Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 17
C 17 ______________ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 Guðmundur Hall- dórsson frá Bergs- stöðum - Minning Hann var fæddur á Skallastöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi 24. febrúar 1926 og andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 13. júní 1991. Foreldrar hans voru Halldór Jó- hannsson bóndi á Bergsstöðum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Ég man eftir Halldóri a Bergsstöð- um. Hann var Þingeyingur, vænn á velli og bjargálnabóndi. Guðrúnu konu hans man ég ekki eftir. Hún var dóttir Guðmundar bónda á Leifsstöðum Guðmundssonar bónda í Hvammi í sömu sveit. Guðmundur Jónsson, lengst bóndi í Hvammi í Svartárdal, var nafnkenndur á sinni tíð. í íslenskum æviskrám er umsögn um Guðmund Jónsson í Hvammi. „Kappsmaður að hverju sem hann gekk, lagtækur, mikill vefari, bók- bindari. Lítill vexti, en snarlegur. Sjálfmenntaður og las erlend tungumál.. Svo reiknings- og stjörnufróður, að hann leiðrétti skekkjur í almanaki." ■ Ymsir eiginleikar falla í ættir meira eða minna, þó engir tveir menn séu nákvæmlega eins. Ekki er ólíklegt, að Guðmundur skáld frá Bergsstöðum hafi sótt eitthvað til afa síns, Guðmundar stjörnufræð- ings í Hvammi. Það er háttur skálda að horfa á ský, leiða hugann að sól og stjörn- um, spyrja og spá um sköpunar- verkið í heild sinni, sem enginn getur skilið eða skýrt til hlítar. Það eru margar tröppur í skálda- stiga, allt frá stórskáldi eða þjóð- skáldi og niður í leirskáld. Guð- mundur Halldórsson var gott skáld, að mínum dómi og ætla ég ekki að leiða hann til sætis á neinni sér- stakri tröppu í skáldastiga. Ég las bækur hans þegar þær komu út mér til ánægju. Margar skáldsögur bera það með sér á hvaða tíma þær gerast. Til dæmis er það auðséð að Sjálfstætt fólk gerist um og eftir fyrri heims- styrjöld. Bjartur í Sumarhúsum er stórkostlegasti sjálfstæðismaður, sem uppi hefur verið á íslandi, þó er ekki hægt að taka það bókstaf- lega, að hann hafi riðið hreindýri yfir „Jökuisá á Heiði“. Samt er gaman að lesa um það. Slíkur frá- sagnai-máti nefnist uppfærsla eða skáldaleyfi og er löglegt. Ef ég segi sögu bæti ég við hans, ef mér fínnst hún þurfa þess með. Sögur Guðmundur Halldórssonar gerast á tímabilinu um og eftir seinna stríð. Hann tileinkaði sér ekki skáldsöguleyfi, frásögnin er lifandi lýsing á mannlífinu eins og það gerðist á þeim tíma, hugsunar- hætti fólks og orðafari. Fyrir löngu átti ég tal við séra Helga Konráðsson á Sauðárkróki. Hann sagði við mig: Athugaðu það ef þú skrifar eitthvað, að það eru ekki síður smátariði, sem gera sög- una að sögu. í fáum orðum eða einni setningu getur verið sögð mikil saga eða glögg mannlýsing. Guðmundur Halldórsson var snillingur að gera smáatvik stór í sögum sínum. Tjáningarþörf er flestum í blóð borin og kemur fram í þvj að láta aðra vita af sér. Jóhannes Örn skáld á Steðja lýsti tjáningarþörf sinni með þessum orðum: „Ég yrki til þess andi minn eitthvað starfi hér, enda stundum heifntar hann þetta af mér.