Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 25
Á morgun, mánudaginn 25. jan- úar, verður gerð frá Neskirkju útför Hjartar Hjartar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Skipadeildar Sam- bandsins, sem lést í Landspítalanum að morgni 14. þessa mánaðar eftir langvarandi sjúkdómslegu, rétt ný- orðinn 76 ára að aldri. Við þessi tímamót, þegar þeir Karon leysa landfestar, langar mig til að kveðja þennan vin minn og velgjörðarmann um áraraðir með örstuttu minningabroti og eftirmæl- um, ásamt ámaðaróskum um farar- heill. Hjörtur fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 9. janúar 1917, og voru foreldrar hans þau Sigríður Egils- dóttir, bónda Jónssonar frá Brekku í Dýrafirði, og Ólafur Ragnar Hjart- arson, jámsmiður á Þingeyri, Bjamasonar frá Amkötludal í Strandasýslu, en Hjörtur eldri var kvæntur Steinunni Guðlaugsdóttur frá Kárastöðum á Vatnsnesi Guð- laugssonar. Ólafur járnsmiður var, aftur á móti, yngri bróðir Friðriks Hjartar, skólastjóra á Suðureyri, Siglufirði og Akranesi, sem var kunnur skólamaður á sinni tíð. Að Hirti stóðu þannig ramm-vestfirsk- ar ættir í báðar stoðir með hún- vetnsku ívafi, en sjálfur var hann í miðið þriggja systkina, þ.e. systr- anna Svanhildar, móður dr. Olafs Ragnars Grímssonar, stjórnmála- fræðings og leiðtoga Alþýðubanda- lagsins, og Margrétar, eiginkonu Eiríks heitins Ólafssonar, fýrrver- andi skigstjóra hjá Eimskipafélagi Islands. Á hinum sögufrægu slóðum Gísla Súrssonar, Auðar og Vé- steinssona ólst hann upp og var sagður snemma bráðger um alla hluti, enda kom síðar í ljós að þar fór stafnbúi, minnugur hins forn- kveðna „að hver er sinnar gæfu smiður“. Rösklega 18 ára að aldri hóf hann tveggja vetra nám í Sam- vinnuskólanum og lauk þaðan brottfararprófí 1. maí 1937, efstur skólasystkina sinna með ágætisein- kunn. En strax frá prófborði var hann fenginn, ómyndugur, til að taka að sér kaupfélagsstjórastarfið á Flateyri og farnaðist honum svo vel þau níu ár sem hann stóð fyrir erindum samvinnumanna í Önund- arfirði að í það bú var virðing að setjast að aflokinni kaupfélagsstjór- atíð hans. Þess eru ekki önnur dæmi úr samvinnusögu íslendinga að ófullveðja ungum manni er falin forsjá kaupfélags, eins og hér var gert, en það sýnir, öðru fremur, hvað eftirtektarsamur Jónas Jóns- son frá Hriflu, skólastjóri Sam- vinnuskólans, var á framtíðarleið- togaefni samvinnuhreyfingarinnar. Tvímælalaust samþykkti Sigurður Kristinsson, þáverandi forstjóri Sambandsins, ábendingar Eiríks Þorsteinssonar, kaupfélagsstjóra á Þingeyri, um kaupfélagsstjóraefnið handa Ónfirðingum, í samráði við Jónas, í tengslum við kynni hans ¥ Hirti við skólanámið, en allir þrír hafa þeir séð að saman fór ráðdeild og kapp með forsjá hjá fullhuganum, sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Önfírðingar hentu að vonum gaman að því að kaupfé- lagsstjórinn þyrfti að hafa ábyrgð- armenn sér til fulltingis, t.d. við málarekstur, því óheimilt var að lögum að gagnstefna þessum um- bjóðanda kaupfélagsins fyrir æsku sakir. En óráðdeildarmönnum hló ekki lengi hugur í bijósti, því kaup- félagsstjóri var æði