Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Frá Hákoni Gunnarssyni í Kaupm.höfn ■ ÞEGAR danska landsliðið lagði af stað til Svíþjóðar fyrir tveimur vikum var enginn sem trúði því að liðið næði einu einasta stigi í keppn- inni utan einn mað- ur. Það var þjálfar- inn Richard Meller Nielsen, eða Ric- ardo eins og hann er jafnan kallaður. Hann sagði að liðið gæti náð langt en var gagn- rýndur út yfir allt. Ricardo hefur náð lengra í keppni með danska landsliðið en Sepp Piontek. Á tveimur árum hefur hann þurft að þola þvílíkan ágang að erfítt er að skilja hvemig hann hélt út. í dag stendur hann með pálmann í hönd- unum og þeir sem mest hafa gagn- rýnt hann segja mest lítið. Þessi 54 ára fjónski þjálfari hefur hins vegar hljótt um þá sem beint hafa spjótum sínum að honum og heldur ró sinni þannig að vakið hefur að- dáun. ■ KIM Vilfort frá Brondby kom aftur inn í liðið gegn Hollending- um eftir að hafa farið til Kaup- mannahafnar þegar Danir léku gegn Frökkum 17. júní. Dóttir hans Line, sem er átta ára gömul, þjáist af alvarlegu hvítblæði og henni versnaði þannig að Vilfort ákvað að vera hjá henni meðan á því stæði. Vilfort, sem er þrítugur og var kjörinn leikmaður ársins í Danmörku 1991, lék frábærlega gegn Hollendingum en á síðasta keppnistímabili var ljóst að veikindi dóttur hans höfðu veruleg áhrif á leik hans og það var meðal annars ástæðan fyrir slöku gengi Brandby nú í ár. ■ ALLIR leikmenn danska liðs- ins hafa leikið frábærlega í keppn- inni en felstir hér eru þó samm- mála um að fáir hafa leikið betur en Flemming Povlsen. Þessi 25 ára framheiji Dortmund hefur sýnt hreint ótrúlegan kraft, leikni og baráttu í öllum leikjunum fjórum. Þó að hann sé fremsti maður er hann iðulega mættur í vömina og byggir upp sóknir. Samvinna hans og Brians Laudrups er einnig frá- bær. ■ SVÍAR eru gáttaðir sem fyrr á agaleysi Dana. I herbúðum Dana ríkir mjög afslappaður andi og mik- ill húmor er ríkjandi. Svíar skilja ^kki upp né niður í þjálfaranum að t.d. leyfa fyrirliðanum Lars Olsen að reykja sígarettur meðan blaða- menn taka við hann viðtal. Þá var haldin mikil veisla eftir leikinn gegn Hollendingum sem stóð fram eftir allri nóttu. Þar voru mættar eigin- konur og kærustur leikmanna og sjálfur úrslitaleikurinn eftir, óhugs- andi hjá flestum öðrum — ef ekki öllum — liðum í keppninni. Ricardo var með sína skýringu: „Kærlighed er godt, bara det ikke er í halvleg- en.“ H BÚIST er við 40.000 manns til að fylgjast með úrslitaleiknum á stóm tjaldi sem sett hefur verið upp í Fælledparken hjá hinum nýja siórglæsilega Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Þar verða tón- leikar allan daginn með Kim Lars- en o g flestum frægustu poppstjöm- um Dana. Eftir Ieikinn verður flog- ið með dönsku leikmennina beint í „Parken”. KNATTSPYRNA / 1. DEILD - SAMSKIPADEILD Komum til að ná í öll stigin og þaðtókst - sagði Pétur Ormslev, þjálfari Fram, eftirsigurinn á KA „ÉG er mjög ánægður með stigin þrjú. Við komum hingað norður til að ná í öll stigin og það tókst," sagði Pétur Ormslev, þjálfari og leikmaður Fram, eftir að lið hans hafði lagt KA að velli 2:1 á