Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 LP þakrennur Allir fylgihlutir LP þakrennukerfiö frá okkur er heildarlausn. Níösterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. ' Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN snzzm SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 Fíkniefnavandi til sölu? eftir Guðna R. Björnsson Þú svalar lestrarþörf dagsins á síðum Moggans! STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST OG ENDAST LP þakrennukerfið sameinarkosti ólíkraefna-kjarninn úrstáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu HEILDARLAUSN • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert lím. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvitt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SIMI: 91-685699 utan, frá þjóðum sem nú ráða ekki neitt við neitt. ísland til fyrirmyndar Mál sem tengjast fíkniefnum hafa komið við sögu í landsmálaum- ræðunni undanfarið. Enn og aftur heyrast raddir sem hrópa upp frelsi í verslun og viðskiptum og vilja nú rýmka enn frekar um sölu- og dreif- ingarreglur í áfengi. Á sama tíma þurfa landsmenn að horfa upp á vaxandi ofbeldi og ógæfu einstakl- inga vegna sölu eða framleiðslu áfengis og annarra fíkniefna. Oft spyr maður sig hvort ekki sé hægt að finna hina einu sönnu leið til að koma skikkan á vímuvam- ir, sem allir sættast á. Eins og umræðan hefur verið undanfarið bendir hún til hins gagnstæða. Illa upplýstir einstaklingar vaða uppi í fjölmiðlum og vilja færa ísland end- anlega inn á braut óreglu og skipu- lagsleysis í vímuvörnum. M.ö.o. þá liggur fyrir þessum aðilum að gefa eftir alla þá mótspyrnu sem verið hefur gegn frekari dreifmgu og neyslu fíkniefna á íslandi og „fyrir- myndin“ er að sjálfsögðu fengin að Víða í hinum vestræna heimi er nú verið að koma á sameiginlegri stefnu í hinum ýmsu þjóðfélagsmál- um. Þar reyna menn að læra hvor af öðrum og láta samanburð á reynslunni ráða því hvaða stefna verði ofan á í samþykktum þjóð- anna. Ekki er viað til annars en að ísland hafi sitt að segja í þessum samningaviðræðum og reyndar er litið til okkar lands með miklum áhuga hvað varðar stefnuna í vímu- vörnum. Þau áfengislög sem við höfum búið við frá 1954 eru ein meginástæðan fyrir þessum áhuga grannríkjanna. Sýnt þykir að með þessum lögum, sem reyndar eru grundvölluð á svipaðri stefnu í Nor- egi og Svíþjóð, hefur náðst óvenju sterkt tæki til að halda niðri því tjóni sem af áfengisneyslu getur hlotist. Þessi markaða stefna í áfengismálum er nú að verða óska- fyrirmynd hjá öðrum Evrópuríkjjim því yfirleitt eru sérfræðingar á því, að t.d. ríkiseinokun á sölu fíkni- efna, verðstýring og takmarkað aðgengi sé sterkasta vopnið gegn fíkniefnavandanum. Sérfræðingar í vímuvörnum í nágrannaríkjum okkar hafa í fiest- um tilfellum viðurkennt að neysla áfengis og annarar vímuefna valdi tjóni sem erfítt sé að meta í pening- um. Víða hafa þjóðirnar tekið nokk- um tíma í að viðurkenna þessa stað- reynd, svo sem Frakkland og Ítalía, þar sem áfengið telst vera landbún- aðarvara og Danmörk, þar sem allt er svo „hyggeligt", en nú hafa skýrslur og rannsóknarniðurstöður verið dregnar undan stólum í þess- um löndum. Allt í einu eru fíkniefn- in, með áfengið í broddi fylkingar, orðin varhugaverð neysluvara. Hveijum hefði dottið í hug fyrir örfáum árum að þetta yrði viður- kennt hjá þjóðum, sem kunnu að nota áfengi!? En vitneskjan, reynslan, sér- fræðiþekking og ekki síst þörf á hagræðingu í heilbrigðismálum hef- ur fengið menn og konur, einmitt í því ágæta landi Dana, til að staldra við og reyna, ef ekki er of seint, að sporna við fótum með þjóðar- átaki í vímuvömum. Leitað er eftir reynslu annarra þjóða og í stuttu máli þá er niðurstaðan sú að sterk staða ríkisvalds í sölu og dreifingu áfengis, ásamt átaki í forvörnum, er farsælust þar sem henni verður við komið. Hvað erum við íslendingar að hugsa um að gera á sama tíma? Jú! Háværari en nokkm sinni heyr- ast raddir um að nú verði að líta til og læra af þeim þjóðum sem hafa gert áfengið að „list“, það sé öllum fyrir bestu, a.m.k. íslensku „listamönnunum“ og íslenskum at- vinnuvegi. Fyrirmyndir þessa radd- hóps er væntanlega Spánn, Frakk- land og Ítalía, svo ekki sé minnst á Danmörku. Til að gera stutta sögu enn styttri og forðast frekari leynimakk em hér á ferð örfáir ein- staklingar sem vilja í skjóli frjálsrar verslunar græða á löglegri fíkni- efnasölu. Og þeir vilja ekkert um vímuvarnir vita, blessaðir. Fíkniefni eru ekki snúðar Á þinginu verður fjallað um ævi og verk Gunnars frá ýmsum sjónar- homum. Böðvar Guðmundsson skáld og fræðimaður kemur sér- staklega til landsins frá Danmörku í boði félagsins og ræðir stöðu