Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 38
38 KNATTSPYRNA / ENGLAND MORGUNBLAÐID IÞRO M I IR^ygtyyj^fiUg^. JANÚAR 1993 ■ l ■■■■ 1 ■IJBMIUI Rauði herinn afvopnadur Spurningin er hvort „hershöfðingjanum" Graeme Souness tekst að koma mönnum sínum til vopna á ný eða hvort ævintýrið um Liverpool — sigursælasta knattspyrnulið Bretlandseyja frá upphafi — er á enda ÞAÐ er draumur allra þjálfara að skapa sigurlið; lið sem nælir f meistaratitil eða jafnvel titla, ekki bara eitt keppnistímabil, heldur ár eftir ár. Þetta tókst forráðamönnum enska félagsins Liverpool. Sigurganga liðsins bæði heima og erlendis þótti hreint ótrúleg síðustu tvo áratugina; liðið var nánast áskrifandi að bikur- unum í Englandi og einnig sigursælt í Evrópukeppni, en nú hef- ur heldur betur hallað undan fæti. í fyrsta skipti í þrjá áratugi er Liverpool-liðið nú nefnt í sömu andrá og falldraugurinn, þó flestir fullyrði reyndar að liðið sé allt of gott til að falla. Áhangend- ur liðsins, sem er að finna um gjörvalla heimsbyggðina, spyrja hvað sé eiginlega á seyði. Hvernig þetta hafi getað gerst. Galdurinn Aðalþjálfari og ábyrgðarmaður Liverpool-liðsins, það sem Englendingar kalla managerog iðu- lega er nefnt fram- kvæmdastjóri á ís- lensku, er Graeme Halígn'msson Souness. Hann er einn þekktasti knattspyrnumaður Breta fyrr og síðar, fyrrum fyrírliði Liverpool og skoska landsliðsins. Hann er yfir- þjálfari; leggur línur, kaupir og sel- ur menn — er reyndar duglegri við það en flestir starsfbræðranna — og kemur fram út á við. Staða liðs- ins nú er verri en nokkru sinni í næstum þijá áratugi, þannig að starf stjórans er erfítt um þessar mundir. Sumir stuðningsmanna liðsins trúa ekki lengur á Souness og vilja láta reka hann, kenna hon- um um hvernig komið er, en aðrir vilja gefa honum tíma. Segja að lið- ið hafí þegar verið á hraðri niður- leið þegar Souness tók við, í apríl 1991, og segja hann rétta manninn til að koma skútunni á réttan kjöl á ný. Rétt er að benda á að Sou- ness og David Moores, sem tók við formennsku í stjóm félagsins fyrir nokkram misserum, eru miklir vin- ir, og á því má byggja þá skoðun að Skotanum verði treyst áfram. Formaðurinn ber fullt traust til vin- ar síns. Aðrir benda á að enginn nógu hæfur sé í augsýn til að taka við. Venjulegt lið Hvað sem þessu líður virðist aug- ljóst að það sem styrkur Liverpool byggðist á — hefðin — er ekki leng- ur til staðar. í dag er lið Liverpool bara venjulegt lið; menn líta jafnvel á það eins og hvem annan mót- heija og heimsókn á Anfield Road hræðir menn ekki lengur. Áður lyrr héldu andstæðingamir veislu ef eitt stig náðist á Anfield, en það er lið- in tíð. Staðreyndin er sú að sé ekki hugsað um knattspyrnulið af ítrustu nærgætni er voðinn vís. Oft hefur verið sagt að lengi lifí í gömlum glæðum, en það átti ekki við hið sigursæla Liverpool-lið. Þar voru kraftar manna nýttir til hins ýtr- asta í ákveðinn tíma og þeir síðan kvaddir og þakkað samstarfið. Ef til vill ekki jafn „mannleg" fram- koma og margur hefði óskað sér, en þegar stefnt er að því að gera út sigursælt lið verða menn að hugsa þannig. Annað hvort era menn nógu góðir eða ekki nógu góðir. Ekkert er til þar á milli; vin- skapur og annað í þeim dúr skiptir ekki máli — þó svo hann eigi ef til vill þátt í því að Graeme Souness haldi starfí sínu nú. Og það sem gerðist, að margra mati, var það að forveri Souness í stjórastarfinu, Kenny Dalglish, uggði ekki að sér hvað endurnýjun liðsmanna varðar. Leikmenn urðu of gamlir þegar hann var við völd. þann er þessar línur ritar að málið væri einfalt. í liði Liverpool væra einfaldlega allir bestu leikmennirnir sem völ væri á hveiju sinni og allt- af væri séð til þess að liðsheildin væri skipuð mönnum sem næðu vel samaii. Ágætis skýring, en það að ná vel saman er vissulega nokkuð teygjanlegt hugtak. Dæmi er til um menn sem léku hlið við hlið í liðinu í um áratug en töluðust helst ekki við. Vora óvinir, en þegar inn á völlinn var komið hugleiddu þeir það ekki, heldur braust þá fram ást þeirra á félaginu og metnaður fyrir þess hönd. Þetta voru þeir Emlyn Hughes, lengi fyrirliði, og Tommy Smith, sem báðir voru i liði félags- ins er það sigraði fyrsta sinni í Evrópukeppni meistaraliða, í Róm vorið 1977. Stjóri félagsins í dag, Souness, hefur einmitt kvartað und- an því að nú sé svo komið að þeir sem nú klæðist rauðu skyrtunni hafi ekki nægilegan metnað fyrir hönd félagsins. Séu ekki nægilega stoltir yfír því fyrir hvern þeir starfa og svíki um leið