Akureyri í gærkvöldi. „Það var mikil bar- átta í þessum leik en það er óhætt að segja að mörkin hafi öll verið f ódýrari kantinum." Framarar byijuðu leikinn af krafti og strax á 2. mínútu komst Baldur Bjamason í gegnum vöm KA og skot Reynir hans small í stöng- Eiríksson inni. Fátt markvert skrifar gerðist fram að markinu sem kom á 38. mínútu og var Valdimar Kristó- fersson þar að verki. Nokkuð lifn- aði yfír leik KA-manna eftir markið og áttu þeir þijú ágæt færi en tókst ekki að skora. Síðari hálfleikur var betur spilað- ur af beggja hálfu án þess að liðin sköpuðu sér teljapdi færi utan þeirra sem gáfu mörkin. KA jafn- aði á 64. mín. með mark Gunnars Más Mássonar en Valdimar Kristó- fersson var aftur að verki fjómm mínútum fyrir leikslok og tryggði sigur Fram. „Spilamennska okkar var þokka- leg en það vantaði herslumuninn að við næðum að rífa okkur upp, skapa færi og skora mörk. Það þýðir ekkert að gráta þetta. Nú er Fj. leikja u J r Mörk Stig ÞÓR 6 4 2 0 8: 2 14 ÍA 6 4 2 0 8: 3 14 FRAM 6 4 0 2 12: 6 12 KR 6 3 2 1 10: 6 11 FH 6 2 3 1 8: 7 9 VALUR 6 2 2 2 7: 8 8 KA 6 1 3 2 9: 9 6 VÍKINGUR 6 2 0 4 5: 11 6 ÍBV 6 1 0 5 4: 10 3 UBK 6 O 0 6 1: 10 O bara að stefna að því að hirða öll stigin í leiknum gegn Breiðablik á mánudaginn,“ sagði Gunnar Gísla- son, þjálfari og leikmaður KA. Valdimar var besti leikmaður Fram. Hann var mjög hættulegur upp við mark KA og einnig var vöm Fram sterk með Pétur Ormslev fremstan í flokki. Hjá KA voru þeir sterkir í vörninni, Gunnar og Stein- grímur og einnig átti Ormarr ágæt- An leik. Valdlmar Kristófersson gerði bæði mörk Fram í gær. Hann er markahæstur í 1. deild með 7 mörk. Om 4| Ríkharður fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateig KA, sendi ■ I út á kantinn og vamarmaður KA komst á milii og af hon- um hrökk knötturinn til Valdimars Kritóferssonar sem komst i gegn- um vörn KA og skoraði af öryggi á 38. mín. 1m <4 Gauti Laxdal tók homspyrnu og boltinn barst til Gunnars ■ I Más Mássonar sem skaut í gegnum þvögu varnar- og sókn- armanna í bláhomið á Frammarkinu á 64. mín. 1m sending kom inní vitateig KA. Steingrímur Birgisson ■ JEíiskallaði frá beint á kollinn á Valdimar Kmtóferssyni sem skallaði yfír Hauk Bragason í marki KA, sem hafði hætt sér allt of langt út úr markinu á 87. mín. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I SVIÞJOÐ Davíð og Golíat beijast um Evrópumeistaratítilinn URSLITALEIKURINN íEvrópu- keppni landsliða verður leikinn i Gautaborg í dag, og hefst bein útsending frá leiknum í sjónvarpinu klukkan 18. Til úr- slita leika, eins og flestum ætti að vera kunnugt, heimsmeist- arar Þjóðverja og „varaþjóðin" Danmörk. Samkvæmt bókinni ættu heimsmeistararnir að sigra nokkuð auðveldlega, sér- staklega þar sem meiðsli hrjá marga af lykilmönnum Dana. En enginn má afskrifa Dani. Þrátt fyrir að hafa fengið farm- iðann til Svíþjóðar einungis tíu dögum áður en úrslitakeppnin hófst, eru þeir komnir í úrslit, og hafa til þessa í keppninni lagt að velli ekki minni spá- menn en lið Frakka og Hollend- inga. ►ujálfari Þjóðveija, Berti Vogts, sagði í gær að ef leikmenn hans vildu virkilega