Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Samþykkt Félags fasteignasala: Fasteignasölur verði lok- aðar um helgar út ágúst Fasteignablað mun koma út á þriðjudögum SAMKVÆMT samþykkt aðalfundar Félags fasteignasala frá í febrúar verða fasteignasölur félagsmanna lokaðar um helgar frá miðjum júní og út ágúst. Að sögn Þórólfs Halldórssonar, formanns Félags fasteigna- sala, verður fasteignasölunum m.a. lokað í ljósi þess að það er yfir- leitt rólegra að gera um helgar yfir sumarmánuðina. I lq'ölfar lokunar- innar hefur Morgunblaðið ákveðið í samráði við félagið að sérblað þess, Heimili-Fasteignir, komi á þessu tímabili út á þriðjudögum en ekki sunnudögum líkt og verið hefur. Undanfarin ár hafa fasteignasölur almennt verið opnar á sunnudögum. Að sögn Þórólfs Halldórssonar var þó fyrir nokkrum árum gerð tilraun til að loka um helgar í mánuð sem tókst ágætlega. „Ákvörðunin er tekin bæði með hagsmuni starfsfólks og viðskiptavina í huga. Starfsfólk á fasteignasölum vinnur mjög langan vinnudag, iðulega fram á kvöld og um helgar. Slíkur vinnutími er óhemjuslítandi til lengdar og því var orðið, löngu tímabært að gefa fólkinu frí um helgar, þó ekki sé nema yfir sumartímann. Nú munu menn hvílast vel um helgar og mæta ánægðir og fullir starfsorku til vinnu á mánu- degi. Það hefur einnig sýnt sig að á sumrin er að meðaltali meira álag hjá fasteignasölum virka daga en um helgar, sem er vísbending um að kaupendur og seljendur sinna þess- um málum minna um helgar á sumr- in. Auk þess er auðveldara að gefa viðskiptavinum betri tíma og ítar- legri upplýsingar á virkum dögum en unnt reynist um helgar, enda skrifstofurnar opnar virka daga en ekki einungis símatími eins og á sunnudögum. Einhveijar fasteignasölur hafa hugsað sér að hafa opið lengur á virkum dögum í sumar, t.d. á þriðju- dögum eftir að blaðið kemur út, en ég býst ekki við að svo verði al- mennt." Þórólfur segir félagsmenn í Félagi fasteignasala alls vera um 60 tals- ins, en félagið vinnur t.d. að sam- ræmingu á starfsháttum fasteigna- sala og að ýmsum öðrum hagsmuna- málum. í kjölfar ákvörðunar Félags fast- eignasala um lokun um helgar ákvað Morgunblaðið í samráði við félagið að frá miðjum júní til Ioka ágúst kæmi sérblaðið Heimili-Fasteignir út á þriðjudögum í stað sunnudaga. „Þetta er gert með það í huga að fólk geti lesið blaðið og hringt strax í fasteignasölur og fengið svör. Með því fyrirkomulagi teljum við að svör- unin verði betri en ella. Að sjálfsögðu er einungis um til- VEÐUR I/EÐURHORFUR I DAG, 26. JUNI YFIRUT: Yfir landinu er 1.009 mb lægð sem grynnist en um 350 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er heldur vaxandi 1.005 mb lægð sem mun hreyfast austnorðaustur og síðar norður. SPÁ: Gengur í norðausturátt í fyrramálið. Þegar líða tekur á daginn fer að rigna aust- og noröaustanlands. Smáskúrir verða á Vestfjörðum og norðanlands, en nokkuð bjart suð- og suðvestanlands. Kólnandi á nýjan leik. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norð- eða norðvestanátt. Kalsarigníng eða slydda með köflum á Vestfjörðum og Norðanlands og hiti á bilinu 2-5 stig. I öðrum landshlutum verður að mestu þurrt og hiti 6-12 stig að deginum. Reikna má með nokkuð björtu veðri suð- og suðaustanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma Skýjað V v Alskýjaö * V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Allir vegir á Vestfjörðum eru nú færir. Þó má búast við hálkublettum á Breíðdals- og Botnsheiðum. Þorskafjarðarheiði er lokuð. Þjóðvegur núm- er 1, hringvegurinn, er ágætlega fær og hálkulaus. Á Norðurlandi er lokað um Þverárfjall en aðrir leiðir færar. Allir vegir á Norðurausturlandi hafa verið opnaðir. Kjalvegur er nú opinn umferð fjallabíla. Opið er í Landmannalaugar um Sigöldu. Klæðingaflokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru Ökumenn beðnir um að virða sérstak- ar hraðatakmarkanir til þess aö forðast tjón af völdum steinkasts. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjsvfk hitl 7 8 veður akýjað skýjað Bergen 17 skýjað Helsinki 19 heiðskfrt Kaupmarmahöfn 22 hátfskýjað Narssarssuaq 13 léttskýjað Nuuk 4 skýjað Osló 23 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Þórshöfn 11 léttskýjað Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 19 hálfskýjað Barcelona 20 mistur Berlín 24 léttskýjað Chicago 24 skýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 23 skýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 22 hálfskýjað London 22 skýjað LosAngeles 23 heiðskírt Lúxemborg 17 skúr Madrid 27 skýjað Malaga 23 mistur Mallorca 22 léttskýjað Montreal 19 alskýjað NewYork 23 léttskýjað Orlando 31 skúr Paria 18 rigning Madelra 20 skýjað Róm 22 léttskýjað Vfn 20 léttskýjað Washington 26 mistur Winnipeg 14 akýjað IDAGkl. 