Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 33 Minning: Oddný Gísladóttir Fædd 8. apríl 1923. Dáin 18. júní 1992. Okkur langar til að minnast ömmu okkar Oddnýjar nú þegar hún er horfín okkur. Fyrstu minningamar eru frá því hún bjó á Eskifirði og við heimsóttum hana og afa Kristin oft á sumrin. Þar var gott og gaman að vera í fallega gamla húsinu með stóra garðinum, sem amma hugsaði svo vel um. Hún hafði gaman af að sýna okkur blómin og kartöflurnar sem hún ræktaði, að ógleymdum jarðarbeijunum í gróðurhúsinu. Þar naut amma sín vel við garðyrkju- störfin. Eftir að afí Kristinn dó flutti hún suður aftur og þá urðu samskiptin meiri. Alltaf var gott að leita til ömmu þar sem hún bjó í Þangbakk- anum og nú kölluðum við hana „ömmu í Þang“ í staðinn fyrir „ömmu á Eski“. Okkur fannst skondið þegar við vorum að býsnast yfir skólabókunum, hvað hún hafði mikinn áhuga á að læra sjálf. Hún dreif sig á námskeið, lærði m.a. ensku og þýsku, þegar hún var kom- in á sjötugsaldur. Undanfarið var amma á kera- miknámskeiði og höfum við öll feng- ið góðar og óvæntar gjafir sem gam- an er að eiga til minningar um hana. Eftir að amma eignaðist sumar- bústað í Hraunborgum hafa margar ferðir verið farnar þangað. Þar mátti sjá hvað hún hafði saknað þess að hafa ekki sinn eigin garð, því þar tók hún til óspilltra málanna að rækta hinar ýmsu jurtir. Sumarbústaðurinn varð sælureit- ur allrar fjölskyldunnar og við nutum þess að vera þar með ömmu. Skemmst er að minnast þegar öll fjölskyldan fór þangað í aprí! sl. til að halda upp á afmæli hennar. Nú erum við systkinin búin að gera hana að langömmu og alltaf var hún boðin og búin að passa fyrir okkur ef við báðum hana. Nú eiga litlu langömmubörnin erfitt með að skilja að „langamma í Þang“ er ekki leng- ur hjá þeim og margra spurninga spurt. Meðal útskýringa sem þau fá er sú, að nú sé amma ekki veik leng- ur og líði vel. Sú vissa hjálpar okkur líka í söknuði okkar og við kveðjum hana með þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lff, sem svo stutt og stopult er, Eitt af því síðasta, sem Hjalti sagði við okkur, var: „Ég bið að heilsa Mosfellssveitinni." Þeirri kveðju er hér með skilað. Við systkinin kveðjum góðan bróður. Söknuðurinn er sár, en samt munum við ávallt minnast hans með gleði í hjarta. Það var alltaf stutt í fallega brosið hans Hjalta, og þann- ig viljum við muna hann. Við biðjum fjölskyldu hans blessunar og hugg- unar. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu ekki, Hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Drottinn minn gefi dánum ró, hin- um líkn er lifa. Arndís Guðríður, Sigurður Narfi, Jóhanna og Hulda. Hann Hjalti í Laugarási er dáinn. Það kom ekki á óvart þeim er til þekktu, og veikindin að undanförun voru erfið. En samt er sárt að sætta sig við orðinn hlut. Hvers vegna eru sumir teknir frá okkur löngu fyrr en við teljum að það sé eðlilegt? Getur verið að það sé blandið dálít- illi eigingirni að vilja eiga þá lengur sem okkur eru kærastir? En þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, og við verðum að trúa því að okkur sé ætlað annað hlutverk að þessu loknu. það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Gunni, Harpa og Freyja. Þegar ég rifja upp yfir 20 ára kynni mín af Oddnýju Gísladóttur þá eru þær minningar allar góðar og ljúfar. Hér fór kona sem var trú sinni sannfæringu og hélt staðfastlega á sínum málum og lifði í sátt við sam- ferðafólk sitt. Á heimili hennar og Kristins á Eskifirði var ávallt gott að koma og í kringum Oddnýju var alltaf mikill friður og ró sem fólki er svo kær- komið eftir eril og þys hversdagsins. Þá tók ég sérstaklega eftir því að barnabörnunum leið alltaf vel í ná- vist ömmu sinnar og hún leyfði