fasthentur á slíkum, — slæddust þeir inn á starfsvettvang félagsins. Á Flateyri hlaut hann fleira en þökk og virðingu allra, sem við hann áttu erindi, því þar hófst óslit- inn lífshamingja hans með kynnum af konuefni sínu, sem fyrir var á staðnum er hann kom, ung kennslu- kona í þorpinu, aðkomin úr Húna- vatnssýslu, dóttir Jóns fyrrverandi alþingismanns í Stóradal Jónssonar, — Guðrún — sem ber nafn ömmu sinnar, dóttur Jóns alþingismanns Pálmasonar, eldri. Þau giftu sig 21. september 1939 og eignuðust dætur sínar allar þijár vestra, en þær eru: Jóna Björg, fædd 17. febrúar 1941, kennara- menntuð og gift dr. Paul van Bur- en, dósent í málvísindum við háskól- ann í Utrecht í Holland, en þau eiga tvo syni. Sigríður Kristín, fædd 30. janúar 1943, lyfjafræðingur, 1 morgunBi’aðÍd MINNINGAR IuMdagub 24. JANÚAR 1993 % gift Stefáni Guðbergssyni bygg- ingaverkfræðingi og eiga þau þijá syni. Elín, fædd 20. september 1944, hjúkrunarfræðingur, gift Davíd Á. Gunnarssyni verkfræð- ingi, forstjóra Ríkisspítalanna, og eiga þau þijár dætur. Sonurinn, Egill, er, aftur á móti, fæddur á Siglufirði 31. ágúst 1948, og er rafmagnstæknifræðingur, kvæntur Maríu Gunnarsdóttur byggingar- tæknifræðingi og eiga þau tvær dætur og einn son. Barnabörnin, þau eldri, eru nú- þegar að fullorðnast, og hafa sum stofnað heimili, en öll njóta þau þess að eiga trausta ættarfylgju, sem gerir betur en bregða fjórðungi til fósturs. Yfir velferð þessa lióps hefir líka vakað umhyggjusamur faðir og afí, meðan heilsan leyfði, — en allar götur jafnan, hans styrka stoð, eiginkonan Guðrún. Frá Flateyri var Hjörtur kvaddur af Sambandinu til kaupfélagsstjóra- starfa á Siglufirði, en á þeim bæ voru þá pólitískar ýfíngar með mönnum og illgjörlegt að ná sætt- um. Með gætni náði hinn nýi kaup- félagsstjóri, aðeins 28 ára að aldri, að bægja frá óveðrum af þeim toga, en hasla félaginu, auk verslunar- reksturs, völl í sfldarsöltun, eftir þvf sem aðstæður leyfðu, en strax eftir lýðveldisárið, 1944, hvarf síld- fiskurinn nær gersamlega og orsak- aði afar erfiðan fjárhag jafnt hjá heimilum sem fýrirtækjum og bæj- aryfírvöldum Siglufjarðar. Það var því krappan sjóinn að sigla á þeim árum. Á málþingum samvinnumanna lét Hjörtur ætíð allnokkuð að sér kveða á þessum tíma, var snöfur- mæltur ræðumaður, rökfastur og ódeigur. Eftir honum var tekið og á hugmyndir hans hlustað, en ráð- deild hans var við brugðið. Eftir tæplega átta ára starf nyrðra bauð Vilhjálmur Þór og Sambandsstjórn honum framkvæmdastjórastarf Skipadeildar, sem formlega skyldi stofnuð 1952, og þekktist kaupfé- lagsstjóri boðið, en áður hafði Sam- bandið, annað slagið, lengi haft með höndum siglingar, m.a. fastan skiparekstur frá komu Hvassafells til landsins árið 1946, sem efldist með komu Amarfells 1949 og enn frekar með smíði Jökulfellsins árið 1951. Rekstur þeirra skipa var und- ir stjóm þáverandi fulltrúa for- stjóra, Sigurðar Benediktssonar, síðar framkvæmdastjóra Osta- & smjörsölunnar, en með ráðningu Hjartar hefst nýtt tímabil örra framkvæmda, sem leiddi til komu þriggja nýrra skipa fyrir árslok 1954 og svo, loks, í helmingafélagi