12.00 Holmlld: Veöurstola Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala. raun að ræða út ágústmánuð en eft- ir það getum við metið hvort það sé einhver munur á því að vera með blaðið á sunnudögum eða þriðjudög- um, eða hvort aðrir dagar geti verið með inni í myndinni. Verð á auglýs- ingum á sunnudögum er með 5% álagi. Því kemur það væntanlega til með að vera hagur seljenda sem borga auglýsingarnar sjálfir að aug- lýsa frekar á þriðjudögum ef þær skila sama árangri. Félagið hefur verið ánægt með samstarfið við Morgunblaðið um fasteignablaðið. Reynslan af blaðinu fullvissar okkur um það að þó að blaðið verði gefið út á þriðjudögum geti það varla sakað þar sem blaðið „lifir“ í viku, þ.e. fólk tekur það út og geymir þar til næsta fasteigna- blað kemur út,“ segir Þórólfur Hall- dórsson. Listahátíö í Reykjavík: Utkoman nálægt áætlunum HELGA Hjörvar, fram- kvæmdasfjóri Listahátíðar í Reykjavík, segir að fjár- hagsleg útkoma hátíðarinn- ar virðist ætla að verða mjög nálægt áætlun. Aætl- anir gerðu ráð fyrir mis- munandi fjármögnun, þ.e. framlögum ríkis og borgar, styrkjum frá erlendum ríkj- um og norrænum sjóðum, aðgöngumiðasölu og styrkt- araðilum. Helga sagði að fjármögnun Listahátíðar erlendis frá væri mikil, eða rúmar sjö milljónir kr., frá franska ríkinu, Nor- ræna menningarmálasjóðnum og Norrænu leiklistar- og dans- nefndinni. „Þetta er verulegur stuðningur og hátíðin byggir á honum að hluta til fyrirfram. Þess vegna einmitt voru svo mörg frönsk atriði og mikil leiklist á hátíðinni,“ sagði Helga. Hún sagði að það væri flók- ið mál að gera upp fjárhagslega hlið hátíðarinnar og lægju drög að þeirri niðurstöðu fyrir eftir u.þ.b. einn mánuð. Bjöm Guðmundsson útgerðarmaður látinn Bjorn Guðmundsson, útgerðar- maður og kaupmaður í Vest- mannaeyjum, lést í fyrradag réttra 77 ára. Bjöm fæddist í Vestmannaeyjum 24. júní 1915, sonur hjónanna Ás- laugar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Eyjólfssonar sjómanns þar. Hann brautskráðist frá Samvinnuskólan- um 1937 og var forstjóri Samkomu- húss Vestmannaeyja á árunum 1938-40. Hann var kaupmaður í Vestmannaeyjum frá 1940 og út- gerðarmaður frá 1951. Bæjarfull- trúi var hann í Vestmannaeyjum frá 1946-54 og aftur frá 1966-70, sat í stjóm Bæjarútgerðar Vest- manneyja frá 1946 og þar til hún var lögð niður. Hann var stjórnar- formaður útgerðarfyrirtækisins Einars Guðmundssonar hf. frá 1951, í stjóm Landssambands ís- lenskra útvegsmanna frá 1955-62 og frá 1965-80. Hann var stjómar- formaður Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja frá 1955-62 og aftur frá 1965-80, í stjórn ísfélags Vest- mannaeyja hf. frá 1957 og formað- ur stjórnar frá 1960-86. Björn Guðmundsson var mikill félagsmálamaður og sinnti fjölda trúnaðarstarfa auk þeirra, sem hér hafa verið talin. Hann var t.d. for- maður Félags ungra sjálfstæðis- manna 1933-35 og aftur 1946-48, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Vestmannaeyjum 1964-70 og 1975-79, formaður kjördæmisráðs sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi var , hann 1975-1977 og í miðstjórn flokksins á sama tíma. Hann var heiðursfé- lagi Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja og um skeið ritstjóri vikublaðsins Fylkis í Eyjum. Bjöm Guðmundsson kvæntist Siguijónu Ólafsdóttur, útgerðar- manns og skipstjóra í Vestmanna- eyjum Ingileifssonar, og konu hans, Siguijónu Siguijónsdóttur. Hún lést fyrir allmörgum árum. Þau eignuð- ust þijú böm, Kristínu, Guðmund og Aslaugu. Bjöm Guðmundsson var frétta- ritari Morgunblaðsins og umboðs- maður þess í Vestmannaeyjum í áratugi. Morgunblaðið sendir að- standendum hans samúðarkveðjur. Tælandsfarinn kominn á stjá TÆLANDSFARINN svonefndi var handtekinn í gærkvöldi í sölu- turni á Rauðarárstíg þar sem hann reyndi að villa á sér heimildir og framvísa ávísunum úr ávísana- hefti sem ekki var í hans eigu. Umræddur maður var fundinn sekur um að hafa keypt farseðla til Tælands í fyrra með ávísun úr stolnu ávísanahefti. Þegar hann var hand- tekinn í gær var hann með skilríki annars manns, þar með talið greiðslukort, bankakort og ávísana- hefti. Hann var færður á lögreglu- stöðina og vistaður þar. Við leit á honum fannst seðlaveski og auk greiðslukortsins voru í þvi ýmis fé- lagaskírteini og nafnspjöld réttmæts eiganda veskisins. Grunur leikur á að maðurinn hafi stolið seðlaveskinu og var málið sent Rannsóknarlögreglunni til frekari athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.