Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 11
Nú vissi hún að ég var á lífi,“ seg- ir Rósa. Móðir Rósu var María Kristín Jónsdóttir, en hennar foreldrar, Geirlaug Björnsdóttir og Jón Run- ólfsson, bjuggu þar til hann lést 1915 í Stuðlakoti, fallega uppgerða steinbænum við Bókhlöðustíginn. í þessum litla bæ bjuggu þau með 8 börn. Runólfur móðurbróðir Rósu fór ungur maður til Ameríkm Þegar hann kom í heimsókn til Islands 1963 og sá í fyrsta skipti yngstu systur sína var hann spurður hvers vegna hann hefði verið að fara til Ameríku. Það var bara ekkert pláss fyrir mig, svaraði hann að bragði, það voru alltaf að fæðast börn. Faðir Rósu var Einar Þórðarson, skósmiður og svo bóndi, því þegar hún var 8 ára gömul fluttu þau í Litluhlíð í Sogamýri. „Á aldrinum 10-12 ára flutti ég með yngri syst- ur minni mjólkina á hestakerru frá Litluhlíð til kaupenda í bænum,“ segir Rósa. „Ég fór að sækja hest- inn og leggja á hann meðan pabbi og mamma voru að mjólka snemma á morgnana. Mamma mældi svo mjólkina í brúsana, sem var raðað í kerruna. Við fórum um allan bæ, alla leið vestur á Grenimel þar sem móðursystir mín bjó og afhentum hverjum sinn brúsa.“ Gerd Grieg og Brúðuheimilið Lyra sigldi öll stríðasárin milli Reykjavíkur og hafna í Bretlandi, Fleetwood, Liverppol, Newcastle en mest þó til Leith. í skipinu var rúm fyrir 100 farþega og það tók far- þega sem til féllu. Rósa segir að margt enskt hjúkrunarfólk hafi ferðast með þeim. „Við fórum alltaf fyrst til Loch Ewe, sem var lokaður fjörður á vesturströnd Skotlands, og sigldum svo þaðan um Pentulinn framhjá Orkneyjum til Leith. Þarna gerði einu sinni ógurlega þoku þeg- ar margt hjúkrunarfólk var með okkur til Bretlands. Var óttast að skipin rækjust saman í þokunni í þessum þrengslum. Ein hjúkrunar- konan, sem var ógurlega fín með sig, sagðist hafa gleymt niðri vesk- inu sínu. Það væri ákaflega áríð- andi að hún hefði það hjá sér. Ég bauðst til að sækja það. Hún tók við veskinu, opnaði það og dró upp ilmvatnsglas, veifaði því undir nef- inu á sér og bar það líka upp að nefinu á mér. Svo sagði hún: Æ, ég get aldrei verið án þessa! Þetta þótti mér fyndið við þessar aðstæð- ur,“ segir Rósa og við höldum áfram að rifja upp atvik frá þessum sigl- ingum á stríðsárunum, þar sem við sitjum við eldhúsborðið hennar á Akranesi. Og hún er að bera fram glænýjan silung og bestu fiskisúpu með sveskjum sem ég hefi fengið síðan á æskuárum. Rósa minnist þess að norska leik- konan Gerd Grieg var tvisvar sinn- um með Lyru til íslands. „Hún var svo hrædd. Ég þurfti að sitja hjá henni. Henni var ómögulegt að skilja af hveiju ég væri þarna úr því ég þyrfti þess ekki. Sjálf var hún að fara til íslands til þess að leika í Brúðuheimilinu eftir Ibsen með mikið af fallegum búningum, sem hún tók upp og sýndi mér. Ég sagði henni að ef ég væri feig, þá gæti ég allt eins 'farið undir bíl á Laugaveginum. Hún var gift ljóð- skáldinu Nordahl Grieg, sem fórst 1943 í fréttaferð yfir Berlín. Gerd Grieg talaði_ mikið og fallega um vin sinn Pál ísólfsson. Fimmtugsaf- mæli Páls var þá á næsta leiti og þar sem við komumst ekki inn í Reykjavík vegna óveðurs var hún dauðhrædd um að missa af því. Þegar við lögðumst að kom Páll fyrstur manna um borð og hún flaug upp um hálsinn á honum með þvílíkum látum að fæturnir sveifl- uðust út í loftið. Hún var ekki sér- staklega falleg kona, en ákaflega