Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 43 MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI! FRAMMISTAÐA CONNHRYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI. STORKOSTLEG OG HRIFANDI! „TÖFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRÍFANDI SAGA UM ALVÓRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU. HUN ER ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ SEGJA UM CONNERY ER ÞAÐ AÐ HANN ER EINFALDLEGA BESTI LEIKARI OKKAR TÍMA. IUI Hiraon - Thc Wathingtoa Poíi „TÖFRALÆKNIRINN" ER LÍFLEG OG I.ITRÍK 1 UMGJÖRÐ UTAN UM STÓRKOSTLEGAN LEIK CONNERYS. Aðalhlutverk: Scan Conncry og Lorrainc Bracco. Leikstjóri: McTierman lyf krabbameini en ýnir formúlunni. MITTEIGIÐIDAHO ★ ★ ★ ★ L.A. TIMES ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Mbl. ★ ★★'/, MBL. DV Þessi magnaða spennu- mynd með Robert De Niro og Nick Nolte á stóru tjaldi í Dolby Stcreo. Sýnd í B-sal kl.4.45, 6.50,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. SPENNU/GAMANMYNDIN: TÖFRALÆKNIRINN Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuö innan 16 ára. FREEJACK Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuðinnan16. HOMOFABER Sýnd kl. 5. OGNAREÐLI ★ ★★★ SV MBL. *★★★ PRESSAN ★ ★★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl.5,7,9og 11. Bönnuð innan 14. LÉTTLYNDA RÓSA Synd 11 og MYNDIN SEMERAÐGERA ALLTVITLAUST Miðasalan opnuð kl. 4.30 Miðaverð kr. 500. Sýnd í A-sal kl. 5,9 og 11.30. Sýnd í B-sal kl. 7 og 9.30. Ath. númeruð sæti. Stranglega bönnuð innan 16ára. ★ ★★ 'h Bíólínan „HRAÐUR OG SEXÍ ÓGNARÞRILLER" ★ ★★ Al Mbl. SIÐLAUS... SPENNANDI... ÆSANDI... ÓBEISLUÐ... ÓKLIPPT... GLÆSILEG... FRÁBÆR. „BESTA MYND ÁRSINS" ★ ★★★GísliE.DV REGNBOGINN SÍMI: 19000 Fjöldi áfengisbúða á Norðurlöndum* á hverja 100 þús. íbúa * Danmörk er undanskilin r— á íslandi r—í Finnlandi [— í Svíþjóð r— í Noregi . . h L L L L 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Flestar áfengis- sölubúðir á Islandi FJÖLDI áfengissölubúða á hveija 1000 íbúa á íslandi er mestur á Islandi borið saman við Finnland, Svíþjóð og Noregi, að því er fram kemur í línuriti frá Afeng- isvarnarráði, en í þessum löndum öllum er einkasala á áfengi. Hins vegar fylgja ekki upplýsingar frá Dan- mörku, þar sem áfengi er selt með öðrum hætti. Þrátt fyrir rigningu tóku 1.500 manns þátt í fyrstu Hjartagöngunni í Reykjavík í ágúst 1991, sem hófst einnig í Mjódd. Af línuritinu sést, að Finnar áttu flestar vínbúðir fram til ársins 1983, er ís- lendingar komust í efsta sætið að því er varðar íj'ölda vínbúða. Síðan fjölgar vín- búðum á íslandi mest á ár- unum 1987 til 1989. Nokk- ur samdráttur virðist hins vegar vera frá 1989 til árs- ins 1990, en það er síðasta árið, sem línuritið sýnir fjölda vínbúða á hveija 1000 íbúa. Hjartagangan 1992; Allir útað ganga NÍU félagasamtök standa að skipulögðum göngudegi fjölskyldunnar, laugar- daginn 27. júní, á 40-50 stöðum um land allt. Aðilar að Hjartagöngunni 1992 eru samtökin íþróttir fyrir alla, Ungmennafélag ís- lands, Landssamtök hjartasjúklinga, SÍBS, Hjartavernd, Öryrkja- bandalag íslands, Land- samband aldraðra, Ferða- félag íslands og Útivist. í fréttatilkynningu frá að- standendum göngunnar seg- ir: „Það er sameiginlegt markmið allra þessara sam- taka að hvetja almenning til útiveru og hollrar hreyfíng- ar. Þátttaka í Hjarta- göngunni krefst ekki sér- stakrar undirbúningsþjálfun- ar og á að vera viðráðanleg flestum — ungum og öldruð- um. Gönguhraða getur hver og einn miðað við getu sína, þannig mega þeir spretta úr spori, sem eru í góðri æf- ingu, meðan aðrir skila hjartagöngu sinni í áföngum og á hæfilegum hraða. Aðal- atriðið