Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 FORSETAFRU I LEIÐTOGAHLUTVERKI KJÖR Bills Clintons í embætti for- seta er sagt marka kynslóðaskipti í bandarískum stjórnmálum. Eitt áþreifanlegasta dæmið um þessi skipti er kona hans, Hillary Rod- ham Clinton. I kosningabaráttunni áttu þau til að segja kjósendum að atkvæði til þeirra fylgdi bónus; þau tvö á verði eins. í Arkansas, þar sem Bill Clinton var ríkis- stjóri, hafa nöfn þeirra verið spyrt saman í eitt: Billary. Hillary Rod- ham Clinton mun hafa mikil ítök í Hvíta húsinu. Hún á eftir að sitja ríkisstjórnarfundi, fá skrifstofu nærri manni sínum í Hvíta húsinu og afskipti hennar munu verða sýnu augljósari almenningi en for- vera hennar. hillary Clinton er ekki bara dæmi um konu, sem hefur unnið utan heimilis. Hún er talin meðal 100 fremstu lögfræðinga Bandaríkj- anna samkvæmt tímaritinu Time. Hún er snarpgáfuð og metnaðargjöm. Hún er allt eins vel að sér um helstu stefnumál og maður hennar og er ófeimin við að viðra skoðanir sínar. Það er ekki síst metnaði henn- ar að þakka að Clinton-hjónin eru nú að hreiðra um sig í Hvíta húsinu eftir að hafa bundið enda á tólf ára setu repúblikana í forsetastóli. Orðst- ír Hillary Clinton er slíkur að henni hefði sennilega verið boðin mikilvæg stjórnarstaða, ef annar demókrati en Clinton hefði sigrað í kosningunum. Nú mun hún hins vegar hafa yfirum- sjón með heilbrigðismálum, með hvaða hætti sem það verður, og einn- ig verður hún sennilega starfs- mannastjóri forsetans í raun, þótt það starf hafi verið skipað öðrum. Margir þeir, sem finnst konur eiga undir högg að sækja í karlaveldi stjórnmálanna, eru þeirrar hyggju að það viti á gott að eiginkona forset- ans skuli verða hans helsti ráðgjafi, þótt ekki sé enn vitað hvort hún muni gegna opinberri stöðu. En þeir eru líka ófáir, sem fyilast skelfingu þegar hún er nefnd á nafn. Gerð sem djöfullegust Repúblikanar reyndu að gera hana sem djöfullegasta í kosningabarátt- unni. Hún var sögð „öfgasinnuð kvenréttindakona" og var gripið til þess ráðs að snúa út úr greinum, sem hún hefur skrifað í lögfræðitímarit, til þess að gera henni skráveifu. Rich Bond, formaður landsnefndar repú- blikana, sagði að Hillary Clinton væri öfgafullur femínisti, sem líkti hjónabandinu við þrælahald og skor- aði á börn að stefna foreldrum sín- um. Richard Nixon, fyrrum forseti, sagði að liti „eiginkonan út fyrir að vera of áhrifamikil og of gáfuð, [léti] það eiginmanninn líta út fyrir að vera rola.“ Hamskipti Hillary Mikil umræða hófst um það hvort réttmætt væri að ráðast á maka til að koma höggi á frambjóðanda. Bill Glinton spurði George Bush hvort hann •'væri „í framboði tri embættis ibrsetafrúer" fyrst ,hann -gerði ekki annað gn eð’ veitaét að'konp sinni. Hillary CJinton kóm sjálfri sér hins vegar í vandræði þegar hún svaraði ágengum blaðamanni með orðunum: „Eg geri ráð fyrir að ég hefði getað vera heima og bakað smákökur og haldið teboð.“ Eftir útskrift skildu leiðir og Hillary Clinton réð sig til barnaverndar- sjóðs í Cambridge í Massachusetts. Er samn- ingur hennar þar rann út árið 1974 ákvað hún að sjá hvemig sér líkaði í sveitinni hjá Bili Clinton og hafa þau búið í Ark- ansas síðan. Billary Clinton Samstarf þeirra Bills og Hillary Clinton er svo náið að gárungarnir hafa skeytt nöfnum þeirra saman í eitt; Billary. Þessi ummæli féllu ekki í góðan jarðveg og það sem eftir lifði kosn- ingabaráttunnar var þaggað niður í Hillary Clinton og hún látin skipta um hlutverk. Áður hafði hún oft og tíðum verið orðlengri en maður sinn þegar hún kynnti hann á kosninga- fundum. Nú var hún