elskuleg. Ég átti alltaf' að færa henni morgunmatinn. Bara eitt harðsoðið egg, sex sveskjur og flat- brauð, aðeins tvær sneiðar, annars borðaði hún aldrei morgunmat, sagði hún,“ segir Rósa og hlær enn þegar hún minnist þessa. Ekki voru allar minningarnar þó svona skemmtilegar. „Eitt sinn vor- um við með fulla lest af ísaðri ýsu til Bretlands. Þá fengum við óveð- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JULI 1991 Haustið 1942, skömmu áður en Rósa kom um borð, var áhöfn- inni á Lyru veitt norska Stríðs- orðan við hátíðlega athöfn í Reykjavík og þá var þessi mynd tekin. Fyrir miðju er skipstjórinn Tryggve Eckhoff og fyrir fram- an norsku þemurnar sem sigldu með Rósu, Matha Kasseth, Uma Petterson og Kristine Mortensen. Á myndinni má líka þekkja 1. stýrimann, Nikolaj Torp, sem hún talar um, og vélstjórann Henry Hauge og kokkinn Hilmar Wilhelmsen, sem sigldu allan tím- ann með henni. öll heim til íslands. Ég hefi ekki verið á sjó síðan,“ segir hún. Norska leikkonan Gerd Grieg sigídi tvisvar sinnum með Lyru til Islands. Hún er hér með manni , sínum Nordahl Grieg, sem við heiðursathöfnina fyrir áhöfnina á Lyru flutti ljóð sitt Til konungs- ins sem hann hafði skrifað á Is- landi. Og Gerd Grieg las upp fleiri ljóð eftir hann og söng norsk ættjarðarlög. Athöfnin var í matsal norsku sveitanna í Reykjavík og viðstaddir flug- menn, sjómenn og hermenn úr norsku útlagasveitinni á Islandi. ur, eina verulega óveðrið sem ég man eftir. Vorum 9 daga á leið- inni. Þegar lestarnar voru opnaðar var ólyktin svo mikil af fiskinum að manni sló fyrir bijóst. En Bret- arnir voru víst fegnir að fá mat. Fiskurinn var steiktur í feiti í fish- and-chips og settur í prentpappír, svo þeir borðuðu prentsvertuna með. I annað sinn vorum við komin hálfa leið til Ameríku, því skipalest- in var látin fara svo stóran sveig vestur í Atlantshaf til að forðast kafbátana." Síðasta púðrið I stríðslok hætti Lyra að sigla til íslands. Rósa munstraði sig af í Noregi og vann þar í eitt ár. Vopnahlésdagurinn er henni ljóslif- andi í minni. „Þegar stríðinu lauk vorum við stödd úti á hafi. Við höfðum farið út á ytri höfnina í Reykjavík 4. maí. Biðum þar eitt- hvað. Svo leggjum við af stað í björtu og fallegu veðri. Kapteinn Eckhoff kom til okkar upp á dekk og skipaði okkur að fara í síðbux- ur. Við áttum að klæðast svörtum síðbuxum og hvítum blússum um borð. í fylgd með okkur var stórt olíuskip. Allt í einu dúndraði frá því. Það sökk þó ekki, en við sáum fólk hlaupa eftir brúnni sem var á því. Þetta var daginn sem þýsku kafbátarnir voru kallaðir heim. Þessi hefur líklega ætlað að eyða síðasta púðrinu. Við vorum komin suður fyrir land þegar tilkynnt var að stríðinu væri lokið. Við urðum svo himinglöð. Það fyrsta sem við gerðum var að rífa niður svörtu tvöföldu tjöldin fyrir öllum dyrum, sem var svo óþægilegt að þurfa alltaf að smjúga út á 'milli. Ekki mátti sjást ljósglæta frá skipinu og málað var fyrir alla glugga, sem nú var líka óþarfí. Þegar við komum til Bretlands ætluðum við aldeilis að fagna, en þar var þá ekki til bjórdropi. Englendingamir sjálfir Eltu börnin upp á Skaga búnir með allan bjór í fögnuði sín- um.