sigra, þá gerðu þeir það. Hann sagðist ekki vanmeta Dani líkt og Hollendingar og Frakkar gerðu. „Þeir munu ekki leika á okk- ur. Við tökum andstæðinga okkar alvarlega, en ég held að við séum með örlítið betra lið en Danir,“ sagði Vogts. Meiðsli hrjá Dani Yfírlýsing Vogts hér á undan verð- ur að teljast hógvær, sérstaklega í ljósi þess að sex af ellefu mönnum í líklegu byijunarliði Dana í dag, eiga við meiðsli að stríða. Þar á meðal eru varnarmennimir Kim Christofte og John Sivebæk, ásamt Brian Laudrup Henrlk Larsen er nú þegar orðinn þjóðhetja í Danmörku, og segja kunnugir að enginn sé eins hissa á því og hann sjálfur. Firma- og hópkeppni ■ knattspyrnu á hinum nýja gervigrasvelli Hauka á Asvöllum. Keppt verður 10., 11. og 12. júlí - firma- keppni karla. Keppt samkvæmt keppnisreglum KSI um mini- knattspyrnu. Upplýsingar i sima 54580 (Magnús). og markaskoraranum Henrik Larsen. Þá vantar í liðið tvo af þeirra bestu mönnum, Bent Christensen og Hen- rik Andersen, sem báðir eru alvarlega meiddir á hné. Sögulega séð eru líkumar á sigri Dana ekki þeim í hag. Þjóðirnar hafa leikið 23 landsleiki, þ.e. Danir og fyrmm V-Þjóðveijar, og hafa Danir unnið sex leiki, en Þjóðveijar íjórtán. Gætum allt eins sigrað En þrátt fyrir allt telur þjálfari Dana, Richard Möller Nielsen, að Danir gætu allt eins sigrað heims- meistarana. Hann sagði að Danir myndu halda áfram að leika hraðan og skemmtilegan bolta, sem heillað hefur áhorfendur. „En hver sem úr- slitin verða get ég lofað áhorfendum að við leggjum okkur alla fram. Við munum ekki breyta leikaðferð okkar, við þekkjum bara eina aðferð til að spila knattspyrnu," sagði Möller Ni- elsen. Fyrirliði Þjóðveija er sannfærður um að þeir muni sigra. „Við erum öruggir. Við erum með betra lið og munum standa undir nafni. Við höf- um 90 mínútur til að klára dæmið, og munum gera það,“ sagði Andreas Brehme. Þjóðhetjan Larsen Sá maður sem líklega hefur mest komið á óvart í keppninni er Daninn Henrik Larsen. Hann er nú þegar orðinn þjóðhetja í Danmörku, og segja kunnugir að enginn sé eins hissa á því og hann sjálfur. Larsen, sem var ekki einu sinni í byijunar- liðinu þegar úrslitakeppnin hófst, hefur þegar skorað þrjú mikilvæg mörk fyrir danska landsliðið og er markahæstur í Evrópukeppninni. „Það skiptir í raun engu máli að ég skuli hafa skorað þijú mörk. Það sem öllu máli skiptir er hvort liðið sigrar eða tapar, en ekki hver skorar,“ sagði Larsen. „En ég myndi ekki kvarta ef ég skoraði mark eða tvö í úrslita- leiknum," bætti hann síðan við. Þjálfari Dana segir að'markmið þeirra í kvöld sé alveg kristaltært: „Við viljum sigra í Evrópukeppni landslið. Ég hef aldrei sagt að við munum verða Evrópumeistarar, en ég hef marg oft sagt að við munum gera okkar besta til að ná þeim árangri." Likleg byijunarlið: Pýskaland: Bodo Illgner - Stefan Reuter, Thomas Helmer, Guido Buchwald, Jiirgen Kohler, Andreas Brehme --Thomas Hássl- er, Stefan Effenberg, Matthias Sammer - Jiirgen Klinsmann, Karlheinz Riedle. Danmörk: Peter Schmeichel - John Sivebæk, Lars Olsen, Kent Nielsen, Kim Christofte, Ciaus Ohristiansen - John Jens- en, Kim