Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 Hjörtur Hjartar fram- kvæmdasljóri — Minning Fæddur 9. janúar 1917 Dáinn 14. janúar 1993 Hjörtur Hjartar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambands ísl. samvinnufélaga, lést í Landspítalanum 14. janúar sl., 76 ára að aldri, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar jám- smiður, f. 1892, og Sigríður Egils- dóttir, f. 1893. Var Olafur sonur hjónanna Hjartar Bjamasonar og Steinunnar Guðlaugsdóttur og Sig- ríður dóttir hjónanna Egils Jónsson- ar og Sigríðar Bergsdóttur. Hjörtur Hjartar ólst upp í for- eldrahúsum á Þingeyri og hóf störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga aðeins 14 ára gamall. Skömmu eftir að Hjörtur gerðist starfsmaður kaup- félagsins réðst þangað sem kaupfé- lagsstjóri Eiríkur Þorsteinsson, síð- ar alþingismaður. Var Eiríkur um- svifamikill athafnamaður og hefur vistin hjá honum eflaust verið góður skóli og þroskað manndóm unglings sem hafði þann eðlisþátt að gera ætíð miklar kröfur til sjálfs sín. Hjörtur gekk í Samvinnuskólann, var þar tvo vetur og útskrifaðist vorið 1937, þá tvítugur að aldri. Gat hann sér góðan orðstír í skóla, sem sést best á því að hann er kallaður frá prófborðinu af þáver- andi forstjóra Sambandsins, Sigurði Kristinssyni, til þess að taka við forstöðu Kaupfélags Önfírðinga á Flateyri, en það félag átti þá í mikl- um rekstrarerfiðleikum og óeining ríkti meðal ráðamanna félagsins. Aðkoman þar var því erfíð fyrir Hjört aðeins tvítugan að aldri. Þar þurfti mikinn dugnað til að ráða fram úr erfíðleikum félagsins. Kom það fljótt í ljós að Hjörtur var vand- anum vaxinn. Á ótrúlega skömmum tíma tókst honum að leysa vanda- mál félagsins enda gerði hann ekki aðeins miklar starfskröfur til sjálfs sín, heldur hafði líka til að bera mikinn metnað að standa sig vel í því ábyrgðarmikla starfí sem hon- um hafði verið trúað fyrir. Hjörtur veitti Kf. Önfírðinga for- stöðu á árunum 1937 til 1945. Á Flateyri gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, sat í hafnar- og skólanefnd, Lýðveldishátíðamefnd V-ísafj arðarsýslu, var í skólanefnd, var fulltrúi á þing- og héraðsmála- fundum í sýslunni. Þá var Hjörtur félagi í Framsóknarfélagi V-ísa- fjarðarsýslu. Það hlóðust þannig ýmis störf á Hjört utan kaupfélags- stjórastarfsins, enda var hann mjög félagslega sinnaður og kunni vel til verka á því sviði, var vel máli far- inn á fundum og átti létt með að semja fundarefni. Árið 1945 verða aftur kaflaskipti í lífí hans og starfí. I annað sinn er leitað til hans að leysa vandamál kaupfélags. í þetta sinn er það Kaupfélags Siglfirðinga sem átti í miklum rekstrarerfíðleikum og inn- an félagsins voru þá miklir flokka- drættir. Er Hjörtur ráðinn kaupfé- lagsstjóri á Siglufírði árið 1945 í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þessum árum var það síldin sem setti svip sinn á Siglufjörð. Mikil gróska var þar í atvinnulífinu og var Sigluíjörður á þessum tíma mikill atvinnubær. Tókst Hirti fljótt að ná tökum á stjórn kaupfélagsins og þótt hann gæti verið harður í horn að taka þegar svo bar undir, auðnaðist honum að setja niður deilur innan félagsins og fá víðtæka samstöðu um kaupfélagið. Hann jók umsvif félagsins og færði kvíarnar ut í atvinnulífið. Þannig starfrækti félagið síldarsöltun, oft með góðum