Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 10
ÁÍO MORtíUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGIIR 24. JANÚAR 1993 HLÁUm innar fer á fundi, mskeið, æfingar eða í kvöldskólann ettir langan vinnu- dag, og spyrja menn sig hvort um fræðsluleit eða flótta sé að ræða, eða hvort menn séu einfaldlega að þreyja þorrann Morgunblaðið/RAX Matmálstími þjóðarinnar fer gjaman fram á hlaupum því menn þurfa að drifa sig á námskeið eða fund, eða flýta sér að sjónvarpstækinu til að missa ekki af fréttum. eftir Kristínu Marju Boldursdóttur NÁMSKEIÐUM af öllum toga hefur fjölgað gífurlega síðustu tíu árin og á þriðja hundrað námskeið voru auglýst af einkaaðilum fyrstu vikuna í janúar hér í Morgunblaðinu. Þá eru ótalin þau námskeið sem boðið er upp á í öldungadeildum og í Háskóla íslands, þjálfun hvers konar á vegum íþróttafélaga og hin ótal mörgu félög sem blómstra um allt land. Menn hafa skapað sér atvinnu í kreppunni með nám- skeiðahaldi og þau virðast vel sótt, því þrátt fyrir kvartanir íslend- inga um tímaleysi lítur út fyrir að þeir megi ekki missa af nokkrum hlut. Félagsfræðingar eru sammála um það sé jákvætt fyrir einstakl- inginn að vilja fræðast og kynna sér nýjungar, en álíta einnig að of mikið af því góða geti komið niður á fjölskyldulífi. Fólk sem búsett hefur verið erlendis um tíma talar um að erfitt sé að koma heim aftur í hið íslenska þjóðfé- lag. Ekki er það einungis verðlagið sem hrellir það, heldur einnig hraðinn og tímaleysið sem virðist ríkj- andi í þessu fámenna þjóðfélagi. Menn sem rætt var við sögðust í fyrstu hafa kennt umferðinni um, sem þeim fannst ógnvænleg miðað við það sem gerist erlendis, en fóru síðan smám saman að reka sig á þann tímaskort sem virtist algengur meðal ættingja og vina. Allir voru að flýta sér og einkum eftir vinnutím- ann því þá þurftu menn að sinna áhugamálum sínum, fara á fundi, æfingar, námskeið eða í kvöldskól- ann. Ekki er vitað hvort íslendingar eru athafnasamari að þessu leyti en aðr- ar þjóðir, en benda má á að vinnudag- ur meðal nágrannaþjóða er ekki jafn- langur og hér og því er líklegt að menn ytra finni sér líka eitt og ann- að til dundurs í frítímanum. En þrátt fyrir langan vinnudag hér á landi rífa menn sig upp úr drunga skamm- degisins og drífa sig á fundi og æf- ingar og aldrei í sögu íslands hafa jafnmörg tómstundastörf verið í boði fyrir einstaklinga. Framkoma eða ferðafræði Ef litið er yfir auglýsingar um námskeið sem birtust í Morgunblað- inu dagana 3. til 12. janúar síðastlið- inn er ljóst að engum íslendingi ætti að leiðast í skammdeginu. Um 70 aðilar auglýstu hin ýmsu námskeið og samtals var um að ræða um 250 námskeið í hinum ýmsu greinum. En nokkrir aðilar eins og til að mynda Tómstundaskólinn og Kvöldskóli Kópavogs voru með fjölmörg nám- skeið sem hægt var að velja úr. Allt milli himins og jarðar er hægt að læra á íslandi samkvæmt þessum auglýsingum, eins og dans, karate, jóga, leikfimi með eða án fitu- brennslu, ferðafræði, brids, tungu- mál, stafsetningu, skrifstofutækni, biblíulestur, framkomu og snyrtingu, tölvubókhald, hafsiglingar, heim- speki, hótelrekstur, söng, manneldi, matreiðslu, hugleiðslu, gítarleik, ljós- myndun, trésmíði, myndlist, hatta- gerð, fluguhnýtingar, fuglaskoðun, nudd, bílaviðgerðir, fatasaum, innan- hússskipulagningu, garðaskipulagn- ingu, sálrækt og dáleiðslu. Námskeið eru greinilega í mikilli sókn meðal þjóðarinnar, því fyrir tíu árum á sama tíma auglýstu rúmlega 34 aðilar jafnmörg námskeið í Morg- unblaðinu. Flest þeirra námskeiða voru frá dansskólum og íþróttafélög- um, einnig var nokkuð um að kennsla í tölvunotkun og snyrtingu væri aug- lýst. Rotary og Lions Þá eru þau námskeið ótalin sem auglýst eru annars staðar, svo og nám í öldungadeildurn, endurmennt- unarnám í Háskóla íslands og nám- skeið á vegum Félags eldri