Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 KVIKMYNDIR/ Robert Redford og Sidney Poiter hafa haft hægt um sig um skeið en eru nú komnir á stjá í Læðupokunum/ River Phoenix var fenginn tíl að leika á móti gamlingjunum til að yngri kynslóðin fengi líka eitthvað fyrir sinn snúð. „Sidney Poitier ertalinntil helgra mannau „SIDNEY telst til helgra manna í bandarískri kvikmyndagerð. Það var ótrúlegt lán að fá hann til að vera með í þessum hóp,“ segir leik- stjóri „Sneakers", Phil Alden Robinson, um Sidney Poitier, sem leikur stórt hlutverk í myndinni sem einn af mönnum Redfords. Það eru engin leyndarmál til lengur í „Sneakers“ leika River Phoenix, Robert Redford, Dan Aykroyd og Sidney Poitier menn sem eru sérfræð- ingar í því að grafa uppi leyndarmálin þar sem menn halda að þau séu vel geymd. Kvikmyndin „Sneakersu tjaldar gömlum og ungum stórstjörnum HÁSKÓLABÍÓ tekur væntanlega í lok vikunnar til sýningar myndina „Sneakers“, með Robert Redford í aðalhlutverki og stórleikara á borð við Sidney Poitier, Ben Kingsley, Dan Aykroyd, Mary McDonnell í öðrum aðalhlutverkum, að ógleymdum River Phoenix. Þetta er gamansöm spennumynd, léttari en flestar myndir sem Poit- ier og Kingsley hafa leikið í til þessa. Leikstjóri er Phil Alden Robinson, sem leik- stýrði „Field of Dreams“. Hann skrifaði handritið ásamt framleiðendunum Lawrence Lasker og Walter F. Parkes. Þeir unnu árið 1983 saman við gerð myndar John Badhams „War Gam- es“. Umfjöllunarefnið í „Sneakers" er er ekki alls óskylt, þótt miklu léttara sé yfir efnistökunum; dökka hliðin á tölvu- og upplýsinga- byltingunni. Redford leikur mann að nafni Martin Bishop, tölvu- snilling af 68-kynslóðinni. Hann er foringi skrautlegs og fjölhæfs hóps tæknisnill- inga, sem leiknir eru meðal annars af Poitier, Akroyd og Phoenix. Þeir félagar lifa vel af því að bijótast inn í tölvur og hvers konar öryggiskerfi sem menn hafa staðið í þeirri röngu trú að væru algjörlega örugg og gefa svo hönnuðum og eigendum skýrslur um gallana. Titill myndarinnar, „Sneakers", vísar til enska starfsheitisins yfir „sérfræð- inga“ af þessu tagi. Starf- semin virðist slétt og felld á yfirborðinu en í fortíð Bish- ops leynist óuppgerð mál við réttvísina og honum er stillt upp að vegg þegar tveir leynilögreglumenn banka upp á hjá honum og hóta honum fangelsi nema hann fallist á að taka þátt í leyni- legri aðgerð á vegum stjóm- valda. Stal af Repúblíkönum Brotið sem Bishop hefur á samviskunni og fær nú tæki- færi til að kaupa undan refs- ingu fýrir er að sjálfsögðu tölvuinnbrot sem hann framdi í háskóla ásamt vini sínum Cosmo, sem Ben Kingsley leikur. Þeir félagar brutust þá inn í tölvukerfi Rebúplíkanaflokksins og millifærðu stórfé af reikning- um flokksins yfír á reikninga Black Panther skæruliðanna. í anda þess prakkarastriks tekst Redford nú á við hið háleynilega verkefni fyrir ríkisstjómina, en svo mikil leynd hvílir yfír málinu að stjómarstofnunin sem stend- ur fyrir aðgerðinni er opin- berlega ekki til. „Sneakers" var frumsýnd vestanhafs í haust og þótt Redford og Poitier séu ekki daglegir gestir á hvíta tjald- inu virðist aðdráttarafl þeirra á áhorfendur fara lítið dvín- andi með ámnum. Til að tryggja að myndin höfðaði einnig til yngri áhorf- enda þótti framleiðendunum, sem meðal annars hafa átt þátt í gerð mynda eins og „Awakenings" og „Field of Dre- ams“, þó örugg- ara að tefla einnig fram ungu stór- stjömunni Ri- ver Phoenix, sem hefur á fáum árum leik- ið í litlu færri myndum en Red- ford all- Sidney Poitier, sem er tæplega 69 ára, var fyrsti blökkumaðurinn sem fékk alvöm aðalhlutverk í bandarískum kvikmyndum sem ætlaðar vom til sýningar á alþjóðlegum markaði og átti þannig stóran þátt í því að losa svarta leikara undan oki staðnaðrar ímyndar og hefur jafnan leikið menn sem bera höfuðið hátt í samskipt- um