Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 45 Pennavinir Bresk 57 ára húsmóðir með áhuga á íslandi vill skrifast á við íslenskar konur: June Ross, 113 Stonecross Road, Hatfield, Herts. ALIO OHS, England. ítalskur frímerkja-, seðla og póstkortasafnari vill komast í satn- band við íslendinga með svipuð áhugamál. Hann getur ekki um ald- ur: Giuseppe Ciancaleoni, Belvedere, Via Vicinanza 2/D, 1-84090, - Battipaglia, Italia. Sextán ára Nígeríupiltur með margvísleg áhugamál: David Agalaba, 8 Okunowa Street, Via Tolu Roaad, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. ítölsk 21 árs stúlka með margvís- leg áhugamái: Raffaella Anzil, Via Latteria 29, 1-33010 Bueriis-Magnano in Riv., Italy. LEIÐRÉTTING Rangtföðurnafn í FRÉTT í þriðjudagsblaði Morgun- blaðsins, þar sem skýrt var frá verð- launahafa á stúdentsprófi í MH, sagði að Elísabet Gunnarsdóttir hefði hlotið verðlaun Stærðfræðifé- lagsins. Elísabet er Gunnlaugsdóttir og ver beðist velvirðingar á þessu. Svíar eru elskuleg þjóð Frá Svavari H. Guðmundssyni: SVÍARÍKI og Svíar kvaddir eftir 22 ár. Mín reynsla er í stuttu máli sú, Svíar eru elskuleg þjóð. Að lokinni dvöl þakka ég Svíum og fyrirtækinu Broström fyrir þann sólskinsblett í lífi minu er þessi 22 ár hafa veitt mér. Mín sjómennska hófst árið 1929, síðan hefi ég siglt með sjómönnum er komu frá ýms- um þjóðlöndum vítt og breitt um heiminn. Sjálfur hefi ég tyllt niður fæti í um það bil 60 þjóðlöndum og farið 16 sinnum yfir miðbaug. Það er sagt að hafnarborgir spegli þjóðarsálina í hvetju landi er að hafi liggur. Mín reynsla er sú að Norðurlöndin eru í sérfrlokki með- al þjóða heims hvað lífsgæði, hrein- læti, velferð að ógleymdri breyti- legri náttúrufegurð snertir. Svíar eru þar í forystu og hin Norðurlöndin þar á meðal Island fylgja þar fast á eftir. Mínar athug- anir eru að íslendingar, Færeying- ar, Norðmenn og Svíar eru steypt- ir nánast í sama mót. Það er ekki meiri munur en á milli Sunnlend- inga og Norðlendinga á íslandi. Danir eru léttari. Það er til hábor- innar skammar en íslendingar hafa sótt tugþúsundum saman Svíþjóð heim, til menntunar og atvinnu, hafa notið alls þess sem sænska velferðarkerfið býður þegnum sín- um uppá. Ég hefí aldrei_ í blöðum eða tali séð eða heyrt að íslending- ar hafi þakkað fyrir sig. Það er þveröfugt, ég hef oft og tíðum séð og heyrt bæði í blöðum og tali, lúalegasta níð um Svíþjóð. Það er starfandi í Gautaborg og víða annars staðar í Svíþjóð sænsk- íslenkur félagsskapur. Gautaborg- arfélagið hefur komið mörgu góðu til leiðar. Þar hafa valist til forystu frammámenn meðal íslendinga og Svía í Gautaborg. Þar skal fremsta telja Brittu Gíslason og Báru Steinsdóttur, báðar kennarar að mennt. Þegar á bjátar fyrir íslend- ingum í Gautaborg og nágrenni þá er leitað til þeirra og þær eru þekktar fyrir að leysa flest mál. Fyrir allmörgum árum klufu náms- menn (kommúnistar) sig úr Sænsk-ísl. félaginu og stofnuðu félag sem þeir nefndu Fingon. Á sænsku Lingon. Það minnir mig á íslenska fjölskyldu er lifa saman eins og hundar og kettir. Á fundi í Lingon fyrir allmörgum árum bar ég fram tillögu þess efn- is að félagið þakkaði íslenskum sjómönnum fyrir þann gjaldeyri sem þeir öfluðu og veittu íslenskum námsmönnum í útlöndum. Það voru u.