þeim að ærslast eins og þau vildu og aldr- ei komu neinar athugasemdir um uppátektir þeirra. Oddný hafði mikinn áhuga á garð- rækt og grænu fingurnir nutu sín vel í stóra garðinum á Eskifirði og seinna í sumarbústaðnum í Gríms- nesinu. Hún var óþreytandi við sín gróðrarstörf og ekki löngu áður en hún lagðist á sóttarsæng fór hún ein austur í sumarbústað að huga að plöntunum sínum þó þrekið væri nærri búið. Þegar leitað var til hennar með hjálp um úrlausnir á einhveijum vandamálum var hún úrræðagóð. Hún var til staðar þegar á þurfti að halda og alltaf stóð hennar heim- ili opið fyrir vinum og ættingjum um lengri og skemmri tíma. Oddný mun lifa lengi í hugum þeirra sem henni kyrintust og þær minningar vekja upp góðar hugsanir. Sturla Þengilsson. Gengin er óbreytt alþýðukona sem lét lítið yfir sér en bjó þó yfir metn- aði og menntunarþrá fyrir sig og sína svo sem henni hafði verið inn- rætt í bemsku. Örlögin höguðu því svo að hún mátti hafa sig alla við að halda sér og sínum á floti. Það gerði hún með þeirri reisn sem leið- ir hugann að því hveiju hún hefði áorkað ef ólgusjóirnir hefðu verið færri og stilltari á lífsleið hennar. Oddný Gísladóttir fæddist á Stóm-Reykjum í Hraungerðishreppi, dóttir hjónanna Maríu Jónsdóttur húsfreyju og Gísla Jónssonar hrepp- Hjalti Jakobsson í Laugargerði var aldrei annað en Hjalti í Laugar- ási á mínu bernskuheimili. Ég minn- ist þess frá því fyrsta, að hafa heyrt talað um Fríði og Hjalta í þeim tón, að ég gerði mér snemma ljóst að þau voru fólk sem gott var að eiga að vinum. Og Hjalti varð fljótlega í mínum huga, maður sem var meira metinn en margur annar. Enda fann ég það seinna sjálf, og fram á unglingsár þótti mér mikils um vert að fá að fara með pabba, ætti hann erindi við Hjalta. Það var ekki hávaði eða fyrir- gangur sem varð til þess að heilla unglinginn, nei, slíkt sá ég aldrei til hans. Hann var bara þannig að það var gott að vera nálægt honum, svo glaðlegur og hlýr. Þessu sama við- móti hef ég síðan fengið að kynnast hjá börnunum hans og það þykir mér mikils virði. Hjá Hjalta fékk ég mína fyrstu Fuchsiu, sem ég á ennþá. Hana mátti ekki borga með peningum, heldur skyldi kálhaus koma á móti, og naut ég þar föður míns. Slíkir voru og eru reyndar enn viðskipta- hættir garðyrkjubænda. Fuchsian lifír, og gefur af sér fleiri ár hvert. Ég ætla að reyna að við- halda stofninum um ókomin ár, og ég læt ekki gleymast hvar hún átti rætur í upphafi. Fríður mín, fyrir hönd móður minnar og okkar systkinanna frá Garði, votta ég þér og börnunum innilega samúð. Guð geymi genginn heiðursmann. Helga R. Einarsdóttir. stjóra. Þau áttu alls 9 börn sem komust öll upp og hafa ræktað garð- inn sinn hvert með sínu móti. Elsta barn Maríu og Gísla er Jón póstmað- ur og kunnur fræðimaður. Næstelst er Kristín María húsfreyja í Reykja- vík, móðir þess sem þetta ritar, en hún var gift Vilhjálmi Þorsteinssyni verkamanni sem er látinn. Þriðja barnið var Helga húsfreyja á Sel- fossi, gift Erlendi Siguijónssyni sem veitti forstöðu hitaveitu bæjarins, en þau eru bæði Iátin. Fjórða systkinið er Haukur bóndi og hreppstjóri á Stóru-Reykjum, kvæntur Sigur- björgu Geirsdóttur húsfreyju. Fimmti er Siggi Gíslason rafverktaki á Selfossi, kvæntur Jóhönnu Þórðar- dóttur. Sjötta barn þeirra Maríu og Gísla var Oddný sem við kveðjum í dag. Næst í röðinni er Sólveig, gift Garðari Bergmann rafvirkjameist- ara og eru þau búsett í Ástralíu. Næstyngst þessara níu systkina er Iðunn fóstra á Selfossi, gift Snorra Sigfinnssyni bifvélavirkja. Yngst er Ingibjörg húsfreyja í Reykjavík og er maður hennar Ólafur Kjartan Ólafsson rafmagnsverkfræðingur. Oddný heitin ólst upp í foreldra- húsum framundir tvítugt. Hún fór þá til Reykjavíkur og