Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 10
íí 3 leei Liui, .m siuDAauMnue qigajsuuohom 10 C “ —------------1.......-MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 Signrður Þórar- insson söng þýska vöggu- vísu fyrir aftur- gengna þýska lækninn. Og Lyra slapp! Myndina tók Hjálmar Bárð- arson. Viötal við Rfisu Einarsdfittur eftir Elínu Pólmadóttur Haustið 1979 barst íslenskri húsfreyju, Rósu Einarsdóttur, allt í einu bréf raeð tveimur norskum orðum. Önnur með þakklæti frá norsku útlagastjórninni fyrir þjónustu í þágu föðurlandsins í verslunarflotanum á árunum 1940-45. Og hin stríðsorðan með þakklæti undirrituðu af Olafi Noregs- konungi fyrir framlag hennar til frelsisbaráttu Norð- manna. Þetta kom af hendingu fram í viðtali við Rósu Einarsdóttur á Akranesi, þegar í lokin átti að fara að smella af henni mynd. Þá voru orðurnar snarlega hengdar á hana, enda er þetta eina tækifærið sem hún hefur haft síðan til að skarta þeim. Rósa Einarsdóttir Tilefni viðtalsins nú var grein hér í blað- inu í aprílmánuði um að dr. Sigurður Þórarinsson hefði á stríðsárunum smyglað frá Danmörku íslenskum landakortum fram hjá Þjóðveijum og um ævintýralega ferð hans heim til Islands með Lyru í febrúarmán- uði 1945. Rósa hringdi í greinarhöf- und til að bæta við og segja skemmtilega sögu úr þessari heim- ferð, en hún var þá skipsþerna um borð í Lyru. Hún var því gripin á orðinu og látin lofa viðtali við tæki- færi. Rósa hafði verið í tvö ár skips- þema á norska skipinu Lyru, sem sigldi milli Bretlands og Islands á stríðsárunum og færði Bretum dýr- mæt matföng og íslendingum varn- ing yfir hættulegt haf. Hún var þá eini Islendingurinn í áhöfn. Með þessari ferð, sem lauk í Reykjavík 1. mars 1945, voru fimm íslenskir farþegar. Fyrir utan dr. Sigurð Þórarinsson voru Sigurður Jó- hannsson verkfræðingur og síðar vegamálastjóri, Þorbjörn Sigur- geirsson eðlisfræðingur og prófess- or og ekki man hún nafn fjórða karlmannsins, en eina konan var Regína Medúsalemsdóttir, fótsnyrt- ir. Þegar komið var inn fyrir Reykj- anesskaga kom einn íslendinganna til hennar og sagði: Við emm búin að kaupa okkur eina rommflösku og ætlum að skála fyrir íslandi. Þú ert eini íslendingurinn í áhöfn, komdu nú og skálaðu með okkur fyrir landinu okkar! Rósa kvaðst ekki mega það. Áhöfnin ætti ekki að blanda sér meðal farþega. En þeir sögðu „Hvað, komdu nú“ og hún lét til leiðast. „Við skáluðum fyrir íslandi. Það var fullt tungl og rennisléttur sjór. Þau voru búin að vera f 5 ár burtu frá íslandi, sögðu þau, og voru óskaplega fegin að vera að koma heim. Við sungum nokkur ættjarð- arljóð og Sigurður Þórarinsson spil- aði undir á gítar. Þá sagði ég þeim að um borð væri Þjóðveiji. Hann hlýtur þá að vera hangandi uppi á vegg á mynd, sagði Sigurður, enda voru allir Þjóðveijar í haldi vegna stríðsins. En ég útskýrði það, sagði að þetta væri maður sem gengi aftur um borð. Hann hafði verið skipslæknir og sagt að hann hefði verið myrtur um borð, en Lyra var á fyrri stríðsárunum þýskt skip. Meðal skipsþernanna um borð höfðu tvær verið þar í 30 ár. Þær sáu hann stundum, héldu því fram að hann væri verndarengill okkar og því trúi ég líka. Þær sögðu að þegar hætta steðjaði að væri lækn- irinn í hvítum slopp en þegar von væri á roki þá birtist hann í frakka. Þegar ég var búin að segja söguna, sagði Sigurður Þórarinsson: Ég ætla að syngja fyrir hann þýska vögguvísu eftir Brahms. En ég verð að syngja lágt, því Norðmennirnir eru ekkert hrifnir af að heyra þýsku á þessum tímum. Þetta var alþekkt ljóð sem MA-kvartettinn söng mikið í íslenskri þýðingu Freysteins Gunn- arssonar: Þú hljóða nótt, til hvíldar rótt, sem hveiju barni vaggar, þú lokar brá í dvalardá og dagsins raddir þaggar. Með sælli fró í svefn og ró þú sorg á burtu hrekur. Þú breiðir húm á hvert eitt rúm og hjartans drauma vekur... Varla höfðu þau sieppt orðinu, þegar Kapteinn Eckhoff kom þjót- andi inn. „Ég varð dauðskelfd þeg- ar hann birtist. Þetta var strangur karl og hélt uppi aga, en ágætur samt. Islendingarnir