Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 11 Innhverf endursýn Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Sigfús Daðason: Provence í endursýn. Ljóð. Goðorð. 1992. Tíminn er einmanalegt landslag. Ungur að aldri fór Sigfús Daðason til náms í Provence í Frakklandi. Fjörutíu árum siðar vitjar hann þessa næstum því gleymda landslags. Pro- vence í endursýn, fimmta ljóðabók höfundar, er afurð þeirrar heimsókn- ar. Þótt gamalkunnir staðir heilsi skáldinu eins og ekkert sé sjálfsagð- ara en eilífðin má greina að því finnst sem þeir séu því ekki eins nákomnir og áður. Jafnvel framandi. Endursýn Sigfúsar er þó ekki fyrst og fremst sýn til horfinna tíma heldur tekst hann á við framandleikann og ein- semd tímans. Ljóðin í bók Sigfúsar eru mörg hver að ytra formi líkust ferðapistl- um þar sem skáldið rifjar upp kynni sín af ýmsum stöðum. Sum byggja á hugleiðingum um orð gamals kunningja sem nú er horfinn en önn- ur á hyllingu tveggja látinna góð- skálda franskra sem tengd voru Pro- vence, þeirra René Char og Saint-John Perse. Þetta er ekki stór bók, flokkur tólf ljóða, og kvæðin fremur orðknöpp enda er höfundurinn þekkt- ur fyrir annað en orðavaðal. Mér finnst raunar varla unnt að fjalla um efni hennar án þess að nefna útlit bókarinnar, ekki síst athyglisverða kápumynd Ragnheiðar Ragnarsdótt- ur. Sama mynd er á bókarkápu að framan og aftan af baksvip skáldsins sem horfir inn í bókina eins og til að undirstrika hversu innhverf endursýnin er. Skáldskapur Sigfúsar Daðasonar hefur gjaman verið talinn vitsmuna- legur hvað sem felst í þeirri skilgrein- ingu. Víst er að skáldið á til að ræða heimspekileg efni og grípa til marg- ræðra tilvísana. Þó hygg ég að skoð- un þessi eigi allt eins og að nokkru rætur í því að utan um tilfinninganæ- man og vitsmunalegan kjarnann í ljóðum Sigfúsar er oft dálítið kaldrifj- uð og kaldhæðin skel siðferðislegrar umvöndunar. I hinni nýju bók ber svo við að lítið fer fyrir þessum þætti. Að vísu bregður fyrir kald- hæðni í 3. ljóði bókarinnar þar sem Ijóðmælandi ræðir afstöðu frúnna á hótelinu, sem hann gistir, til þessa „einstæðings" sem þær botna ekkert í. „Blessaðar frúrnar —/ ætli þeim líkaði þá betur/ ef ég gerði þær að trúnaðarvinum rnínurn?" Sömuleiðis má greina andúð skáldsins á tilfinn- ingasemi, t.a.m. í einu besta ljóði Sigfúsar, ljóði um René Char: Aldrei framleiddi hann eftirsjá. Ekki neina viðloða tilfinningasemi. Og þeim misgerðum sem hann hlaut að fremja heilsaði hann af staðfestu. Einn með sjálfum sér sjálfur með öðrum. Sigfús Daðason Meginviðfangsefni bókarinnar er þó tilfmningaleg og huglæg viðbrögð Ijóðmælandans við endursýninni. Skáldið sér að vísu óbreytta bæi (Sal- on) og staði (Cours Mirabeau). Þegar nær er komið reynist veruleikinn samt framandi. Ljóðmælandi þykist muna húsnúmer í Lacépé-götu. Svo les hann nöfn af dyrabjöllu: Og mér verður ljóst að kynslóð hefur tekið við af kynslóð að ég er ókunnugur þvi sem ég kunni einusinni utanað þreifa fyrir mér hikandi á þeim vepm sem ég gekk fyrrum hiklaust. Skáldið lætur í ljós efasemdir um eigin skilvit andspænis framandi og hverfulum veruleikanum og ásækn- um og á stundum dapurlegum minn- ingum. Eða eins og segir í 5. ljóði: „Minnið er reyndar ekki annað en maskína./ Heyrnarnæmi og ilmskyn afvegaleiðir menn.“ Og í lokakvæði bókarinnar segir svo — ekki alveg alvörulaust en af töluverðu mannviti — um skilningarvitin: „Húðin er full- komnast skilningarvitanna allra/ sagði vinur minn Kort Kortsson einu- sinni.../ skynjar gleggra skilur dýpra... man lengra og betur.“ Að sumu leyti er veröld endursýn- arinnar sársaukafull. T.a.m. segir frá því í einu kvæðanna um Kort Korts- son að aldrei leið honum vel á landi og „honum fannst sjálfum/ að hann ætti skilið að sér liði betur/ en efni munu standa til á þurru landi.