Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 Morgunblaðið/Júlíus Ný og öflug stöð Nýja slökkvistöðin við Tunguháls verður nánast jafn öflug og aðalstöðin í Öskjuhlíð. Á myndinni eru Oddgeir Sveinsson, Sumarliði Jónsson, Bergsveinn Alfonsson, G. Óttar Sigurðsson, Jóhann V. Jónsson, Höskuldur Einars- son, Magnús Helgason, Jón V. Matthíasson varaslökkviliðsstjóri og Hrólfur Jónsson, Slökkviliðið í Reykjavík flytur í nýja stöð við Tunguháls Gjörbreytir aðstöð- unni í austurborginni - segir Hróifur Jónsson, slökkviliðsstjóri SLOKKVILIÐIÐ í Reykjavík tek- ur nýja slökkvistöð í notkun í maí, í stað lítillar stöðvar sem er við Bildshöfða. Þessi nýja stöð, sem verður við Tunguháls 13, gjörbreytir allri aðstöðu slökkvi- liðsins í austurhluta borgarinnar, því þar verður fullkominn út- kallsfloti, að sögn Hrólfs Jóns- sonar, slökkviliðsstjóra. Reykjavíkurborg keypti húsið við Tunguháls í lok ársins 1991, af Kjörís. Unnið var að því að breyta húsinu úr ísafgreiðslu í slökkvistöð á síðasta ári og kostuðu þær breyt- ingar 18 milljónir króna. Að sögn Hrólfs Jónssonar var ákveðið að vinna að málinu af skynsemd og hægð og því frestað að taka húsið í notkun fyrr en í maí nk. Á þessu ári kosta framkvæmdir við húsið 24 milljónir króna, svo hægt verði að flytja inn, en frágangi verður ekki að fullu lokið fyrr en á næsta ári. Tvær öflugar stöðvar „Nýja stöðin gjörbreytir aðstöðu okkar í austurhluta borgarinnar," sagði Hrólfur. „í stað 200 fermetra húss við Bíldshöfða, með einum sjúkrabíl og einum slökkvibíl, þá verður þama fullkominn útkalls- floti, svo stöðin verður nánast jafn öflug aðalstöðinni í Öskjuhlíð. Við miðum við að fjölga í liðinu á næstu ámm, en til að byija með verða fímm á hverri vakt þar. Síðar verða þeir sjö, auk aðalvarðstjóra, líkt og hér á aðalstöðinni." Hrólfur sagði að nýja stöðin myndi styrkja sjúkraflutninga jafnt sem slökkviliðið. „Almennir sjúkra- flutningar hafa allir verið af aðal- stöðinni og vaktin i Árbæ aðeins sinnt brýnustu slysaútköllum og sjúkraflutningum. Nú eru 4-5 menn á aðalstöðinni á hverri vakt, sem em sérþjálfaðir sem áhöfn neyðar- bíls, en þeir munu skipta vöktum þannig að það verði alltaf fullmann- að á neyðarbíl í Árbæ. Þar verða því alltaf sérþjálfaðir sjúkraflutn- ingamenn, sem er ekki raunin núna.“ Búnaður endurnýjaður Hrólfur sagði að endurnýja þyrfti ýmsan búnað slökkviliðsins. „Við eigum til dæmis tvo körfubíla, ann- an nýlegan og hinn 20 ára gamlan, en hann hefur verið varabíll. Nú verður hann hins vegar aðalbíll á Árbæjarstöð og þá höfum við engan varabíl. Við leggjum fljótlega áætl- un um endurnýjun búnaðarins fyrir borgarráð. Borgaryfirvöld hafa sýnt slökkviliðinu mikinn skilning og við höfum fengið það fjármagn sem við þurfum til að geta staðið vel að verki. í fyrra orsökuðu ýmsar breyt- ingar og fjárfestingar að við fómm 36 milljónir fram úr fjárlögum. Rekstrarkostnaður var tæpar 244 milljónir, til allra sjúkraflutninga og slökkviliðs. Þá hafa ýmsar breyt- ingar verið gerðar til hagræðingar hjá slökkviliðinu. Við höfum tekið okkur tak og endurskoðað skipulag- ið hjá okkur, því það var óneitan- lega komin dálítil þreyta í mann- skapinn. Við ákváðum því að stokka upp spilin og hrintum ýmsum hug- myndum okkar í framkvæmd. Sem dæmi um breytingar má nefna, að aðalvarðstjóri á hverri vakt er á sérstakri bifreið, svo hann er fyrst- ur í útköll og hefur tíma til að skipu- leggja hvernig bregðast skuli við. Þá eru núna tveir varðstjórar á hverri vakt og stjórnar hvor sex mönnum í útkalli. Áður var einn varðstjóri og hann hafði þá ekki nógu góða yfirsýn." 1.400 kr. á borgarbúa Hrólfur sagði að mikill sparnaður fælist í því að slökkviliðið sæi jafn- framt um sjúkraflutninga. „Það væri mjög dýrt að hafa ijórtán manna lið á sjúkravakt eingöngu, en okkur nýtast mennirnir jafnt í brunaútköll sem sjúkraflutninga," sagði hann. „Kostnaðurinn við Slökkvilið Reykjavíkur er alls ekki hár, eða um 1.400 krónur á íbúa höfuðborgarinnar á ári. Þessar 275 milljónir, sem fóru í rekstrarkostnað og fjárfestingar á síðasta ári, skipt- ast þannig að Reykjavík greiðir mest, eða 190 milljónir, en þar af endurgreiða Húsatryggingar 25%, svo hlutur borgarinnar er 142 millj- ónir. Kópavogur, Seltjamarnes og Mosfellsbær greiða það sem upp á vantar. Þar sem Húsatryggingar endurgreiða þeim kaupstöðum ekki hlut, þá er kostnaðurinn fyrir hvern íbúa í þessum bæjum 2.200 krónur, eða 1.900 krónur á mann, ef aðeins er litið á rekstrarkostnað, en fjár- festingu sleppt. Sjúkraflutningar taka um 48% af heildarrekstrar- kostnaðinum, svo starfsemi slökkviliðsins sjálfs kostar hvern íbúa í Reykjavík ekki nema tæpar 800 krónur á ári.