þ.b. 20-25 fundarmenn mættir. Það upphófst mikið íjaðra- fok, kommar tóku forystuna. Til- lagan var felld með 2 atkvæðum gegn 1, mínu atkvæði. Þeir hlut- lausu skömmuðust sín að hluta. Það virðist þjóðarlöstur okkar ís- lendinga að kunna ekki að þakka það sem vel er gert. T.d. verður það aldrei fullþakkað að Bretar og Bandaríkjamenn komu í veg fyrir það að við lentum undir hæl nasis- mans. Ég sigldi nær allt stríðið með íslendingum, Norðmönnum, Dönum og Englendingum. Ég veit þar af leiðandi hvað ég er að skrifa um. Ég ítreka þakkir mínar til sænsku þjóðarinnar fyrir hin ógleymanlegu síðustu 22 árin. Ég þakka fyrir dvölina hjá SGS (stúd- entaheimili) sem leigði mér nær allan tímann íbúð gegn sann- gjarnri leigu, sem ég sakna. Ég þakka þeim góðu hjónum Franzén fyrir auðsýnda vinsemd og auk þess sáu um íbúð mína og póstinn öll þessi ár er ég sigldi um heims- höfín. Síðast en ekki síst þakka ég þeim góðu hjónum Halldóri Ein- arssyni og konu hans Sigrúnu. Þau komust að því daginn áður að ég ætti 79 ára afmæli þann 5. apríl. Þau efndu til ógleymanlegrar veislu og Halldór flutti frumort kvæði. Ekki nóg með það, hjónin birtust eldsnemma daginn eftir veisluna heima hjá mér, lögðu nótt við dag í heila viku að pakka farangri mínum snyrtilega og koma honum í Samskip. Þau skildu ekki við mig fyrr en ég sté inn í flugvélina. Á leið heim. Ég skráðist á skip Skipadeildar Sambandsins árið 1965. Að lokn- um þrengingum í lífi mínu. Við blasti nú björt framtíð, þeir skipa- deildarmenn reyndust mér hliðholl- ir í fjögurra vetra námi (vélskól- inn) og starfí og síðast en ekki síst um þann þátt er þeir áttu í að útvega mér dvöl á því myndar- heimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Og að koma mínu hafurtaski yfir haf- ið og heim. Þeir Samskipsmenn hafa fundið aðferðir í flutningum á búslóð yfír haf, að nánast sé um að ræða flutn- inga á milli húsa í þéttbýli. Ég ráðlegg ungu fóki er hyggst leggja alvöru farmennsku fyrir sig í lífínu að reyna fyrir sér í Samskip. Ég tala af reynslu. Ég var innritaður á Hrafnistu í febrúar sl. Eftir að hafa dvalið á heimilinu um stund og notið hlý- legs viðmóts þar sem við blasti nýjasta tækni og þægindi, þar sem hæst bar „sundhöllina“. Var mér ljóst að Hrafnista var langt yfir alþjóðamælikvarða hafín. Um starfsfólkið er það að segja að hvort sem leitað er til þess hæsta eða lægsta (á Hrafnistu er enginn lægstur), þar blasir við hlýlegt við- mót og hjálpsemi. Þeir sem starfa að þjónustu- störfum á íslandi gætu margt af því lært. Um vistfólkið er það að segja, að einnig þar var.hjálpsemi í fyrirrúmi. Bak við meitluð andlit- in mótuð af því striti og lífsbaráttu er skóp íslenska þjóðarauðinn. Þrátt fyrir kreppu og styijaldir. Það þurfti ekki að tala lengi við þetta fólk þar til upp á yfirborðið kom hlýja, gaman og alvara sem þessu fólki er svo eðlislægt. Þá er ótalið enn það hlutverk er Hrafn- ista veitir í ríkum mæli. Það er bægja frá bölvaldi aldanna. Að frelsa gamalmennin frá að lenda í horninu hjá nánum ættingjum. SVAVAR H. GUÐMUNDSSON, Hrafnistu DAS, Hafnarfirði. ínnilegar þakkir fœri ég vinum og vandamönn- um, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöf- um og heillaóskum d 70 ára afmœli mínu 14. júli sl. Lifið heil. Jón Axelsson, Nónvörðu 11, Keflavík. Sumarhappdrætti Blindrafélagsins 1992 Dregið 23. júní. Vinningsnúmer eru: 15712 21357 891 18840 18794 6761 2729 21213 13666 12954 5060 22168 14096 19914 5656 22252 14990 24453 6214 22554 17673 24759 9030 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Upplýsingar í símsvara 91-38181. ÁRMÚLA 29, REYKJAVÍK. Meira en 40 bílastæði. 88 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & CO 1942-1992 50 ára byggingavöruverslun CELOTEX loftaplötur CMC niðurhengtkerfi fyrir plötur PAVAROC loftaplötur GH festingajárn fyrir burðarvirki BÁR kambsaumur WICANDERS - IPOCORK korkgólfflísar PRINT harðplast FIBO skipaplötur o.fl. MEG utanhússklæðning VAPLEX gifstrefjaplötur PARADOR hágæða veggja- og loftaþiljur KENTILE gólf- og veggflísar NICOBOND gólfspartl og fylliefni RUTLAND þéttiefni STOW steypuvíbratorar o.fl. MIFA filmukrossviður WERZALIT sólbekkir 88 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO #1% % ...alltafþegar ^ við erum vandlát °ÁDW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.