látin vera í bakgrunni. Allt í einu hætti hún að leggja orð í belg og horfði í staðinn með lotningu á Bill Clinton tala. í þokkabót fór hún að baka smákökur og var meira að segja haldin keppni milli hennar og Barböru Bush um það hvor bakaði betri súkkulaðibita- smákökur, sem lyktaði með sigri lög- fræðingsins. Slík hamskipti eru ekk- ert einsdæmi á ferli hennar. Hillary Clinton hefur áður brotið odd af of- læti sínu þegar pólitískur frami manns hennar hefur verið annars vegar. Þegar hún giftist Bill Clinton árið 1975 ákvað hún að halda ættarnafni sínu og heita áfram Hillary Rodham. Á þeim tíma var hún allt að því eins ' og hippi til fara og töldu ýmsir að það hefði verið henni að kenna Bill Clinton var ekki -endurkjörjnh j eftir eittkjörtímabil í ríkisstjórast^í. 1 Þegar íbúar Arkansas gengu að kjörborðinu á ný tveimur árum síðar var Clinton aftur í framboði. Nú hafði hún tekið upp Clinton-nafnið; „Ég lét [Rodham-nafnið] af hendi. Það skipti [kjósendur] meira máli en mig,“ sagði Hillary Clinton. En hún háfði ekki aðeins skipt um nafn. Hillary Clinton var hætt að ganga með gleraugu og farin að nota lins- ur, hún var orðin ljóshærð og stutt- kiippt og farin að ganga í kvenlegri kjólum en áður. Hún varð eins og kjósendur eiga eiginkonum stjórn- málamanna að venjast og að þessu sinni átti hún stóran þátt í sigri hans. Stærstu vatnsmelónur í heimi Hillary Clinton fæddist árið 1947 í merki sporðdrekans og ólst upp í úthverfi Chicago, þar sem faðir henn- ar rak vefnaðarvöruverksmiðju. Hún gekk í Wellesley-háskóla og nam lög við Yale. Þar kynntist hún Bill Clint- on. Það fyrsta sem hún man eftir honum er að hann var að segja hópi stúdenta að í Arkansas væru „stærstu vatnsmelónur í heimi“. Næst rakst hún á hann nokkrum mánuðum síðar er hún stóð í röð og beið eftir að skrá sig í tíma. Þegar þau loks komust að klukkustundu síðar ,kom í Ijós að Bill CJinton hafði þegaí skráð sig. - Eftir þetta áttu þau nokkur Stefnumót en voru hfkandi; hún vildi ráða sig til lögmannsstofu í stórborg, en hann vildi fara aftur til Arkans- as. Brátt urðu þau hins vegar óað- skiljanleg. Hillary Clinton fórnaði því að einhveiju leyti sín- um markmiðum til þess að auka veg eiginmanns síns. Hún hefur hins veg- ar átt mikilli velgengni að fagna í starfí og hefur verið sýnu launahærri en hann. Clinton hafði aðeins um 35 þúsund dollara í tekjur á ári í ríkisstjóra- starfinu, en hún aflaði að jafnaði 110 þúsunda doll- ara á ári. Frá árinu 1980 hefur hún aflað 70 pró- senta tekna þeirra og það er henni að þakka að fjöl- skyldan býr við það góðan efnahag að aðeins þtjú prósent Bandaríkja- manna hafa það jafngott eða betra. Hillary Clinton hefur alla tíð verið atkvæðamik- il í pólitísku starfi Bills Clintons. Einkum hefur hún látið til sín taka í málefnum barna og mennta- _ og heilbrigðis- málum. í Arkansas litu margir á þau sem eitt. „Þegar eitthvað nýtt kom upp var ógerningur að vita frá hvoru þeirra það var komið, hvar Bill sleppti og Hillary tók við. Þess vegna kölluðum við þau Bill- ary,“ sagði Sidney Johnson, forseti menntasamtaka í Arkansas, í viðtali við dagblaðið The New York Times. Þegar Bill Clinton lá í þunglyndi heima hjá sér eftir tapið í kosningun- um árið 1980 gekk Hillary fram fyr- ir skjöldu og varði hann á fundi, sem haldinn var með sigurvegaranum, Frank White. Þar sýndi Hillary mælsku og þótti standa sig vel. Hillary Clinton átti þátt i að endur- bæta meðhöndlun dómstóla á ung- lingum og knýja fram ýmsar ráðstaf- anir, sem tóku til bæði ríkisafskipta og einkaframtaks á sviði heilbrigð- is-, mennta- og velferðarmála. Hún sat umræðufundi með for- eldrum og kennurum einn daginn og þrýsti á þingmenn í Arkansas þann næsta. Hatrammir óvinir Bills Clint- ons hrifust af gáfum og eljusemi eig- inkonunnar. „Hún er jafnhörð og hann er linur,“ sagði John Robert Starr, ritstjóri dagblaðsins The Ark- ansas Democrat Gazette. ,þíing- mönnum líkaði virkilega vel-við hapa. Sumir sögðu: „Við kusum vitlausan Glinton.