“ Rósa sigldi eina ferð frá Newc- astle til Noregs. „Við vorum annars vegar með gamalt fólk frá Noregi, sem hafði lokast inni í Bretlandi og hins vegar konur sem gifst höfðu Norðmönnum og börn þeirra. Skip- ið var alveg yfirfullt og búið að koma öllum fyrir um kvöldið. Þá kemur 3. stýrimaður hlaupandi og hrópar: Allir upp á dekk! Ég spurði hvort hann væri frá sér, allir væru farnir að'sofa. Þetta gæti ég ekki gert. Skildi ekki hvað var um að vera. Leki hafði kornið upp í frysti- tækjunum og við urðum að drösla öllum gamalmennunum upp á dekk. Karlarnir tautuðu: skemmdarverk! Þekktu þau úr stríðinu. Einn köttur drapst af eiturloftinu, en engan annan sakaði. Tilbaka tókum við frá Noregi afleysingamenn á þau skip sem ekki komust strax heim. Einn læknir sem var að fara í af- leysingar sagði við mig: Ég heyri að þú ert norsk en get ekki áttað mig á hvaðan í Noregi. Ég hafði ekki kunnað orð í norsku þegar ég kom fyrst um borð og lærði svo af fólki hvaðanæva að úr Noregi, Bergensurum og öðrum. Ekki að furða þótt hann heyrði ekki hvaðan ég kom.“ Rósa vann í Noregi á veitinga- stað. Ekki höfðu Norðmenn mikinn mat fyrst eftir stríðið. Oftast borin fram labskáss, sem samanstóð að mestu af grænmeti með einhveijum kjöthnútum í og svo gerfikaffi. Oft voru þarna erfidrykkjur og aðrar samkomur. Þá spurðu gestirnir: Er nægur matur, megum við borða eins og við viljum? „Brauðið sem við tókum í Noregi í fyrsta túrnum hélst varla saman, hefði þurft' að borða það með skeið. Manni brá við eftir allan matinn á íslandi: Það fyrsta sem við gerðum um borð var að dreifa sígarettum, því lyktin af þessu heimatilbúna tóbaki, sem vafíð var í einhvem pappír, var al- veg skelfileg,“ segir Rósa. Samt kaus hún að vera í Noregi eftir að hún hætti á Lyru. Geirlaug systir hennar hafði gifst Norðmanni og kom út. Rósa fór með þeim hjónum á eyju út af Christiansund. „En systur minni leiddist og við fórum En hvað gerði nú svona kona eftir atburðaríkt líf á stíðsárunum? Rósa Einarsdóttir var í 16 ár dyra- vörður í Laugarnesskólanum í Reykjavík. Þá gift Tryggva Guð- jónssyni og þau bjuggu á Hofteign- um. Þá var þarna ungt hverfi og skólinn fjölmennur. „Komst upp í 1.800 nemendur, en þegar ég hætti voru þeir 500. Þetta er fallegur skóli og gaman að vera þar. Mér líkaði þetta starf alveg Ijómandi vel. Þegar verið var að hleypa krökkunum inn eða út og fólk sá það, sögðu sumir: Guð minn góður, hvemig geturðu verið í þessum hávaða? En ég var hætt að taka eftir því. Samt missti ég töluvert heyrn meðan ég var þar,“ segir Rósa. Svo fluttu þau hjónin á Akranes, þar sem þau hafa búið í 11 ár. Tryggvi vann fyrst í timburverslun- inni Akri, en nú em þau bæði sest í helgan stein í íbúðinni sinni. „Bömin voru öll þijú komin hingað upp eftir og við bara eltum,“ segir Rósa. Elsti sonurinn Marino býr á Hvítanesi rétt við Akranes og er oddviti Skilamannahrepps, dóttirin Björg Rósa Thomasen er bónda- kona á Svarfhóli í Svínadalnum og yngri sonurinn Guðni er verslunar- maður á Akranesi. „Öll fjölskyldan er hér og hér er gott og rólegt og yndislegir nábúar," segja þau Rósa og Tryggvi, sem fylgja blaðamann- inum út að bílnum. Það er fagurt að aka fyrir Ilvalfjörðinn á sólskins- degi, áður en sest er við tölvuna. G^íLv)^ Við höfum nú til sölu nokkrar vélar í toppstandi, yfirfarnar af verkstæðismönnum okkar og nýskoðaðar af Vinnueftirliti ríkisins. Beltagröfur Atlas 1902 DHD 1981 Atlas 1902 DHD 1982 JCB 820 Hjólagröfur Komatsu PWI50 1985 Liebherr 922 1984 Jarðýtur Case II50B 1984 Upplýsingar í síma (91)44144 KOMAtiSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.