Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/Rúnar Þór Á stærri myndinni sést hvernig feðgarnir á Reykjarhóli urðu að troða slóð fyrir hrúta sína, þaðan sem þeir voru í sjálf- heldu. Þrjár klukkustundir tók að koma hrútunum niður á færan veg. Á minni myndinni röltir einmana hrossagaukur um snjóbreiðuna á heiðinni. Ástandið verður hörmulegt ef gerir annað eins áhlaup segir Númi Jónsson bóndi á Reykjarhóli í Fljótum „VAFALAUST er mikið af fénu dautt og ástandið verður hörmu- legt ef gerir annað áhlaup,“ sagði Númi Jónsson bóndi á Reykjar- hóli í Fljótum, en hann ásamt þremur sonum sínum hefur síðustu þrjá sólarhringa meira og minna verið að leita að fé sínu á Lág- heiði. Þar er mikill si\jór og erfiðlega hefur gengið að ná fénu niður af heiðinni af þeim sökum. Bændur og björgunarsveitar- menn í Grýtubakkahreppi hafa einnig verið að smala fé í Fjörð- um. Númi hefur fundið tvö dauð lömb og í Fjörðum hafa 8 full- orðnar ær fundist króknaðar úr kulda. Síðustu þrjá sólarhringa hafa og sagði Númi að um erfítt verk Númi og synir hans, Jón, Einar og Rúnar Þór farið margar ferðir á Lágheiði í leit að fé sínu og sagði Númi að þeir hefðu heimt mikið af því, en hann vissi að fjöldi kinda væri enn eftir á heiðinni. Kindumar væm í sjálfheldu, þær væru fastar í giljum og kæmust hvergi. Troða þarf fyrir þær slóð væri að ræða. Fyrirhugað var að fara á snjó- sleða um heiðina í gær, en þar sem snjórinn var blautur var þungfært fyrir sleðann og fóru Númi og synir hans því um á skíðum. í nótt sem leið ætluðu þeir feðgar að freista þess að komast yfír stærra svæði á snjó- sleðanum, en þá var búist við að frysti. „Ég er búinn að fínna tvö dauð lömb, en vafalaust er mikið af fénu sem er í hengjunum dautt. Þetta verður aldveg hörmung ef gerir annað eins áhlaup," sagði Númi. Endanlega kemur ekki í ljós fyrr en í haust hversu mikið af fénu hefur drepist í þessu veðri, að sögn Núma. Hann fann við leit í gær þijá hrúta sína, sem eru um 30 þúsund króna virði hver og kvað hann það vissulega ánægjulegt. Um 15 manna hópur bænda og björgunarsveitamanna úr Ægi á Grenivík fór að huga að fé í Fjörðum aðfaranótt fímmtudags og einnig var farið í gærkvöld til að smala saman fé af þessum slóð- um. Jónas Baldursson bóndi á Grýtubakka sagði að um 1.500 fullorðnar ær hefðu verið reknar í Fjörður í byijun sumars. í fyrri ferðinni hefði fé verið rekið af snjóþungum slóðum niður á auð svæði. Flogið var yfír svæðið í gærdag og sást þá fjöldi kinda á jarðlausu inn í dölum. Vitjað var um féð í gærkvöldi og átti að smala því niður á meira flatlendi þár sem snjóléttara er. Búið var að fínna 8 dauðar kindur, allar fullorðnar, síðdegis í gær og sagði Jónas að ljóst væri að töluvert af fénu sem rek- ið hefði verið á afréttinn myndi drepast í þessu Jónsmessuhreti. Heildarskuldir bæjarins röskir 4,6 milljarðar: Þeningaleg staða batnaði milli ára um 280 milljónir króna Hver Akureyringur skuldar 323 þúsund, þar af 229 þúsund vegna Hitaveitunnar PENINGALEG staða Akureyrarbæjar batnaði um 280 milljónir króna á milli áramóta 1990 og 1991 og er það einkum rakið til hagstæðrar gengisþróunar vegna lána Hitaveitu Akureyrar. Skuld- ir bæjarins nema 4,6 miiyörðum, en þar af eru 3,3 milljarðar vegna hitaveitunnar. Hver bæjarbúi skuldaði í lok síðasta árs 323 þúsund krónur og eru 229 þúsund vegna hitaveitunnar. Á síðasta ári lækk- uðu skuldir á hvern íbúa um eitt þúsund krónur miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í ársreikningum Akureyrarbæjar sem birtir eru í nýútkominni ársskýrslu bæjarins. Ársskýrslan kemur nú út í þriðja sinn, en í skýrslunni er greinargott yfirlit yfir starfsemi á vegum bæjarins á liðnu ári. Akureyrarbær: Hlutafjár- eign nam 585 millj- ónum kr. AKUREYRARBÆR átti hlutafé í tólf félögum í upphafi síðasta árs samtals að upphæð 609,6 miiyónir króna. Um síðustu áramót nam hlutafjáreign bæjarins í 584,9 milljónum króna í alls þrettán fyr- irtækjum, en þá hafði 55,8 miHj- ' óna króna hlutafé í Istess verið afskrifað og hlutur bæjarins upp á 11 milljónir króna í Oddeyri hf. verið seldur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Akureyrarbæjar sem nýlega er komin út. Akureyrarbær á 2,5 milljóna króna hlut í Bifreiðastöð Norður- lands, eða 22,7% eignarhluta í fyrir- tækinu. Þá á bærinn 7,8 milljóna króna hlut, eða 17% í Fiskeldi Eyja- fjarðar, en hlutafé var aukið um tæpa milljón á liðnu ári. Bærinn á meirihluta eða 54,6% í Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar og nemur hlutafjár- eign