Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 ___u*J8 < <-»'ni\\v ,_ Á FÖRNUM VEGI Hópurinn við Hallvarðsbúð fullfrágengna. // SctjancU BoLi er að tata, krtina.-" TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Það er gagnsiaust að ætia Þessi er frá því þegar ég sér að stíga ofaná ’ann ... átti hvorki ekki fyrir mód- eli, fyrirsætu eða hita. ,, (VtC? VAK ALCT l' PESSU FÍM/t ÞAHGAÐ TIL éG Of>NAB>l XfZANS iSS ldAf>iNM■" ~ Neyðarskýlið Hallvarðsbúð reist Skjaldarbjarnarvík er í norðan- verðri Strandasýslu milli fjallanna Randar og Geirólfsnúps. Upp af Skjaldarbjarnarvík ganga tveir dalir Sunndalur (Sunnudal- ur) og Nordalur, nokkurt undir- lendi er upp af víkinni algróið blágresi og logagult af brennisól- ey. Engir grasbítar eru þar á ferð svo gróður hefur náð sér vel og á stökum stað má sjá Ioðvíðir og fjalldrapa teygja greinar líkt og fuglsklær upp á himininn. Sjálf víkin skiptist í þrjár minni víkur þ.e. Hafnir, Fauskavík og Arvík. Skjaldarbjarnarvík dregur nafn af landnamsmanninum Skjaldar- Birni Herfinnssyni sem flýði Nor- eg undan yfirgangi Haralds hárfagra. í Skjaldarbjarnarvík þar sem hul- iðsverur, selurinn og tófan eiga sér griðland, í blómskrúði sumarsins og harðbýli norðanvetrarins, er risið neyðarskýlið Hallvarðsbúð, sem framvegis mun vera í umsjá Slysa- varnafélags íslands. Hallvarðsbúð var reist við Hafnir skammt frá svo- nefndum Þúfum á Þúfnatanga, þar sem Skjaldar-Bjöm er heygður ásamt skipi sínu og hundi. Þúfurnar eru þijár og er Bjöm heygður í þeirri efstu, hundurinn í miðjunni en skip hans alskjaldað í þeirri neðstu. Einn- ig á Guðmundur góði að hafa verið á ferð í Skjaldarbjamarvík sem prestlingur og fótbrotnaði svo illa að hæll vísaði þangað sem tær voru áður. Allstór hópur heimamanna auk félaga úr Slysavarnafélaginu Fiska- kletti úr Hafnarfirði sigldu um tveggja tíma siglingu, í ljómandi góðu veðri og spegilsléttum sjó, með varðskipinu Ægi frá Norðurfirði. Um borð í varðskipinu var boðið í mat og gestum leyft að skoða skipið að vild. Var siglingin hin ánægjulegasta í alla staði og eiga varðskipsmenn heiður skilinn fyrir framlag sitt. Einn skuggi var þó á, undirritaður var staddur í skut skipsins ásamt fleira fólki er messagutti kom með rusla- fötu og sturtaði úr henni í sjóinn, þrátt fyrir að ruslakassar væru til staðar. Ætla mætti að þessi ósiður væri með öllu aflagður ekki síst á varðskipum sem standa vörð um hafið og umgengni við það. Meðan Ægir sigldi inn í Skjaldarbjamarvík sigldi trilla sem farið hafði fyrr um daginn á móti ferðafólkinu. Varð- skipsmenn fluttu neyðarskýlið í land á gúmmíbátum, en það var smíðað veturinn áður af Ragnari Jónssyni (frá Munaðarnesi) í Hafnarfirði og flutt norður í flekum. Við komuna í Skjaldarbjamarvík hófust röskir fískaklettsmenn handa við bygging- una, reistu þeir skýlið á um fimm tímum, daginn eftir var það síðan málað og innréttað. Skýlið er reist fyrir fé sem fengist hefur vegna áheita á Hallvarð Halls- son sem bjó í Skjaldarbjarnarvík. Það hefur reynst vel að heita á Hallvarð og hafa áheit aukist jafnt og þétt gegnum árin. Sjóðurinn sem mynd- ast hefur er í vörslu Pálínu Guðjóns- dóttur í Munaðamesi og geymdur á reikningi nr. 80023 í Sparisjóði Ár- neshrepps. Pálína bjó sem barn í Skjaldarbjarnarvík og voru foreldrar hennar síðustu ábúendur þar. Var óvenju fróðlegt að hafa Pálínu og mann hennar, Jón Jens Jónsson, með í ferðinni. Pálína sagði okkur frá staðháttum og Jón Jens sem er fyrr- verandi refaskytta sagði okkur veiði- sögur og frá atferli refsins. Jón Jens sagði að hann væri orðinn svo linur gagnvart refum að hann vildi nú helst bara horfa á og fylgjast með þeim. I Geirólfsnúp