árangri. Hjörtur Hjartar gerðist uppfínningamaður við hagræðingu sfldarsöltunar og fékk fyrir það við- urkenningu frá opinberum aðilum. Á Siglufirði tók Hjörtur að sér ýmis aukastörf líkt og á Flateyri. Meðal annars sat hann í hafnar- nefnd og var í stjóm Framsóknarfé- lags Siglufjarðar. Hjörtur stýrði Kf. Siglfírðinga í sjö ár og segja má að félagið hafí á þessum tíma haft traustan og góðan rekstur. Það eignaðist góða aðstöðu fyrir starfsemi sína og hafði stóra markaðshlutdeild á Siglufírði. Fór ekki á milli mála að þakka mátti Hirti Hjartar fyrst og fremst framgang félagsins á þessum árum. Árið 1952 verða aftur þáttaskil í lífí og starfí Hjartar. í þriðja skipti er til hans leitað af forstjóra Sam- bandsins og í þetta sinn af Vilhjálmi Þór, til þess að taka að sér vanda- samt stjómunarstarf innan Sam- bandsins. Skipareksturinn var enn í mótun en nú var talið tímabært að setja þessa starfsemi undir sjálf- stæða deild innan Sambandsins, Skipadeild, og var Hjörtur Hjartar ráðinn framkvæmdastjóri deildar- innar. Það sýnir glöggt hve mikið traust Hjörtur hafði áunnið sér að honum skyldi falið að taka við Skipadeild- inni. Hann hafði ekki áður kynnst að ráði rekstri kaupskipa og þurfti því að lesa sér til og læra þetta nýja fag. Á ótrúlega skömmum tíma náði Hjörtur tökum á skiparekstrinum. Hann var vakinn og sofínn að fylgj- ast með rekstri skipanna, daga sem nætur. Þegar skipstjóri þurfti að taka meiri háttar ákvörðun var hringt í Hjört, hvenær sem var sól- arhringsins. Álagið varð strax mik- ið, trúlega of mikið. Á besta aldrei í blóma lífsins getur verið viss hætta á því að menn kunni sér ekki hóf. Hjörtur hafði vanist því í kaupfé- lagsstjórastarfínu á Flateyri og á Siglufírði að hlífa sér í engu og þegar hann kom í Sambandið tók það sama við. í ofanálag fékk hann oft langar og strangar samningalot- ur er hann sem varaformaður í Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna hafði forystu í kjarasamn- ingagerð fyrir samvinnufélögin. Vinnuþrek Hjartar á þessum árum var ótrúlega mikið. Sjáifur hafði hann skömm á lélegum vinnu- brögðum, gerði miklar kröfur, þó mestar til sjálfs sín. Lítið var hins vegar um sumarfrí hjá Hirti á þess- um árum og einhvem veginn hefí ég það á tilfinningunni að jaðrað hafi við að honum hafí innst inni fundist það að fara í sumarfrí vera það sama og að svíkjast um í störf- um. Kynni okkar Hjartar byijuðu í alvöru í ársbyijun 1955, þegar ég tók við forstjórastarfí Sambandsins. Ég tók strax upp þann sið að hin nýja framkvæmdastjóm, sem stjóm Sambandsins kaus í desember 1954, skyldi koma saman til fundar vikulega og vora fundir fyrstu árin haldnir á föstudögum. í fram- kvæmdastjórn Sambandsins áttu þá sæti auk mín: Helgi Þorsteins- son, sem var varaformaður fram- kvæmdastjómar, Hjörtur Hjartar, sem var ritari, Helgi Pétursson, Harry Frederiksen og Hjalti Páls- son. Hjörtur Hjartar var ritari til ársins 1967 og á þessum tíma vora bókaðir 446 fundir. Sagan mun varðveita þessar fundargerðir sem ritarinn skráði með sinni skýra hugsun, en Hjörtur var framúrskar- andi ritari. Við fráfall Helga Þor- steinssonar var Hjörtur kjörinn varaformaður framkvæmdastjóm- arinnar. Hjörtur Hjartar Iét af störfum í Sambandinu í árslok 1976, en brest- ur heilsu hafði þá byijað að gera vart við sig, þótt það virtist ekki alvarlegt í