við hvíta. Poitier hlaut Óskarsverð- laun árið 1964 fyrir hlutverk í „Lilies of the Field". Hann Sidney Poitier ásamt River Phoenix í vann einnig mikinn leiksigur árið 1967 í myndinni „In the Heat of the Night“, sem gerð var á óróatímum í samskipt- um kynþáttanna í Bandaríkj- unum en í henni lék hann á móti Rod Steiger, hlutverk svarts alríkislögreglumanns við störf í Suðurríkjunum. Frá sjöunda áratugnum er einnig „To Sir with Love“, sem hlaut miklar vinsældir. Helstu myndir Poitiers sem leikara á síðari ámm era „Shoot to Kill“ og „Little Nikita" báðar frá 1988. Undanfarin ár hefur Sidn- ey Poitier hins vegar verið nokkuð áberandi sem leik- stjóri, við misjafnt gengi, og sem slíkur átti hann meðal annars þátt tveimur mynda Gene Wilders og Richard Pry- ors, „Stir Crazy“ og „Hanky Panky“. Redford verið spar á andlitíð undanfarin ár Leikarinn Robert Red- ford í hlut- verki tölvu- mannsins Bishops „Sneakers". ROBERT Redford, sem er fæddur árið 1937 og því á 55. ári, á að baki lang- an og glæsilegan leikferil, sem spann- ar um þrjátíu kvikmyndir. Þótt það þyki ekki mikið á svo löngum ferli teljast nú margar mynda hans sígild- ar. Ferill Redfords sem leikara hófst á Broadway árið 1959 og eftir að hafa leikið smærri hlutverk sló hann í gegn á sviði árið 1961 í aðalhlut- verkinu I uppfærslu Mike Nic- hols á leikriti Neils Simons, „Barefoot in the Park“. Undanfarinn áratug ndanfarinn áratug hefur svo lítið borið á Redford sem kvikmynda- leikara að myndir þar sem hann er í aðalhlut- verki hafa ávallt þótt sæta nokkrum tíðindum. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í hét „War Hunt“ frá 1962, en þar lék hann á móti Sidney Pollack, sem síðan hefur leikstýrt sjö kvikmynda Redfords. í kjölfarið fylgdu m.a. tvær myndir þar sem hann lék á móti Natalie heitinni Wood; „Inside Daisy Clover" og „This Property is Con- demned". Næstu ár lék hann meðal annars á móti Marlon Brando í „The Chase“ og Jane Fonda í „Barefoot in the Park“. Stóra stökkið á ferlin- um tók svo Robert Red- ford þegar hann árið 1969 lék á móti Paul Newman í myndinni „Butch Cassidy and the Sundance Kid“. Á átt- unda áratugnum lék hann svo í nokkrum myndum sem tryggt hafa til dagsins í dag stöðu hans sem einnar helstu stjörnu kvikmyndaheims- ins. Þeirra á meðal eru „Downhill Racer“, „The Candidate“ „Jeremiah Johnson", „The Sting“, þar sem hann hlaut til- nefningu til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í aðalhlutverki á móti Paul Newman. Frá þessum tíma má einnig nefna „The Way We Were“, „The Great Gatsby" og „Three Days of the Cond- or“. Það var svo árið 1976 að Robert Redford lék á móti Dustin Hoffman í myndinni „All the Presid- ent’s Men“, sem byggð var á bók blaðamann- anna Woodwards og Bernsteins um Water- gate-hneykslið og fall Nixons úr forsetastóli. Næstu ár lék Redford ekki í eftirminnilegri myndum en „A Bridge Too Far“, „Brubaker" og „The Electric Horseman“ en árið 1980 kvaddi hann sér hljóðs á nýjum vett- vangi og uppskar Óskars- verðlaun árið eftir sem leikstjóri myndarinnar „Ordinary People“. Undanfarinn áratug hefur lítið borið á Robert Redford á hvíta tjaldinu. og hefur hverrar kvik- myndar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu sem þær hafa ekki allar reynst standa undir. Frá þeim tíma eru þó mynd- irnar „The Natural," „Legal Eagles" og einnig „Havana“, að ógleymdri „Out of Africa", þar sem hann og Meryl Streep fóm á kostum. Hins vegar hefur hann átt þátt í leikstjórn og framleiðslu ýmissa mynda á þessum tíma, en í margar þeirra hefur verið ráðist til að vekja athygli á pólitískum mál- efnum, einkum á sviði umhverfísmála, en þau em Redford einkar hug- leikin. Robert Redford er fráskilinn, á þrjú börn og dvelst ýmist í New York, Connecticut, Utah eða Kalifomíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.