er svonefnd Eyvind- arhilla þar sem munnmæli herma að Fjalla-Eyvíndur hafi leynst í skjóli Hallvarðs Hallssonar sem skýlið er kennt við. Hallvarður var að mörgu leyti kynlegur kvistur í lífstrénu og margar sögur til um hann eða tengd- ar honum á einn eða annan hátt. Hallvarður var fæddur árið 1723 að talið er, en hann dó 29. maí árið 1799. Faðir hans var Hallur Hallsson á Horni sem frægastur er allra galdr- amanna á Homströndum. Hallvarður var talinn forn í skapi, einrænn og ómannblendinn en vinfastur. Hann var mikill vexti og herðabreiður með kolsvart hár og skegg en fölleitur á Yíkverji skrifar að er ekki þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín. Þannig kvað hagorður maður fyrir margt löngu. Það var á þeim árúm þegar efnahagsvandinn var daglegt brauð hjá heimilum og ein- staklingum í landinu. Það var áður en hagsýslustofnanir og stjórnmál- amenn hófu þennan vanda í hásæti tölfræðilegrar umfjöllunar í muster- um valdsins. Blessuð sólin hefur skinið lengur og heitar á þessu sumri en Vík- veiji dagsins man til áður. Sæla vindar þýðir hafa leikið um byggðir og ból og létt lund landans. Það er ekki amalegt á þeim árstíma þegar helft þjóðarinnar er í orlofi. Samt sem áður hafa fjölmargir fundið hjá sér þörf til að kvarta yfir tilve- runni, eins og fréttir fjölrniðia tí- unda bezt. Ríkisbúskapurinn hefur misser- um saman eytt milljörðum umfram tekjur. Samansafnaður ríkissjóðs- hallinn hefur myndað hátt skulda- fjall. Skriður vaxta og gjaldþrota hafa hrunið úr fjallinu yfir heimili og fyrirtæki. Ekki bætir úr skák að helzti bjargvættur-þjóðarinnar, þorskurinn, hefur skroppið saman að stofnstærð og sjávarvörur fallið í verði í Vínlandi hinu góða. Blikur eru á lofti sem kunna að skerða söluverðmæti útflutnings á gamal- grónum Evrópumarkaðí með inn- flutningstollum, ef viðskiptakjör okkar þróast á verri veg á þeim vettvangi. Allur er þessi veruleiki í hlutverki skraddara sem sníður þjóðinni kjarastakk til næstu fram- tíðar. Sólin hefur skinið á umhverfið og gróðurríkið skartar sínu feg- ursta. En svo er ekki að sjá að sól sé í sinni mannfólksins þegar það er litið gegn um vandamálagler- augu fjölmiðla síðustu vikur og mánuði. XXX úsundir landsmanna hafa not- að góða veðrið til útivistar og til að rækta garða og lendur. Það er ánægjulegt og lofsvert hve mikið hefur áunnizt við skógrækt víða um land, meðal annars umhverfis sum- arbústaði, sem þéttbýlisbúar hafa komið upp til að halda nauðsynleg- um tengslum við landið og náttúr- una. Samt halda fróðir menn því fram að árleg gróðureyðing hér á landi sé meirj en sem nemur ný- ræktinni. Það er sum sé halli á þessum gróðurvettvangi sem ýms- um öðrum í höndum þjóðarinnar. Vaxandi áhugi á umhverfis- og gróðurvernd, skógrækt og endur- ræktun glataðs gróðurlendis benda engu að síður til þess að við séum á réttri leið í þessum efnum. Stjórnmálamenn hafa og heitið því að taka til hendi við garðrækt- ina í ríkisbúskapnum og hægja á umframeyðslunni; ná jafnvel jöfn- uði á tveimur til þremur árum. Án aðgerða tala þeir um útgjalda- sprengingu, sem rústað geti ríkis- búskapinn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að skera niður milljarða á milljarða ofan til að geta lokið dæminu með þolanlegum hætti“ er haft eftir forsætisráðherranum. Vonandi hafa landsfeður árangur sem erfiði. Vonandi ráðast þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur, hjá sjúkum og öldruðum. Það eru önnur og verðugri verkefni sem hafa eiga forgang undir hníf nauð- synlegs niðurskurðar. En við sjáum hvað setur þegar frumvarp til fjár- Iaga sér dagsins ljós með haustinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.