byijun. Að baki vora 46 ár frá því hann hóf störf í Kaupfé- lagi Dýrfirðinga, þá fjórtán ára gamall. Ævistörfín voru margþætt og ótrúlega mikil að vöxtum enda var Hjörtur mikill afkastamaður. Hér áður hefur verið minnst nokkuð á aðalstörf Hjartar en auk þeirra má nefna eftirfarandi, sem hann gegndi í lengri eða skemmri tíma: í stjórn verksmiðja Sam- bandsins á Akureyri var hann árin 1949-51, í stjóm Samvinnuspari- sjóðsins frá stofnun 1954 og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun 1963, í stjóm Áburðarverk- smiðjunnar hf., í stjórn Olíufélags- ins frá 1967 og stjómarformaður þar í mörg ár, í stjórn Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, í stjórn Dráttarvéla hf., í stjórn Reg- ins hf., í stjórn Fiskimjöls Njarðvík hf., í stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur, í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur eitt kjörtímabil. Hér að ofan hefur verið minnst á helstu félagastörf Hjartar. Eitthvað mun þó vanta í þessa upptalningu. Hjörtur Hjartar var mikill gæfu- maður í einkalífí. Hann átti því láni að fagna að eignast traustan lífs- förunaut, Guðrúnu Jónsdóttur kennara. Þau giftu sig 21. septem- ber 1939. Guðrún er dóttir hjónanna Jóns Jónssonar, bónda og alþingis- manns í Stóradal, og konu hans, Sveinbjargar Brynjólfsdóttur. Guð- rún er gáfuð og glæsileg kona, mikii húsmóðir sem ekki aðeins bjó manni sínum og börnum fagurt heimili, heldur reyndist hún einnig farsæl við uppeldi barnanna. Þau Hjörtur og Guðrún eignuð- ust fjögur börn, þau era: Jóna Björg, kennari, gift Paul van Buren háskólakennara. Þau eru búsett í Hollandi og eiga tvo syni; Sigríður Kristín, lyfjafræðingur, gift Stefáni Guðbergssyni verkfræðingi og eiga þau þijá syni; Elín, hjúkranarfræð- ingur, gift Davíð Á. Gunnarssyni verkfræðingi og eiga þau þijár dætur; Egill, raftæknifræðingur, kvæntur Maríu Gunnarsdóttur tæknifræðingi og eiga þau þijú böm. Langafabömin era fjögur talsins. Það var mikil gæfa Hjartar að eignast Guðrúnu. Fáar konur hefðu sætt sig við slíkt álag húsbóndans. Það var þó bót í máli að Guðrún og Hjörtur bára sömu taugar til starfsins. Þau áttu sömu hugsjónir varðandi framgang samvinnustefn- unnar og einlægni þeirra á því sviði var samofín. Þau vora mjög sam- rýmd og menningarlega sinnuð. Eftir að Hjörtur lét af störfum í Sambandinu ritaði hann fjölda greina sem birtust í Tímanum und- ir nafninu Samvinnumaður. Efni greinanna varðaði samvinnuhreyf- inguna, stefnu hennar og störf, einnig greinar er vora andsvör við ádeilum á Sambandið og samvinnu- félögin. Greinar þessar vöktu verð- skuldaða athygli enda vel skrifaðar eins og Hjartar var von og vísa. Við nokkrir vinir Hjartar hvöttum til þess að greinar úr þessu ritsafni yrðu gefnar út á bók og var sam- þykkt að Samband ísl. samvinnufé- laga gæfí bókina út. Bókin, sem ber nafnið: „Á líðandi stund — nokkur rök samvinnumanna 1977- 1982“, kom svo út í desember 1984. Ég held sérstaklega upp á þessa bók. Hún er verðmæt fyrir sam- vinnuhreyfinguna, ekki síst sem hvatning fyrir endurreisn sam- vinnustarfs á íslandi. Hjörtur Hjartar háði erfiða bar- áttu við ólæknandi sjúkdóma síð- asta áratuginn. Þar reyndi mikið á Guðrúnu og fjölskylduna sem gerðu allt hvað þau gátu til þess að hann mætti þola sem minnstar þjáningar og hann gæti verið í stöðugu sam- bandi