hans í félaginu 15,6 milljónum, en hlutafé var aukið um 3,4 milljón- ir á síðasta ári. Hlutafé bæjarins í ístess, sem varð gjaldþrota á liðnu ári nam 55,8 milljónum, var það afskrifað. Bærinn á 787 þúsund króna hlut í Kaupþingi Norðurlands eða 15% hlutaíjár og 35 þúsund krónur í Kísiliðjunni í Mývatnssveit. Þá á bærinn 4 millj- ónir króna eða 13,2% í Lindu. Hiutur Akureyrarbæjar í Krossa- nesi er 200 milljónir, eða 99,9% hlutafjár. Bærinn seldi á síðasta ári hlut sinn í Oddeyri, en hann var upp á 11 milljónir króna. Þá á bærinn örlítinn hlut í Pólaris, en hlutafé bæjarins í Slippstöðinni nemur 39,3 milljónum eða 36,1% hlutafjár. Um síðustu áramót átti Akur- eyrarbær 281,8 milljónir króna í Utgerðarfélagi Akureyringa eða 58,4% hlutafjár. Skráð kaupgengi bréfanna var um áramót tæpir 1,3 milljarðar króna. Nýtt hlutafé var keypt í þremur félögum á liðnu ári, samtals að upp- hæð 33 milljónir króna. Bærinn keypti hlutafé í Laxá, en fyrirtækið var stofnað eftir gjaldþrot ístess fyr- ir 2 milljónir og í Foldu _sem stofnað var til eftir gjaldþrot Álafoss fyrir 30 milljónir króna, en bærinn á 46,7% hlutafjár í fyrirtækinu. Þá lagði bær- inn fram 1 milljón króna í hlutafé við stofnun Hlutabréfasjóðs Norður- lands. Félagsmálastofnun: 61 málum aðbúnað barna til umfjöllunar Félagsmálastofnun Akur- eyrarbæjar fjallaði um 61 mál er snerti aðbúnað barna og unglinga á liðnu ári. Málin flokkast þannig að fjall- að var um 5 forsjármál, 5 um- gengnismál, ein forsjársvipting var framkvæmd, 3 ættleiðingar- mál voru til umfjöllunar og 9 sinnum var um að ræða vistun bama til lengri tíma, en 38 mál yölluðu um aðbúð bama. Alls barst Félagsmálastofnun 481 umsókn um fjárhagsaðstoð á Iiðnu ári, 398 um styrk og 83 um lán og voru 419 afgreiddar jákvætt, 352 með styrk og 67 með láni. Umsækjendur voru 240 talsins, þar af voru einstæð- ir foreldrar 140, einhleypir 63, hjón með böm 30 og hjón voru 7. Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði á fundi þar sem skýrslan var kynnt að rekstrarstaða Akureyrar- bæjar væri traust. Vitanlega hefðu menn ekki á móti því að hafa úr meira fé að spila, beiðnir um fé væru margfalt meiri en þeir mögu- leikar sem bærinn hefði á að veita þá. Reksturinn væri í góðu jafn- vægi og innan þeirra marka sem sett hefðu verið. Gert er ráð fyrir að leggja endur- skoðaða fjárhagsáætlun þessa árs fyrir fund bæjarstjórnar um miðjan næsta mánuð auk þess sem á þeim fundi verður einnig lögð fram end- urskoðuð þriggja ára fram- kvæmðaáætlun bæjarins. Dan Brynjarsson hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar sagði á fundinum að fjárhagsáætlun hefði staðist mjög vel fram til þessa og ekki fyrir- sjáanlegt að breyting yrði' þar á. Bærinn hefði til ráðstöfunar um 36,7 milljónum króna meira fé en áætlað hefði verið, tekjur hefðu reynst meiri en áætlað var og gjöld lægri. Skuldir Akureyrarbæjar nema samtals röskum 4,6 milljörðum króna, en að stærstum hluta eru þær til komnar vegna Hitaveitu Akureyrar, en skuldir veitunnar nema 3,3 milljörðum króna. Lang- tímaskuldir nema 4,4 milljörðum króna, en samkvæmt lánasamn- ingum eiga afborganir langtíma- lána að nema 596 milljónum króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að endurfjármagna vegna Hitaveitu Akureyrar um 43% af þeirri fjár- hæð með nýjum lánum. Eignir bæjarins námu um 7,2 Á síðasta ári voru 2.347 launþeg- um greidd laun hjá Akureyrarbæ samtals að upphæð 915 milljónir króna. Ársverkin voru 720 þannig að meðaltalslaun á mánuði voru um 100 þúsund krónur. í unglingavinnunni unnu 255 unglingar á aldrinum 14 og 15 ára og vegna mikils atvinnuleysis meðal 16 ára unglinga var átak gert af hálfu bæjarins til að ráða þá í vinnu. milljörðum króna í lok síðasta árs, en nokkrar eignir bæjarins eru ekki inni í efnahagsreikningi. Þar má m.a. nefna hlut bæjarins í Landsvirkjun, en hlutdeild bæjar- ins í eigin fé Landsvirkjunar um síðustu áramót nam tæpum 1,5 milljarði króna og þá nam fast- eignamat lóða sem leigðar eru út um 3 milljörðum króna. Nýtt starfsmat sem gildir fyrir félaga í Starfsmannafélagi Akur- eyrarbæjar var tekið í notkun á síð- asta ári og þá urðu nokkrar innbyrð- is breytingar á röðun starfa í launa- flokka, en óverulegar launahækkanir urðu til starfsmanna. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýslu Akureyrarbæjar sem ný- lega var gefín út, en henni verður dreift í öll hús í bænum. Starfsmenn Akureyrarbæjar: Meðallaun 100 þús. á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.