með Olíufélaginu h.f., með kaupun- um á olíuskipinu Hamrafelli, sem samvinnumenn tóku við í Svíþjóð á 17. giftingarársdegi þeirra hjóna árið 1956. Hér var keypt lang- stærsta skipið, sem komist hefír í eigu íslendinga, en Sambandið var, illu heilli, knúið af misvitram stjórn- völdum til að selja á árinu 1966, eftir 10 ára erfitt eignarhald, þar eð ekki tókst að skapa skipinu við- unandi rekstursafkomu. En alls tók Hjörtur við 11 skipum fyrir hönd Sambandsins í framkvæmdastjóra- tíð sinni, og reyndust þau nær öll, eins og ort var til Hvassafellsins fyrsta, — „happafley á sæbreiðum“. Það var í febrúarmánuði árið 1953, sem okkur, framhaldsskóla- nemendum Samvinnuskólans, bár- ust boð frá Sambandinu um að til umsóknar stæðu þijár starfs- mannastöður, tvær í Innflutnings- deild og ein í Skipadeild og gætum við sótt þá-þegar um störfín, ef okkur léki hugar á að starfa fyrir höfuðstöðvamar. Það var, fyrir margt-löngu, þá, — einum mánuði miður 40 árum núna — sem ég gekk á fund hins unga fram- kvæmdastjóra til kynningar og „yf- irheyrslu". Fyrir skólastjóraborðinu sat hinn umtalaði Vestfírðingur, 35 ára gamall, maður fríður sýnum og vel limaður, ívið hærri meðalmanni en traustbyggður, jarpur á hár og sveipir í. Hann var fyrirmannlegur og auðsýnilega vanur mannaforráð- um, en bar þann hvassasta svip, sem ég hafði mætt til þessa. Viðtal- ið var stutt og efnismikið. Þegar ég „lak“ út frá viðmælanda mínum hugsaði ég að þarna hefði ég mætt þeim, sem hlyti að vera Haraldi konungi Sigurðssyni harðráða lík- astur og ætti ég lítið erindi í slíkt heljarmenni. En daginn eftir, þegar viðtölum hans var lokið við skólafé- laga mína, vora stutt umsvif til umþenkinga, en það var aðalsmerki Hjartar að vera fljótur að setja sig inn í mál og lyppast ekki niður við ákvörðunartökuna. Mér var tilkynnt að starfíð biði, en nú væri best að leggja nótt við dag, því ég ætti að byija þegar hinn 1. apríl nk. en fengi leyfi frá störfum rétt á meðan próf stæðu yfír í þeim mánuði. Á þeim tíma var atvinnuleysi nokkuð og hver skólasveinn heppinn, sem í fast starf komst, og var ég engin undantekning frá því. Það er sagt að fall sé fararheill og vissulega ásannaðist það á mér, því það er mála sannast að því lengur sem ég starfaði undir verkstjóm þessa hús- bónda míns, því betur gast mér vist- in, en þó maðurinn best sjálfur. Harður var hann í hom að taka, en aldrei vissi ég hann halla réttu máli og gæti ég haft um hann svip- uð ummæli og Jón Ögmundsson um fóstra sinn ísleif biskup, öldum fyrr. Hann var ekki fljótur til loforða, en ádráttur hans var betri en hand- söl og samningar annarra manna. í mínum augum var hann ávallt alvörumaður og glens og grín lágu ekki á hraðbergi, því að hann taldi sig fara með verkefni, sem snertu almannaheill og að þeim verkefnum starfaði hann heilshugar. Hann gerði miklar kröfur um samvisku- semi og iðni, en stærstar kröfumar gerði hann á hendur sjálfum sér í öllum greinum. Hann hreinlega sleit sér út af vinnu og ábyrgðarkennd fyrir samvinnuhreyfínguna, — en svo var manndómur hans mikill að er hann fann að heilsan bilaði og hann orkaði