Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ £ • • ; <-. >: t > : . . :;: ’: t: i SUNNUDAGUR 24. JANUAR 1993 2 ,ii Í5ikíi<« 31 AUGLYSINGAR Rafvirki —SMÍIH& ------ NORLAND Pósthólf 519, 121 ReyKjavík óskar að ráða rafvirkja til afgreiðslustarfa í heildsöludeild sem fyrst. Leitað er að dríf- andi og snyrtilegum manni með vöruþekk- ingu og áhuga á viðskiptum og þjónustu. Æskilegt er að meðmæli fylgi. Umsóknareyðubiöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað þangað fyrir 30. janúar nk. GuðniTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARNÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Hársnyrtifólk Hársnyrtisvein eða meistara vantar á stóra hársnyrtistofu í Vestmannaeyjum strax. Upplýsingar í símum 98-11778 og 98-13089 frá kl. 9-18 alla virka daga. Rafmagns- tæknifræðingur vanur almennri húsahönnun, óskast til samstarfs. Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar, sem meðal annars tilgreini starfsaldur, reynslu og fyrri vinnustaði, til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 28. janúar, merktar: „R - 8253“. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður KVENNADEILD Hjúkrunarframkvæmdastjóri Laus er staða hjúkrunarframkvæmdastjóra við kvennadeild Landspítala. Starfið felst m.a. í ábyrgð á rekstri, skipulagningu, stjórn- un starfsmannamála, fræðslu og faglegri ráðgjöf. Umsækjandi þarf að vera hjúkrunar- fræðingur með Ijósmæðramenntun og hafa lokið stjórnunarnámi eða sambærilegri menntun. Staðan veitist til eins árs frá 1. mars nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri. Umsókn um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist hjúkrunarfor- stjóra Landspítala fyrir 15. febrúar nk. SÆNGURKVENNADEILD 22-A Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra við sængur- kvennadeild 1 (22-A) er laus til umsóknar. Um er að ræða mjög áhugavert starf á deild, sem er í mikilli þróun. Umsækjandi þarf að vera hjúkrunarfræðingur með Ijósmæðra- menntun og hafa reynslu í stjórnun. Staðan veitist frá 1. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Ásta B. Þorsteins- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000 eða Edda Jóna Jónsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri, í síma 601151. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra fyrir 15. febrúar nk. KRABBAMEINSLÆKNINGADEILD KVENNA 21-A ONC. Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra við krabba- meinslækningadeild kvenna er laus til um- sóknar. Á deildinni, sem veitir mjög sér- hæfða hjúkrun, ríkir mjög góður starfsandi og gott skipulag. Upplýsingar um starfið gefur Svava Gústavs- dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601113 og Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 601000 eða 601300. Staðan er laus nú þegar og veitist eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu berast til skrifstofu hjúkrun- arforstjóra fyrir 15. febrúar nk. BARNASPITALI HRINGSINS Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á barnadeild 1-lyflækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu, einnig vantar á fastar næturvaktir. Hlutavinna kemur til greina. Deildin er með 14 rúm og þjónar börnum upp til 16 ára. Góður aðlögunartími með reyndum hjúkrunarfræðingi, en fyrst og fremst gott samstarfsfólk, sem lítur jákvætt á starf sitt og finnst skemmtilegt í vinnunni. Upplýsingar gefur Svana Pálsdóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri, sími 601020, eða Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601000/601033. Fóstrur Staða fóstru er laus til umsóknar nú þegar. Staðan er afleysingastaða og veitist í eitt ár. Starfið er fjölþreytt og skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum aldri. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/601033. HUÐ- OG KYNSJUKDOMADEILD Hjúkrunarfræðingur 60% staða hjúkrunarfræðings á 5 sólar- hringa legudeild húð- og kynsjúkdóma á Víf- ilsstaðaspítala og göngudeild húð- og kyn- sjúkdóma í Þverholti 18 er laus til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi. Starfsvett- vangur er á báðum deildum. Um er að ræða fjölbreytt og skapandi starf. Starfsandi er mjög góður. Upplýsingar gefur Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602800 og deildarstjórarnir, Sigríður Heimisdóttir, sími 602853 og Þuríður Sigurðardóttir, sími 602325. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD LANDSPÍTALANS Aðstoðardeildarstjóri - hjúkrunarfræðingur Staða aðstoðardeildarstjóra á legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans er laus til umsóknar. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings á unglingadeild. Möguleiki á húsnæði og barnaheimili. Frekari upplýsingar gefur Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, smi 602500 og 602550. OLDRUNARLÆKNINGADEILD Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast sem fyrst. Fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Anna Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602266 eða 601000. RIKISSPIT ALAR Rikisspitalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem viö störfum fyrir og meö, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Rikisspítala er helguð þjónustu við almenning og viö höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiöarljósi. Löggiltur vigtar- maður Löggiltur vigtarmaður óskast til tímabund- inna starfa í Reykjavík. Mikil yfirvinna mun fylgja starfinu. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 29. janúar nk. ásamt staðfest- ingu á löggildingu, merkt: „Vigtun - 417“. Veitingastaðurinn Casablanca Óskum eftir snyrtilegu fólki á bari, í dyra- vörslu, fatahengi og sal. Upplýsingar á staðnum á Skúlagötu 30, mánudaginn 25. janúará milli kl. 18 og 20. Casablanca, - staðurinn í dag. Reykjavík Hjúkrunar- deildarstjóri - hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Staða hjúkrunardeildarstjóra á deild G-2 er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf á nýuppgerðri hjúkrunardeild með góðri vinnuaðstöðu. Unnið er eftir hjúkrunarskrán- ingu. Hjúkrunarfræðingur með reynslu af hjúkrun aldraðra óskast sem fyrst. Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir á heilsugæslu. Gert er ráð fyrir að tveir hjúkr- unarfræðingar skipti með sér vöktum alla daga vikunnar. Hjúkrunarfræðing vantar á vaktir um helgar og til afleysinga. Tvær stöður sjúkraliða eru lausar til umsókn- ar. Önnur staðan er 80% dagvinna virka daga, en hin er 60% kvöldvaktir, vinnutími kl. 15.30-22.30 aðra hvora viku. Athygli er vakin á, að reykingar eru takmark- aðar á Hrafnistu. Upplýsingar um þessi störf veita ída Atla- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 35262 og Jónína Nielsen, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 689500. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri óskast til að reka skó- verksmiðju á Skagaströnd. Leitað er að aðila með reynslu af rekstri og markaðsmálum, sem hefur áhuga á að sýna árangur í starfi. Fyrirtækið hefur sterka eiginfjárstöðu og er fjármögnun lokið. Rekstraráætlun er fyr- irliggjandi. Hugmyndin er að ráða tvo stjórnendur; fram- kvæmdastjóra fyrir rekstur og markaðsmál og tæknimann fyrir framleiðsluna. Milliganga verður höfð um útvegun hús- næðis. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri fyrir drífandi aðila. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Skóverksmiðja" fyrir 30. janúar nk. RÁÐGARÐURHF. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.