borgara, svo eitthvað sé nefnt. Flestar líkamsræktarstöðvar og dansskólar bjóða einnig upp á þjálfun fyrir börn og unglinga, og íþrótta- félög eru flestöll með æfingar í fót- bolta, handbolta og körfubolta fyrir yngstu kynslóðina og unga fólkið, auk þess sem mörg þeirra bjóða upp á tíma í badminton og tennis. Félagsmálin virðast ekki síður blómstra og menn sækja fundi hjá frímúrurum, Oddfellow, Rotary, Li- ons, Kiwanis, JC, ITC, Zonta, Sorop- timistum, sálarrannsóknarfélögum, nýaldarsamtökum, kvæðamannafé- lögum, hverfafélögum stjórnmála- flokka, kvenfélögum, saumaklúbbum og endalaust er hægt að telja upp. Það er því ekki að undra þótt umferðin í Reykjavík geti orðið ógn- vænleg síðdegis og á kvöldin þegar mörg þúsund manns eru að drífa sig á fundi, námskeið og æfingar. Blaður í kreppunni Hið gífurlega framboð á námskeiðum og sú aukning sem orðið hefur á þeim síðustu tíu árum gefur berlega til kynna að það gefi eitthvað í aðra hönd að halda námskeið. Að öðrum kosti hefði þeim ekki fjölgað. Á erfiðum tímum er ekkert óeðli- legt að menn skapi sér atvinnu eða aukavinnu með ýmsu móti og raunar býsna jákvætt að reyna þó að bjarga sér. Hins vegar geta mörg þessara námskeiða sem einkaaðilar standa fyrir verið innihaldslaust blaður þar sem menn eiga endalaust að velta sér upp úr eigin persónuleika, lífí eftir dauðann eða læra að sjá álfa, en kosta þó jafnmikið ef ekki meira en góð námskeið hjá góðum kennur- um. Þar þyrfti fólk að greina á milli. Fólk sem spurt var um viðhorf til námskeiða sagðist gjarnan vilja sækja mörg þeirra námskeiða sem í boði væru, en gallinn væri sá hversu dýr þau væru oftast. Þau margvíslegu námskeið sem auglýst eru í fjölmiðlum standa oft- ast yfir í 2-13 vikur og getur hver timi kostað frá 500 kr. til 2.800, eftir því hvað um er fjallað. Nám hjá opinberum stofnunum er að öllu jöfnu ódýrast. í sumum tilvikum er verðið sanngjarnt miðað við það gagn og þá ánægju sem ætla má að menn hafi af kennslunni, en í öðrum virð- ist vera um hreinasta peningaplokk að ræða. Endurmenntun Ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingar um aðsókn að hinum ýmsu námskeiðum því flest þeirra eru rétt að byija, en óhætt er þó að fullyrða að mikil aðsókn er að námi sem lýk- ur með stúdentsprófi eða gefur önn- ur réttindi. Til að mynda hefur orðið mikil fjölgun á nemendum í kvöld- skóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Benediktssonar aðstoðarskólameist- ara innrituðust 200 nemendur í öld- ungadeild skólans árið 1981 þegar hún hóf göngu sína, og voru menn á sínum tíma afar undrandi á öllum þeim fjölda. En það var aðeins byijunin, því árið 1990 voru þeir orðnir um eitt þúsund. Nemendum fækkaði aðeins næstu tvö árin á eftir, voru 860 á síðustu haustönn og 790 innrituðust nú á vorönn. Hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands hefur einnig orðið gíf- urleg fjölgun nemenda síðustu tíu árin. Fengust þær upplýsingar hjá Margréti S. Björnsdóttur, endur- menntunarstjóra HÍ, að árið 1984, sem var fyrsta heila starfsárið, hefðu 604 nemendur verið á 26 námskeið- um, en árið 1992 voru nemendur orðnir 5.000 á tæpum 250 námskeið- um. Hafði þeim þá fjölgað um 25% frá árinu 1991. Er það álit margra að þegar harðn- ar á dalnum og aukavinna minnkar reyni menn að nýta tíma sinn til menntunar og búa sig undir framtíð- ina og ef til vill önnur störf. Einnig sé það krafa nútímans að fylgjast vel með. Leiðinlegt þjóðlíf? Oll fundahöld, námskeið og íþróttaiðkanir myndu þó fljótlega leggjast niður ef þau væru ekki vel sótt. En þar láta Islendingar ekki á sér standa. Menn hafa velt fyrir sér þeirri undarlegu áráttu þjóðarinnar að vera ætíð á fartinni þrátt fyrir langan vinnudag og spyija sig hvort fræðsluþörfin reki hana áfram eða hvort hér sé hreinlega um flótta í einhverri mynd að ræða. En flótta frá hveiju? Er íslenska