Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 31
■ MOKGtJNBLAÐIÐ SAMSWFNIDíMM^tfBAGUR 14. JÚLÍ 1991 AtBl Laxfoss hálf- ur í kafi að aft- anverðu. Akraborgá siglingu skömmu eftir að hún tók við flutningunum milli Reykjavík- ur, Akraness og Borgarness. SÍMTALID... ER VIÐ HÁKONÞORSTEINSSON, FALLPRÓFUNARMANNLYFTA Engin lyfta 68 67 51 hættuleg „já?“ -Góðan dag, ég heiti Guð- mundur Löve, blaðamaður á Morgunblaðinu. Er það Hákon Þorsteinsson sem er á línunni? „Já, það er hann.“ -Er það satt sem mér hefur virst, að þú fallprófir allar lyftur landsins? „Nei, ekki alveg allar. Aðal- lega hér á suðvesturhorninu. Þó kemur fyrir að ég ferðast út á land.“ -Þú hefur að minnsta kosti kvittað á hverja einustu lyftu sem ég hef séð. Hve margar lyft- ur prófarðu á ári? „Það eru rúmlega sex hundrað stykki." -Það er nú aldeilis þónokkuð. Hvernig fer annars fallprófunin fram? „Því er erfitt að iýsa í fáum orðum og að auki er það mismun- andi milli gerða. Sumar tegundir eru hengdar upp og látnar detta, en aðrar eru prófaðar með hraðabremsu. Það er heldur ekki aðeins fallprófun sem fer fram, heldur era allar hurðir, bjalla, neyðarlýsing og 30-40 atriði til viðbótar próf- uð.“ -Hvað brems- ar lyftu? „Það er oft- ast um að ræða sérstaka klossa sem bremsa lyftuna þegar hraðinn er orð- inn of mikill." -Ég hélt að þær féllu bara niður á gorma eða eitthvað þessháttar. . .? „Nei, svoleiðis lagað er aðeins ætlað til að stoppa lyftuna ef hún sígur of langt niður.“ -En þú ferð ekki sjálfur niður með lyftunni þegar þú ert að fallprófa? i „Nei, það má enginn vera í henni þegar það gerist. Það er stranglega bannað.“ -Hvað yrði um mann sem hrapaði í bremsulausri lyftu í Hallgrímskirkjuturni? „Eg mundi bara biðja Guð al- máttugan að hjálpa honum.“ -Hann er kannski á réttum stað til þess ... „Já, sennilega. En annars yrði ekki mikið af honum að segja.“ -Eru margar vafasamar lyftur á íslandi? „Nei. Það er engin hættuleg lyfta á íslandi. Ef svo væri, þá mundi notkun þeirra verða stöðv- uð samstundis." -En nú hlýtur að fylgja starf- inu nokkur áhætta. Hefurðu aldrei komist í hann krappan? „Nei. Þau 37 ár sem ég hef verið í þessu hafa gert það að verkum að ég tek ekki mikið eftir því hvort ég ferðast inni í eða ofan á lyft- unum, v en auð- vitað vei'ður alltaf að fara varlega.“ -Þið fylgist vel með þessu ...? „Já, við reyn- um það. Ég kem í hveija einustu lyftu einu sinni á ári.“ -Það er gott að heyra. Vertu blessaður og þakka þér fyrir. „Blessaður.“ Hákon Borgar- stjórinn Egill Skúli ræsir brota- járnspressu í Sundahöfn árið 1981. ÞAÐ má þykja óvenjulegt, að í annað sinn á innan við fimmtán ára tímabili í sögu Reykjavíkur- borgar er maður valinn í stöðu borgarstjóra, sem situr ekki í borgarstjórn; Markús Örn Ant- onsson, fyrrverandi útvarps- stjóra hefur nýverið hlotnast þessi staða, og árið 1978 var Egill Skúli Ingibergsson, þá staðarverkfræðingur við Sig- ölduvirkjun og forstöðumaður Rafteikningar hf., valinn í þetta embætti. Egill gegndi stöðunni í fjögur ár, en þá tók Davíð Oddsson við. > Eg myndi segja, að Davíð hafi haft ærinn starfa í sinni stöðu, því hann þurfti einnig að sjá um pólitíska hlið mála, en ég lét pólitíkina afskiptalausa og þótti samt nóg,“ sagði Egill Skúli þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins forvitnaðist um setu hans í embætti og athafnir síðar. „Emb- ættið var afar áhugavert, ég kynntist góðu fólki, og það er gaman að vita hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Þetta var jákvæð reynsla, en staðan er á sviði stjórnmála og í lok embætt- istímans taldi ég mig ekki tilbúinn til þess að stíga inn á það svið, og dró mig í hlé.“ Hann kveðst þó fylgjast vel með borgarmálum, og vera oft sáttur við úrlausnir þar. En hvað heldur Egill að hafi ráðið skipan hans í þetta embætti? „Ég hafði unnið að málum sem tengdust stjórnun og skipulagi, bæði sem yfirverkfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins, og síðar Verkf ræðingurinn Egill Skúli á síðasta ári. sem staðarverkfræðingur við Búr- fellsvirkjun 1970-1972 og við Sig- öldu 1973 til 1977. Sú staða heyr- ir undir stjórn og eigendur virkj- ana, en staðarverkfræðingur er æðsti maður á staðnum. Þegar leit að borgarstjóra hófst svipuð- ust menn eftir einhveijum sem væri vanur stjórnunarstörfum, og ég var sökum fyrrnefndra starfa og fleiri, mikið kynntur sem slíkur. Það held ég að hafi ráðið úrslitum um valið.“ Meðal minnisstæðustu atburða í embætti nefnir hann göngu lam- aðra og fatlaðra árið 1980, en hún vakti menn til vitundar um bága stöðu hreyfihamlaðra í skipulagi HVAR ERU ÞAV Nð? Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri Forstjóri lijá gamla fyrirtækinu borgarinnar. Hann lét af embætti 1982 og réð sig þá til Kísilmálm- vinnslunnar, en hætti eftir tæpt ár og keypti hlut í fyrirtækinu Rafteikningu hf., en þar hafði hann unnið áður en stóll borgar- stjóra losnaði. „Á landi á stærð við ísland getur maður ekki leyft sér að sérhæfa sig í einhverju ákveðnu starfi og ég 'hef alltaf tekið hvert verkefni og sinnt því eftir megni. Ég vinn í mínu fyrir- tæki með mjög skemmtilegum og samhæfðum hópi.“ Egill viður- kennir þó að hann ráði frekar tíma sínum nú en í embætti borgar- stjóra og frítíma þurfi að skipu- leggja með minni fyrirvara. „Ég sinni enn ýmsum félagsmálum, er formaður Félags velunnara Borgarspítala, vinn töluvert fyrir Lions-hreyfinguna og ekki síst fyrir Ljóstæknifélag Islands. Það beitir sér fyrir bættri lýsingu fyr- ir m.a. sjónskerta og aldraða, og að innflytjendur og framleiðendur flytji aðeins inn vandaðar vörur. Við teljum okkur hafa stuðlað að því, að hér er betri lýsing en víðast hvar í heiminum." Þegar vinna eða félagsmál glepja ekki hugann segist hann grípa í bók, skreppa í laxveiði eða sund „sem eru leifar af gamla íþróttaáhugan- um“. En hefur hann aldrei verið hvattur til þess að komast aftur í hinn eftirsótta stól? „Að sjálf- sögðu hefur það verið borið upp við mig, en ég lít aðeins á slíkt sem málaleitan mjög kurteisra manna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.