skipasmiður og höfðu menn þá trú á skipum þeim sem hann smíðaði að þeim hlekktist aldr- ei á. Ekki var hann allur þar sem hann var séður og eitthvað kunni hann fyrir sér. Hann réð niðurlögum tveggja magnaðra sjódrauga í Reka- vík, með því að grafa upp lík þeirra og reka járnfleina fyrir brjóst þeirra og iljar, að lokum festi hann stóra steina við þá og varpaði þeim í sjó- inn. Áður en Hallvarður lést brenndi hann skræður sínar og tók saman tölu sem hann bað um að yrði lesin yfír kistu sinni. Þegar flytja átti lík hans til kirkju gerði í tvígang óveður og ófærð á'sjó og landi. Hallvarður var jarðaður í túninu í Skjaldarbjam- arvík án vitundar sóknarprests og án yfirsöngs, á legstað sem hann valdi áður en hann dó. Almennt var talið að Hallvarður væri engu minni galdramaður en Hallur faðir hans, en Hallvarður fór vel með kunnáttu sína og gerði engum manni mein. - V. Hansen MótKFUM ogKFUKí Vatnaskógi Mót KFUM og KFUK var nýlega haldið í Vatnaskógi og var að því mikil blessun. Sérstök gleði var að sjá unga fólkið ijölmenna til þessa móts og taka með djörfung þátt í því með tali og tónum. Einnig góður sólar- geisli í rykugu þjóðlífi landsins, sem verður að bæta og allir að hjálpast að til þess ef ekki á að halda áfram niður hjarnið. Frásagnir fólksins á mótinu voru stórkostlegur vitnisburður hve guð hefur margt fyrir þá sem til hans leita og af máli kristniboðanna mátti ráða, hversu mikil neyð er í heiminum, sem kristið fólk er að beijast við. Það hefðir verið mikil blessun fyrir landslýð að fá þessar samkom- ur teknar á myndbönd og sýndar í sjónvarpi, þótt ekki væri til annars en að fólk fengi að bera þær saman við allan sorann, sem þar er réttur að hinum almenna borgara. Árni Helgason, Stykkishólmi. ---------------- Þegar menn vilja ekki læra lengur Mér var bent á það með rökum í vetur að Evrópska samfé- lagið væri réttara nafn en Evrópu- bandalagið. Ég tek stundum rökum og svo var í þetta sinn og því tók ég upp nýja nafnið enda var eldra nafnið svo nýtt að það er yngra en flest nýyrði málsins. Eðlilegt er að leiðréttingin taki nokkurn tírna. Hitt er verra að menn beri því við þegar þeir halda í gamla nafnið og viðurkenna þó að rangt sé farið með að fólk, þ.e.a.s. aðrir en þeir, eigi of erfitt með að skilja breytinguna. Það er slæmt að ætla almenningi að geta ekki lært það sem maður kannast þó við að sé einfalt mál. Það varðar litlu hvernig eldra nafnið var valið, aðalatriðið er að nota nafn í samræmi við upphaflegt heiti. Svo er gert í nálægum löndum (í Noregi fellesskap, í Danmörku fællesskab og í Svíþjóð orðið gem- enskap, sbr. þýska orðið gemeinsc- háft). Af því hafa verið myndaðar skammstafanimar EF í norsku og dönsku og EG í sænsku og þýsku. Björn S. Stefánsson Fóksfélagar Síðustu forvöð að tilkynna þátttöku íferð félagsins um verslunarmannahelgina eru mánudaginn 15. júlí. Nánari upplýsingar í síma 622424 (Agn- ar) eða 71582 (Marinó) og á skrifstofunni ísíma672166. Ferðanefnd. London KR. 18.900? Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. =. FLUGFEROIR = 5QLRRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Kvikmyndin 'Veggfóöur' ^ ^^rólísk ástarsaga Kvikmyndafélag íslands hf. óskar eftir fólki í eftirtalin hlutverk í Kvikmyndinni Veggfóöur sem tekin verður upp í Reykjavík i ágúst n.k.. Danni - góölegur karl, 40-60 ára. Uggi - hommi, 15-30 ára. Andrea - kona 16-30, þarf að koma nakin fram. Drottning - kona 16-30, þarf aö koma fram á undirfötum (leður). Gugga - kcerasta Danna, 20-30 ára. Dísa - húsmóöir, 40-55 ára. Kótilettukarl - 40-50 ára. Myndlistarkennari - maöur meö sterkan svip, 35-50 ára. Ruddi - ruddalegur karl, 18-30 ára. Tvíburar - tveír brœöur, 6-12 ára. Menntskœlingur - menningarlegur drengur, 16-20 ára. Tvœr berbrjósta - stúlkur meö löguleg bijóst, 16-25 ára. Fimm feitlagnar konur - konur 40-70 ára til aö koma fram í sundi. Auk þess vantar fullt af hip-hopp-urum og ungu fólki í aukahlutverk Starfsfólk óskast. Hljóðmann, skriftu, aöstoðarmenn í leikmynd, búninga, föðrun og í kameru-deild vantar á meðan á tökum stendur frá ó.