við fjölskylduna. í veikinda- stríðinu kom berlega í ljós hin mikla umhyggja Guðrúnar. Nú er þjáning- unum lokið en eftir situr ástvina- missirinn. Hann er sár, en gott er þá að eiga góðar endurminningar liðinna ára, sem veita styrk í sorg og gleði í hjarta. Þegar Hjörtur er nú kvaddur hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir samstarfið sem við áttum í Sambandinu um áratuga skeið, þakklæti fyrir árang- ur sem náðist á þeim árum í upp- byggingarstarfi samvinnuhreyfíng- arinnar. Þessa mun ég minnast með virðingu og þakklæti. Við Margrét færam Guðrúnu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Hjartar Hjartar. Erlendur Einarsson. Hjörtur Hjartar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, lést 14. janúar sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, þá nýorðinn 76 ára. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri í pýrafírði og vora for- eldrar hans Ólafur R. Hjartar járn- smiður og Sigríður Egilsdóttir Hjartar. Sem unglingur vann Hjörtur ýmis störf hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga, en að loknu tveggja vetra námi í Samvinnuskólanum varð hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Onfírðinga á Flateyri, aðeins tvítug- ur að aldri. Árið 1945-52 stjómaði Hjörtur Kaupfélagi Siglfírðinga. Atorka hans og dugnaður höfðu vakið at- hygli Vilhjálms Þór forstjóra Sam- bandsins og óskaði hann eftir að Hjörtur tæki að sér framkvæmda- stjóm nýstofnaðrar Skipadeildar Sambandsins. Því starfí gegndi Hjörtur til ársloka 1976, þegar hann lét af starfí vegna heilsu- brests. Auk aðalstarfsins gegndi Hjörtur fjölda trúnaðarstarfa og hafði auk þess afskipti af sveitarstjórnar- og þjóðmálum. Hjörtur var maður einkar vel ritfær og skrifaði fjölda blaðagreina um margvísleg hugðar- efni. Enginn, sem kynntist Hirti, komst hjá því að verða snortinn af þrótti hans, eindregnum vilja og sterkum persónuleika. Um árabil átti ég því láni að fagna að starfa í mikilli návist við Hjört, þegar hann stjórnaði Skipa- deild Sambandsins en ég sölu sjáv- arafurða. Ég hafði áður veitt at- hygli þessum röska manni, sem var sístarfandi, alltaf að flýta sér, snöggur til svars og harður í horn að taka. Var ekki laust við að ég bæri nokkurn kvíðboga fyrir sam- starfmu. Sá kvíði hvarf skjótt við nánari kynni. Þótt hagsmunir sköraðust á stundum og báðir héldu sínu fram, lærði ég fljótt að meta einstaka mannkosti Hjartar, einurð, stefnu- festu, trúmennsku, heiðarleika, sanngirni og frábæran dugnað. Fyrir slíkum manni hlaut ég að bera virðingu, enda held ég að óhætt sé að segja hér að gagn- kvæmt traust hafí myndast á milli okkar. Ég var allmiklu yngri og óreyndari, en átti því láni að fagna að læra margt af mér reyndari manni. Á þessum tímamótum er mér þakklæti í huga fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með Hirti Hjartar. Árið 1939 kvæntist Hjörtur Guð- rúnu Jónsdóttur kennara, mikilli dugnaðar- og sómakonu. Börn þeirra eru Jóna Björg kennari, gift Paul van Buren háskólakennara, Sigríður Kristín lyfjafræðingur, gift Stefáni Guðbergssyni verkfræðingi, Elín hjúkranarfræðingur, gift Davíð A. Gunnarssyni framkvæmdastjóra, og Egill raftæknifræðingur, kvænt- ur Maríu J. Gunnarsdóttur bygg- ingafræðingi. Barnabömin era orð- in ellefu og barnabarnabörnin fjög- ur talsins. Heimili þeirra Hjartar