Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JUNI 1992 - 37 Lögreg'lumenn í Keflavík með netín sem þeir fundu í höfn- inni í Helguvík. Á innfelldu myndinni er svo aflinn. Morgunblaðið/Björn Blöndal Ólögleg netalögn í Helguvíkurhofn: Lögreglan tók net sem í voru 11 laxar Keflavík. LÖGREGLUMENN sem voru á eftirlitsferð í Helguvík aðfara- nótt þriðjudagsins tóku í land ómerkt net sem sem strengt var á milli grjótvarnargarðs og viðlegukants syðst í höfninni. I net- inu reyndust vera 11 laxar og einn þorskur. Þrír laxanna voru merktir og tveir þeir stærstu um 15 pund. Að sögn lögreglunnar hafa borist kvartanir vegna laxveiða í Helguvík og að sögn starfs- manna laxeldísstöðvarinnar Vogavíkur í Vogum hefur borðið nokkuð á laxi með netaförum í stöðinni. Merkin verða athuguð hjá veiðimálastofnun til að skera úr um uppruna laxanna. -BB Ríkisútvarpið: Sparað í vetrardagskráimi SPARNAÐUR er áformaður víða hjá Ríkisútvarpinu, en að sögn Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra, er ekki enn hægt að segja hvernig hann komi fram í dagskránni. Líklega gæti áhrif- anna fyrst verulega í haust en hugsanlega eitthvað fyrr. Um síðustu mánaðamót sendi ustu Ríkisútvarpsins" Útvarpsráð frá sér ályktun, þar sem sú afstaða stjórnvalda, að hafa að engu ákvæði í gildandi fjárlögum um 4,5% hækkun afnotagjalda á árinu, var gagnrýnd. I ályktun ráðs- ins segir m.a. að ef svo fari fram, sem horfi, verði „ekki hjá því kom- ist, að fjárhagserfiðleikarnir bitni enn frekar á dagskrárgerð og þjón- Á góðum dögum er gjarnan sullað í vatninu. Morgunblaðið/-pþ Gönguferð og tónleikar í Viðey Á laugardag verður gönguferð um Vestureyna í Viðey og á sunnu- dag verða tónleikar í Viðeyjarkirkju, leikið verður á gömul hljóð- færi. í fréttatilkynningu frá staðarhaldara í Viðey segir m.a.: Elfa Björk Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri Útvarpsins sagði málið vera í athugun. Unnið væri að lækkun útgjalda en hún gæti ekki sagt nú hvar og hvernig lækk- unin kæmi fram í dagskrá útvarps- ins. Líklega færi áhrifanna verulega að gæta með vetrardagskránni, en hugsanlega fyrr. ■ SUMARSTARF (Sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi í Svínadal er hafið. í sumar verða 11 flokkar, viku hver, þar sem um 90 strákar eru í hverjum flokki. Hefðbundnu sumar- starfi lýkur síðan fyrstu helgina í september með karlaflokki, þar sem gamlir Skógarmenn mæta. Full- bókað er í flesta flokkana í sumar. í vor voru keyptir tveir nýir bátar •og eitt skip. Nú geta því skipstjórn- Laugardagur 27. júní. Kl. 14.15 verður farið í gönguferð á Vestureyna. Farið verður af Við- eyjarhlaði, framhjá Klausturhól og vestur á Eiði. Þar ber margt fyrir augu, Kattarnefið, formfagurt Eiðisbjargið og þijár litlar, fallegar tjamir. Síðan verður gengið á sjálfa Vestureyna, þar sem margt er að sjá, svo sem Áfanga, hið þekkta umhverfislistaverk Rich- ards Serra, rústir fornra penings- húsa, gömul byrgi lundaveiði- manna og steina með áletrunum. Á heimleið verður gengið að virki Jóns Arasonar og um Sjónarhól heim á Viðeyjarhiað, þar sem forn- leifagröfturinn verður skoðaður. Þetta er tæplega tveggja tíma ganga, og verði blautt á, er fólk beðið að haga fótabúnaði eftir því. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu kl. 14.00-16.30. Bátsferðir verða á klukkustund- ar fresti frá 13.00-17.30, á heila tímanum úr Klettsvör á Sundahöfn og á hálfa tímanum úr Bæjarvör í Viðey. Sunnudagur 28. júní. Kl. 14.15 verða tónleikar í Viðeyjarkirkju. Þá verður leikið á langspil, flautu og pípuorgel, samskonar hljóðfæri og Magnús Stephensen átti og leik- ið var á í Viðey á fyrstu áratugum 19. aldar. Nú leikur Ólafur Kjartan Sigurðarson á langspil, Hallfríður Ólafsdóttir á flautu og Marteinn H. Friðriksson á orgelið. Þau flytja tónverk