Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 8
8 , MQRGUNBLAÐIÐ PAQHW&BWMMMawnaAR i »3 ITU A /^ersunnudagur24.janúarl993semer24. U£\.VJ dagur ársins 1993 og 3. sunnudagur eftir þrettánda. Stórstreymi 4,12 m. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 7.30 og síðdegisflóð kl. 19.44. Fjarakl. 1.13 ogkl. 13.41. Sólarupprás er í höfuðstaðnum kl. 10.31 og sólarlag kl. 16.50. Sólin er í hádegisstað í Reylq'avík kl. 13.40 og tunglið í suðri kl. 14.55. (Almanak Háskóla íslands.) Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég erfjarri. (Fil. 2,12.-13.) ÁRNAÐ HEILLA pT /\ára afmæli. Á morgun, tJ\J mánudaginn 25. jan- úar, verður fímmtug Sigríð- ur Oddný Erlendsdóttir, Skíðbakka 1, A-Landeyjum. Eiginmaður hennar er Albert Halldórsson. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu föstudaginn 29. janúar eftir kl. 20. FRÉTTIR/MANNAMÓT ITC-deildin Eik heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.30 í Fógetanum, Aðal- stræti 10. Öllum opinn. Uppl. veita Edda s: 26676 og Jónína s: 687275. HIÐ ÍSLENSKA náttúrufé- lag heldur næsta fræðslufund sinn á morgun, mánudag, kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Guðmundur A. Guðmundsson líffræðingur heldur erindi sem hann nefnir: Umferð há- norrænna farfugla um ísland. SKAFTFELLINGAFÉ- LAGIÐ í Reylcjavík. Félags- vist í dag kl. 14 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvar Reykjavík- ur er með opið hús fyrir for- eldra ungra bama nk. þriðju- dag frá kl. 15-16. Umræðu- efni: Geðtengsl. ITC-DEILDIN Kvistur held- ur kynningarfund á morgun, mánudag, kl. 20 í Brautar- holti 30. Uppl. veita Erla s: 31682 og Bryndís s: 71314. FÉLAG fráskilinna heldur þorrablót sitt 30. janúar nk. Uppl. veita Sigrún s: 74034, Hrafnhildur s: 51648 og Pét- ur s: 14096. KVENNADEILD Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Fundurinn á morgun, mánu- dag, fellur niður. RANGÆINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur fjórða spilakvöid vetrarins í Ármúla 40, á morgun, mánudag, kl. 20.30. Verðlaun og veitingar. FÉLAGSSTARF aldraðra í Kópavogi. Biblíulestur verð- ur þriðjudaginn 26. janúar kl. 14 í Fannborg 1, matsal. FÉLAGSSTARF aldraðra í Hafnarfirði. Opið hús í dag kl. 14 í Iþróttahúsinu v/Strandgötu. Dagskrá í um- sjá" Kiwanisklúbbsins Eld- borgar. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Miðvikudaginn 27. janúar leikhúsferð í Risið. Leikhópurinn Snúður og Snælda með leikritið Sólsetur. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 15.30. Skráning þátttöku og uppl. í s: 79020. KVENFÉLAG Hreyfils heldur sinn fyrsta fund á nýju ári nk. þriðjudag kl. 20 í Hreyfilssalnum. KIRKJUSTARF HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 svala, 5 skinnið, 8 endurtekið, 9 bald- inn, 11 hangir, 14 kraftur, 15 barlómurinn, 16 vondan, 17 greinir, 19 ró, 21 ein- kenni, 22 starfinu, 25 for, 26 hvíldi, 27 lélegur. LÓÐRÉTT: - 2 sár, 3 dæld, 4 fiskaði, 4 leikföngin, 6 heiður, 7 fæði, 9 ósvífni, 10 héist, 12 baðst um, 13 reikar, 18 þrenging, 20 grein- ir, 21 flan, 23 samþykki, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 folar, 5 skæla, 8 rifta, 9 ófátt, 11 úldin, 14 aur, 15 aflið, 16 illur, 17 inn, 19 regn, 21 áðan, 22 and- litij 25 rán, 26 ýli, 27 Róm. LOÐRÉTT: — 2 orf, 3 art, 4 ritaði, 5 stúrin, 6 kal, 7 lúi, 9 ófagrar, 10 árlegan, 12 dólaðir, 13 nýrunum, 18 núll, 20 nn, 21 át, 23 dý, 24 II. Clinton boðar óbreytta ^ stefnu gagnvart Irak C.V32. -^r 95^ .' ‘• ' ^' Ég verð bara að nota saxófóninn, hr. Bush. Ég kann ekkert á byssur... 