og Guð- rúnar einkenndist af traustleika, reglusemi og hlýju og endurspegl- aði þannig mannkosti þeirra góðu og samrýndu hjóna. í allmörg ár barðist Hjörtur við þungan og erfíðan sjúkdóm, sem að lokum yfírbugaði þennan sterka og dugmikla mann. í þeirri baráttu reyndi mikið á Guðrúnu og fjöl- skylduna, en aðdáunarvert var að fylgjast með umhyggju þeirra og þrautseigju. Við Lúlú biðjum góðan Guð að styrkja Guðrúnu og ættingja alla á þessari skilnaðarstundu. Minningin um mikinn sóma- og dugnaðar- mann mun lifa meðal þeirra sem honum kynntust. Guðjón B. Ólafsson. „Þú ert þá bara nítján ára. Æ, ansi ertu nú ungur!“ Þannig komst Sigurður Kristins- son að orði, hinn gætni og grand- vari forstjóri Sambandsins, þegar hann réð Hjört Hjartar kaupfélags- stjóra á Flateyri vorið 1937. Hjörtur minntist þessa atviks í blaðaviðtali löngu síðar og sagði þá meðal ann- ars: „Auðvitað var það dálítill galli, að ég skyldi ekki einu sinni vera orðinn myndugur. Til dæmis var um það deilt, þegar ég stefndi eitt sinn heiðursmanni nokkram sem skuldaði kaupfélaginu, hvort það væri löglegt að strákhvolpur, eins og hann sagði, sem ekki væri mynd- ugur, gæti stefnt heiðarlegu fólki í nafni fyrirtækis. Sá ljóður fannst honum vera á þessu ráði, að ekki var einu sinni hægt að gagnstefna mér, þar sem ég var of ungur til þess!“ Hjörtur Hjartar brást ekki þeim vonum, sem við hann vora bundn- ar. Honum tókst að styrkja stoðir Kaupfélags Önfírðinga, sem svipti- vindar kreppu og aflaleysis höfðu leikið grátt. Það var upphafíð að ævilöngum og farsælum starfsferli hans á veg- um samvinnuhreyfíngarinnar. Árið 1945 var Hirti falin forsjá Kaupfélags Siglfírðinga, þar sem hann kynntist þeim sérkennilega anda og stemmningu, sem fylgdi silfri hafsins, og tókst að snúa málum svo að kaupfélagið hóf þátt- töku í síldarsöltun. í þriðja sinn kallaði Sambandið Hjört Hjartar til nýrra starfa; það var í ársbyijun 1952. Vilhjálmur Þór hafði tekið við forastu þess 1946 og af dugnaði og dirfsku efnt til ýmissa nýmæla í samvinnustarf- inu. Hirti ætlaði hann það hlutverk að stjóma Skipadeild Sambandsins, sem stofnuð var formlega síðar á árinu. Um sama leyti tók ég við Véla- deild Sambandsins, og þá hófust löng og góð kynni okkar Hjartar. Árið 1955 var framkvæmdastjórn Sambandsins stofnuð, en í henni áttu sæti auk forstjóra fram- kvæmdastjórar allra deildanna. Upp frá því sátum við Hjörtur hlið við hlið á fundum framkvæmdastjórn- arinnar í meira en tvo áratugi, og ævinlega fór vel á með okkur, þótt ekki værum við alltaf sammála. Hann var einarður baráttumað- ur, ósérhlífinn og kappsfullur, vel gefinn, fróður og viðræðugóður í vinahópi. Sambandið átti þijú kaup- skip þegar hann tók við Skipadeild- inni, en við lok ársins 1955 voru þau orðin sex talsins. Alls munu það hafa verið ellefu kaupskip, sem Hjörtur tók á móti fyrir samvinnu- menn, á meðan hann stjórnaði Skipadeildinni. Um leið og ég kveð Hjört Hjart- ar hinstu kveðju að leiðarlokum vil ég þakka honum langt og lærdóms- ríkt samstarf og skemmtileg kynni, sem ekki gleymast. Hann var dugmikill drengskapar- maður. Konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur, börnum þeirra og ijölskyldunni allri sendum við Ingigerður bestu kveðju og vottum þeim dýpstu samúð okk- ar. Hjalti Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.