Gunnars í danskri bókmenntasögu. Helgi Skúlason og Helga Bachman flytja leikgerð Bjama Benedikts- sonar frá Hofteigi og Lárusar Páls- sonar sem þeir nefndu Myndir úr Guðni R. Björnsson Framleiðsla, sala og neysla á fíkniefnum er ekki sambærileg í viðskiptalegu tilliti, samanborið við flesta aðra vöruflokka. Um þessa vafasömu vöm gilda vissulega svip- uð lögmál og um framboð og eftir- spurn en munurinn liggur í öðru. Engin önnur neysluvara veldur eins miklu líkams- og heilsutjóni. Neyt- andinn getur orðið háður vörunni, oftast líkamlega, varan veldur lík- amlegri eða andlegri fíkn. Seljand- inn er því í einstakri einokunarað- stöðu, varan selur sig sjálfkrafa sé hennar neytt. Og allar rannsóknir benda til að fíkniefni, áfengi, tók- bak eða önnur vímuefni, geri neyt- andann háðan efninu og muni í auknum líkindum valda ótímabær- um hliðarverkunum. Sá sem fram- leiðir eða selur fíkniefni, lögleg eða ólögleg, er einfaldlega að stunda hræðilega siðlaus viðskipti. Kostnaður þjóðfélagsins vegna neyslu á þessari „vöra“ er mun meiri en salan gefur af sér og kemst engin önnur vara nálægt því í sam- anburði. Og ríkið borgar brúsann af þessum viðskiptum fremur en öðmm með auknum útgjöldum í heilbrigðis- löggæslu- og félagsmál- um. Verður Jón Jónsson tilbúinn til að greiða það tjón sem verður vegna þeirra fíkniefna sem hann selur, eða treystir hann á að ríkiskassinn standi áfram straum af kostnaði? Eru m.ö.o. einhveijar líkur til að afnám ríkissölu áfengis verði þjóð- arbúinu til hagsbóta? Ef fíkniefni væru snúðar væri það líklegri niður- staða en verði hins vegar einokun ÁTVR á framleiðslu og verslun með áfengi aflétt er hér því ekki um einkavæðingu á fíkniefnavanda að ræða heldur hitt, sem verra er, einkavæðingu á fjármagnsgróða. Ef Jón Jónsson fæy alla peningana „En verði hins vegar einokun ÁTVR á fram- leiðslu og- verslun með áfengi aflétt er hér því ekki um einkavæðingu á fíkniefnavanda að ræða heldur hitt, sem verra er, einkavæðingu á fjármagnsgróða. Ef Jón Jónsson fær alla peningana hverjum á þá að selja fíkniefna- vandann, ef ekki hon- um sjálfum?“ hveijum á þá að selja fíkniefna- vandann, ef ekki honum sjálfum? Fíkniefnavandi til sölu? Sumarþing Félags áhuga- manna um bókmenntir FÉLAG áhugamanna um bókmenntir efnir til sumarþings um Gunn- ar Gunnarsson skáld (1889-1975) í Borgartúni 6 laugardaginn 27. júní nk. Þingið hefst kl. 10.15, stendur allan daginn og er öllum opið. Fjallkirkjunni. Auk Böðvars tala Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Gunnar Jóhannes Árnason heim- spekingur, Halla Kjartansdóttir ís- lenskufræðingur og bókmennta- fræðingarnir Soffía Auður Birgis- dóttir, Þórir Óskarsson og Þorleifur Hauksson. í lok þingsins stýrir Matthías Viðar Sæmundsson dós- ent pallborðsumræðum. (Úr fréttatilkynningu) Höfundur er uppeldisfræðingur. THELGARTÍLBOD ► I I ¥ I i Ef einhver árangur á að nást í fíknivörnum er mjög hæpið að koma fyrst upp einkaaðilum sem hafa mikilla hagsmuna að gæta af sölu efnanna. Líklegt er að t.d. hertar aðgerðir í vímuvörnum myndu bitna á söluhagnaði þessara hagsmuna- aðila. Árangur forvarnarstarfs myndi við þannig aðstæður miðaðst við þarfir og kröfur framleiðenda fíkniefnanna og áður en varði væm þeir farnir að stjórna vímuvörnum á íslandi. Dæmin sýna að þar sem framleiðendur bjórs hafa tekið upp viðvaranir gegn ölvunarakstri og barnadrykkju, í þeim tilgangi að sýna jákvæða ímynd fyrirtækisins, eru þeir ekki tilbúnir að ganga alla leið og hvetja til lífs án vímuefna. Hvaða árangur hefði t.d. orðið í reykingarvörnum ef sígarettufram- leiðendur hefðu stjórnað þeim? Einkavæðing fíkniefnagróðurs væri ósigur allra þeirra sem nú berjast fyrir forvarnarstarfi meðal barna og unglinga, ósigur fyrir þá sem vinna við meðferð, ávana- og neyðarvarnir, ósigur fyrir foreldra og uppalendur, ósigur fyrir afkomu og uppvöxt. Hveijum er gróðasjón nokkurra einstaklinga svona mikils virði? Fíkniefnavandinn er sameign okkar allra og engum ætti að vera gerður hagur í ógæfu þeirra sem misnota fíkniefni. Engin fíkniefna- gróði er svo mikill að hann greiði niður vandann sem fylgir fíkniefn- um, þess vegna verður að halda einkaaðilum frá verslun með áfengi og önnur fíkniefni. Fíkniefnavand- inn er ekki til sölu! P i m SKOGRÆKTARFEIAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1,/yrir neban Borgarspítalann, st'mi 641770, beim simi söludeildar 641777. Þessa helgi bjóðum við gljámispil (limgerði) úr beði 60-80 sm. hátt á kr. 90,- stykkið. Verð áður kr. 210,- Tilboðið gildir fyrir sérmerktar plöntur meðan birgðir endast. Söludeildin er opin í dag til kl. 19 ogum helgina jrá 9-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.