Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 43 Sjálfsbjargarævintýri á Hofsósi Frá kvöldvökunni í gamla pakkhúsinu á Hofsósi. Frá Sigurði Björnssyni og Sigríði Kristinsdóttur: FYRIR skömmu fóru sjálfsbjarg- arfélagar úr Reykjavík og nágrenni í minnistæða ferð til Hofsóss. Var um að ræða árlega sumarferð Sjálfsbjargar og höfðu heimamenn á Hofsósi undirbúið móttökur. Veg og vanda að þeim undirbúning höfðu þeir Valgeir Þorvaldsson bóndi Vatni og Sigmundur Franz Kristjánsson. Hópurinn gisti í félagsheimili Hofsósinga og naut ómældrar gest- risni heimamanna. Haldin var kvöldvaka í gamla pakkhúsinu í kvosinni, en það hús er frá árinu Í777 og hefur nýlega verið endur- byggt sem minjasafn. Þar var glens og söngur að sönnum skagfírskum sið. Er áreiðanlegt að fáir hafa skemmt sér í svo gömlu timburhúsi fyrr. En fyrir flesta var hápunktur heimsóknarinnar sigling út að Drangey. Siglt var í glaðasólskini og góðu skyggni á slóðir Grettis. Við eyna gat mannskapurinn notið blíðunnar og sinfóníunnar úr bjarg- inu allt um kring. Þetta þótti flest- um sannkölluð upplifun og er óhætt að mæla með slíkri siglingu ef Skagafjörður er skoðaður. Sjálfsbjargarhópurinn naut i rík- um mæli þeirrar miklu uppbygging- ar sem unnið hefur verið að í ferða- þjónustu á Hofsósi. Auk siglinga getur fólk stundað margskonar úti- veru. Hægt er að fara í veiði og á hestbak svo eitthvað sé nefnt. Svo getur fólk fengið sér hressingu í gömlu húsi sem áður stóð til að rífa, en er nú orðið að hlýlegu kaffi- húsi. Ferðahópurinn úr Reykjavík, samtals 40 manns, fór ánægður heim eftir tveggja daga veru á Hofsósi. Er víst að margir hafa hug á a,ð fara aftur er tækifæri gefst. Möguleikamir sem Hofsós og ná- grenni bjóða uppá eru fleiri en margur hyggur. Það er greinilegt að uppbygging ferðaþjónustu á Hofsósi og að Vatni gengur vel og vaonandi verður framhald þar á. SIGURÐUR BJÖRNSSON, formaður. SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR fararstjóri. „Þotuspeki“ Frá Gunnlaugi Björnssyni: KUNNINGI minn kom til mín um daginn og bað mig að útbúa fyrir sig þotukort, en hann hafði þá ný- lega heimsótt stjörnuspeking og bar hann spekingnum ekki vel söguna. Tók ég erindi hans vei. Við eyddum síðan allnokkrum tíma í að lesa úr þotukortinu og hvarf kunningi minn við svo búið á braut nokkru fróðari um framtíð sína, hamingju og lífs- hlaup allt, bæði fyrr og síðar. Til að lesendur átti sig betur á þotukortum og gerð þeirra mun ég nú útskýra í stórum dráttum hvem- ig þau eru unnin og hvað lesa má úr þeim, en helsti frumkvöðull þeirra er af mörgum talinn vera A. Frankoi frá Kaliforníu (sjá t.d. grein hans í ágústhefti Sky & Telescope frá 1989). Sá er óskar eftir þotukorti þarf að upplýsa um fæðingardag sinn og tíma sólarhrings, en fæðingarstaður og aðrar ytri aðstæður skipta minna máli. Gerð þotukorts felst í því að kortlögð er staðsetning allra risaþota (Boeing 747, DC 10 o.s.frv.) alls staðar á jörðinni á hinum tiltekna fæðingardegi og fæðingarstund. Til- gangur þess er sá að margur trúir því að staðsetning þessara ferlíkja háloftanna hafi við fæðingu einstakl- ings afgerandi áhrif á lífshlaup hans. Því er nauðsynlegt að staðsetja þau nákvæmlega til að ráða megi í ævi viðkomandi. Til skamms tíma hefur slíkt verið nánast óvinnandi því fjöldi risaþota hefur farið vaxandi ár frá ári undanfarin tuttugu til þijátíu ár. Með tilkomu tölvutækni varð öflun staðsetninga þotanna mun auðveld- ari sem og skráning þejrra á þar til gerð yfirborðskort af jörðinni. Að sjálfsögðu er allt þetta gert með vís- indalegum hætti og reyndist sam- vinna við hin ýmsu flugstjómar- svæði í þessu skyni ómetanleg. Skiptar skoðanir eru um hversu margar tegundir flugvéla þarf að taka með í kortið, margir halda því fram að ekki megi gleyma hinum risavöxnu flutningavélum heija heimsins. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þær séu ekki áhrifa- valdar nema á ófriðartímum þegar margar geta verið á lofti í einu. Má með nokkrum rökum ætla að þær hafi í þeim tilfellum áhrif á líf fleiri en þeirra er fæðast á þannig tímum. Listin að lesa úr þotukortum verð- ur ekki numin á einum degi, til þarf að koma áralöng reynsla. Kunna þarf skil á öllum helstu flughöfnum heimsins og áhrifa þess á líf manna að þar séu fáar eða margar þotur á fæðingarstundu þeirra. Séu til dæm- is margar þotur staddar á eða á leið til til Heathrow og/eða Kennedy- flugvallar, gæti það bent til að við- komandi ætti óvænt fjárútlát í vænd- um. Séu margar þotur á leið þaðan má á hinn bóginn búast við óvæntum fjárhagslegum ávinningi. Þyrping véla á O’Hara flugvelli við Chicago gæti gefið tilefni til bjartsýni í ástar- málum, en hópur þota í San Frans- isco eða Amsterdam er ekki að sama skapi jafn uppörvandi. Þannig mætti lengi telja, en eins og áður sagði þarf áralanga reynslu til að greina hin ýmsu sérkenni sem ekki eru endilega augljós. Því miður hefur enn ekki tekist að sýna fram á með, viðurkenndum hætti áhrif Keflavík- urflugvallar, né heldur að ákvarða þau einkenni sem þéttsætni þota á vellinum valda. Stafar þetta af frem- ur sjaldgæfum komum breiðþota til vallarins. í einu tilliti stendur þotuspekin A Frá Rafni Geirdal: ÍSLAND getur verið kjörin stað- setning fyrir ráðstefnur. Það er staðsett miðja vegu milli Bandaríkj- anna og Evrópu, mitt á milli aust- urs og vesturs. ísland er þekkt fyr- ir tímamótandi ákvarðanir. Fundur Reagans og Gorbachovs frá 1986 ætti að vera öllum í fersku minni. Það var á þessum fundi sem skref- ið í átt til friðar og afvopnunar stór- veldanna hófs. Island er þannig kjörinn minnisvarði fyrir afvopnun stórveldanna, kjörinn staður fyrir frið á jörð. Hér er enginn innlendur her. Hér er mjög friðsæl og óspillt náttúra. ísland er þekkt á alþjóðlegum vett- vangi sem hlutlaus þjóð með virð- ingarverð sjónarmið. Þetta kom glöggt fram á ráðstefnunni í Ríó. Stofnun ráðstefnuskrifstofu íslands styrkir þessa þróun og myndar far- veg fyrir aukningu á alþjóðlegum ráðstefnum hérlendis. Nýta má þekkingu stjómmálamanna sem hafa sótt fjölda funda og ráðstefna á erléndum vettvangi á síðustu árum. Bjóða má erlendum gestum sem eru frambærilegir á sínu sviði til að halda fyrirlestra um sérsvið sín. Leggja má áherslu á að ísland standi fyrir ráðstefnunum og velji umræðuefnin. Megináherslan má vera á frið á jörð, bætt samskipti þjóða, umhverfisvemd, þróunarað- stoð, hvemig sinna megi auknum vandamálum á borð við hungurs- neyð, vatnsskort og harmleik stríðs- hijáðra þjóða. skrefi aftar stjömuspekinni og er það getan til að ráða í geðsveiflur einstaklingsins. Ekki er ráðlegt að gera ráð fyrir að þotuspekin ráði við slíkt fyr en risaþotum heimsins hef- ur fjölga^í um að minnsta kosti helm- ing frá því sem nú er. Á hinn bóginn hefur þotuspekin mikla yfírburði þegar segja skal fyrir um ferðagleði margra einstaklinga eða stórra hópa og em hópferðir af ýmsu tagi gott dæmi um það. Því má svo bæta við að þotukort kunningja míns sem getið var í upp- hafi sýndi, svo ekki verður um viilst, að hann er mjög flughræddur og hafði hann ekki hugmynd um það fyrr enda hafði það hvergi komið fram á stjörnukortum hans. Mun hann því í framtíðinni fara allra sinna millilandaferða sjóleiðina (þar sem akvegur er ekki fyrir hendi). GUNNLAUGUR BJÖRNSSON stjameðlisfræðingur og áhugamaður um þotuspeki Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3, Reykjavík. Þetta getur einnig verið kjörinn staður fyrir ályktanir: Reykjavíkur ályktanir, sem útvarpast til annarra þjóða, og ísland verður þekkt fyrir slíkar ályktanir. Veljum þetta sem leið. RAFN GEIRDAL skólastjóri Smiðshöfða 10, Reykjavík Bréf til blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sem • hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fy'gja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. Island sem ráðstefnustöð Innilega þakka ég öllum vinum mínum, sem glöddu migmeð heimsóknum, gjöfum ogskeyt- um d áttrœÖisafmœli minu, þann 13. júlí. GuÖ blessi ykkur. Ingimundur Elímundarson. Excel á Macintosh & PC Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel. Námskeið sem gefur þér meira fyrir minna. Höfum kennt á Excel frá árinu 1986. Tölvu- 09 verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar fo® Grensásvegi 16 • stofnuö 1. mars 1986 (£) & HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburöargjald. PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUNl 14 • 220 HAFNARFIRÐI <8> Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGIUNNISÍMI6915 20 FULLBÚIÐ, HÁGÆÐA SJÓNVARPSTÆKIÁ FRÁBÆRU VERÐI! jii VJterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Moœða rn m eldhús- innrcttin^ HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 1 R. LINDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.