Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 19 Alþjóðlegur baráttudagur gegn fíkniefnum: Hættulegt að sitja aðgerðalaus eftirÁrna Einarsson Dagurinn í dag, 26. júní, er helg- aður baráttu fólks um allan heim gegn fíkniefnum. Árið 1987 ákvað Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna að frá og með árinu 1988 skyldi dagurinn notaður til þess að vekja athygli á fíkniefnamálum og marg- víslegu starfi stjórnvalda, félaga- samtaka og einstaklinga um heim allan til þess að stemma stigu við dreifíngu og neyslu fíkniefna (Sam- þykkt 42/112 frá 7. desember 1987). Með þessari samþykkt er einnig lögð áhersla á mikilvægi al- þjóðlegrar samvinnu gegn fíkniefn- um. Svokölluð ólögleg fíkniefni hafa ennþá ekki gengið eins nærri ís- lensku samfélagi og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Afleiðing- ar áfengisneyslu eru hins vegar svipaðar. Fjarlægð frá öðrum lönd- um, fámenni og það að við eigum ekki landamæri að öðrum ríkjum hefur að nokkru varið okkur flaumi þessara efna. Ólögleg fíkniefni hafa þó ekki farið hjá garði okkar íslend- inga. Því fer víðs fjarri. Tugir ung- menna hafa ánetjast þessum efnum og ekki lánast að snúa við þeim baki þrátt fyrir margháttað björg- unarstarf stjórnvalda og almenn- ings. Þann toll er þungt að greiða en hjá honum verður ekki komist á meðan fíkniefni fyrirfinnast. Reynslan hefur kennt okkur það. Flestar þjóðir heims leggja mikla áherslu á að halda fíkniefnum frá sér eins og þær geta. Reynt er að stöðva innflutning þegar á landa- mærum og finna dreifíngaraðila til þess að bijóta niður starfsemi þeirra og stöðva það tjón sem þeir valda þjóðfélaginu. Til þess að þetta geti heppnast sem best starfa ríki heims saman ýmist fyrir tilstilli formlegra samtaka og stofnana eða með upp- lýsingamiðlun og ýmiss konar til- fallandi aðstoð. Þrátt fyrir þennan viðbúnað tekst ekki að koma höndum yfir nema lítinn hluta þeirra efna sem komið er í dreifíngu. Stærsti hlutinn kemst á markað og skilur eftir sig fjölda illa farinna neytenda. Vilji og viðleitni stjórnvalda til þess að halda fíkniefnum frá þjóð- um sínum er mikilvæg en vilji al- mennings ræður úrslitum um árangur, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Best til árangurs gegn fíkni- efnum er samhent þjóð sem nýtur fulltingis stjómvalda sinna og stofnana. Til þess að auka styrk sinn gegn fíkniefnum hefur fólk víða um heim bundist samtökum og vinnur skipu- lega að því að skapa vímulaust sam- félag; með þátttöku í stefnumörk- un, upplýsingastarfí og hjálpar- og meðferðarstarfí. í mörgum löndum hafa samtök foreldra gegn fíkniefn- um starfað í áratugi og átt með sér alþjóðlegt samstarf. Hér á landi voru samtökin Vímulaus æska stofnuð árið 1986 og gengu strax í samtök norrænna foreldrasam- taka (Norden Mot Narkotika) sem voru stofnuð árið áður. Árið 1989 voru stofnuð samtök evrópskra for- eldrasamtaka (Europe Against Drugs). Allt þetta samstarf hefur orðið til þess að styrkja foreldra- starf gegn fíkniefnum og opna augu fólks fýrir mikilvægi þess að standa ekki hjá sem áhorfendur að tilræði fíkniefnasala og innflytjenda fíkni- efna við börn og unglinga heldur láta til sín taka og kunngera ræki- TAXI LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR „Vilji og viðleitni sljórnvalda til þess að halda fíkniefnum frá þjóðum sínum er mikil- væg en vilji almennings ræður úrslitum um árangur, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið.“ um, hér á landi sem víðar. Þeir hafa að bakhjarli gróða fíkniefna- lega afstöðu sína og vilja. Einhveijir hafa áhuga á að opna verslunar sem kæra sig kollótta um fyrir innflutning og sölu á fíkniefn- þjáningar og mannslíf. Þeim verður Árni Einarsson að halda niðri eins og hægt er. Þögn fjöldans er sama og samþykki við iðju þeirra. Þess vegna er hættu- legt að sitja aðgerðalaus hvort sem það er í þeirri trú að þetta komi manni ekki við eða að þátttaka manns skipti engu máli. Það veit enginn fyrirfram hver fellur fyrir fíkniefnum og samfélagið er okkar allra. íslenskir foreldrar sætta sig ekki við þá ógnun sem fíkniefni eru við hamingju, velferð og líf barna þeirra. Þeir geta ekki leyft sér að sitja hjá aðgerðarlausir. Foreldra- samtökin Vímulaus æska biðja þess vegna foreldra í landinu að skoða hug sinn á alþjóðlegum baráttudegi gegn fíkniefnum og svara spurning- unni: Get ég leyft mér að standa hjá aðgerðarlaus? Höfundur er sljómarmaður í Vímulausri sesku Dailiafsu Charsde - sa liprflsii í bænum! Daihatsu Charade er lipur og léttur í borgar- og bæjarakstri. Hann er með eindæmum sparneytinn og ódýr í rekstri. Hann er æðislega „smart“ bæði innan sem utan og mjög rú Hann stoppar stutt í endursölu og fer á góðu verði. Hann er í alla staði frábær! 111 ii » I ' I'* 1 m 11 Hann kostar staðgreiddur, kominn á götuna frá: 648.QQ0 hr! FAXAKNI8 ♦ SÍMI91 - 68 58 /0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.