Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 44
Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORG UNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bretar í stjórn Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins Láta af andstöðu við fram- kvæmdir á Keflavíkurvelli Svartsýni ríkir um að Bandaríkjaþing heimili aukafjárveitingu til sjóðsins BRETAR í stjórn Mannvirkjasjóðs NATO hafa látið af and- stöðu sinni hvað varðar fjárveitingar til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða byggingu tveggja nýrra flugskýla á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og Efrágang eldsneytisleiðslna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom þetta fram á fundi í Lundúnum í fyrradag, þar sem fulltrúi Breta í stjórn sjóðsins af- henti Þorsteini Ingólfssyni, for- manni öryggismálanefndar, bréf þessa efnis. Enn ríkir þó svartsýni á að Bandaríkjaþing muni heimila aukafjárveitingu til Mannvirkja- sjóðs NATO, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins þykja þetta gleðileg tíð- indi, en ekki er þar með sagt að framkvæmdir geti hafist af fullum krafti. Þótt Bretar nú og Norð- menn áður hafi ákveðið að hefta ekki fyrirhugaðar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli er það undir Bandaríkjaþingi komið, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, hvort samþykkt verður aukafjárveiting til Mannvirkja- sjóðs NATO. Heimildamenn Morg- unblaðsins telja að líkur þess að Bandaríkjaþing, með Bill Clinton sem Bandaríkjaforseta, ákveði slíka aukafjárveitingu séu afar litl- ar. Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra hafði ekki borist bréf það sem Bretarnir afhentu Þorsteini, né heldur hafði hann fengið skýrslu um málið. Hann taldi því ótímabært að tjá sig um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann um hádegisbil í gær. Sama máli gegnir með Stef- án Friðfinnsson, forstjóra ís- lenskra aðalverktaka. Bflpróf kl. 00.00 ÖKUPRÓF er áfangi sem flest- ir sextán ára unglingar bíða með óþreyju, og helst verður ökuskírteinið að vera komið í hendurnar strax á 17. afmælis- daginn. Þeim sem afmæli eiga um helgar hefur oft og tíðum reynst biðin óbærilega löng þar til skrifstofa lögreglu- stjóraembættisins opnar á mánudögum, og því hefur emb- ættið um árabil veitt ungling- unum þá þjónustu að afhenda þeim skírteinin um helgar sé þess óskað. Að sögn Eyjólfs Jónssonar stöðvarmanns þjá lögreglunni eru oft í kringum tiu unglingar sem leggja leið sína á lögreglustöðina á mið- nætti aðfaranætur afmælis- dagsins að sækja ökuskírteini. Vikan lengi að líða A miðnætti síðastliðinn föstu- dag geymdi lögreglan ökuskír- teini fyrir tvo nýja ökumenn, og á slaginu klukkan tólf kom annar þeirra inn á lögreglustöðina í fylgd föður síns. Það var Ragnar Karl Guðjónsson, nemandi í fjöl- brautaskólanum í Ármúla, sem þama var á ferð, en hann hafði lokið ökuprófí þá um morguninn. Ragnar Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að síðasta vika hefði verið óheyrilega lengi að líða. „Ég er búinn að bíða mjög lengi eftir þessu og vildi geta bytjað að keyra strax núna um helgina, en ég er einmitt að fara að kaupa mér notaðan sextán ventla Golf GTI,“ sagði Ragnar Karl, og settist undir stýrið á bíl pabba síns sem hann ætlaði að fá lánaðan til þess að fara aðeins á rúntinn þá um nóttina. Lést eftir bílslys í ^Banda- ríkjunum Selfossi. UNGUR piltur á 18. aldursári, Guðmundur Árnason frá Selfossi, lést aðfaranótt miðvikudags af völdum áverka sem hann hlaut í bílslysi í bænum Waynesboro í Virginíufylki i Bandaríkjunum. Guðmundur lenti í bílslysinu á mánudag er hann var á leið í skóla ásamt skólasystur sinni sem ók bíln- um. Hann lést á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar. Hann dvaldist í Waynes- boro sem skiptinemi frá í haust. —Sig. Jóns. -.-.♦ ♦-- Námskeiðagnótt Róstur í Eyjum á gosafmælinu Nýir ökumenn Stóra stundin Eyjólfur Jónsson hjá lögreglunni afhendir Ragnari Karli Guðjóns- syni ökuskírteinið. Hattagerð, hnýtingar, sálarrækt og söngnr ÁHUGI íslendinga á námskeiðum ýmiss konar virðist hafa vaxið til muna á síðustu árum. Má í því sambandi nefna að fyrir 10 árum auglýstu 34 aðilar jafn mörg nám- skeið í Morgunblaðinu 3.-12. jan- úar. Hins vegar auglýstu 70 aðilar um 250 námskeið á þessu sama tímabili í janúar síðastliðnum. Meðal þess sem hægt er að læra eru dans, karate, jóga, ferðafræði, brids, tungumál, stafsetning, skrif- stofutækni, biblíulestur, framkoma — og snyrting, tölvubókhald, hafsigl- ingar, heimspeki, hótelrekstur, söng- ur, manneldi, matreiðsla, hugleiðsla, gítarleikur, ljósmyndun, trésmíði, myndlist, hattagerð, fluguhnýtingar, fuglaskoðun, nudd, bílaviðgerðir, fatasaumur, sálarrækt og dáleiðsla. Sjá ennfremur grein á bls. 4B-5B. Morgunblaðið/Kristinn LITAST UM í LANDI HÓPUR unglinga í Vestmannaeyjum, um 50 manns, gerðu aðsúg að heimili Georgs Kr. Lárussonar sýslumannsins upp úr miðnætti á föstudagskvöld og köstuðu snjóboltum í hús og bíl sýslumanns auk þess sem milli 20 og 30 bílar óku upp að húsinu og bílstjórarnir stóðu á flautunni. Georg var ekki heima þegar atburðurinn átti sér stað en eiginkona og börn vöknuðu og urðu fyrir miklu ónæði. Unglingarnir voru að mótmæla ákvörðun sýslumanns um að aflýsa dansleik nemendafélags fram- haldsskólans. „Það var ráðist að konu minni og börnum og hrópuð ókvæðisorð að þeim en ekki voru unnar teljandi skemmdir nema hvað eitt útiljós var brotið,“ sagði Georg. Fóru unglingarnir einnig að stjórnsýsluhúsinu þar sem Georg var staddur ásamt fleira fólki og höfðu þá fleiri bæst í hópinn. Þar hentu unglingarnir snjóboltum í glugga og dyr og brutu ljós á bíl- um. Að sögn lögreglu voru þetta um 80 til 100 unglingar þegar mest var og þurfti að kalla út allt lögreglulið á staðnum, alls ellefu lögreglumenn, sem tókst að skakka leikinn eftir nokkrar stympingar um klukkan hálf þijú. Einn unglinganna var handtekinn og færður í fangageymslur en margir voru yfirheyrðir í gærdag. Nota nafn skólans Georg sagði að nemendafélag- inu væri heimilt að halda lokaða skóladansleiki en nemendur hefðu ekki virt það heldur viljað selja inn eins og um almennan dansleik væri að ræða án þess að standa skil á tilskildum gjöldum. Ákvað sýslumaður þá að banna dansleik- inn. „Svo var þama líka verið að nota nafn skólans því það voru aðrir aðilar hér í bænum sem ætl- uðu í rauninni að halda þennan dansleik,“ sagði Georg, en vildi ekki skýra frá hveijir það væru. Hópur unglinga gerði aðsúg að húsi sýslumanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.