ekki því öllu, sem hann vildi, þá óskaði hann eftir lausn frá störfum rétt fyrir sextugsafmælið sitt, eða í árslok 1976. Veikindi hans ágerðust, en samt starfaði hann að velferðarmálum samvinnu- hreyfíngarinnar meðan kostur var og ritaði þá allmikið um margvísleg mál, en úrval greina hans var gefíð út í bókinni „Á líðandi stund“ sem Sambandið lét prenta árið 1984. í þeirri bók má lesa rökfastan alvöra- mann ræða ágreiningsmál síns tíma og munu greinar hans bera honum verðugt vitni, er tímar líða fram. Hjörtur var ólíkur mörgum í því að hann sóttist ekki eftir vegtyllum, en í hans hlut hlaut þó að koma sú skylda að takast á hendur fjöl- mörg verkefni og umsýsla með hagsmunum samvinnuhreyfíngar- innar og aðildarfélaga Sambands- ins. Þannig var hann í mörg ár fulltrúi samvinnumanna í Áburðar- verksmiðjunni, formaður Vinnu- málasambands samvinnufélaganna og samningsfulltrúi þess í stéttarfé- lagadeilum, varaformaður banka- ráðs Samvinnubanka íslands, vara- formaður framkvæmdastjómar Sambands ísl. samvinnufélaga, og stjómarformaður í Olíufélaginu hf. var hann í mörg ár. Auk þessara starfa innti hann af hendi stjórnar- setur í mörgum öðram félögum í eigu samvinnumanna, svo og í stjórnum framsóknarmanna, því þar var hann einnig áhrifamaður. I tengslum við stjórnmálin sat hann og fyrir hönd flokksins í stjóm Bæjarútgerðar Reykjavíkur í eitt kjörtímabil. Þótt aldrei syngjum við stef sam- an vissi ég að hann var bæði músík- alskur og raddmaður góður og við jólaskemmtanir barna sjómanna á Sambandsskipunum spilaði hann iðulega á píanóið fyrir skarann og söng þá jólalög. Þar kynnti hann á sér aðra hlið gagnvart bömunum, heldur en dags daglegu í önn við- skiptalífsins. Hann var víðlesinn húmanisti og var jafnvígur á ís- lenskar bókmenntir að fomu sem nýju, ásamt áunninni staðgóðri þekkingu á ýmsum öndvegisritum erlendra þjóða. Hann var tungu- málamaður ágætur og var vel til lærdóms falinn hefði hann kosið langskólanám. Hann var skapmað- ur mikill og lét ekki hlut sinn fyrir neinum, agaði undirmenn sína til reglusemi og kom þeim öllum til nokkurs þroska. Eg drúpi höfði við kistu vinar nn'ns og bið honum guðsblessunar á ferð hans um hin óræðu djúp. Eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönnum flytjum við Sigríður dýpstu samúðarkveðjur við fráfall stórbrotins maka, föður og forsjón- armanns, jafnframt sem við þökk- um velgjörðir hans í okkar garð á umliðnum tíma. Allt er í heiminum hverfult, og eins er með Sambandið, sem önnur mannanna verk, að tíminn eyðir því sem reist er. Þó er öraggt að hug- sjónir, sem nýtast almannaheill, koma ávallt til með að lifna úr dái og dafna þegar vaxtarskilyrði bjóð- ast á ný, — enda hefír allt sinn tíma. Ég veit að vini mínum súmaði fyr- ir vitum yfír örlögum þess sam- bands, sem hann helgaði líf sitt og starf, og hefði ég helst kosið að hann hefði kvatt meðan það átti enn brautargengi að fagna, því að það sæmdi að samvinnumenn hefðu hafíð þennan drengskaparmann sinn út til grafar á skjöldum. Kjartan P. Kjartansson. Á kveðjustund kemur í huga mér nær þriggja áratuga gömul endurminning. Ég er á ferðinni