Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 ÍÞRÓTTIR fclk í fréttum EM setti svip sinn á Gautaborg Morgunblaðið/Alfons Þátttakendur í kvennahlaupinu í Ólafsvík voru á öllum aldri og hér má sjá hluta keppenda taka teygjuæfingar að hlaupi loknu. KVENNAHLAUP Þátttakan í Ólafsvík tvö- Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í annað sinn í Ólafsvík 20. júní. Þátttak- endur voru alls 86 konur á öllum aldri og voru helm- ingi fleiri konur sem tóku þátt í hlaupinu í ár en í fyrra, en þá spreyttu 33 konur sig í hlaupinu. Þátttakendur gátu valið faldaðist um þijár vegalengdir, 2, 5 og 7 km, og fóru 39 konur 7 km. Elsti þátttakandinn var 70 ára en sá yngsti var eins árs. Hlaupið hófst í Sjó- mannagarðinum í glaða- sólskini og lauk því á sama stað þar sem gerðar voru teygjuæfingar að hlaupi loknu. Allar konumar, ungar sem aldnar, voru ánægðar með daginn og kváðust ætla mæta að ári liðnu. Umsjón með kvennahlaupinu hafði Elva Armannsdóttir íþrótta- kennari. - Alfons. ÍÞRÓTTIR Tíu þúsund konur tóku þátt Tíu þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ er var haldið á 18 stöðum á landinu laugardag 20. júní sl. í Garðabæ hlupu 5.500 konur en það er gífurleg aukning frá því í fyrra er 3.000 þátttakendur voru skráðir í hlaupið. Hin mikla þátttaka í Kvennahlaupi ÍSI í Garðabæ sl. laugardag er rakin meðal annars til þess hversu gott veður var. A síðasta ári hlupu 3.000 konur í Garðabæ og var það 1.000 konum fleiri en tóku þátt í fyrsta hlaupinu árið 1990. Búist var við svipaðri fjölgun í ár en þátttakan sprengdi allar áætlanir með því að aukast um 2.500. í ár var hægt að velja um þrjár leiðir til þess að hlaupa eða skokka í Garðabænum. Hægt var að hlaupa 2 km, 5 km eða 7 km en í fyrra voru leiðirnar tvær 3 km eða 5 km. Þátttöku stöðum á landinu fjölgaði einnig. A síðasta ári var Kvennahlaupið haldið á 12 stöðum víðs vegar um landið en í ár var hlaupið á 18 stöðum. Evrópumótið í knatt- spyrnu hefur sett svip sinn á mannlífíð í Gautaborg undanfarnar vikur, og þá ekki síst vegna fjölda áhang- enda keppnsiliðanna, en við- búnaður lögreglu vegna komu þeirra var mikill. Gautaborg er ein fjögurra borga í Svíþjóð þar sem keppnin hefur farið fram, en í dag leika Þjóðveijar og Danir þar til úrslita um Evr- ópumeistaratitilinn á Ullevi •Ieikvanginum. Ullevi rúmar 37.000 áhorfendur og þurfti aff lagfæra leikvanginn nokkuð fyrir mótið, og meðal annars þurfti að styrkja áthorfendastúkumar sem skemmdust mjög á hljóm- leikum Bruce Springsteen árið 1988. Meðfylgjandi myndir tók Helena Stefáns- dóttir ljósmyndari í Gauta- borg, en á efri myndinni sjást þeir Grétar Steinsson t.h. og Tékkinn Lanik Miroslav, sem unnu við það að mála og prýða Ullevi fyrir Evrópu- mótið. í kvöld spilar hljóm- sveitin LB0IH nom á Tveimur viiwm Hljómsveit Örvars Kristjánssonar leikur Söngvarar: Trausti og hin góókunna Mattý Jóhanns Midaverd kr. 800 Mætum hressl l Dansstudið er í Ártúni Oi Á er mættur til leiks ásamt hljómsveit sinni að norðan og þeir félagar halda uppi ósviknu sjallastuöi. Sjáumst hress - Mætum snemma Aögangseyrir kr. 800,- Snyrlilegur klæönaöur. ____________Opið frá kl. 22-03.__________ BREYTT OG BETRA DANSHÚS skemmta Opiðfrákl 19ti!03 -lofargóðu! ijiw \ dAiru Tónleikarnir ígærkvöldi heppnuðust frábærlega enda eru Bogomil & milljónamæringarnir eitt heitasta bandið í dag. - Mætið á dansskónum því þið komist ekki hjá því að dansa í kvöld! 20 fyrstu gestirnir fá fritt inn í boði Blóma- verkstæðis BINNA! SÆLU-DÆLU-STUND KL. 22-23 (happy draft hour) - þú kaupir einn og færð tvo! PULSINN SANNKÖLLUÐ SUMARGLEÐI! Laugard. 27. júní opið kl. 20-03 MAGNÚS & JÓHANN - JÖKULSVEITIN & MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR (Nýja blúsdrottningin okkar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.