áhangenduma. Of margir leikmanna dagsins í dag hugsi nær einvörðungu um hve mikið þeir beri úr býtum fjárhags- lega. Bill Shankly, sem lagði granninn að stórveldinu, sagði á sínum tíma að það besta við velgengni Liver- pool hefði verið að hún færði stuðn- ingsmönnum félagsins hamingju. Fátækt er mikil í borginni, og knatt- spyman er það sem lengi hefur haldið fólkinu gangandi. Ótrúleg Fögnuður Kenny Dalglish fagnar glæsilegu marki sínu í 1:0 sigri gegn Chelsea á Stam- ford Bridge í London 3. maí 1986, en með sigrinum tryggði Liverpool sér enska meistaratitilinn. Þetta var fyrsta keppnistímabil Dalglish í sæti framkvæmda- stjóra, og fáeinum dögum síðar varð liðið einnig bikarmeistari. Sú spuming hefur löngum brunn- ið á mörgum hvernig í ósköpunum forráðamenn Liverpool hafí farið að því að halda alltaf úti svo góðu liði sem raun bar vitni. Hver er galdurinn, spurðu menn. Mark Lawrenson var einn lykilmanna liðsins á fyrri helmingi síðasta ára- tugar, og hann sagði eitt sinn við Á brattann að sækja Graeme Souness kallar til sinna manna úr varamannaskýlinu í leik gegn Wimbledon á dögunum. Til vinstri er Phil Boersma, hægri hönd stjórans, og til hægri baráttujaxlinn smávaxni Sammy Lee, en báðir eru þeir einnig fyrrum leik- menn félagsins. Lee er einn af þjálfurum þess nú. sigurganga átrúnargoðanna fékk fólk til að gleyma eymdinni. Meiðsll Eitt þeirra vandamála sem Sou- ness hefur þurft að glíma við eftir að hann tók við stjórninni var nán- ast óþekkt áður hjá félaginu. Menn hafa meiðst unnvörpum og sem dæmi má nefna að Souness hefur aldrei tekist að stilla upp sama liði tvo leiki í röð í vetur! I framhaldi af því má rify'a upp til gamans að þegar liðið varð enskur meistari fyrir rúmum áratug tóku aðeins fjórtán leikmenn þátt í leikjunum 42! Þá kunnu knattspyrnuáhuga- menn byijunarlið Liverpool utanað. Það sem vekur furðu er hve margir leikmannana hafa átt við meiðsli í hásin og hnjám að stríða. Sumir hafa viljað kenna Souness um, en hann segir slíkar skýringar ekki geta staðist. Hann hafi í engu breytt æfingaaðferðum sem notað- ar hafi verið hjá félaginu árum sam- an og því hljóti annað að koma tii. En hvað? Ekki nema von að menn spyiji. Það er staðreynd, sem enginn getur á móti mælt, að varnarleikur Liverpool var ætíð gríðarlega sterk- ur á velgengnisárunum. Enda verð- ur að byggja sterkt lið upp frá aft- asta manni. Það hefur sýnt sig í vetur; liðið er í hópi þeirra sem skora mest, en hefur hins vegar fengið á sig einna flest mörkin. Það er því af sem áður var, þegar fáir höfðu roð við varnarmönnum fé- lagsins. Nú er vörnin brothætt og lítinn stuðning að hafa frá miðju- mönnunum. Víkjum aðeins að sögu þessa sig- ursæla félagsliðs. Það var skoska goðsögnin Bill Shankly sem lagði grunninn að stórveldinu. Hann kom til starfa 1959, þegar liðið var í 2. deild og byggði upp lið sem varð þrívegis enskur meistari og tvívegis bikar- meistari undir stjórn hans. Það var svo eftir að félagið nældi í enska bikarinn í seinna skiptið, 1974, sem hann tilkynnti afsögn sína öllum á óvart. Margir í áhangendahópnum urðu örvinglaðir; héldu að nú hryndi allt. Að engin færi í fötin hans Shanklys. Miklar vangaveltur voru uppi um hver tæki við stjórn liðs- ins, en forráðamenn félagsins fóru að ráðum Shanklys sjálfs og réðu aðstoðarmann hans, Bob nokkurn Paisley. Shankly var mikill kjaft- askur, stórorður oft og tíðum og yfirlýsingaglaður. Paisley var algjör andstæða — var lítið fyrir að vera í sviðsljósinu sjálfur; sagði leikmenn tala fyrir sig inni á vellinum, og hann þurfti sannarlega ekki að skammast sín fyrir „orðbragð“ þeirra því undir stjórn hans varð lið Liverpool það sigursælasta í sögu enskrar knattspyrnu. Breyting Þegar Paisley hætti vorið 1983 tók aðstoðarmaður hans, Joe Fag- an, við. Sigurgangan hélt áfram, en Fagan, sem var orðinn gamall, var aðeins við stjórnvölinn í tvö ár, til vors 1985. Fastlega var reiknað með að hefðinni yrði haldið, að Ronnie Moran, aðstoðarmaður Fag- ans, hreppti hnossið, en svo fór ekki. Það kom gríðarlega á óvart þegar félagið tilkynnti hver hefði verið ráðinn: Kenny Dalglish, stjarna liðsins sem leikmaður í tæp- an áratug. Og það sem meira var; hann varð það sem Englendingarn- ir kalla player-manager, sem sagt bæði leikmaður og framkvæmda- stjóri liðsins. Efasemdarraddir urðu háværar. Maðurinn er að eðlisfari mjög feiminn og óframfærinn, og síðar kom í ljós að hann átti í nokkr- um erfiðleikum með samskipti við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.