12 á hádegi á miðvikudag. Léttur málsverður í Góð- templarahúsinu á eftir. KVENFÉLAGIÐ Freyja verður með félagsvist í dag kl. 15 á Digranesvegi 12. Verðlaun og veitingar. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík. Opið hús í Risinu í dag, brids kl. 13, félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum í kvöld kl. 20. Sýning á Sól- setri í dag kl. 17. Opið hús á mánudag í Risinu. KRISTNIBOÐSSAM- BANDIÐ: Samvera fyrir aldraða í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 á morgun, mánudag, kl. 14-17. Samveran er öllum opin. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Æsku- lýðsstarf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17. Æskulýðsstarf fyrir 13 ára og eldri í kvöld kl. 20. Biblíulestur mánu- dagskvöld kl. 21. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur fyrir 13 ára og eldri verður haldinn í safnaðar- heimili kirkjunnar á morgun, mánudag, kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir eldri borgara mánudaga kl. 13-15.30. Far- ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og fengu 1.530 kr. Þau heita Skafti, Óttar, Magnús, Berglind, Valgerður og Inga Huld. ið verður í heimsókn í opið hús í Bústaðakirkju miðviku- dag kl. 13.30. Foreldra- morgnar þriðjudaga og fímmtudaga kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. Upplestur hjá félagsstarfí aldraðra í Fella- og Hólabrekkusóknum í Gerðubergi mánudag kl. 14.30. Lesnir verða Davíðs- sálmar og Orðskviðir Salóm- ons konungs. SEUAKIRKJA: Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20-22. All- ir unglingar velkomnir. Mömmumorgunn, opið hús, þriðjudag kl. 10-12. SKIPIN REYK JAVÍKURHÖFN: í dag eru Jökulfell og Freri væntanleg til hafnar. H AFN ARFJ ARÐ ARHÖFN: í gær fór Roknes utan og danski togarinn Ocean Tiger kom til viðgerðar. Þá fer Hofsjökull á ströndina í dag. ORÐABOKIN Bresta á Þegar talað er um, að eitthvað bresti á, er átt við eitthvað mjög óþægi- legt, sem fyrir kemur. Þekkist þessi merking allt frá fornu fari. Einkum hefur það verið haft um mikið óveður. Það brast á mikið fárviðri, brast á bylur o.s.frv. í OH eru fjölmörg dæmi um þessa notkun. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er t.d. þetta: „... brast á stórhríð með svo miklu veðri, að þeir réðu ekki við neitt.“ Á öðrum stað í þjóðsögunum stendur þetta: „... varð gnýr mikill og brast þá á niðamyrkur. í Andvara 1962 segir svo: „Þessum skelfilega degi lauk með því að á brast hræðilegt þrumuveður.“ Þegar þessi frummerking sagnorðsins er höfð í huga, er vægast sagt óviðkunnanlegt að heyra menn í fjölmiðlum tala um, að sólskin hafi brostið á eða jafnvel að gott veður hafí brostið á. Þegar ég heyrði þessa notkun sagnorðsins fyrst, datt mér helzt í hug, að þetta ætti að vera einhver fyndni í eins konar öfug- mælastíl. Því miður mun ekki vera svo, heldur merkingabrengl, sem sjálfsagt er að sporna við. Við getum vissulega sagt, að sólin hafi brotizt fram úr skýjunum, þegar skyndilega gerir sólskin, en það á ekkert skylt við so. að bresta. Við notum hér einkum so. að gera í þessu sambandi. Það gerði skyndilega sólskin og gott veður, en það brast ekki á. - J.A.J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.