Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 5 > ) ) Áttræður unglingur í prenttækninámi Greip gæs- inameðan hún gafst SIGURJON Sæmundsson prent- smiðjusljóri á Siglufirði situr þessa dagana námskeið í skjá- prenttækni hjá Prenttæknistofn- un, en Siguijón er á 81. aldurs- ári og lætur engan bilbug á sér finna. „Ég fór með konunni til Reykja- víkur því hún þurfti að leita lækn- is. Ég greip gæsina meðan hún gafst og innritaðist á námskeið hér í Prenttæknistofnun, og þeir voru nú svo elskulegir við mig að taka mig í einkatíma, því í raun eru námskeiðin haldin á öðrum tíma,“ sagði Siguijón. Tvær byltingar Siguqon hóf störf sem prentari 1928 og kvaðst hann hafa lifað tvær byltingar í prenttækninni. Annars vegar þegar setjaravélin ruddi sér til rúms og hins vegar þegar tölvurnar voru teknar í notk- un á sjötta áratugnum. „Setjaravél- in skapaði allt aðrar forsendur fyr- ir öllu prentverki og dagblöðin nutu Ungur í annað sinn Siguijón Sæmundsson tileinkar sér sérstaklega góðs af því. Áður en hún kom til sögunnar voru blöðin yfirleitt varla meira en fjórar síð- ur, enda allt handsett," sagði Sig- uijón. Hann lét vel af náminu og ætl- aði að bæta hinni nýju tækni við þau tæki sem fyrir eru í Siglufjarð- arprentsmiðju, sem Siguijón rekur. Hann sagði að hin nýja tækni auð- veldaði mjög allt umbrot og í raun vildi hann vera í stakk búinn til að prenta Morgunblaðið ef hann væri beðinn um það. í prentiðnaðin- um væri um tvennt að ræða, að fylgjast með tækninýjungum og tileinka sér þær eða leggja árar í bát ella. nýja prenttækni í einkakennslu. Tarzan Líklega kannast íslendingar við mörg þeirra prentverka sem Sigur- jón hefur unnið við í gegnum tíð- ina, því hann prentaði t.a.m. Tarz- an-teiknimyndablöðin sem og Su- perman og Batman. Undir hans handleiðslu urðu fjórtán manns prentarar. Siguijón starfaði sem bæjarstjóri á Siglufirði frá 1958-1966 og auk þess var hann mikill söngmaður í eina tíð og söng sem einsöngvari með Karlakómum Vísi. Aðspurður hvort hann tæki ennþá lagið, sagði Siguijón: „Það eru helgispjöl! ef tenórar fara að þenja sig komnir á þennan aldur.“ Hjúkrunarheimilið Éir fær reltstrarleyfi Fyrstu íbúarnir flytja inn í mars Hjúkrunarheimilið Eir í Graf- arvogi hefur fengið rekstrarleyfi hjá heilbrigðisráðherra og er áætlað að fyrstu 25 íbúarnir geti flust inn í mars og 25 næsta haust. Alls munu um 120 manns koma til með að búa á hjúkrunarheimil- inu. Að sögn Páls Gíslasonar, sljórnarformanns sjálfseign- arstofnunarinnar Eirar, mun heimilið koma til með að bæta verulega úr mikilli þörf á hjúkr- unarrými fyrir aldraða. „Þó að það sé metið að hátt á annað hundrað manns bíði eftir slíku plássi má segja að þetta feli strax í sér nokkra lausn en áfram verður unnið að lausn þessa vanda,“ sagði Páll. Sjálfseignarfélagið Eir saman- Ekkert sorp- hirðugjald SAMKVÆMT upplýsingum frá bæj- arstjórn Mosfellsbæjar er ekkert sorphirðugjald innheimt af íbúum bæjarins nú. í fyrra var innheimt gjald, sem síðan var fellt niður. stendur af Reykjavíkurborg, Sel- tjamarnesbæ, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Samtökum blindra, að- standendum Aizheimer-sjúklinga, Sjómannadagsráði og Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. -----»-♦■■■4-- Sunday Times-mótið Guðmundur og Þorlákur urðu sjöundu GUÐMUNDUR Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson enduðu í 7. sæti á Sunday Times-bridsmótlnu sem lauk í London á föstudag. Sigurvegarar urðu Bandaríkja- mennimir Bobby Levin og Gaylor Kasle með 575 stig. Landar þeirra, Jeff Meckstroth og Eric Rodwell, enduðu í 2. sæti með 515 stig og Frakkamir Alain Lévy og Herve Mouiel urðu þriðju með 500 stig. Guðmundur og Þorlákur enduðu í 7. sæti, eins og áður sagði, með 462 stig. Alls tóku 16 pör þátt í mótinu. Sumarið er ekki langt undan hjá SAS og ódýru sumarfargjöldin ekki heldur! Sumarfargjöldin gilda fyrir tímabilið 15.4. - 30.9. 1993 Sölutími: 18.1. - 28.2. 1.3. - 30.4. 1.5. - 30.9. Kaupmannahöfn 22.900.- 25.900.- 28.900.- Gautaborg 22.900.- 25.900.- 28.900.- Osló 22.900.- 25.900.- 28.900.- Stokkhólmur 24.900.- 26.900.- 29.900.- Bókunarfyrirvari 21 dagur. Lágmarksdvöl 6 dagar. Hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur 33%. 1.310 kr. innlendur flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði auk 672 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. /////S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.