ágúst til 1 .sept. Áhugasamir sendi umsóknir til: Kvíkmyndafélags íslands hf., Vitastíg 14, 101 Reykjavík. Fyrir 21. júlí. _______Ljósmynd þarf að fylgja umsóknum um hlutverk.___ Forkastanleg fréttamennska Eg var að horfa á viðræðuþátt í ríkissjónvarpinu, Kastljós, þriðjudagskvöldið 9. þ.m. Þessi þáttur átti að vera tveggja manna tal, þ.e. rökræður um hugsanlegt afsal hluta fullveldis þjóðarinnar til útlendinga og þá uppgjöf sem virð- ist hafa heltekið hugi ýmissa íslend- inga. Bjarni Einarsson framkvæmda- stjóri og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra áttu að skiptast á skoðunum um þetta alvarlega mál, en það fór nú á annan og verri veg. Utanríkisráðherrann og frétta- maðurinn Ingimar Ingimarsson skiptu umræðutímanum á milli sín að mestu, þótt ráðherrann hefði þó mun betur. Þá sjaldan að utanríkis- ráðherrann þagnaði eitt andartak, til þess að draga andann, reyndi fréttamaðurinn að brúa bilið með „gjammi“, að því er virtist til þess að koma í veg fyrir að Bjarni Ein- arsson næði að komast að í umræð- unni. Það sætir furðu að ríkissjón- varpið skuli hafa á sínum snærum fréttamenn, sem ekki gæta betur hlutleysis en gert var í þessum þætti og hafa ekki heldur burði til þess að stjórna umræðum um mikil- I væg mál af meiri festu en í þetta skipti. Hvort umræddur fréttamað- ur var aðdáandi Evrópubandalags- ins eða ekki, kom málinu' hreinlega ekkert við, hann átti að deila tíman- um milli hinna raunverulegu við- mælenda sem næst jafnt, og láta persónulegar skoðanir liggja á milli hluta, enda skipta þær þjóðina engu máli, nema þá helst að fara í taug- arnar á öllum heilsteyptum Islend- ingum. Orðaflaumur utanríkisráðherr- ans var í þessum þætti á þann veg, að hafi einhver Islendingur verið í vafa um að verið sé að framselja verulegan hluta fullveldis okkar í hendur útlendinga með EES-samn- ingi, þá mun sá maður varla vera í neinum vafa lengur. Utanríkisráð- herrann fór eins og köttur í kringum heitan graut þegar kom að kjarna málsins. Hann taldi að þótt 11.000 blaðsíður laga, tilskipana og reglu- gerða EB, sem skv. prófessor í lög- um við Háskóla íslands, séu nú þegar í meginatriðum sömu lög og EFTA-ríkin hafa samþykkt, þá sé það ekki nein skerðing á fullveldinu af þvi að þingmenn krata og sam- starfsflokks á Alþingi séu samþykk- ir. Hvað með þjóðina? Fólkið sem trúði því að ekki væri verið að kjósa um örlög þess í sl. alþingiskosning- um? Eða var kosið um afsal fullveld- isins? „Gjamm“ fréttamannsins um málið og augljós hlutdrægni var á þann veg, að full ástæða er fyrir stjórnendur þessa ríkisfjölmiðils að vanda betur til vals á fréttamanni næst þegar þættir af þessu tagi eru sendir þjóðinni til uppfærslu. Hóg- værð Bjarna Einarssonar sitjandi á milli manna, sem að því er virtist höfðu samantekin ráð um að koma i veg fyrir að hann kæmi máli sínu á framfæri og gæti svarað fyrir sig, verður að teljast honum til mikils sóma og þeim þjóðlega mál- stað sem hann var fulltrúi fyrir. Jóhannes R. Snorrason heimili landsins! Sóf asett 3+1+1, sóf aborð og 2 litlir stólar. Áklæði drapplitað, bleikt og rautt. Allt þetta 168.000 kr. stgr. EURO og VISA greiðslukjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.