Vilfort, Henrik Larsen - Flemming Povlsen, Brian Laudrup. Dómari: Bruno Galler frá Sviss. URSLIT Golf Jón Haukur setti vallarmet Jón Haukur Guðlaugsson, NK, setti vallar- met á Bakkakotsvellinum, þar sem hann lék völlinn, sem er par 68, á 65 höggum. Án forgjarfar: Jón H. Gunnlaugsson, NK................65 Óskar Friðþjófsson, NK.................73 FinnurPálmason, GOB....................76 Með forgjöf: Finnur Pálmason, GOB..................67 Arnar Róberts, GR......................59 GuðmundurKristmundsson, GKG...........59 Krístinn sigurvegari Opna Esso-mótið í Grafarholti: Punktar: Kristinn Jóhannsson, GR................39 Karl Ómar Jónsson, GR..................37 Hjalti Atlason, GR.....................36 BRíhraður Pálsson, GR, var næstur holu á 2. braut, 108 cm. Tennis Helstu úrslit á Wimbledonmótinu f gær: Einliðaleikur kvenna, 2. umferð: 16-Judith Wiesner (Austurriki) vann Kata- ryna Nowak (Póllandi)............6-0 6-1 13- Zina Garrison (Bandar.) vann Linda Harvey-Wild (Bandar.)............6-2 6-4 Kristin Godridge (Ástralíu) vann Claudia Kohde-Kilsch (Þýskalandi)........6-4 7-5 11-Jana Novotna (Tékkósl.) vann Catarina Lindqvist (Svíþjóð)...............6-3 6-2 Ros Fairbank-Nideffer (Bandar.) vann Katrina Adams (Bandar.)...........6-3 6-4 Patricia Hy (Canada) vann Petra Thoren (Finnlandi)..............6-2 6-7 (5-7) 6-1 Patty Fendick (Bandar.) vann Debbie Gra- ham (Bandar.).....................7-5 7-5 6-Jennifer Capriati (Bandar.) vann Pam Shriver (Bandar.).................6-2 6-4 2- Steffi Graf (Þýskalandi) vann Marianne Werdel (Bandar.)..................6-1 6-1 Naoko Sawamatsu (Japan) vann Andrea Strnadova (Tékkósl.)........6-3 7-6 (9-7) 4-Martina Navratilova (Bandar.) vann Kim- berly Po (Bandar.)............6-2 3-6 6-0 9-Manuela Maleeva-Fragniere (Sviss) vann Kathy Rinaldi (Bandar.).......4-6 6-3 6-4 Mariaan De Swardt (S-Afríku) vann Audra Keller (Bandar.)...............6-2 5-7 7-5 Christian Saceanu (Þýskalandi) vann Cedric Pioline (Frakklandi)...4-6 6-4 0-6 7-5 7-5 Natalia Zvereva vann 8-Conchita Martinez (Spáni)........................6-3 5-7 6-4 3- Gabriela Sabatini (Ástralíu) vann Isabelle Demongeot (Frakklandi)...........6-2 6-3 Einliðaleikur karla, 2. umferð: 1-Jim Courier (Bandar.) vann Byron Black (Zimbabe).....................6-4 6-1 6-4 14- Wayne Ferreira (S-Afríku) vann Christo van Rensburg (S-Afriku)...6-3 6-3 6-7 6-3 Bryan Shelton (Bandar.) vann Olivier Delai- tre (Frakklandi).........7-6 (7-5) 6-3 6-3 Jeremy Bates (Bretlandi) vann Javier Sanc- hez (Spáni)..............7-6 (7-4) 6-3 6-4 Thierry Champion (Frakklandi) vann Leon- ardo Lavaile (Mexíkó).. 7-6 (7-5) 6-3 5-7 7-5 Jakob Hlasek (Sviss) vann 6-Petr Korda (Tékkósl.).....4-6 3-6 6-3 7-6 (9-7) 16-14 Andrei Olhovskiy (SSR) vann Kent Kinnear (Bandar.)................6-4 7-6 (7-1) 6-3 Luis Herrera (Mexíkó)vann Shuzo Matsu- oka (Japan)............ 6-4 6-4 5-7 4-6 6-3 9-Guy Forget (Frakklandi) vann Anders Jarryd (Svíþjóð)......4-6 6-3 3-6 6-3 10-8 4- Boris Becker (Þýskalandi) vann Martin Damm (Tékkóslóvakfu).. 4-6 6-4 6-4 3-6 6-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.