þjóðlífið svona leiðinlegt, íslenska heimilið, eða eru menn bara á flótta frá sjálfum sér? Að vísu er til fólk sem hefur alla tíð haft yndi af félagsstörfum og íþróttum og því varla hægt að segja að sá hópur sé á flótta frá sjálfum sér. Það væri líka þokkalegt eða hitt þó heldur fyrir þjóðina og landið ef enginn nennti að sinna félags- og stjórnmálastörfum. Flestir telja það einnig jákvætt og beinlínis nauðsynlegt fyrir menn að eiga sér áhugamál og allir foreldrar þekkja þá sælu sem fylgir því að vita af afkomendum sínum á íþrótta- æfingu eða í öðru heilbrigðu tóm- stundastarfí. Þau hanga að minnsta kosti ekki í sjoppunni á meðan, og rannsóknir virðast benda til þess að námsgeta og líkamleg hreysti fara oft saman. En þegar menn ijúka úr einu nám- skeiði á annað, eins og ekki virðist óalgengt hér á landi, spyija menn sig gjarnan hver skýringin geti verið. Að þreyja þorrann „Það hefur aldrei verið kannað hvort Islendingar sæki almennt oftar námskeið en aðrar þjóðir, en þó má nokkurn veginn telja víst að þeir eru forvitnir og opnir fyrir nýjungum,“ segir Helgi Gunnlaugsson, _ lektor í félagsfræðum við Háskóla íslands. „Þeir virðast vera í stöðugri leit að einhveiju nýju og spennandi eins og tíðar auglýsingar um námskeiða- hald bera með sér, og í sjálfu sér er það jákvætt að vilja skoða og kynna sér nýjungar. Þó hef ég á til- finningunni að ákveðins ístöðuleysis gæti í þessum efnum því menn hlaupa oft úr einu í annað. Einnig vakna efasemdir um hvort áhuginn á málefninu sé fyrir hendi allan tím- ann, því oft virðist hann nú fjara út eins og dvínandi þátttaka á nám- skeiðum þegar á líður ber með sér. Vissulega er það mjög jákvætt fyrir einstaklinginn að eiga sér áhugamál og vilja fræðast, en þá þyrftu helst langtímasjónarmið að vera með í dæminu. Ég býst nú við að langur vetur eigi sinni þátt í því að fólk vilji komast út úr húsi af og til, og líklega eru menn að reyna að þreyja þorrann með þessu móti. Helgi segist ekki álíta íslendinga félagslyndari en aðra, en að tenging við fjölskyldu sé ef til vill meiri hér á landi en annars staðar, en við umhverfið sé hún öllu minni. „Við höfum ekki þessa kaffihúsa- og krá- armenningu sem tíðkast erlendis og þar sem fólk getur hitt hvert annað. Því sækja íslendingar ef til vill fundi og námskeið til að vera innan um annað fólk. En það er nú svo með íslendinga að það er alltaf eins og þeir séu að missa af einhveiju, sem birtist í þeirri viðleitni að vilja vera í sem flestu. Ef til vill tengist þetta lífsgæðakapp- hlaupinu, nema að hér er ekki um efnislegu gæðin að ræða, heldur til- hneigingu til að afla sér félagslegrar reynslu sem merki um andlega virkni. Þeir þurfa helst að vera alls staðar og það getur komið niður á fjölskyldulífinu." Þversögn í tímaleysinu Ólafur Jónsson, félagsfræðingur og kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, segir að það sé nokkuð merkilegt hversu duglegir íslending- ar eru að stunda nám eftir vinnu eða sækja hin ýmsu námskeið, því ef það er eitthvað sem þeir kvarta sárlega undan þá er það tímaleysið. „Þetta virkar því sem þversögn, því þeir gefa sér tíma til að sækja námskeið, leikfimitíma og fundi í ríkum mæli og virðast með því vera að fylla út í eitthvert óendanlegt tímaleysi. Kannski má skýra þetta með því að þeir séu að fylla upp í ákveðið tóm. Þeir fái ekki nóg út úr vinnu sinni og hinu daglega amstri og séu að reyna að bæta sér það upp með þessum hætti. Einnig er áberandi þessi almenni áhugi og forvitni Is- lendinga að tileinka sér einhveijar nýjungar. Þeir vilja helst prófa allt, kynna sér til dæmis nýaldarhreyf- ingu eða stjörnuspeki, svo eitthvað sé nefnt.“ Um námskeið og nám sem veitir réttindi segir Ólafur að þar sé fyrir hendi hin almenna tilhneiging til að bæta stöðu sína á vinnumarkaðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.