“ Guðmundur Halldórsson fór ung- ur að skrifa sögur, þó hann væri kominn á miðjan aldur þegar fyrsta bók hans kom út. Hann skrifaði sjö bækur. Sú fyrsta kom út 1966, en sú síðasta 1990. Handritið að fyrstu sögunni sýndi hann mikilsháttar manni, er sagði honum, að sagan væri óbrúkandi. Það er alþekkt með mönnum og skeppnum, að þeir sem eru komnir á stall vilja bíta frá. Mér þykir þessi saga góð, en er dálítið öðruvísi en sögur er síðar voru skrifaðar enda bytjandaverk. Én Guðmundur Halldórsson stóð ekki einn. Merkisklerkurinn séra Gunnar Arnason á Æsustöðum hvatti hann til að skrifa. Nokkru áður en kynni okkar Guðmundar Halldórssonar hófust heyrði ég um hann talað. Hann tók þátt í félagsmálum í sveit sinni og héraði, stjórnaði vinnuvélum hjá búnaðarsambandi og drakk brennivín fyrir vestan fjall. Brennivín er meinlítið, ef hóflega er með farið, en sé hófsemi ekki gætt verður það fjötur um fót. Guðmundur steinhætti að drekka vín og eftir að kynni okkar hófust brúkaði hann hvorki tóbak eða vín, en átti jafnan og veitti gestum, sem vildu þiggja. Þegar slíkt gerist er það vitnisburður um sterkan vilja og tilraun til að þekkja sig sjálfan. Það var um vorið eða sumarið 1968, að Guðmundur Halldórsson heimsótti mig að Sveinsstöðum. Hann mun þá hafa verið erindreki og hafði víða farið. Við ræddum margt saman, um heima og geima og ég veit ekki hvað. Það er skemmst af að segja, að frá þeim degi batt Guðmundur sérstaka vin- áttu við mig, sem hélst æ síðan og ég hafði ekki unnið til. Þess vegna minnist ég hans nú. Guðmundur Halldórsson og Þór- anna Kristjánsdóttir gengu í hjóna- band árið 1969. Heimili þeirra á Sauðárkróki var hlýlegt, vel búið og gestrisni mikil Mér er kunnugt um það því ég var þar iöngum. Þóranna er mikil myndarkona og stjórnaði heimili sínu með einurð, enda er hún hrein og bein. Guðmundur undi vel heimilis- stjórn konu sinnar, en hún stjórnaði ekki því, sem hann hugsaði og skrif- aði. Stundum las hann það, sem hann var búinn að skrifa og ætlaðis til að hún gerði athugasemdir, en hvort hún hefur gert það veit ég ekki, en betur sjá augu en auga, er sagt. Hin síðari ár var Guðmundur bókavörður við bókasafn sjúkra- hússins og rækti það starf með al- úð, því hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Ilann var grandvar til orðs og æðis. Ég heyrði hann aldr- ei tala niðrunarorð um nokkurn mann. Hinn 7. júní síðastliðnn kom Guðmundur inn til mín með bóka- vagninn. Ég var að tala um bók sem ég gæti skilað. Hann sagði að bók- in mætti vera hjá mér, hann þyrfti að fara á spítala og vera þar eitt- hvað. Sex dögum seinna var hann allur, farinn, en hvurt, en hvurt! Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ekki verið aldæla, upp til hópa fyrr og síðar, eftir því er sögur herma. Meinlaust fólk hefur þó allt- af verið innanum og þeim er ekki alls varnað. Laugardaginn 22. júní var mikill fjöldi fólks saman kominn í Sauðár- krókskirkju til að kveðja skáld með virðingu og þökk. Þá var Guðmundur Halldórsson borinn til grafar. Þegar ég var að alast upp var venja í minni sveit að taka svo til orða, að fara yfir um Vötn og þeg- ar yfir var komið voru menn hand- an Vatna. Allir vissu að átt var við Héraðsvötn, sem oft voru örðugur farartálmi. A líkingamáli er talað um móð- una miklu, skil lífs og dauða. Yfir það vatnsfall verða allir að fara, þó örðugt sé stundum. Því veldur hin óendanlega hreyfing sköpunar- innar. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti,“ kvað Davíð Stefánsson. Þegar ég fer yfir um Vötn, vopn- laus með brynju slitna og synda- gjöld, eins og Bólu-Hjálmar komst að orði, vonast ég eftir að mæta vinum í varpa fyrir handan Vatna. Fari svo er ég viss um að einn þeirra verður Guðmundur Halldórs- son. Björn Egilsson HIRTU TENNURNAR VEL — en gleymdu ekki undirstööunni! ýmsum B - vítamínum og gefur zink, magníum, natríum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. MJÓLKURDAGSNEFND I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.