Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Aldar- afmæli skip- herrans FJÖLDI fólks lagði leið sína að Hrafnistu í Hafnarfirði í gær tii að samgleðjast Eiríki Kristóferssyni, fyrrum skip- herra á varðskipunum, á aldarafmæli hans. Eiríkur var skipherra á varðskipunum frá árunum 1929-1962. Nafn hans reis hátt í þorskastríðunum á þessum árum og á skipstjórn- arferli sínum tók hann þátt í 640 björgunaraðgerðum. Meðal þeirra sem heilsuðu upp á afmælisbamið í gær vom Þor- steinn Pálsson, dóms- og sjáv- arútvegsráðherra, fyrrum sam- starfsmenn hjá Landhelgisgæsl- unni, ættingjar og vinir. Mörg Morgunblaðið/Þorkell Margir heilsuðu upp á Eirík á afmælinu. Honum á hægri hönd situr Jakobina Sigurðardóttir, tengdadóttir hans, og á milli þeirra stendur Kristín Einarsdóttir. heillaskeyti bárust til Eiríks, þar á meðal svohljóðandi skeyti frá forsætisráðherra: „Fyrir hönd ríkisstjómar íslands sendi ég þér heillaóskir á aldarafmæli. Afrek þín og þjónusta við íslensku þjóð- ina á örlagatímum munu um ókomna tíð varpa ljóma á nafn þitt.“ Ákvörðun Tryggingastofnunar vegna sérfræðinga: Fjöldi fólks lagði leið sína að Hrafnistu í Hafnarfirði í gær Leitað leiða til að koma til móts við sjónarmið lækna - segir formaður tryggingaráðs JÓN Sæmundur Sigutjónsson, formaður tryggingaráðs, segir að ef ákvörðun Tryggingastofnunar um að setja ákveðið þak á starfs- einingafjölda sérfræðinga verði endurskoðuð og aðrar aðferðir fundnar til að draga úr kostnaðinum rúmist slíkar breytingar ekki innan gildandi samninga Tryggingastofnunar og Læknafélags ís- lands og semja verði upp á nýtt. Hann segir að á næstu dögum verði umkvartanir lækna þó skoðaðar og leitað leiða til að koma til móts við sjónarmið þeirra svo breytingamar bitni ekki á sjúkling- um. Haldinn verður fundur í heil- brigðisráðuneytinu með formanni samninganefndar Tryggingastofn- unar til að skoða þessi mál nánar næstkomandi fimmtudag, að sögn Þorkels Helgasonar, aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að heilbrigð- isráðuneytið- hefði ekkert fjallað um ákvörðun samninganefndar Tryggingastofnunar og það væri ekki rétt sem fram kom hjá for- manni Læknafélags íslands í Morgunblaðinu í gær, að ákvörð- unin nyti ekki stuðnings yfirstjóm- ar heilbrigðisráðuneytisins. „Við höfum ekki fjallað um þessa ákvörðun, því hún var tekin af öðrum aðilum en okkur. Aðilum sem voru fyllilega réttbærir til að taka þessa ákvörðun," sagði Sig- hvatur. Þorkell sagði að skoða mætti þá ákvörðun sem Tryggingastofn- un hafi tekið sem eitt af hugsan- legum skrefum en málin verði til frekari athugunar. „Við erum að skoða leiðir í heild sinni til að hemja kostnaðarsprengingu vegna sér- fræðilæknisþjónustunnar," sagði Þorkell. Jón Sæmundur kveðst fyrst hafa lagt til að sett yrði þak sem miðað- ist við 55 þúsund starfseiningar en það tæki þá til 155 lækna en niðurstaðan hefði orðið að fara vægar í sakimar fyrst í stað og miða þakið við 65 þúsund einingar sem næðu til 44 sérfræðinga. Launakostnaður vegna 65 þúsund eininga fyrir læknisverk hvers sér- fræðings á ári er átta milljónir króna, að sögn Jóns. Jón segir að ástæður þess að kostnaðurinn hefur farið 200 millj- ónir króna fram úr fjárlögum séu fleiri starfseiningar af hverri heim- sókn sjúklings til sérfræðings og fjölgun sérfræðinga í læknastétt. Skotvopnum stolið: Evrópsk og amerísk félög með afslátt í N-Atlantshafsflugi Tvítng'ur mað- ur játaði á sig þjófnaðinn TVÍTUGUR Reykvíkingur var í gærkvöldi tekinn til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna þjófnaðar á fjórum byss- um og skotfærum úr geymslu fjölbýlishúss við Flúðasel í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags og í fyrrinótt. Að sögn RLR fannst allt þýfið um kvöldmatar- leytið i gær samkvæmt ábend- ingu mannsins sem þá hafði við- urkennt verknaðinn. Byssumar sem um ræðir eru Mossberg-haglabyssa, Mossberg- riffiil og tveir stórir Winchester- rifflar, allt skotvopn sem geta verið stórhættuleg í höndum þeirra, sem ekki kunna með þau að fara. Byss- umar vom geymdar í læstum járn- skáp og byssulásamir í öðmm skáp. Báðir skápamir vom brotnir upp og einnig stolið byssupokum undir skotvopnin. í fyrra innbrotinu vom skot í byssumar skilin eftir, en í fyrrinótt var brotist inn í geymsluna á nýjan leik og skotfærin þá höfð á brott. Flugleiðir lækka far- gjöld sín til samræmis FLUGFÉLÖG austan hafs og vestan hafa ákveðið að bjóða sérstök afsláttarfargjöld á flugleiðum yfir Norður-Atlantshaf. Afslátturinn er allt að 30%. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar, svæðisstjóra Flugleiða í Norður-Ameríku, munu Flugleiðir bjóða sérfargjöld með afslætti til samræmis við lækkanir annarra félaga. Þijú evrópsk flugfélög, SAS, Swissair og KLM, riðu á vaðið með því að bjóða ný afsláttarfargjöld til Amer- íku. Stóro bandarísku félögin, Delta, Continental, Trans World og American, hafa nú svarað með því að slá allt að 30% af fyrirfram keyptum flugmiðum á leiðum yfir Norður-Atlantshaf. Sigfús Erlingsson segir að Flugleiðir muni bjóða svipaðan fargjaldapakka og bandaríska Delta-flugfé- lagið. Samkvæmt fréttaskeytum Reuters-fréttastof- unnar mun Delta lækka verð á flugmiðum, sem keypt- ir em með talsverðum fyrirvara í haust og vetur, um allt að 30%. Um er að ræða flug til 33 staða í Evr- ópu. Lægstu fargjöldin verða 448 dalir, eða um 24.500 íslenzkar krónur, frá New York til Berlínar, Amsterd- am, Frankfurt, Parísar og Zurich, svo dæmi séu nefnd. Sigfús segir að venjuleg fargjöld muni ekki lækka, heldur sé hjá öllum flugfélögunum um sérfargjöld að ræða, eða útsölufargjöld eins og þau séu gjaman köll- uð. „Þrengri reglur gilda um þessi fargjöld, það er meiri takmörkun á sætafjölda og sölu þeirra lýkur á fyrirfram ákveðnum degi, eins og gerist á útsölum. Skráð fargjöld breytast hins vegar ekki í sjálfum sér,“ segir hann. Samkvæmt skeytum Reuters er barátta amerísku flugfélaganna um farþega nú harðvítug, enda hefur dregið úr ferðalögum vegna efnahagskreppu í Banda- ríkjunum. Fréttastofan segir að afsláttarfargjöldin auki enn á taprekstur flugfélaganna. Framköllun: Verðmun- uryfir60% g MUNUR á verði framköllunar og stækkunar á ljósmyndum getur verið yfir 60% á milli B verzlana, samkvæmt verðkönn- un sem Verðlagsstofnun hefur _ gert. Hæsta verð á framköllun og stækkun er í verzlunum Hans Petersens, en lægsta verðið hjá Ljósmyndabúðinni Ingólfsstræti 6. Hjá Hans Petersen kostar 1.659 kr. að framkalla 36 mynda filmu og stækka myndir í 10 sinnum 15 sm stærð. Sama þjónusta kostar 998 kr. hjá Ljósmyndabúðinni Ing- ólfsstræti 6. Verðmunurinn er 66%, en minni ef margar fílmur eru framkallaðar, því að Hans Petersen veitir 50% afslátt af fram- köllun og stækkun 5. hverrar filmu. Verð á eftirtökum er einnig . lægst hjá Ljósmyndabúðinni Ing- i ólfsstræti, eða 120 kr. fyrir 13 sinnum 18 sm stóra eftirtöku. _ Hæsta verðið er hins vegar hjá H Hans Petersen, Hugföngum á Eiði- storgi, Sælgætis- og videohöllinni _ Garðatorgi og Tónborg í Hamra- w borg. Þar var verðið 195 kr. Verð á Kodak Gold 36 mynda fílmu var svipað hjá flestum ljós- myndavöruverzlunum, eða 570- 580 kr. Myndasmiðjan á Egilsstöð- um var með lægsta verðið, seldi filmuna á 515 kr. Sjá frétt frá Verðlagsstofnun bls. 18. I » 1 I t k k Ný sjón- varpsstöð hefur út- sendingar TILRAUNAÚTSENDINGAR hófust hjá Omega, óháðri kristilegri sjónvarpsstöð, í Ser, miðvikudaginn 5. ágúst. tsendingar Omega verða á tilraunastigi næstu 1-2 mán- uði og nást í austurhluta Reykjavíkur. Eiríkur Sigurbjörnsson, sjón- varpsstjóri Omega, sagði að útsendingar hefðu hafist um áttaleytið í gærmorgun og hefðu komið mjög vel út. Stöð- in sendi út frá Bolholti í átt að Grafarvogi inn í Laugames- hverfíð og í átt að Breiðholti yfír Háaleitið. Eftir tvo mánuði er stefnt að því að stækka hringinn og senda út jafnt í allar áttir. Að sögn Eiríks eiga sjónvarpseigendur sem hafa loftnet að ná útsendingunum. Stöðin býður fólki aðstoð við að ná útsendingunum. Að sögn Eiríks eru útsend- ingar Omega Qármagnaðar með stuðningi sem stöðin fær með þeirri erlendu dagskrá sem hún sýnir. Einnig verða auglýs- ingatímar og fólk getur verið með fijálsa stuðningsáskrift en dagskráin verður opin. Eiríkur sagði að allur rekstrarkostnað- Ur væri í lágmarki. Efni stöðvarinnar er aðallega erlent til að byrja með en að sögn Eiríks er stefnt að því að hafa innlent efni á dagskrá fljótlega. Hann sagði að taka ætti upp trúarlegar samkomur. Einnig væru hugmyndir um að hafa sunnudagaskóla fyrir bömin og viðtalsþætti. Eiríkur sagði að kristið fólk úr öllum áttum væri velkomið á stöðina jiar sem Omega væri óháð öll- um söfnuðum og trúarflokkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.