báðu hann um að skála við sig, en hann svaraði: Nei, við erum ekki enn búin að binda við kajann! Skipstjórinn var rétt farinn niður þegar kvað við skothvellur og ég sagði að eitthvað væri að gerast og nú skyldum við fara niður. Ein- hver sagði: Nei, Rósa mín, þú ert orðin taugaveikluð, nú skalt þú fara að hætta í siglingum. I því hringdu hættubjöllurnar, sem þýddi að við ættum að koma upp á dekk. Við hlupum niður eftir björgunarbeltun- um, sem voru við kojurnar. Þegar við komum í hóp upp á efri þiljur sjáum við hvar skip rís með stefnið upp úr sjónum um 70 metrum fyrir aftan okkur. Svo sígur það í hafið. Þetta tók mjög skamman tíma. Þetta var nýtt skip sem sigldi und- ir Panamafána og áhöfnin var af 15 þjóðemum. Við sáum hreyfingu, menn að fara í bátana, en við mátt- um ekki stoppa. Þetta var á sömu slóðum sem Goðafoss hafði verið skotinn niður um haustið, en hann hafði stöðvað til að taka menn upp úr sjónum. Þrír af áhöfn þessa skips fórust, höfðu fest í netinu sem sett var út til að komast niður í bátana.- Hinir komust í báta og voru síðar teknir upp í korvetturnar. Torp fyrsti stýrimaður kom til okkar og sagði: Nú reiknuðu þeir vitlaust. Þetta var ætlað okkur! Þá varð Sig- urði Þórarinssyni að orði: Ég held að þýska lækninum hafi þótt vænt um að ég söng fyrir hann! Allt í einu snarbeygði Lyra, fór næstum á hliðina. Á eftir spurði ég Nikolaj Torp stýrimann hvað hefði komið fyrir og hann svaraði: Við siglum ekki á kafbátana! Þarna skall hurð nærri hælum - mjög svo.“ Úr sveitinni á sjóinn Þegar þetta gerðist var Rósa búin að sigla á Lyru frá því í árs- byijun 1943. Hún var 24ra ára gömul þegar hún fór til sjós og svaraði að bragði þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði kosið að fara í siglingar á þessum hætt- utímum: „Af ævintýraþrá. Maður var fátækur og hafði ekki efni á að fara neitt eða skemmta sér.“ Hún hafði áður unnið í ullarverk- smiðjunni á Álafossi og verið innan- búðar í verslun hjá Hallgrími Jak- obssyni, að hún segir, og þótti þetta spennandi. Þær tóku sig tvær sam- an. Lára Marteinsdóttir hafði áðui' verið til sjós og siglt á Ameríku. Hún giftist Norðmanni og býr í Noregi, en hún hafði einmitt verið í heimsóknjijá Rósu á Akranesi viku áður. í fyrsta túrnum þeirra var mjög slæmt veður og Rósa var sjóveik, en reyndi að dragast upp. Þá mætti hún Láru sem sagði: Rósa mín, þú verður að fara niður aftur, ég held að þú sért að deyja! Svo krítarhvít var hún í framan. Um 100 mílum suður af Vestmannaeyj- um fékk skipið á sig hnút. Reyksal- urinn sópaðist af og vélarrúmið fylltist af sjó svo vélarnar stöðvuð- ust. Með var ungur grískur kokkur, sem hafði verið á skipi sem sökkt hafði verið út af Reykjanesi. Hann fór fyrir borð, hefur eftir fyrri reynslu líklega haldið að skipið hefði fengið á sig sprengju og stokkið í sjóinn. Hann var mjög feitur og náðist ekki og Rósa minnist þess að skipveijarnir töluðu um að verst væri að hann hefði líklega flotið svo lengi. Sjálf var hún ekki hrædd. Sænsk kona, Uma Petterson, sem búin var að vera til sjós í 30 ár, bað hana blessaða að halda bara áfram að sofa. „Skipinu var snúið við til Reykjavíkur og ég hugsaði: Nú henda þeir mér í land, svona sjóveik sem ég er,“ segir Rósa. Ekki fór það svo og hún sigldi á Lyru til stríðsloka. Á fyrsta vetri varð svolítið hlé á, en þá var hún beðin um að koma aftur. Nú orðin vel sjóuð. Þegar nálgaðist Bretland í þess- ari fyrstu ferð Rósu klingdu hættu- bjöllur, þar sem sést hafði til óþekktrar flugvélar, en ekki reynd- ist hætta á ferðum. Lyra var í slipp í Bretlandi í fimm vikur. Gott fyrir Rósu til að jafna sig af sjóveikinni, en skipveijum var bannað að hafa samband þótt þeir færu í land. Verst þótti henni að mega ekki láta fólkið sitt vita. Þá datt henni í hug að senda kort með kveðju og undir- skriftinni einni, sem kom sér vel. „Mömmu þótti gott að fá þetta kort, því einhver hafði komið til hennar og sagt að nú væri Lyra farin. Gróusögur gengu um það. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.