“ Sömuleiðis gætir geigs vegna tví- sýnu tímans. Hinar fomu rómversku grafir á Alyscamps kalla fram „dapurlegan tón“, frá því í æsku skáldsins: „Ærna staðleysu ber að úr gömlum gröfum./ Ég sé tvísýnu á tímanum./ Læt eins og ekkert sé.“ En einnig má greina léttari tón, ofur- lítið gáskafullan. Eins og þegar skáldið tekur að réttlæta yrkingar sínar og norrænna skálda frammi fyrir suðrænum hrekkjaguðum af ótrúlegu lítillæti og nefnir þær geip og glópalæti. Ekki þar fyrir að þörf sé á slíkri og þvílíkri réttlætingu eða afsökun af hendi eins helsta brautryðjanda módernismans á Islandi. Hin nýja bók hans stendur vel fyrir sínu eins og verk hans fram til þessa. í þeim sjóði er ekkert ódýrt. SUS vill tilraunaveiðar á vannýttum fisktegundum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn SUS: „Að undanförnu hafa borist váleg- ar fréttir af ástandi þorskstofnsins hér við land. Vísindamenn hafa lagt til 28-34% samdrátt þorskafla næstu tvö árin. Áhrif þessa verða alvarleg fyrir íslenskt þjóðfélag og er gert ráð fyrir 10 milljarða tekjutapi fyrir þjóð- arbúið og vaxandi atvinnuleysi. Samband ungra sjálfstasðismanna telur að veigamikil rök þurfi að færa fyrir því að taka ekki mark á áliti vísindamanna Hafrannsóknarstofn- unar og varar við því að gert verði út á framtíðina með því að ganga enn nær þorskstofninum. Nýta þarf sjávarafla betur og auka gæði fram- leiðslunnar. Hefja mætti tilrauna- veiðar á vannýttum tegundum og gæti ríkisvaldið styrkt slíka tilraun á einhvern hátt. Þrátt fyrir þennan fyrirhugaða samdrátt má ekki leggja árar í bát, miklir möguleikar munu opnast með þátttöku í hinu evrópska efnahagssvæði og einnig þurfa stjórnvöld að hafa forystu um að hvetja til nýsköpunar og aukinnar framleiðni í íslenskum þjóðarbúskap. Veita á skattaívilnanir vegna ný- sköpunar- og þróunarverkefna og aflétta þarf opinberum álögum sem draga úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs s.s veltuskattar og sér- stakur skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Mikilvægt er að frum- kvæði til nýsköpunar- og þróunar- verkefna komi frá atvinnulífinu en ekki með opinberu valdaboði. Opin- ber afskipti af atvinnulífinu hafa gjarnan leitt til afdrifaríkra fjárfest- ingamistaka. Jafnframt þarf að hlúa betur að iðnaðarframleiðslu, ferða- mannaþjónustu og nýta ný tækifæri sem eru að opnast með reglum um frísvæði sem væru samkeppnishæfar í samanburði við slíkar reglur í öðrum löndum. NIÐURSTAÐAN OLLUIV/I í HAC Ginsðth crnsatw ;<RAFTUR-ÚTHALD-mL,ÐaM Jónína Ben. er 3 barna móðir og eigandi einnar stærstu líkamsrækrorstöðvar landsins, Stúdío Jónínu og Ágústu. Starfsins vegna þarf Jónína að vera í góðri þjólfun. Hún kennir oftost 2 Erobic tíma ó dag og stundar sund og skokkar þar fyrir utan sér til ónægju. Það að vero ó fullri ferð allann daginn kallor ó kraftmiklo ouko orku og þar kemur GINSANA til hjólpar. FYRIR á ÖLLUNI ALDRI r v»-«* - Jónína segir: Ég veit að til að halda mér í góðu formi þarf ég fjölbreytt og hollt matoræði. Mér finnst GINSANA gefa mér mikinn kraft, endaloust úthald og stórkostlega vellíðan. GINSANA með hinu óviðjafnanlega Ginseng G 115 inniheldur nóttúruleg efni, sem unnin eru úr rót Ginsengjurtarinnar. hað er fóanlegt bæði sem hylki og sem brogðgóður vökvi. GINSANA eykur líkomlegt og andlegt starfsþrek og auðveldar þér að standast andlegt og líkamlegt ólag. GINSANA með Ginseng G 11 5 gefur Jónínu þó ouko orku sem hún þarfnast til að njóta þess að stunda líkamsrækt eins og sund og skokk að loknum vinnudegi. Éh eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.