Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 | »■ STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú verður í góðu skapi í dag og ert ánægður með lífið og tilveruna. Kvöldinu verður best varið með því að bjóða fjölskyldunni út. Naut (20. apríl - 20. maí) Fáir þú ráðleggingar í dag, ættir þú ekki að fylgja þeim án þess að íhuga vandlega allar hliðar málsins. Kvöldið verður ánægjulegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Tilfinningalífið er ekki eins gott og það gæti verið. Þú ættir að taka líflnu með ró í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú stendur frammi fyrir því að velja og átt erfítt með að taka ákvörðun. Reyndu að fá frest til að svara og ræddu málin við þína nánustu. Ekki er allt gull sem glóir. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þú hefur samviskubit vegna of mikillar eyðslu, en útsjónar- semi þín mun koma sér að góðum notum. Þeir munu njóta nærvistar þinnar og þú gætir lært eitthvað af þeim. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þó fjármálin virðist vera í lagi, skaltu ekki eyða um efni fram, því óvænt útgjöld kunna að koma upp fljótlega. Þú ert í tilfínningalegu jafnvægi. Vog (23. sept. - 22. október) Nú, þegar náttúran er í blóma, þarft þú að hafa eitthvað tákn- rænt í kringum þig. Vertu þér úti um blómstrandi jurt og gáðu hvort þér líður ekki bet- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Vertu með fjölskyldunni í kvöld og aflýstu öðrum stefnu- mótum ef þú hefur gert ráð- stafanir til að vera annars staðar en heima. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) s&e Ef þú ert á ferðalagi, áttu stór- brotinn dag framundan. Nýjar hugmyndir munu kvikna og þú nýtur. iífsins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heilsan er góð, en þú hefur helst til miklar áhyggjur af vinnunni. Ástvinur þinn kynni að meta meiri athygli. Prófaðu að vera rómantískur eina kvöldstund. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Erfitt tímabil er að baki og þú getur verið stoltur af sjálf- um þér og þeirri þolinmæði sem þú hefur sýnt. Áhyggjur af eldri ættingja eru óþarfar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’SP Þú munt gera merkilega upp- götvun í dag, en hún er til kominn vegna vinnu og alúðar sem þú hefur lagt í ákveðið verkefni. Ef þú vinnur áfram af einbeittum huga, muntu njóta afraksturs erfíðisins. Stjörnuspána á aó lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. TOMMI OG JENNI » 5-27 & n 'm '1 m”. FERDINAND SMÁFÓLK rHOW CAN WE PO THI5 IF THERE'S NO 5NOU) ON THE 6K.0UNP 7 ‘t-Z? Hvernig getum við þetta, ef það er enginn snjór á jörðinni? THE 6RAS5 15 JU5T A5 6ÓOP..MAYBE EVEN BETTER.. Grasið er alveg eins gott — jafnvel ennþá betra ... Á hinn bóginn er margt gott hægt að segja um snjóinn ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Ég varð að henda ein- hverju,“ sagði austur afsakandi. Hann hafði gefíð 6 hjörtu með því að henda spaða frá gosanum Qórða, snemma.spils: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á854 ¥K643 ♦ K ♦ ÁKD3 Vestur ♦ 102 ♦ 8 ♦ DG10764 ♦ 63 Austur ♦ G963 ♦ 9752 ♦ Á ♦ G1095 Suður ♦ KD7 ♦ ÁDG10 ♦ 985 ♦ 842 Vestur Norður Austur Suður 4 tíglar Dobl Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Allir pass Útspil: tíguldrottning. Suður á 11 slagi með því að stinga einn tígul hátt í blindum, en 12. slaginn verður hann að fá á svartan lit. En eins og sést, valdar austur bæði spaða og lauf. Austur hendir á eftir blind- um og ætti því að vera ónæmur fyrir kastþröng. En lítum á hvað gerðist. Austur átti fyrsta slaginn á tígulás og spilaði laufgosa til baka. Sagnhafi drap í blindum, spilaði trompi og stakk tígul með kóng blinds. Og nú varð austur að „henda einhverju". Lauf mátti hann bersýnilega ekki missa, svo hann kastaði spaða. Þar með var 12. slagurinn mætt- ur. „Þú gast hent trompi," var vestur svo vinsamlegur að benda honum á eftir spilið. Sem er al- veg laukrétt. Þannig frestar austur vandanum þar til hann ræður við hann. Því þegar sagn- hafí tekur síðasta trompið, verð- ur hann sjálfur að henda frá öðrum svarta litnum og þá er kastþröngin úr sögunni. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á Ólympíu- mótinu í Manila í viðureign Gary Kasparov (2.780), heimsmeist- ara, sem hafði hvítt og átti leik, og Predrags Nikolic (2.635), Bosníu-Herzegóvínu. Næsti leikui ■ Kasparovs kom eins og þruma úi - heiðskíru lofti. 17. Rxg7!! - Kxg7, 18. Df5 - Rf8, 19. h4 (Hér bjuggust flestir við 19. Dg5+ - Rg6, 20. Rh4, en svartur gæti þá gefið manninn til baka með 20. — Kg8.) 19. — h6, 20. g4 - Dc8, 21. Dxc8 - Haxc8, 22. g5 — R8h7, 23. e4 — Hcd8, 24. Hdfl - Kf8, 25. gxf6 - Bxf6, 26. e5 - Bg7, 27. Hhgl - c5, 28. Kc2 - He6, 29. Hg4 - Bh8, 30. b4 - b6, 31. bxc5 - bxc5, 32. Hbl - Ha6, 33. Hb2 - Bg7, 34. Hb7! - Hxa2+, 35. Kb3 - Ha6, 36. e6! - Hxe6, 37. Hxg7 og Nikolic gafst upp. Ka- sparov hefur með glæsilegum sigrum á borð við þennan rutt brautina fyrir yfirburðasigur Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.