Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Stjórn Hitaveitu Suðurnesja: * __________ Akvörðun um Bláa lónið frestað Keflvíkingar ósáttir við vægi atkvæða stj órnarmanna STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja ákvað á fundi sínum í gær að fresta afgreiðslu máls, þar sem taka átti ákvörðun um afdrif Bláa lónsins við athafnasvæði veitunnar á Svartsengi. Að sögn Drífu Sigfúsdóttur, bæjarstjóra Keflavíkur, vill bæjarstjórn að reksturinn verði boðinn út, en telur sig jafnframt misrétti beitta í stjóra Hitaveitunnar, þar sem ekki sé tekið tillit til eignarhlutar í vægi atkvæða. Júlíus Jónsson, forstjóri veit- unnar, segir kosningu þá sem viðhöfð hefur verið samræmast lögum og ekkert sé við hana að athuga. Að sögn Drífu greiddi stjóm Hitaveitunnar atkvæði um það fyrir nokkm hvort bjóða ætti rekstur Bláa lónsins út, og greiddi fulltrúi Keflavíkur atkvæði með VEÐUR tillögunni, einn stjórnarmanna. „Á Alþingi var samþykkt að það skyldi að jafnaði viðhöfð hlutfalls- kosning, en svo tók stjórnin upp á því að það var almennt ekki kosið, heldur náð samkomulagi." sagði Drífa „í þessu máli vildum við láta reyna á að farið yrði að lögum og sjá svo hvemig atkvæði féllu.“ Drífa nefndi sem dæmi að Hafnahreppur, sem á 0,69% hlut í Hitaveitunni, hefur einn fulltrúa í stjóm og situr því við sama borð og Keflavíkurbær, sem á 38%. Ríkisjóður á 20% og hefur tvo stjórnarmenn. „Þetta er ekki hefð- bundin lýðræðisleið. Hún er sú, að meirihlutinn ræður, en minni- hlutinn hefur rétt á að koma skoð- unum sínum á framfæri,“ sagði Drífa. Júlíus Jónsson, sagði að af- greiðslu málsins um afdrif Bláa lónsins hafi verið frestað á fundi stjómarinnar í gær. „Samningur núverandi rekstraraðila rennur út 15. október, svo vænta má að það verði afgreitt fyrir þann tíma,“ sagði hann. Júlíus kvaðst ekki efast um lagalegt gildi kosningar þar sem einn stjómarmaður hefur eitt at- kvæði. „Við em ekki búnir að vera að fremja lögbrot hér í sjö ár,“ sagði hann. „Hinsvegar má biðja um að greidd verði atkvæði sam- kvæmt hlutfallslegri eign aðil- anna, þótt það sé ekki í anda þess sem um var talað á sínum tíma.“ Mun minna framboð er á ís- lensku grænmeti en í fyrra Nýjar hollenskar kartöflur koma í verslanir í dag FRAMBOÐ á íslensku grænmeti er nú mun minna en það var á sama tíma í fyrra, að sögn Krist- ins Vagnssonar sölustjóra hjá Ágæti hf. Hann segir að vegna kulda í byijun sumars sé uppsker- ÍDAGkl. 12.00 Helmikt: Veðurstota ísiands (Byggt á voðurspá W. 16.16 f gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 6. AGUST YFIRLIT: Við austurströnd Grænlands er lægðardrag sem hreyfist aust- ur. Skammt suðvestur af Færeyjum er 994 mb lægð á leið norðaustur. SPÁ: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt á landinu. Smá skúrir vestant- il en annars staðar þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Skýjað um landið vestanvert og hiti 6 til 12 stig, en bjart veður austanlands og hiti altt upp í 18 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustanátt, fremur hæg aust- ast á iandinu, en allhvasst á annesjum suðvestan- og vestaniands. A Suður- og Vesturlandi má búast við rigningu en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig. Svarsfmf Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990800. o Heiöskírt / / / / / f f f Rigning tik Léttskýjað * / * * / r * f Slydda -a Háifskýjað * * * * * * * * Snjókoma & Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vmdörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil f)öður er 2 vindstig., 10° Hitastig V Súld = Þoka 5tig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Hlöðuvallavegur hefur verið opnaður, þannig að fjallabílum er nú fært um allt hálendið. Uxa- hryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Vegna vegagerðar verður Vesturiandsvegur lokaður milli Ulfarsfellsvegar og Skáiatúns frá klukkan 19 í kvöld þar tii klukkan 7 í fyrramáiið. Samskonar lokun mun aftur eiga sér stað annað kvöld. Vegfarendum er bent á Úlfarsfellsveg. Ferða- langar eru hvattir til að leita sér nánari upplýsinga um færð áður sn lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýs- ingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631600 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl: 12.00 í gær aö M tíma Akureyri Reykievfk hiti ð 13 veður skýjað léttskýjað Bergen l3rign.ogsúld Heteinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 23 iéttskýjað Narsserssuaq 9 iéttskýjað Nuuk 3 þoka Óstó 13rigning Stokkhélmur 21 skýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 34 heiðskfrt Amsterdam 23 léttskýjað Barceiona 27 alskýjað Berlín 26 léttskýjað Chicago 18 akýjað