frá fyrri hluta 19. aldar. Sr. Þórir Stephensen mun einnig segja örstutt frá tónlistariðkun Magnúsar Stephensen. Kl. 15.15 verður svo staðarskoð- un. Fyrst verður kirkjan sýnd, en svo er gengið um Viðeyjarhlöðu, fomleifagröfturinn skoðaður, sag- an rifjuð upp og sagt frá því helsta, sem fyrir augu ber í eynni og ná- grenni hennar. Kaffisala og bátsferðir verða með sama hætti og á laugardag. Staðarskoðun tekur um þrjá stundarfjórðunga og er ekki síst ætluð þeim, sem ekki leggja Bigfoot til sýnis við Kringluna ALMENNINGI gefst kostur á að skoða Bigfoot-trukkinn og verður hann til sýnir við Kringl- una frá kl. 15 til 18 í dag, föstu- dag. Að undanförnu hafa bandarískir ofurhugar verið hér á landi og sýnt ýmsar akstursíþróttir. Eitt farartækið sem þeir nota í sýning- aratriðum er svonefndur Bigfoot- trukkur og hefur hann vakið mikla athygli. Bigfoot-tröllið er byggt upp úr Ford-pallbíl. Hann hefur verið stækkaður og breyttur og er bíllinn nú um 16 tonn að þyngd og 3,5 metrar að hæð. Bigfoot er fjór- hjólastýrður og dekkin mannhæð- arhá. (Fréttatílkynning) armenn framtíðarinnar æft sig í Vatnaskógi á næstu sumrum. Fyrir- hugað er að taka inn hitaveitu í sumarbúðirnar frá hitaveitunni á Hvalfjarðarströndinni. Myndi það breyta aðstöðu til þess að vera með stafsemi lengur fram eftir hausti en verið hefur. Formaður Skógar- manna, svo sem verið hefur undan- farin ár, er Ársæll Aðalbergsson, úr Keflavík. - pþ FLBAR Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 gönguferðir fyrir sig eða vilja koma út í Viðey í sunnudagskaffi og njóta um leið viðburðaríkrar sögu, fagurrar náttúru og í þetta skipti einnig skemmtilegrar tónlistar. Nú hafa verið settir upp nokkrir hvíldarstaðir í Viðey. Eru það borð með áföstum bekkjum. Þau hafa verið sett upp á svonefndu „Búðar- plani“ og „Oliuplani" austur á Sundabakka, eitt í Tóbakslautinni og það íjórða austur á Eiði. /A^arud Vöðlur Neoprene vöðlur m/filt sóla. St. XXS — XXL Verð kr. 12.490,- ■ SENDIKENNARAR í ís- lensku erlendis héldu átjánda fund sinn í Uppsalaháskóla í Sví- þjóð dagana 29. og 30. maí sl. Nú starfa 11 íslenskir sendikenn- arar í sjö löndum í Evrópu. Á fund- inum gerði hver sendikennari grein fyrir íslenskukennslunni á sínum stað og þeirri kynningu á ís- Ienskri menningu sem fram fer í landinu þar sem hann starfar. Rætt var um skort á kennslubókum og öðrum kennslugögnum í ís- lensku fyrir útlendinga og nauðsyn betri upplýsinga um menningarmál á líðandi stund á íslandi. Sendi- kennarafundurinn samþykkti ályktun þar sem lýst er ánægju með þá ráðstöfun að málefni sendi- kennara erlendis skuli hafa verið fengin Stofnun Sigurðar Nor- dals. Hins vegar sé mikilvægt að efla fjárhag stofnunarinnar þegar verkefni hennar hafa aukist. I DREGIÐ var í happdrætti heyrnarlausra þann 17. júní sl. Vinningar komu á eftirfarandi númer: 1. 7801, 2. 18455, 3. 16056, 4. 16925, 5. 15373, 6. 4297, 7. 13952, 8. 19217, 9. 2685, 10. 11316, 11. 13350, 12. 17458, 13. 4935, 14. 16594, 15. 17238, 16. 7775, 17. 8495, 18. 7048, 19. 6987, 20. 6209, 21. 19541, 22. 11059, 23. 18366, 24. 19468, 25. 19042, 26. 4743, 27. 11618, 28. 517, 29. 101, 30. 8325, 31. 4616, 32. 7720, 33. 2299, 34. 16305, 35. 18900, 36. 14692, 37. 8284, 38. 15420, 39. 19807, 40. 3870, 41. 13922, 42. 7445. Félag heyrn- arlausra þakkar stuðninginn og minnir á að frestur til að sækja vinninga er 1 ár. (Númer birt án ábyrgðar.) (Fréttatilkynning) Lokað á laugardögum 5^ T, Á UTIUF? GLÆSIBÆ, SÍMI 812922 //• Til sölu Mercedes Benz 190E 2,0 árgerð ’90, dökkblár, ekinn 29 þ. km., sjálfskiptur, vökvastýri, ABS, topplúga, álfelgur, rafmagn í rúðum, samlæsingar o.fl. Verð2,5millj. stgr. Til sýnis á staðnum. liL bílASALA RCyKJAVÍKUR SKEIFUNNI 11, SlMI 67 88 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.