““ ítök til góðs eða ills? Ýmsir virðast uggandi yfir því að Hillary Clinton sé sýnu fijálslyndari í skoðunum en forsetinn og aðhyllist meiri ríkisafskipti en hann. Þeir segja að hún eigi að halda sig á mottunni vegna þess að hún hafi ekki verið kosin og eigi að láta forsetann um að stjórna. Þeir, sem til þekkja segja hins vegar að þau séu yfirleitt sammála hvort öðru. Bill Clinton virðist reynd- ar vera til hægri í Demókrataflokkn- um, en í raun sé hann alveg jafn- fijálslyndur og Hillary Clinton. í Arkansas er mál manna að þau séu fylgjandi því að vandamál þjóðfélags- ins verði leyst með sköttum, fjárveit- ingum og miðstýringu, en þau séu einnig raunsæ og geri sér grein fyr- ir því hvað sé gerlegt og hvað ekki. Þau kjósi frekar málamiðlanir og táknrænar lausnir, en að láta alfarið í minni pokann. Leitt hefur verið að því getum að Hillary Clinton muni í raun gegna starfi starfsmannastjóra forsetans. Bill Clinton hefur skipað æskuvin sinn, Mack McLarty, starfsmanna- stjóra. Hann er einnig góðvinur Hill- ary Clinton og ætti sambúðin því að verða auðveld. Á föstudag spurðist að Hillary Clinton myndi hafa umsjón með heil- brigðismálum. Þar brennur mest á umbótum þeim, sem Bill Clinton hef- ur boðað í heilbrigðiskerfinu. Það verkefni verður bæði kostnaðarsamt og mun mæta mikilli andspyrnu á þingi og meðal ýmissa hagsmuna- hópa. Hvernig sem starfi hennar verður háttað mun þar reyna á hvort hún geti hamið skap sitt. Aðstoðar- menn Bills Clintons vörðust yfirleitt allra sagna þegar blaðamenn gengu á þá um Hillary Clinton, en hermt var að margir þeirra hefðu verið beinlínis hræddir við hana. Þá kom einnig fram á föstudag að hún myndi fá skrifstofu í vestur- álmu Hvíta hússins, þar sem forset- inn og aðstoðarmenn hans hafa skrif- stofur. Forsetafrúr hafa hins vegar allajafna haft skrifstofu í austurál- munni og yrði því sýnu ljósara en verið hefur hjá fyrri forsetum að forsetafrúni er ætlað að gegna hlut- verki í hinni nýju ríkisstjórn. Vikuritið The Economist harmaði í desember að bókstafur laganna kæmi í veg fyrir að Bill Clinton gæti gengið hreint til verks og veitt konu sinni ráðherrastöðu. Sagði þar að slík ráðstöfun myndi fyrirbyggja róg og rætni. Blaðamaðurinn Sally Quinn skrif- aði hins vegar í tímaritiðNewsweek- að það væri veikleikamerki ef svo virtist sem hún segði honum fyrir verkum. Það sé sök sér ef þau ræða málin í einrúmi, en slíkt eigi að vera á milli þeirra. Víst er að þau ræða saman og ekkert er henni óviðkom- andi. Hann setur fram kenningar og hún skýtur þær niður. Hann sökkvir sér niður í smáatriði helstu mála- flokka, hún beitir skarpskyggni og skýrgreiningu. Einnig kvaðst Quinn þeirrar hyggju að Hillary Clinton ætti ekki að sitja fundi með manni sínum, rétt eins og hann hefði ekki troðið sér inn á fundi í hennar starfi. Rosalynn Carter, eíginkona Jim- mys Carters, fékk einrmtt að kenna S óvægni gagntýnenða er hún í sak- leysi •síiTu sat. rikisatjórnarfundi inanns -síns. Forsetafrúr hafa hins vegar yfírleitt látíð að Sér kveða með einum eða öðrum hætti. Barbara Bush þykir til dæmis ímynd hinnar góðlegu ömmu. En hún átti til að sýna tennurnar og lét aðstoðarmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.