Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 35 Tryggvi Sigurðsson frá Bakka - Minning þrífa eggin og raða í bakka. Græni jeppinn sem afi og amma áttu er mér líka mjög minnisstæður. í hon- um keyrðu þau eggin til kaupenda og oft fengum við systkinin að koma með í þær ferðir. Hænsnabúið var úti á Seltjarnarnesi og þegar ég varð eldri fór ég stundum í hjóla- túra þangað með vinkonum mínum. Alltaf var vel á móti okkur tekið, enda vinir mínir vinir þeirra. Þarna á nesinu var lítil byggð í þá daga. Risastórar hvannir uxu við búið, margskrúðugt fuglalíf allt í kring og fjaran rétt fyrir neðan. Þetta var því ævintýraheimur fyrir okkur krakkana. Ætíð voru þó vökul augu sem fylgdust með því að við færum okkur ekki að voða. Amma var komin hátt á sextugs- aldur þegar ég fæddist, en ég var svo heppin að fá að eiga hana að í rúm þijátíu ár. Þau afi fluttust á Hrafnistu í Reykjavík árið 1983 og voru þar saman í 3 ár, en afi dó í sepember 1986. Þá voru þau orðin langafi og langamma; dóttir mín er fædd 1985 og bróðursonur minn í apríl árið eftir. Hann er skírður í höfuðið á afa og er reyndar skemmtilega líkur nafna sínum í útliti. Amma hélt mikið upp á langömmubörnin og þar sem aðeins ár er á milli þeirra, svipaður aldurs- munur og á okkur systkinunum, held ég að hún hafi stundum endur- upplifað þá tíð, þegar við vorum á þeirra aldri. Hún Iifði það líka að sjá þriðja langömmubarnið, stúlku sem bróðir minn eignaðist nú í vor. Við erum ekki fjölmenn í föður- fjölskyldunni minni og nú er stórt skarð höggvið í þann hóp. Amma er farin. Hún er farin í sína lokaf- erð, þá sem við öll eigum vísa ein- hvern daginn. Hún átti við nokkur veikindi að stríða öðru hvoru undan- farin ár, en hélt fullri hugsun og andlegu þreki alveg fram undir það síðasta. Hún var ætíð jafn innilega glöð þegar ég kom til hennar og alltaf átti hún „nammi“ inni í skáp til að bjóða. Hún fylgdist líka af áhuga með öllu sem gerðist í fjöl- skyldunni og hjá þeim sem henni tengdust; prófáföngum, nýju hús- næði, ferðalögum, vinnu og leik, gleði og sorg. Milli hennar og pabba var alla tíð sterkt og innilegt sam- band og varla leið sá dagur að ekki væri annaðhvort hist eða spjallað saman í síma. Fjölskyldan var henni allt. Við erum öll rík að hafa átt hana að. Nú kveð ég hana elsku ömmu mína í síðasta sinn. Ég veit að hún er hvíldinni fegin, því eins og hún sagði mér fyrir stuttu, þá var hún orðin ósköp þreytt. Ég á eftir að sakna hennar og minningin um hana mun alltaf búa í hjarta mínu. Guð blessi minningu ömmu, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Gúnna að reka stórt heimili og kom 10 börnum til manns, og er það mik- ils virði. Ég held að fjölskyldufólki í dag sem er e.t.v. með 2-4 börn á framfæri hrysi hugur við slíku verkefni, hvað þá að leysa það svo vel af hendi. Minning hennar lifir í hugum 11 barna hennar, 26 barnabarna og 10 barnabarnabarna, afkom- endunum sem hún var ætíð svo hreykin af. Finnbogi Ragnar Ragnarsson. HARPVIPARVAI HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Fæddur 17. júní 1919 Dáinn 18. júní 1992 Okkur bræðurna langar með þessum fátæklegum orðum að minnast föður okkar sem var okkur svo kær. Tryggvi Sigurðsson var fædduiN að Læknesstöðum