“ Dýrara hjá nágrannaþj óðum Á fundi, sem slökkviliðsstjórar höfuðborga Norðurlandanna héldu fyrir nokkru kom fram, að þar er kostnaður við slökkvilið mun hærri en hér. „í Kaupmannahöfn búa 600.000 manns og kostnaður við slökkviliðið þar nemur 2,3 milljörð- um á ári, svo kostnaðurinn á hvern íbúa þar er hátt í 4 þúsund krónur á ári,“ sagði Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert könnun fyrir Morgunblaðið, þar sem spurt er um viðhorf almenn- ings til blaðsins. Könnunin náði til úrtaks 1.000 íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára um allt land. Meðal annars voru settar fram nokkrar fullyrðingar í könnuninni og svarend- ur beðnir um að svara því til hvort þeir væru þeim sam- mála eða ósammála. Fullyrðing: Morgunblaðið er skemmtilegt blað Morgunblaðið er skemmtilegt blað 59,1% sammála - 30,1% ósammála í KÖNNUN Félagsvísindastofn- unar var sett fram fullyrðingin: „Morgunblaðið er skemmtilegt blað.“ Þeir, sem sögðust henni mjög eða frekar sammála, voru 59,1% en ósammála voru 30,1%. Þeir, sem voru mjög sammála því að Morgunblaðið væri skemmti- legt blað, voru 10,6% svarenda. Frekar sammála voru 48,5%. Tæp 11% gátu ekki gert upp hug sinn, en 24,2% sögðust frekar ósammála og 5,9% mjög ósammála. Fullyrðing: Morgunblaðið er leiðinlegt blað 724 svöruðu 46,2% nnn Morgunblaðið er leiðinlegt blað 16,2% sammála - 80,3% ósammála „MORGUNBLAÐIÐ er leiðin- legt blað,“ er fullyrðing, sem sett var fram í könnun Félagsvís- indastofnunar. Alls sögðust 16,2% svarenda henni frekar eða mjög sammála, en ósammála voru 80,3%. Mjög ósammála því að Morgun- blaðið væri leiðinlegt sögðust 34,1% og frekar ósammála 46,2%. „Hvorki né“ eða „bæði og“ var svar 3,5%. Mjög sammála því að blaðið væri leiðinlegt sögðust 3,6%, en 12,6% lýstu sig frekar sammála. 4 á slysa- deild eftir árekstur HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjar- götu í Hafnarfirði klukkan hálf fimm í fyrrinótt. Varð að flytja fjóra á slysadeild en þeir reyndust ekki aívarlega slasaðir. Bílarnir skemmdust mikið við áreksturinn og voru dregnir burt af kranabílum. Norræna húsið Fyrirlestrar um sögu skoskrar tónlistar PRÓFESSOR John Purser, tónskáld og víðkunnur fyrirlesari, heldur fyrirlestra á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu mánudaginn 25. janúar og miðvikudaginn 27. janúar og hefjast þeir kl. 20.00 báða dagana. Fyrri fyrir- Iesturinn fjallar um sögu skoskrar tónlist- ar frá upphafi til nútímans og ber nafnið „A Cry of Prayer, a Shout of War, a Wisper of Love.“ Sá síðari fjallar um skoska nútímatónlist og ber nafnið „The Kilted Appollo". John Purser, sem fæddist í Glasgow, er af írskum ættum. Hann stundaði nám við Konunglega háskólann í Glasgow hjá Frank Spedding og síðar hjá sir Michael Tippet og dr. Hans Gal. Á námsárum sínum vann hann til margra verðlauna, svo sem Royal Phil- harmonic Socicty-verðlaunanna og írsku út- varpsverðlaunanna. Meðal margra tónsmíða hans er að finna tvær óperur, nokkur hljóm- sveitarverk, kammerverk, einsöngsverk og fleira. Hann hefur einnig fengist við ritstörf, samið þijár ljóðabækur, skrifað sögu skosku BBC-hljómsveitarinnar og ljögur leikrit sem hann samdi fyrir BBC-útvarpið í Skotlandi. Síðasta leikrit hans, Carver, hlaut gullverð- laun sem besta leikrit á alþjóðlegu útvarpshá- tíðinni í New York 1991. Purser á að baki yfir 30 ára feril sem fyrirlesari um tónlist í háskólum og ýmsum útvarpsstöðvum. Fyrirlestraröð hans „A Change of Tune“ hlaut Sony-verðlaun. Fyrir bók sína, Tónlist Skotlands, fékk hann Mc Vitie’s-verðlaunin 1992. Á meðan á dvöl Purser stendur hér á landi mun hann vinna að útvarpsþáttum fyrir BBC um íslenska tónlist. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum sem áhuga hafa og er aðgangur ókeypis. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leika skosk tónverk að loknu hléi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.