Feneyjar 30 heiðskírt Frankfurt 26 heiðskirt Glasgow 17 skýjað Hamborg 23 léttskýjað London 24 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg vantar Madríd 33 léttskýjað Maiaga 33 lóttskýjað MaHorca 32 léttskýjað Montreal 15 hálfskýjað NewYork 21 léttskýjað Orlando 24 iéttskýjað Parfs 27 heiðskirt Madelra 21 skýjað Róm 31 heiðskírt Vfn 26 léttskýjað Washington 20 skýjað Winnipeg 11 skýjað an nú um mánuði á eftir þvi sem hún var síðastliðið sumar, og verðið að sama skapi hærra en það var þá. Nýjar hollenskar kart- öflur sem Ágæti hf. flytur inn koma í verslanir í dag, en Kristinn segir framboð á íslenskum kart- öflum vera sáralítið enn sem kom- ið er og horfur á mun minni upp- skeru en í fyrra. Verðið á hollensku kartöflunum verður að sögn Kristins um helmingi lægra en á því takmarkaða magni af íslenskum kartöflum sem fáanlegt er á markaðnum, eða 178 kr. tveggja kílóa pakkningin í heildsölu. Hann sagði hollensku kartöflumar vænt- anlega verða á markaðnum næsta hálfa mánuðinn. Hvað útiræktað íslenskt græn- meti varðar sagði Kristinn framboð- ið vera mjög lítið enn sem komið er. Nokkurt magn væri þó komið á markaðinn af hvítkáli, rófum og kín- akáli, og síðastliðinn mánudag hefði svo blómkálið bæst við. Kostar kíló- ið af rófum 220 kr. kílóið í heildsölu og blómkálið kostar 295 kr. kílóið. Heildsöluverðið á hvítkáli hefur lækkað talsvert frá því það kom fyrst á markað, eða úr 220 kr. í 139 kr. kílóið, og sömuleiðis hefur verðið á kínakáli lækkað úr 280 kr. kílóið í 175 kr. „Þetta byijaði allt saman á svip- uðu verði og það gerði í fyrra, en það lækkar hins vegar ekki jafn ört í verði og þá þar sem miklu minna magn er í umferð,“ sagði Kristinn. Norðurlandamótið í skák; Staða efstu manna óbreytt eftir 8. umferð NÆSTSÍÐASTA umferðin á Norðurlandamótinu einkenndist af jafn- teflum. Skákirnar voru allar spennandi en úrslit tíðindalitil. Norðmað- urinn Agdestein og Svíinn Heliers eru enn efstir og eru nú með 5Vi vinning fyrir níundu og jafnframt síðustu umferðina. Margeir Péturs- son náði einn íslendinganna að vinna skák sína gegn Einari Gausel hinum norska og er kominn í miðjan hóp keppenda með fjóra vinninga. í þessari umferð tefldu meðal annars Agdestein og Helgi Ólafsson og gerðu þeir jafntefli. Sömuleiðis sömdu þeir Jóhann og Daninn Han- sen og Jón L. og Emst frá Svíþjóð um jafntefli. Hellers hinn sænski hélt efsta sætinu ásamt Agdestein en hann gerði jafntefli við Yrjöla frá Finnlandi. Það voru aðeins Margeir og Tisdall frá Noregi sem unnu and- stæðinga sína en hinn síðarnefndi lagði Bent Larsen. Staðan fyrir síðustu umferðina er því eftirfarandi: Agdestein (N) og Hellers (S) eru efstir og jafnir með 5‘Á vinning, Jóhann og Helgi eru í 3. og 4. sæti með 5 vinninga og jafnir í 5. til 8. sæti með 4 Vi eru Jón L., Emst (S), Karlsson (S) og Tisdall (N). Margeir er í 9. til 11. sæti með 4 vinninga. Síðasta umferðin verður tefld í dag, flmmtudag, og þá mun Mar- geir stýra hvítu mönnunum á móti Jóhanni. Helgi verst með svörtu gegn Svíanum Karlsson og það sama mun Jón L. gera gegn Hansen. Af öðram skákum má nefna að Agde- stein teflir á móti Ernst og Tisdall mun eiga við Hellers. Samskip hf.: Á annan tug starfs- manna sagt upp í KRINGUM tuttugu starfsmönn- um þjá Samskipum hf. hefur ver- ið sagt upp frá og með 1. ágúst sl. Þessar uppsagnir eru Iiður í endurskipulagi og hagræðingar- aðgerðum hjá fyrirtækinu. Ömar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, sagði að í tengslum við endurskipulagningu sem hefði verið unnið að síðan síðast- liðið haust hefði um það bil 20 aðil- um verið sagt upp. Starfsfólki hefði verið tilkynnt um þessar uppsagnir í síðustu viku ásamt fleiri breyting- um á heildarskipulagi. Ómar sagði þessar breytingar vera í samræmi við þróun mála í þjóðfélaginu. Fyrir- tækið sæi fram á samdrátt í inn- og útflutningi vegna ástandsins í þjóðmálum hérlendis. Að sögn Ómars hefur fólkið sem sagt hefur verið upp 3-6 mánaða uppsagnarfrest og ef þróun yrði skárri en spáð er nú yrðu uppsagn- irnar endurskoðaðar. Ómar sagði að starfsfólk hefði almennt tekið ják- vætt í breytingarnar. Það gerði sér grein fyrir breyttu ástandi í þjóðfé- laginu. Þó að aukning hefði orðið á inn- og útflutningi það sem af væri árinu yrði fyrirtækið að búa sig undir samdrátt með hagræðingarað- gerðum. Ómar sagði að á síðastliðn- um tveimur árum hefði orðið aukn- ing á umsvifum fyrirtækisins og starfsfólki fjölgað. Nú væri hins vegar séð fram á samdrátt og þá yrði að sníða sér stakk eftir vexti. Að sögn Ómars snerta uppsagnirnar alla þætti starfseminnar. En starfs- menn Samskipa eru á fjórða hundr- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.