á Langanesi í Sauðaneshreppi þann 17. júní 1919. Foreldrar hans voru Sigurður Jóns- son, ættaður frá Vopnafirði, fyrr- verandi bóndi á Fagranesi á Langa- nesi og kona hans Hólmfríður Sig- urgeirsdóttir frá Kelduhverfi. Hann var næst yngstur sex systkina, en hin eru; Sigmar Sigtryggsson á Sauðárkróki, Kristín Sigtryggsdótt- ir og Guðrún Sigtryggsdóttir á Akureyri, Halldóra Halldórsdóttir í Kópavogi og Jóhann Dalberg Sig- urðsson í Keflavik. Þegar pabbi var á öðru ári flutt- ist fjölskyldan að Skálum í sömu sveit. Þorpið Skálar var þá að mynd- ast og hélt það áfram að stækka næstu ár þar á eftir. Að Skálum var rekin umfangsmikil útgerð á þeirra tíma mælikvarða og á þeirri útgerð byggðist lífsafkoma flestra, ef ekki allra fjölskyldna í þorpinu, Á þessum árum stunduðu Færey- ingar miklar veiðar við íslands- strendur og áttu flestir Skálabúar við þá mikil og góð viðskipti. Fjór- tán ára réði hann sig á færeyskan fiskibát sem reri úti fyrir Langanes- ströndum. Þessi kynni hans af Færeyingum höfðu sterk áhrif á ungan huga hans og æ síðar minnt- ist hann þeirra með hlýhug og þakk- Iæti. Fimmtán ára keypti hann, ásamt yngri bróður sínum Jóhanni Dalberg, lítinn bát af Færeying og hófu þeir bræður þar með eigin útgerð. Báturinn fékk að halda sínu færeyska nafni, Flothesturinn, og reyndist hin mesta happafleyta og reru þeir bræður á honum á sumrin. Landtaka á Skálum var mjög brimasöm og erfið og með stækk- andi skipum varð æ erfiðara að stunda sjósókn þaðan. Því fór svo, þrátt fyrir að mjög stutt væri á fengsæl fiskmið, að íbúum þorpsins fór mjög fækkandi þegar líða tók á öldina og upp úr miðri öld lagðist öll byggð af á Skálum. Að kvöldi 10. janúar 1942, í roki og stórbrimi springur tundurdufl í fjörunni ná- lægt heimili fjölskyldunnar og eyði- leggur stóran hluta hússins. Heimil- isfólkið, 5 manns var allt statt í eldhúsi á neðri hæð hússins þegar sprengingin varð og slapp það furðu lítið meitt. Efri hæð hússins, sem var timburhús, eyðilagðist alveg af steinkasti og í rúmum sumra lágu steinar sem vógu um 15-20 kíló. Á þessum tíma var pabbi orðinn einn eftir sem fyrirvinna heimilisins, þar sem faðir hans var þá orðinn las- burða, og eftir þennan atburð flutt- ist hann, ásamt foreldrum sínum, til Þórshafnar á Langanesi. Á Þórshöfn byggði hann steinhús og nefndi það Bakka eftir bernsku- heimilinu á Skálum. Pabbi vann nokkra vetur við fiskvinnu í Njarð- vík, en var á Þórshöfn á sumrin. Eitt sumar stundaði hann síld á síldarbát frá Eyjafirði. Árið 1947 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Lang- nesinga á Þórshöfn sem vöru- og fólksflutningabílstjóri. Aðstæður voru þá aðrar en nú er, fátt um bíla og vegir lélegir. Fólk var sótt í sveitirnar að morgni, þeir sem þurftu að versla, og því ekið heim að kvöldi. Síðar gerðist hann olíubíl- stjóri og stundaði það starf í rúm 20 ár. Hann sá um birgðapantanir, innheimtu, útkeyrslu olíu til íbúðar- húsa á Þórshöfn, báta og sveita- bæja, oft við erfiðar aðstæður í snjó og byl. Stór hluti þessarar vinnu um tíma var einnig umsjón með olíubirgðastöð bandaríska hersins á Heiðaríjalli og akstur með olíu og bensín frá Þórshöfn að Heið- arfjMli. Auð þessara starfa stundaði hann m.a. ökukennslu á Þórshöfn