er að sem flestir taki þátt í þessu sér til ánægju og heilsubótar. Allir fá viður- kenningu á því að þeir hafi tekið þátt í Hjartagöngunni 1992. Það er ekkert þátt- tökugjald og sums staðar verður boðið upp á hress- ingu. Stærsta Hjartagangan verður í Reykjavík og þar gengið um hinn fagra Ellið- arárdal. Lagt verður af stað frá Mjódd í Breiðholti á tíma- bilinu kl. 14-16. Borgar- stjórinn, Markús Örn Ant- onsson, mun ávarpa göngu- fólk kl. 14. Einnig verður á íþrótta- degi í Reykjavík boðið upp á fjölskyldutrimm og göngu á öllum íþróttasvæðum í borg- inni og geta þátttakendur þar fengið viðurkenningu Hjartagöngunnar 1992. Um allt land verða skipu- lagðar gönguleiðir á fjöl- mörgurn stöðum og vísast til auglýsinga um göngutíma á hveijum stað, auk þess sem forvígismenn aðildarsamtak- anna þar geta gefið frekari upplýsingar. I Reykjavík verður gengið um Elliðaárdal og frá félags- svæðum íþróttafélaganna eins og fyrr segir. Einnig er vitað um Hjarta- gönguna 1992 á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Borgar- nesi, Stykkishólmi, Grundar- firði, Olafsvík, Hellissandi, Isafírði, Bolungarvík, Þing- eyri, Suðureyri, Súðavík, Hólmavík, Dranganesi, Pat- reksfírði, Bíldudal, Tálkna- firði, Sauðárkróki, Varma- hlíð, Hvammstanga, Skaga- strönd, Blönduósi, Siglufirði, Hofsósi, Akureyri, Dalvík, Ólafsfírði, Húsavík, Kópa- skeri, Mývatnssveit, Egils- stöðum, Seyðisfirði, Reyðar- fírði, Eskifirði, Norðfirði, Höfn í Homafirði, Breiðdal- svík, Vík, Hellu, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi, Vest- mannaeyjum, Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sand- gerði." 80 ára afmæli skátastarfs á fslandi: Forseta Islands afhent snælda SKÁTASAMBAND Reylgavíkur býður til skátamóts á Úlfljótsvatni sém þegar er hafið og stendur til 28. júní. Þetta mót er sannkölluð afmælisveisla þvi haldið er upp á 80 ára afmæli skátastarfs á íslandi. Margs er að minn- ast á þessum tímamótum því 80 ár eru Iiðin frá stofnun Skátafélags Reykjavíkur, 60 ár frá stofnun Hjálparsveit- ar skáta í Reykjavík og 50 ár eru liðin frá því að Skáta- skólinn á Ulfljótsvatni hóf starfsemi sína. I tilefni af afmælismótinu hefur Skátasamband Reykja- víkur gefið út snældu með 14 vinsælustu skátalögum. Flest lögin eiga það sameig- inlegt að tengjast Úlfljóts- vatni á einn eða annan hátt °g er það vel við hæfi þar sem Ulfljótsvatn hefur verið miðstöð skáta um áratuga skeið. Hópur hljóðfæraleik- ara og söngvara úr skáta- hreyfingunni flytur lögin á snældunni og fóru upptökur fram í Stúdíó Gný í maí og júní. Lögin ættu allir skátar að þekkja vel, en þau eru: Upp til fjalla, Úlfljótsvatn, Oft um fögur, Blærinn andar, Út í veröld bjarta, Er röðull renn- ur, Hauskúpulagið, Dona Nobis, Undraland, Auður á Úlfljótsvatni og Nú skundum við á skátamót. Auk þessara laga er syrpa af landsmóts- söngvum og afmælissöngur í tilefni af afmælisárinu. Að lokum má finna spánnýtt lag á snældunni og er það móts- söngur afmælismótsins, en lag og texta gerðu þeir Guð- mundur Pálsson og Halldór Torfi Torfason. Snældan verður líka til sölu í Skátabúðinni og einnig geta skátar hringt á skrif- stofu Skátasambands Reykjavíkur og pantað ein- tak_. Verði er mjög stillt í hóf. Útgáfudagur snældunnar var 17. júní sl. Þótti það vel við hæfí að sækja heim verndara skátahreyfingar- innar á íslandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og afhenda henni fyrsta eintakið. Á myndinni má sjá, auk forseta íslands, þá Matthías G. Pétursson mótsstjóra afmælismóts skáta (fyrir miðju) og Guðmund Pálsson, en hann annaðist framkvæmd á út- gáfu snældunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.