lærði m.a. saumaskap á saumastofu og heimil- isstörf á húsmæðraskóla eins og þeir hétu þá. Árið 1945 giftist hún Baldri Norðdahl sjómanni frá Úlfars- felli í Mosfellssveit. Þau áttu fjögur börn og er elstur þeira Birgir Már skipaverkfræðingur, kvæntur Rut Overgaard Nielsen viðskiptafræð- ingi. Þau eru búsett í Danmörku og eiga þijá syni. Annað barn Oddnýjar og Baldurs er Guðbjörg Edda sem er bókari hjá Stjórnunarfélagi ís- lands. Hún er gift Lárusi Gíslasyni offsetprentara og eiga þau þijú börn. Þriðja barn Oddnýjar og Baldurs er Gísli tæknifræðingur hjá Kópavogs- kaupstað. Hann er kvæntur Rúnu Bjarnadóttur húsmóður og eiga þau tvö börn. Yngsta barnið er María kennari, gift Sturlu Þengilssyni deildarstjóra hjá Sjóvá-Almennum og eiga þau þijú böm. Eru barna- börn Oddnýjar þannig 11 talsins og langömmubömin eru þegar orðin fjögur. Ekki verður sagt um Oddnýju frænku mína að mulið hafi verið undir hana um ævina. Svo fór að þau Baldur skildu árið 1958 eftir 13 ára hjónaband, en slíkt var þá miklu fátíðara en nú er. Þau bjuggu þá í Njarðvík og Oddný var þar áfram en fluttist síðan til Keflavík- ur. Hún lét ekki hugfallast þótt hún stæði ein með barnahópinn, en að vísu átti hún góða að þar sem voru afar og ömmur barnanna. Hún var vinnusöm og dugleg með afbrigðum, verkséð og handlagin að hveiju sem hún gekk. Þetta nýtti hún sér til fulls og vann einfaldlega hvaða störf sem buðust. Þannig vann hún um ævina í fiski, við kaupmennsku, sem matráðskona, við saumaskap, í bókabúð og þannig mætti lengi telja. Og víst skyldi hún koma börnunum til mennta svo sem hugur þeirra stóð til, og það tókst henni svo sann- arlega eins og áður er rakið. Árið 1965 réðst Oddný sem ráðs- kona austur á Eskifjörð til Kristins Jónssonar útgerðarmanns. Svo fór að þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1969. Er mér í fersku minni gestrisni þeirra er ég heimsótti þau á Eskifirði ásamt for- eldrum mínum sumarið 1971. Krist- inn lést árið 1980 og nokkrum árum síðar settist Oddný að hér í Reykja- vík. Fyrstu árin vann hún hjá Bæjar- útgerðinni en síðan sá hún um kaffí- stofu starfsfólks á Geðdeild Landsp- ítalans. í því starfí nutu mannkostir hennar sín vel og er mér kunnugt um að hún var afar vel látin af þeim sem kynntust henni þar. Á þessum árum efldist mjög samband hennar og móður minnar sem var þá einnig orðin ekkja. Oddný ræktaði fallegan garð þeg- ar hún var á Eskifírði og hafði af því mikla ánægju. Þesi áhugi fékk aftur að njóta sín þegar hún og börn hennar eignuðust sumarbústað aust- ur í Grímsnesi og átti hún þar marga ánægjustund. Ef ég þekki mitt fólk rétt hefur ekki spillt að vera í grennd við átthagana hinum megin við Hvítá. Eins og fleiri ættmenni hennar var Oddný fróðleiksfús og sóttist eftir menntun eftir því sem tök voru á. Þannig sótti hún tungumálanám- skeið á eigin spýtur bæði á yngri árum og einnig síðar. Þess naut hún til dæmis þegar hún réðst í það þrek- virki fyrir nokkrum árum að fara til Ástralíu ásamt bróður og mág- konu að heimsækja systur sína og mág. Þótt hún gengi þá ekki lengur heil til skógar gekk ferðalagið vel og væri sjálfsagt mörgum hollt að hugleiða þá tryggð, frændrækni og stórhug sem þama birtist. Þegar við kveðjum Oddnýju leitar hugurinn óneitanlega til sjúkdóms- ins grimma sem heijaði á hana síð- ustu árin. En hitt kann og að vera að hún hafi einfaldlega verið farin að kröftum eftir lengri og erfiðari vinnudag en lagður er á okkur flest. Og við sem eftir lifum geymum í hugskoti okkar minninguna um hýrt bros og hlýtt viðmót, dugnað og drengskap í bland við hógværð og lítillæti. Þorsteinn Vilþjálmsson. 2-NÆSIU SHEusm Kæfibox í miMu úrvali B°Ð Ffí/j SjfEuvjW^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.