og í nágrannasveitum. Frá föður sínum erfði hann mik- inn veiðiáhuga og stundaði mikið ýmsan veiðiskap, bæði á sjó og landi, meðan heilsa hans entist. Um 1975 fór heilsa pabba að bila og varð það til þess að fjölskyld- an fluttist, tveimur árum síðar, frá Þórshöfn til Akureyrar þar sem meiri von var um léttari vinnu. Á Akureyri hóf hann svo störf hjá Plastiðjunni Bjargi og vann þar að mestu fulla vinnu allt þar tii hann varð sjötugur árið 1989. Fljótlega eftir það fór heilsu hans að hraka æ meir þar til hann lést að morgni 18. júní síðastliðinn. Pabbi okkar og mamma, Aðal- heiður Einarsdóttir frá Djúpalæk á Langanesströnd, hófu búskap árið 1953. Saman áttu þau tvo syni, Ólaf Gunnþór, bílstjóra hjá Kjötiðn- aðarstöð KEA á Akureyri og Sigur- þór Hólm, verkfræðing hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. í Reykjavík. Ólafur er ókvæntur, en maki Sigurþórs er Áslaug Jóns- dóttir, landfræðingur, og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti pabbi soninn Sigurð Hrafn, verkstjóra á Hótel Örk í Hveragerði. Maki hans er Guðbjörg Hofland Traustadóttir, einnig starfsmaður á Hótel Örk, og eiga þau hjónin tvö börn. Dóttir Aðalheiðar af fyrra hjónabandi er Ellen Sigríður Svavarsdóttir, tung- umálakennari við Iðnskólann í Reykjavík og á hún tvö börn með fyrri manni sínum. Núverandi mað- ur Ellenar er Víking Eiríksson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri hjá Álstoð hf. í Garðabæ. Mamma varnn við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Langnesinga og var m.a. déildarstjóri matvörudeildar Kaupfélagsins um tíma. Eftir að þau fluttu til Akureyrar vann hún við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en hefur nú látið störf- um. Heimili foreldra okkar, fyrst að Bakka á Þórshöfn, síðast að Ein- holti 8c, Akureyri, hefur alla tíð verið fallegt og gott heimili, opið ættingjum og vinum hvenær sem var. Við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu í sorg sinni og send- um innilegar þakkir til allra þeirra sem réttu foreldrum okkar hjálpar- hönd í veikindum föður okkar. Lífið er fljótt; líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. Matthías Jochumsson. Pabbi var traustur og mildur, elskaði sína fjölskyldu og eignaðist góða vini og reyndist þeim vel Fyr- ir það er hans minnst og fyrir það er honum þakkað. Sigurþór og Ólafur. NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING jJOTAJIR I3ILAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI Mazda 626 GLXi, ’92, 2000i, sjálfsk., 4 dyra, VW Golf GL, ’91, 1600, sjálfsk., 5 dyra, MMC Galant GLSi, ’89, 2000i, sjálfsk., 4 vínrauður, ABS, sóllúga, álfelgur o.fl., ek. dökkblár, ek. 12 þ. km, verð 1.050.000 stgr. dyra, grár, ek. 55 þ. km, verð 980.000 stgr. N0KKUR DÆMI VW Jetta CL, ’91, 1600, 5 gira, 4 dyra, MMC Lancer st. 4x4, ’88, 1800, 5 gíra, 5 MMC Pajero stuttur, ’88, 2600, bensin, 5 steingrár, álfelgur o.fl. ek. 9 þ. km, verð dyra, rauður, ek. 51 þ. km, verð 750.000 stgr. gira, 3 dyra, grár, upphækkaöur, 33" dekk o.ll., ek. 57 þ. km, verð 1.200.000 stgr. BYGGIR A TRAUSTI HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BÍLAÞING ÓílýTÍT dúMT K- FLÍSAR t i.kín m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.