í bifreið niður með Elbu, á braut- inni sem liggur í átt til Blan- kensee, neðan við Hamborg; með mér er Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, og synir mínir tveir, þá bamungir. Mikill trjágróður byrgir sýn út á ána, en loks kom- um við þar sem vegurinn liggur fast við fljótið. Handan árinnar stendur stórt olíuskip í þurrkví og blasir við sjónum þeirra sem um veginn fara. Hjörtur snýr sér að sonum mínum, bendir á skipið og segir: „Þama er Hamrafell- ið.“ Mörgum sinnum átti Hjörtur eftir að rifja upp þetta atvik og þau hrifningarorð sem synir mín- ir létu sér um munn fara og ekki verða rakin hér. Hjörtur var að þessu sinni staddur í Hamborg til samninga og viðræðna við þýska skipa- smíðastöð og kom hann þá á heimili okkar hjóna. Hjörtur hafði sérstakt lag á að hæna böm að sér og tókst fljótt mikill vinskapur með honum og sonum okkar; spurðu þeir margs um þetta stóra skip, sem þeir heyrðu að búið væri að draga á þurrt einhvers staðar í borginni. Er nú skemmst frá því að segja, að næst þegar Hjörtur á frjálsa stund frá því mikla annríki, sem hann lagði jafnan á sig, gengst hann fyrir því ferðalagi sem hér var lýst. Hjörtur Hjartar var fæddur 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann andaðist í Reylqavík 14. janúar sl. og verð- ur útför hans gerð frá Neskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. Foreldrar Hjartar vora Ólafur Ragnar Hjartar jámsmiður og Sigríður Kristín Egilsdóttir kona hans. Varð þeim hjónum þriggja bama auðið og var Hjörtur í miðið; elst var Svanhildur, en hún lést árið 1966, og yngst Margrét, sem lifír systkini sín. Hjörtur stundaði nám í Sam- vinnuskólanum 1935 til 1937, en hjá Kf. Dýrfírðinga á Þingeyri hafði hann starfað allt frá árinu 1931. Um leið og Hjörtur lauk námi sínu við Samvinnuskólann gerðist hann kaupfélagsstjóri hjá Kf. Önfirðinga á Flateyri og því starfí gegndi hann til ársins 1945. Þá liggur leiðin til Siglufjarðar, þar sem Hjörtur er kaupfélagsstjóri til ársins 1952. Þá gerist hann framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga og því starfí gegndi hann til ársloka 1976. Hjörtur átti sæti í framkvæmdastjóm Sam- bandsins frá 1955 til 1977. Hann var lengi í stjórn Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna, formað- ur árin 1962 til 1964. Var hann á þessum tíma og lengi síðan virkur þátttakandi í samningum á milli aðila á vinnumarkaði. Hann var í stjóm Samvinnusparisjóðsins frá stofnun hans árið 1954 og síðan í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun hans árið 1963 og þar til nokkru áður en bankinn var seldur. Formaður stjómar Olíufélagsins hf. var Hjörtur frá 1967 til 1987. í stjórn _ Áburðarverksmiðjunnar hf. og Áburðarverksmiðju ríkis- ins átti hann sæti í full 15 ár. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi fyrir fjölþætt störf Hjartar en hér verður rúmsins vegna að láta staðar numið; era þá einnig ótalin störf hans í þágu framsóknarfélaga á fjörðum vestur, í Siglufírði og í Reykja- vík. Sá sem hér heldur á penrta þekkir ekki af eigin raun kaupfé- lagsstjóratímabilið í ævi þessa mikilvirka samvinnumanns. Hann minnist þess að hafa heyrt Hjört segja frá þvi af sinni al- kunnu kímni, hvernig stjómar- mönnum í Kf. Önfírðinga varð nokkur vandi á höndum á því herrans ári 1937, þegar það rann upp fyrir þeim að nýráðinn kaup- félagsstjóri þeirra var ekki orð-'C inn íjárráða að þeirra tíðar hætti. Ég held að Hjörtur hafí orðað það svo, að þetta vanda- mál hafi leyst af sjálfu sér í tímans rás. Á Siglufjarðaráram Hjartar er síldarævintýrið enn ekki liðið undir lok og sfldarsölt- un því undirstöðuþáttur í afkomu bæjarbúa. Það er ljóst, að hér hefur hinn ungi kaupfélagsstjóri ekki látið sinn hlut eftir liggja; mörgum árum síðar vora honum veitt heiðursverðlaun fyrir að hafa á þessum tíma fítjað upp á nýrri aðferð við sfldarsöltun, aðferð sem þótti til þess fallin að bæta hlutskipti söltunarfólks, um leið og hún jók afköstin. Þau 15 ár, sem Hjörtur var kaupfélagsstjóri, veittu honum sérstaka innsýn í þá baráttu sem háð var fyrir betra mannlífí í dreifðum byggðum landsins. Hann var því flestum öðram næmari á vandamál samvinnu- fólks á landsbyggðinni, en um leið glöggskyggn á þá möguleika sem þar kynnu að standa til boða. Það er alkunna, að Vilhjálmi Þór, þáverandi forstjóra Sambands- ins, var skipareksturinn mjög hug-- leikinn; ennfremur það, að hann vandaði mjög val þeirra manna, sem hann vildi trúa fyrir stóram verk- efnum. Það talar því sínu máli um álit Vilhjáilms á kaupfélagsstjóra- störfum Hjartar, á Flateyri og í Siglufírði, að hann skyldi fá hann til að veita forstöðu hinni ört vax- andi kaupskipaútgerð Sambands- ins. Ártalið er 1952 og nú tekur samvinnumaðurinn Hjörtur Hjartar til við að skrifa nýjan og merkan kapítula í lífsbók sína. Ég veit að samstarfsmenn Hjartar úr Skipadeild Sambands- ins munu minnast þess mikla starfs, sem hann vann á þeim vettvangi. Undir traustri stjórn hans óx starfsemin ár frá ári, skipunum fjölgaði og flutnings- magnið jókst. Það þótti mikil ævintýraferð, þegar Hjörtur flaug til Japans árið 1956 til þess að skoða norska olíuskipið „Mos- tank“, sem síðar hlaut nafnið „Hamrafell" og sigldi undir Sam- bandsfána frá 1956 til 1966. Það kom í hlut Hjartar að láta smíða mörg skip fyrir Sambandið, en að sjálfsögðu kom það einnig fyrir að keypt vora hentug skip, sem áttu sér nokkurra ára sigl- ingasögu að baki. Ötulleika Hjartar sem framkvæmdastjóra Skipadeildar var viðbragðið. í því starfi gerði hann eflaust miklar kröfur til starfsmanna sinna en þó mestar til sjálfs sín. Hann var hjúasæll með afbrigð- um og það orð lá á, að nánustu samstarfsmenn hans tækju hann sér mjög til fyrirmyndar um at- orku og vinnusemi. Hjörtur naut og þeirrar gæfu að sjá hvernig þessi trúnaður við starfið og framkvæmd þess skilaði góðum árangri. Ég held að skapgerð Hjartar hafí verið gædd óvenjulegri breidd. Hann gat verið ákveðinn og stjórnsamur, þegar honum þótti það við eiga; í hina röndina var maðurinn barmafullur af ljúf- mannlegri kímni og léttleika, sem gerðu honum auðvelt og eig- inlegt að gleðjast með glöðum, hvenær sem því var að skipta. Á mannamótum var hann því jafn- Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.